Alþýðublaðið - 19.01.1968, Síða 5
Minningarord:
GUÐMUNDUR BJARNASON
Fæddur 7. fúlí 1908. Dáinn 13 nóv. 1967.
Einar ríki. I. faindi:
FAGURT ER t EYJUM
Þórbergur Þóröarson skráði
Helgafell, Reykjavík 1S67.
280 bls.
Fagurt mannlíf hét fyrsta
bindið í ævisögu séra Árna Þór-
arinssonar sem kom út árið 1945.
Þegar því sleppti var sögumaður
orðinn seytján ára og fjögurra
mánaða gamall, kominn suður
til Reykjavíkur þar sem hann
komst brátt í latinuskólann. —
Fagurt er í Eyjum nefnist upp-
hafið að „nýju stórvirki í ævi-
sögustíl” sem Þórbergur Þórð-
arson færist nú í fang, sögu
Einars ríka Sigurðssonar., Að
sögulokum fyrsta bindis er sögu-
maður kominn suður til Reykja-
víkur, sextá'n ára gamall og hef-
. ur staðizt inntökupróf í Verzl-
unarskólann. Og þar verður þráð-
urinn væntanlega tekinn upp
aftur að hausti.
Nöfnifi segja til um hvað líkt
er og ólíkt með bókunum. Hvort
tveggja er æskulýsing sögu-
manns, fagur tími í mínning-
unni, báðar lýsa þær lífsháítum
sem orðnir eru all-fjarlægir nú-
tímanum. Að þessu leyti nýtur
saga séra Árna þess náttúrlega
að hann er hálfri öld eldri en
Einar ríki og að því skapi fróð-
legri nútímalesanda. Samt er
annar munur veigameiri á sögu
þeirra. Séra Árna er manniífið
í Hreppum efst í hug þegar liann
Segir frá æsku sinni og er óðara
farinn að segja frá fólki, iýsa
mönnum, frásagnir atburða, lýs-
ing lífshátta lýtur jafnan mann-
lýsingunum í sögu hans. Alveg
öfugt er Einari farið: honum er
fegurð Eyjanna sjálfra hugstæð-
ust þegar hann tekur að segja
frá sinni æsku, liefur meiri á-
huga á lífinu, lífsháttunum þar
en fólkinu. sem lifði þessu lífi.
Staðreyndir eru hans mál í þess-
um æskuminningum, ekki skoð-
anir né annar hugarspuni. Einn-
ig að þessu leyti er hann ólíkur
sögumaður séra Árna Þórarins-
syni. í ævisögu hans er að vísu
samandregið firnamikið stað-
reyndasafn um menn og málefni.
En sögumaður einskorðar sig
ekki við staðreyndir ævinnar,
þær eru nánast jörðin sem liann
stendur á, efniviður ævisögunnar
tií að uppmála persónuleika
sögumannsins. í samanburði við
séra Árna er Einar ríki persónu-
laus maður í þessu fyrsta bindi
æviminninga sinna.
Góður skáldsagnahöfuíidur,
segir Halldór Laxness, lítur ckki
á veröldina „eins og hólinn þar
sem Opinberunin birtist, heldur
plássið þar sem staðreyndir ger-
ast; og hann gerir sér mat úr
staðreyndum eftir því’-sem þær
ber að, einni í senn. . . Sé gert
ráð fyrir því að hverju starfi
fylgi sérstök samvizka, eins og
haft er eftir Sókratesi, þá mundi
•ég segja að staðreyndin, hvaða
sköpuð staðreynd sem er, komist
næst því að vera skáldsagnahöf-
undi rödd guðs.”
Kenning Halldórs Laxness
kemur mætavel heim við aðíerð-
ir Þórbergs Þórðarsonar — með
því fororði auðvitað að það éru
ekki „skáldsögur” sem iiann
semur. Allt síðan Þórbergur
færði í letur ævisögu Árna Þór-
arinssonar hafa staðreyndir efn-
isins verið honum hughaldnar,
efnismagnið er stöðugt að breiða
út frásögn hans, teygja hana á'
langinn í verkurn eins og Sálm-
inum um blómið eða hans eigin
æskuminningum úr Suðursveit.
Þetta er vitaskuld ein aðferð höf-
undar til að hverfa bak við, sam-
samast efni sínu, að láta af því
úrvali efnisins sem jafnan liefur
þótt aðall sögumanns hvort sem
hann segir „sanna” sögu eða „ó-
sanna”; slikar bækur gera tiikall
til að rúma „allt” lífið cins og
það „er”; hver ,sköpuð . stað-
reynd” þess er jafngild. Saman-
burður við síðastnefndu bækur
Þórbergs er að vísu óhepþileg-
ur, þar sem hann kemur sjálfur
við söguna þar, en cngu að síður
virðist mér aðferð þeirra Einars
Sigurðssonar í eðli sínu hin sama
í sögu Einars,- Ef nokkuð cr
gengur hún nú feti framar. Ein-
ar Sigurðsson gerir sér ekkert
íar um að greina frá hugarheimi
sínum í bernsku, innra lífi eða
hvað maður vill kalla það, og
gerir slíkt einungis almennustu
orðum ef svo ber við; og hánn
metur sjaldnast eða dæmir eftir
á staðreyndir frásögunnar; s1að-
reýndin sjálf er honum eitt og
allt. Að því skapi eru líka mann-
lýsingar hans dauflegar, jafnvel
föður hans, sem Örn Arnarson
kvað um kvæði sitt um Sigurð
formann, óg einna mest rælct er
lögð við í bókinni. Á hinn bóg-
inn er hér samandregið gríðar-
mikið heimildasafn um lífs-
háttu, uppvöxt unglinga í Eyj-
um á öndverðri öldinni; sjaldan
mun nokkur maður hafa tíundað
barnleika sina af annarri eins
nákvæmni og Einar ríki. Saga
hans hefst eins og lög gera ráð
fyrir með greinargerð um ætt
og uppruna sögumanns; síðan er
heimili hans gaumgséfiiega lýst
herbergi fyrir herbergi; gerð
grein fyrir foreldrum hans og
fjölskyldu, og eru þar birtar frá-
sagnir, eða vitnisburðir, fjöl-
margra manna sem kúnnugir
voru föður hans; áð öllu ]>essu
loknu taka loks við fyrstu minn-
ingar sögumanns sjálfs urn um-
Framhald á bls. 11.
Guðmundur Bjarnason, hús-
vörður, lézt í Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði 13. nóv. sl. eft-
ir nokkurra vikna stranga sjúk-
dómslegu.
Guðmundur Bjarnason var
fæddur 7. júlí 1908 að Miðhúsum
í Reykhólasveit. Foreldrar hans
sem þá bjuggu í Miðhúsum, voru
hjónin Björg Magnúsdóttir og
Bjarni Guðbrandsson. Þau voru
bæði ættuð úr Strandasýslu.
Tveggja ára að aldri fluttist
Guðmundur með foreldrum sín-
um til ísafjarðar. Hér átti liann
síðan heima til dánardægurs.
Á bernsku- og uppvaxtarárum
Guðmundar heitins Bjarnasonar
voru lífskjör daglaunamanna
engin : sældarævi. Daglegt á-
hyggjuefni verkamannsins var
það að sjá fjölskyldunni fyrir
allra brýnustu lífsnauðsynjum.
Það verkefni var sannarlega
mikil þolraun, þvi aðstæðurnar
voru erfiðar. Annars vegar árs-
tíðabundið og oft langvarandi at-
vinnuleysi, en á hinn bóginn var
, harðdrægt og skilningslítið pen-
ingavald, aem taldi sér mestan
hag í viðhaldi þess þjóðfélags-
lega ranglætis, sem hélt almenn-
ingi í úlfakreppu fátæktar og
. öryggisleysis.
Bjarni, faðir Guðmundar, var
að sögn mesti elju- og dugncðar-
maður. Börn þeirra hjóna voru
sex, tvær dætur og fjórir synir.
Meðan börnin voru í ómegð var
fyrirvinna heimilisins aðeins
ein. Það liggur því í augum uppi
að þar muni ekki hafa verið
mikill auður í garði, þrátt fyrir
-dugnað og ráðdeild þeirra hjóna.
Á þessum árum var það brýn
nauðsyn, að börnin færu að
vinna fyrir sér strax óg unnt
var, enda þörf alþýðuheimilanna
mikil til að drýgja kna’ppar
vinnutekjur.
Hlutskipti Guðmundar heitins
og systkiná hans varð því það
að Iétta undir með foreldrunum
strax og kraftar leyfðu. Guð-
mundur byrjáði því starfsævi
sína næsta ungur að.árum, fyrst
. við saltfisksþurrkun, sem á
þeirri tíð var helzti atvinnuveg-
ur bæjarbúa, og sem gat nýtt
vinnuafl barna öðrum atvinnu-
greinúm fremur.
Eftir því, sem líkamsþroski og
starfsgeta Guðmundar óx, urðu
%'erkefnin fjölbrej'ttari og erfið-
ari. Snemma bar á kappsfullum
dugnaði hans. Hann varð því
brátt eftirsóttur til starfa, enda
harðduglegur. verklaginn og
fjölhæfur mannskapsmaður.
Árum sanian vann hann hjá
sönni verkstjórum, bæði á fisk-
vinnslustöðvum, í rækjuverk-
smiðju, sem bærinn rak í Noðsta-
kaupstað og víðar.
Þá var hann í hópi þejrra
harðduglegu verkamanna, sem
unnu frábært starf við erfiðar
aðstæður í sambandi við raforkú-
framkvæmdirnar við Fossavatn
og að Fossum í Engidal.
Aðalstarí Guðmundar var þó
húsvarzla í Alþýðuhúsinu. Því
erfiða og vanþakkláta stai'fi
gegndi hann um 30 ára jkeið af
sérstakri árvekni og trúmennsku.
Við fyrstu sýn og í augurn ó-
kunnugra virðist Guðmundur
Bjarnason ékki eiga að baki sér
. atburðaríka eða stórbrotna sögu.
En þegár dýpra er' skyggnzt og
horft bak við hversdagslcikann,
sem að sjálfsögðu ber í ríkum
mæli svipmót þeirra lífskjara,
sem uppvaxtarárin buðu upp á,
blasir önnur og sannari mynd
við. En það, sem skiptir þó mestu
máli er sú staðreynd, að hér var
um náttúrugreindan, fjölhæfan
og heilsteyptan drengskapar-
mann að ræða, sem vegna þióð-
félagslegrar aðstöðu stéttar sinn-
ar átti þeirra einna kosta völ
á mqstu manndómsárum ævinn-
ar, að taka hlutskipti sínu og lífs-
baráttu af sannri karlmennsku,
og reynast vandamönnum sínum
og vinum drengur góður.
Guðmundur heitinn var mik-
i!I félagshyggjumaður. Brauð-
strit æskuáranna kæfði ekki þau
lífsviðhorf hans. Hann tók því
virkan þát.t í margs konar fé-
lagsstarfsemi. Hann var einn af
stofnendum íþróttafélagsins
Magna og mjög virkur starfs-
kraftur þess lengi. Magni var um
langt árabil helzti burðarásinn i
fjölþættu félags- og skemmt-
analífi bæjarins. Félagið hóf til
vegs fimleika. í því efni naut það
ötullar handleiðslu Gunnars
Andrews, íþróttakennara.
Guðmundur var fjölhæfur fim-
leikamaður. Hann var í sýningar-
flokki Magna í mörg ár, on sú
úrvalssveit sýndi fimleika víða
um landið við mikinn orðstír.
Guðmundur Bjarnason var
einn þeirra unglinga, sem stofn-
uðu skátafélagið Einherjar. —
Virkur meðlimur þess var hann
í nokkur ár.
Framhald á bls. 11.
19. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ g