Alþýðublaðið - 14.01.1968, Side 10

Alþýðublaðið - 14.01.1968, Side 10
Ballettstjarna Framhald úr opnu. misst allt sjálfstraust. 'Ég hef þekkt dansara .sem urðu svo mlður sín af að lesa slæma dóma, að þeir jöfnuðu sig ekki má'n- uðum saman og jafnvel lengur. Ég reyni ekki að komast hjá gagnrýni, en ég vil heldur fá hana frá ballettfólki en áhuga- mönnum, þó að þeir skrifi dóma í blöðia. Ég hef fengið minn skerf af aðfinnslum um dag- ana, og af þeim hef ég lært mik- ið — bæði frá Ninette de Val- ois, Ashton og Nureyev. Ég man að Ashton reiddist mér oft á fyrstu árunum fyrir alls konar klaufaskap og ergði sig gulan og grænan yfir fótunum á mér sem voru ekki nógu sterkir. Það varð mér aðeins til góðs. Sp. Hafið þér sérstakt matar- æði til að lialda yður sem bezt líkamlega? Sv. Nei. Mitt aðalvandamál er að borða nógu mikið til að viðhalda kröftum mínum og vinnuþreki. En ég hef ekkert sérstakt mataræði. Ég borða mikið kjöt vegna eggjahvítu- efnanna alveg eins og íþrótta- menn. Ballett er meiri áreynsla fyrir líkamann en nokkur íþróttagrein. Á hinn bóginn eru dansarar óvenjulega hraustir og sterkbyggðir, og flestar ball- erínur verða mjög langlífar. Sp. Hvernig slakið þér á? Sv. Ég geri það alls ékki, Ég á við, að ég nota enga sérscaka aðferð til þess. Ég stunda ekki yoga-æfingar eða neitt þvíum- líkt! Eftir sýningu þar sem ég dansa stór hlutverk á borð við Giselle eða Odette-Odile er ég lengi að komast aftur í jafn- vægi. Ég get ekki farið beint í rúmið og gert mér vonir um að sofna. Stundum skrepp ég á næturklúhb eða dansstað eða bara í veitingahús, því að ég borða aldrei fyrir sýningu. Sp. Hafið þér gaman af að dansa venjulega samkvæmis- dansa? Sv. Já', þegar ég er í skapi til þess, Stundum hef ég enga löngun til slíkra hluta. En ég kann vel við tízkudansana núna; þeir eru svo eðlilegir og frjáls- ir. Það er sérstaklega þægileg slökun fyrir ballettdansara að dansa þá eftir sýningu, því að á sviðinu verður hvert spor og hver hreyfing að vera svo hnit- miðuð. Sp. H-vað segið þér um tízkr una í dag? Sv. Mér finnst skemmtilegt að sjá unga fölkið klæða sig svona djarflega. Ég keypti sjálf stuttpils fyrir skömmu hjá 'V’ves St. Laurent í París. Ég kaupi öll mín -föt hjá honum. Áður var ég fastur viðskiptavinur hjá Ði- ór, en þegar hann dó og St. Laurent setti upp sína tízku- verzlun fór ég til hans. Ég álít hann vera éinn af hugmyndarík- ustu og smekkvísustu tízkufröm- uðum Parísar. Sp. Finnst yður leiðinlegt að hafa aldrei eignazt börn? Sv. Nei, nei. Ég á þrjú stjúp- börn, og betra getur það ekki verið. Stúlkurnar eru tvíbur- ar, nítján ára gamlar, og pilt- urinn átján ára. Það er alveg mátuiegur aldur fyrir stjúp- böm! Þau eru mér ákaflega góð, og ég hugsa um þau eins og fullorðið fólk, en ekki börn. Sp. Eru þau hrifin af ball- ettinum? Sv. Já, en ekkí óhóflega. Það er maðurinn minn ekki heldur. Hann segir, ao hann hafi ánægju af balletti sem er góður, vel sviffsettur og vel dansaffur. Sp. Hvaða álirif hefur bana- tilræffið og lömunin haft á við- horf lians til lífsins? Sv. Hann hefur sætt sig ótrú- lega vel við allt saman. Hann í‘ Nýtt Chesterfield Filters er ekkert bitur og ber engan kala til mannsins sem skaut hann. Sp. En þér? Sv. Nei, ég lít það sömu aug- um og maðurinn minn. Þegar ég frétti fyrst um skotárásina gerði ég mér ekki grein iyrir hversu alvarlegt þetta var. Þeg- ar ég flaug þangað til að sjá hann var hann algerlega lamað- ur og gat aðeins fengið nær- ingu með sprautum inn í ieð, en ég hélt, að lömunin m.vndi smám. saman lagast. Það leið langur tími þangað til mér var orðið ljóst hversu alvarlega særður hann var, og það var lán fyrir mig. Bati hans hefur verið mjög hægfara, en hann er aðdáan- lega þolinmóður og viljasterkur. Það er mikil hughreysting að vita, að honum getur átt eftir aff batna töluvert á næstu tíu árunum. Og aðalatriðiff er, að hann er ekki lengur á sjúkra- húsi. Hann er aftur farinn að geta lifað lífinu og starfað. og nú situr hann í þjóðþingi Pan- ama. Sp. Höfðuð þér nokkurt hug- boð um, að maðurinn yðar yrði fyrir skotárás? Sv. Ég vissi alltaf, að það væru líkur til þess, að einhver myndi skjóta hann. Og ég tel það kraftaverk, að hann skuli enn vera á lífi. Sp. Hvernig vissuð þér það? Sv. Skotárásir eru daglegur viðburður í Panama. Þetta er blóðheitt fólk. Fyrir skemmstu var skotið á bl&ðamann af því að hann hafði skrifað eitthvað sem árásarmanninum líkaði ekki. Til allrar hamingju virðast þeir vera fádæma lélegar skytt- ur. Sá sem skaut manninn minn stóð aðeins nokkra metra frá honum. Sp. Hafið þér áhuga á stjórn- málalífinu í Panama? Sv__Ég hef áhuga á því, já, já, ég skil það ekki. Það er alTtof flókiff fyrir mig. Þeg- ar við vorum á kafi í bylting- unni þar fyrir tveimur árum voru öll lætin alveg eins og spennandi leikrit. Sp. Hversu mikið hafið þér hagnazt á list yðar í fjárhags- legu tilliti? Svar: Hún hefur ekki gert mig auðuga — það er ekki hægt að bera saman ballerínur og kvikmyndastjörnur hvað það snertir. En ég hef heldur eldr- ei haft neina löngun til að verða vellrík. Sp. Hvernig finnst yður að dansa í kvikmyndum? Sv. Ég er ekki hrifin af kvik- mynduðum ballettum. Ég hef aldrei séð „Rómeó og Júlíu” kvikmyndina síðan hún var full- gerð, aðeins einstök atriði með- an verið var að vinna hana, og heldur ekki aðrar myndir sem ég hef verið í. Mér finnst kvik- myndin ekki geta náð andrúms- loftinu í balletti, og þess utan ýkir hún alla vankanta og gerir gallana meira áberandi. Ég myndi verða gráhærð af áhyggj- um á nokkrum mánuðum út af öllum mínum göllum, ef ég sæi kvikmyndirnar, sem ég hef dansað í. ; Sp. Eigiff þér nokkrar óupp- fylltar óskir? Sv. Nei. Ég hef átt unaðslegt líf, svo er guði fyrir þakkandi, og ánægjulegan feril fram til þessa. Mig langar aðeins til að geta haldið áfram að dansa og taka framförum sem ballerína. Sp. Eruð þér trúhneigð? Sv. Já, það er ég. Þegar ég tala um kraftaverk í sambandi við manninn minn meina ég það trúarlega. Ég e_r sannfærð um, að guð gerir kraftaverk. Ef til vill má segja, að ég sé forlagatrúar. Ég álít, að allt sé fyrirfram ákveffið að vissu marki. Sp. Hafið þér áhuga á stjarn- speki eins ob margar leikkon- ur? Sv. Ég lít á hana sem visindi, en ég hef aldrei kynnt mér hana nánar og ekki haft neina liliðsjón af henni í lífi mínu. Ég hef aldrei farið til stjarn- spekiiðkanda eða spákonu. Ef mín bíður eitthvert happ vil ég heldur gleðjast yfir því óvænt en að fá að vita það fyrir. Og séu erfiðleikar fram undan vil ég ekki láta áhyggjur af þeim varpa skugga á nútíðina. Sp. Hvar er heimili yðar núna? Sv. Við eigum ekkert fast heimili sem stendur. Það eru þrjú ár síðan við urðum að ieysa það upp um stundarsakir, en ég hlakka til þegar við getum aft- ur setzt að um kyrrt einhvers staðar. Ég get verið reglulega húsleg þegar tækifæri gefst, þó að ég kunni ekkert í matreiðslu. En það er erfitt að festa rætur nokkurs staðar, þegar maður er á eilífum ferðalögum um heim- inn eins og fólk í mínu starfi. Spurning: Hvað ætlið þér að gera þegar þér hættið að dansa, hvenær sem það nú verður? S v a r : Búa með manninum mínum, róleg og hamingjusöm, hvar sem hann kýs helzt að vera. Ofnkranar, Tengikranar. Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell byggíngavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Sími 38840. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUÐHDSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126. sími 24631. 10 14 janúar 1368 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.