Alþýðublaðið - 19.01.1968, Qupperneq 1
Föstudagur 19. janúar 1968 — 49. árg. 14. tbl. — VerS kr. V
Leigubílstjóri skotinn til bana
Morðinginn hefurekki fundizt
Reykvískur leigubílstjóri fannst skotinn til
bana í bíl sínum snemma í gærmorgun. Telur
rannsóknarlögreglan að um ránmorð sé að ræða,
en talið er að peningaveski er hann var með á
sér sé horfið. í bílnum fannst skothylki af
skammbyssuskoti af stærðinni 32 kalíber og við
krufningu kom í ljós, að hann hafði verið skot-
inn með skoti af þeirri stærð. Telja læknar að
hann hafi látizt samstundis af skotinu. Lögregl-
an íeitaði morðingjans í allan gærdag, en í gær-
kvöldi hafði enn ekkert komið fram, er benti til
þess hver hann væri. Bílstjórinn sem myrtur var
hét Gunnar Sigurður Tryggvason, til heimilis
að Kambsvegi 8 í Reykjavík. Hann var fædd-
ur 1325, ókvæntur og barnlaus.
vegar, var hún með biðljósum
og hreyfill í gangi. Vinstri
afturhurð féll að stöfum, en
ekki lokuð til fulls.
Ökumaður sat undir stýri,
helsærður á höfði. Virtist lög-
reglumönnunum hann enn vera
með lífsmarki og kölluðu þeg
ar í stað á sjúkrabifreið, sem
flutti manninn á slysavarðstof
una. Þegar þangað kom vai
Gunnar heitinn látinn.
Við krufningu kom í ljós, að
skotið liefur lent neðarlega í
hnakka hægra megin. Kúlan
fannst aftan vinstra auga, var
hún ekki komin alveg fram i
enni, en hún mun hafa farið
inn um botn höfuðkúpunnar.
Skotið reyndist vera 32 kalí-
bera skammbyssuskot.
Rannsóknarlögreglan fór þeg
ar inn að Laugalæk, þegar
lögreglumennirnir tveir létu
Klukkan 7.15 í morgun til-
kynnti leigubílstjóri á Hreyfli
til lögreglunnar, að sér hefði
virzt eitthvað athugavert við
bSfreiðarstjóra leigubifreiðar-
innar R-461, sem stæði við
Laugalæk skammt frá horni
Sundlaugavegar. Tveir lög-
regluþjónar fóru starx á vett
vang. Stóð fyrrgreind bifreið
þar, u.þ.b. 80 — 100 metrum
frá gatnamótum Sundlaugar-
Bíll Gnnnars, sem rnorðið var framið í.
Gunnar Trygrgvason,
Ekkert leyfi til
fyrir byssunni
Blað'ið átti viðtal við Bjarka
Elíasson yfirlögregluþjón I
gær og spurði hann, hve
m'argir Reykvíkingar hefðu
byssuleyfi. Sagði hann að til
dagsins í dag- hefði embætti
Lögreglustýórans í Reykja
vík veitt aíls 4642 byssuleyfi
en á siðasta ásri hafi veriff
veitt 224 byssuleyfi, en í sum
um tilvikum væri um milli
færslur að ræða, þannig; að
sami maðurinn ætti í hlut.
Kvað Bjarki, að leyfi væru
veitt nær einvörðungu fyrir
riffla og haglabyssur og svo
loftbyssur. Það heyrði til und
antekninga, ef veitt væru leyfi
fyrir skambyssum og væri það
þá aðeins til lögregluþjóna í
starfi og með því skilyrði, að
þeir hefðu þær aðeins undir
höndum, meðan þeir störfuðu
í lögreglunni, en leyfin væru
innkölluð, hættu þeir störfum
hjá lögreglunni. Þá sagði
Bjarki að kindabyssur flokk
uðust undir skammbyssur en
leyfi fyrir kindabyssum
fengju aðeins sláturleyfishaf
ar og þeir bændur, sem nauð
synlega þyrftu á slíkum byss
um að halda. Aldrei væru
veitt leyfi fyrir sjálfvi.kum
skambyssum.
Bjarki sagði, að lögrcglan
hafi orðið þess vör aff skamm
byssum væri smyglað imi í
landið, en þær væru gerðar
upptækar, þegar til þ--irra
næðist. Náið samband væri
milli lögreglu og tollgæzlu
varðandi innflutning á ólög