Alþýðublaðið - 20.01.1968, Qupperneq 1
Laugardagur 20. janúar 1S68 — 49. árg. 15. tbl. — Verð kr. 7
Fjöldi lögreglumanna vinnur sleitulaust að því, að
upplýsa hið hroðalega morð, sem framið var aðfara-
nótt fimmtudagsins. í gærdag streymdi inn fjöldi
upplýsinga tii rannsóknarlögreglunnar, sem sumar
hverjar kunna að koma að einhverju gagni við lausn
málsins. Engin hantaka hefði farið fram í gærkvöldi,
en ætla má, að lögréglan sé ef til vill eitthvað nær
lausn málsins en áður.
Að sögn yfirmanns rannsóknar
lögreglunnar, Ingólfs Þorsteins-
sonar, yfirlögregluþjóns, er eng
inn enn sérstaklega grunaður
morðingi og enginn hefur verið
liandtekinn. Ingólfur sagði í gær
í viðtali við fréttamann, að leigu
bíistjóri, sem ók nóttina, sern
morðið var framið, telji sig hafa
séð bifreiðina, sem morðið var
framið í, við ,,staurinn“ á Sund-
laugavegi klukkan 4,45-4,50. Þá
hafi upplýstst, að gjaldmælirinn
hafi verið setíur á klukkan 5,20
í síðustu ökuferðinni, en eins og
frá var skýrt í blaðinu í gær,
sýndi gjaldmælirinn 87 krónur
þegar lögreglan hóf rannsókn á j
morðstaðnum. Verkamaður, sesa i
var á leið til vinnu sinnar um i
sexleytið á fimmtudagsmorgun- ,
inn, staðhæfir, að hann hafi séö
leigubifreiðina á morðstaðnum
fáeinum mínútum fyrir klukkan
sex.
Samkvæmt ofangreindum upp-
lýsingum má ætla, að morðið
hafi verið framið einhvern tíma
á tímabilinu frá klukkan 5.,20 til
klukkan 6.00,
Ingólfur Þorsteinsson kvað
mjög marga aðila hafa gefið upp
lýsingar í gær, sem kynnu að
varpa einhverju ijósi á morðgát
una. Sagðist hann hafa orðið af-
ar þakklátur fyrir viljann hjá
fclki í þessu efni. Sagði hann, að
lögreglan tæki við öllu, sem
kvnni að gefa einhverjar upplýs
ingar varðandi málið.
ngólfur kvað aðeins eitt er-
lent skip hafa verið í höfn í
Tíeykjavík morðnóttina, en það
hafði verið þýzkur togari. Hann
kvað rannsóknarlögregluna hafa
athugað skip þetta ó fimmtudag.
en ekkert samband virtist vera
á milli skipshafnar þess og
morðsins.
Fréttamaður spurði Ingólf,
KKSFUNDUR
NYJU SNiDI
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hyggst halda félagsfund með nýju
sniði þriðjudaginn, 23. janúar n.k. Verður þá spurt og spjallað um
„vandamál íslcnzks iðnaðar’-. Engar langar framsöguræður verða
lialdriar, heldnr munu þátttakendur í umrseðunum aðeins spjalla
um fundarefnið sín á milli, sitjándi við borð uppí á sv'iði.
I hvort leitað verði erlendrar að-
stoðar í sambandi við rannsókn
þessa óhugnanlega morðmáls.
Hann kvaðst ekkert geta um það
sagt, nema ef vera kynni um
tæknileg atriði, sem ógerlegt
væri að vinna hérlendis. Sagð-
ist hann telja, að erfitt yrði fyr
ir erlenda aðila að rannsaka aðra
þætti þessa máls en þá, sem
tæknilegir væru. Tæknilegrar að
Til þátttöku í umræðum um
fundarefnið hefur stjórn Alþýðu
flokksfélagsins fengið tvo ráð
herra til þess að gera grein fyr
ir sjónarmiðum ríkissíjórnarinn -
ar í iðnaðarmálum, en auk þess
hefur stjórnin fengið tvo menn
til þess að ræða sjónarmið iðn
aðarins. Þátttakendur verða: Dr.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála
ráðherra, Jóhann Hafstein. iðn
aoarmálaráðherra, Axel Krist-
jánsson, forstjóri, og Óskar Hall-
grímsson, rafvirki, formaður Iðn
fræðsluráðs. Björgvin Guðmunds
son, formaður Alþýðuflokksfélags
ins mun stjórna umræðunum. —
Má búast við, að skemmtilcg
orðaskipti geti orðið milli þess-
ara manna. — Það mun vekja
athygli, að stjórn Alþýðuflokks-
félagsins hefur ekki aðeins feng
ið einn af ráðherrum Alþýðu-
flokksins til þess að taka þátt 5
umræðum fundarins, heldur einn
ig einn af ráðherrum Sjálfstæð
isflokksins. Taldi stjórn Alþýðu-
flokksins, að það mundi gefa um
ræðum um vandamál íslenzks iðn
aðar aukið gildi að hafa auk við
skiptamálaráðherra einnig iðnað-
armálaráðherra sem þátttakanda
í umræðunum um þetta efni, en
þessir tveir ráðherrar bera aðal
ábyrgð á stefnu stjórnarinnar í
þeim málum, er varða iðnaðinn
mest, þ. e. viðskiptamálum og
iðnaðarmálum. Er það og crðið
algengt nú, að stjómmálafélög
, bjóði pólitískum andstæðingum ú
j fundi hjá sér.
j Félagsfundur verður í Iðnó og
I héfst kl. 8,30 e. h.
stoðar væri oft leitað, þegar vit-
að væri, að erlendí; væru tjl
tæki og aðstaða, s«m ekki væru
fyrir hendi hér á laadi, til að
upplýsa tæknileg atriði. Annars
gæti hann ekki svarað neinu til
um það, hvort aðstoðir yrði leit
að erlendis. Það vae i yfirsaka-
dómari, sem myndi ákvoða það,
ef af yrði.
Framliald á 10. síffu.
Hörmulegur og einstæSur atburður hefur gerzt hér í Roykjavik. Leigubíl-
stjóri, sem var að sinna störfum sínum, var myrtur, og benda allar líkur
til þess að um ránsmorð sé að ræða.
Manmlráp hafa sem betur fer verið afar sjaldgæf hér á íelandi og
ránsmorð af þessn tagi máttu heita óþekkt. En á síðari árum hafa afbrot
alls konar færzt mjög í vöxt um leið og meiri stórborgarlsragur heful
komið á höfuðborgina, og hefur reynzt erfitt að spyrna gegii þessari ó-
—'.eilíaþróun, sem raunar hefur ekki verið neitt
ílárrttí**.insdæmi hér, heldur hefur svjað átt sér
■tað í nágrannalöndunum. En þetla er þróun
iii P P sem verður að stöðva með einhverjum ráðum.
Enn hefur ekki komizt uup um ránmorðingj
en lögreglan lætur áreiðanlega einskís ó
freistað til að hafa hendur í hári hans. Þenn-
sn verður að upplýsa, ekki :l að koma
fram hefndum á þeim ógæfumanni, sem þarna heíur verið að verki,
heldur til að hindra að sams konar atburðir geti endurtekii sig. Það|
má ekki koma fyrir, að neinn geti sloppið frá jafnþungu afbroti og rán-
morði. Þess vegna má ekkert til spara að upplýsa málið, t g lögregian
á ekki að hika við að leita eftir aðstoð erlendra sérfræíinga í þvf
skyni. íslenzkir lögreglumenn eru mjög færir á sínu sviði, en þeir hafa
sem betur fer litia reynslu af málum sem þessum, og því væri ekk-
ert óeðlilegt eða iítilsvirðandi við það að þeir leituðu ráða hjá þeinb
sem hafa meiri reynslu.
Þetta mál vekur einnig til umhugsunar um það, hvernig eftiriiti með
því, að menn hafi ekki skotvopn undir hönrium, er háttað. Eins og er
virðist fioidi manns geta átt og haft undir höndum byssur, án þess að
hafa fyrir þeim nokkurt leyfi, jafnvel byssur, sem aldrei eru veitt
leyfl fyrir, eins og sjálfvirkar skammbyssur. Þarna veröur að herða eftir
iitið til muna, og í því sambandi ætti að koma til áiita, hvo t ekki væri
rétt að afturkalla öli gildandi byssuleyfi og setja miklu strangari skorð-
ur en áður við því, að þsir menn fái slík leyfi, er ekki kunna með þau
að fara og geta orðið hæftulegir bæði sjálfum sér og öðrum.