Alþýðublaðið - 20.01.1968, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 20.01.1968, Qupperneq 4
( Bltstjóri: Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasimi: 14906 — AOsetur: Aiþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik, — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. Sími 14905. — ÁsKriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: A1 þýðuflokkurinn. HVÍLÍKT HNEYKSLI! DAGSKRÁ Ríkisútvarpsins, hljóðvarps og sjónvarps, er nú wo löng, a'ð þar koma fram tug- iír manna á hverjum degi. Þar éru ýmis konar þættir, stórir og smáir, og stöðugt verið að leita qð nýjum, hugmyndum um efni, nýjum mönnum og konum til að demja eoa flytja. Iðulega kemur fyrir, að menn eru reyndir í þáttum, en síðan kemur á daginn, að þeir eiga ékki vel við þættina, þeim tekst ekki vel til, eða þeir kunna sjálf ir ekki við verkefnið. Þá eru gerðar breytingar yfirleitt hljóða iaust og án æsinga í blaðaskrif- um. Einn hópur manna er þó undan tekning að þessu leyti. Það eru kommúnistar, sem Þjóðviljinn lætur sér annt um. Ef hreyft er við þeim, upphefjast þegar í stað æsingaskrif og árásir á pólitíska ándstæðinga. Þetta þarf engum að koma á óvart. Það er ein elzta pólitíska list kommúnista að gera menn sína að píslarvottum, og þeir kunna þá list enn. Hljóðvarpið hefur undanfarin ár reynt að hafa létta dagskrá frám eftir l'augardegi í þeirri von, að þá næðist meðal annars til ungra hlustenda, sem ekki hlusta oft. Þarna hafa verið hin vinsælu óskalög sjúklinga, einn langlíf- asti þáttur hljóðvarpsins. Þarna hafa verið syrpur Jónasar Jón- assc'riar með viðtölum hans, sem náðu miklum vinsældum á sínum tíma. Og þarna var hið skemmti lega laugardagsrabb Gísla Ást- þórssonar. Þegar vetrardagskrá var undir- búin síðastliðið haust var ætlun- in að fylgja þessari stefnu. Magn ús Torfi Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Þjóðviljans? sat þá í útvarpsráði sem varamaður og fékk því til leiðar komið, að hon- um var falinn þátturinn. Magn- ús er fróður og vandvirkur, en reynslan hefur sýnt, að þessi teg und dagskrár átti ekki við hann. Þættirnir urðu með þyngri og leiðinlegri blæ en undanfarin ár, Þegar útvarpsráð nú skipti um þátt á laugardagstímanum, án þess að standa í illdeilum um verðleika Magnúsar, hóf Þjóðvilj i'nn ivenjulegan píslarvættissöng sinn. Það er ástæðulaust með öllu, enda hafa stuðningsmenn Þjóðviljans komið 'svo mikið fram í hljóðvarpi og sjónvarpi, að um það þarf ekki að kvarta. Fr á þessu munur frá því, sem áður var, og ætti Þjóðviljinn ekki að vekja eriur um það efni. Það er sérstaklega illkvitnis- legt af Þjóðviljanum að ráðast persónulega á Árna Gunnarsson, ágætan útvarpsmann, sem á eng an hlut að þessu máli, nema þátt ur hans var fluttur, en hann vissi ekki um þá fyrirætlan. Blaða- menn selj'a sig ekki þeim þjóð- um, sem þeir heimsækja, sízt af öllum Árni Gunnarsson. 10NLIST BEZTU PLÖTUR ÁRIÐ1967 ÞÓTT mörgum finnist ef til vill nóg komið af upptalningu á hljómplötum. scm „einliverj- um” finnst góðar, hef ég samt orðið þess var. að margir taka lienni með þökkum og segja sem svo, að svona umsaghir séu það eina, sem menn geta stuðzt við í kaupum sínum á plötum fyrlr utan álit kunningja sinna, sem eiga góðar plötur. Því skulu enn teknir til meðferðar dómar þriggja enskra gagnrýnenda. Robert Layton hælir mjög heiídarútgáfu á mörzum og clönsúm Mozarts, sem Decca gef- ur út og fagnar samningi sir Adrian Boults við IIMV, en fyrsta platan, sem hann velur, er hínn góðkunni fiðlukonsert Beethovens leikinn af Grumi- aux, ög Nýju fílharmoníuhljóm- sveitinni undir stjórn Galliera, Philips gefur út. Þessi dýrlega plata, segir hann, ásamt konsert- um Mozarts í A-chir og d-moll, sem Daniel Barenboim lcikur -« og stj. Enskit kammerhljóm- j sveitinni, eru beztu konsertplölur ársins. Sú síðari er frá HMV. Af beztu sígildu symfóníum vel- ur hann Deccaplötuna, fjórða symfónía Beethovens undir stjórn Isserstedts, VPO leikur. Hennj mun helzt vera að jafna við 78 snúningaplötuna með Weingartner síðan fyrir stríð, en hún er af mörgum talin jafn- bezta útgáfan af þessu verki. Þá nefnir hann þrjár plötur frá' Deeca með Ashkenazy, Mozart- konsertana í C-dúr og Es-dúr á- samt Kertesz og LSO, 2. píanó- konsert Brahms og plötu með tveimur sónötum Schuberis, í A-ciúr og a-moll, sem hann tel- ur meðal allrabeztu Schuberts plötum aldarinnar hvað þá þessa árs. Önnur Sehubertsplata er vissulega athyglisverð, það er Dauðinn og stúlkan leikin af ítalskg kvartettinum, útg. er Phiiips, leikurinn og upptakan er frábær. Sjötta platan er með fiðlukonserti og víólukonserti eftir Bartok op. posth., sem Ti- bor Serly fullgerði, leiknir af Menuhin og NPO undir stjórn 4 20 janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÖ Frá Vinstrí píanóleikarinn Fou Ts'ong ásamt eiginkonu sinni, Zam- iru, sem er dótl'ir Menuhins, og lengst til hægri er Daniel Baren- enboim. Dorati, HMV. Til viðbótar sín- um skammti lýkur Layton vali sínu með einni aukaplötu frá Pliilips, sem hann segist hafa leikið oftar en nokkra aðra á síðastliðnu ári, en það er Fynsk forár eftir danska tpnskáldið Carl Nielsen, sem flestir íslend- ingar eru áreiðanlega alltof ó- kunnir sem tónskáldið. Stephen Plaistow ber, elns og flestir aðrir gagnrýnendurnir mikið lof á Barenboim, leik hans og stjórn á Mozartkonsert- unum og minnist að' auki á Geza Anda, sem leikur og stjórn- ar konsertum Mozarts í Es-dúr og c-moll K449 og K491, hljóm- sveitin Camerata Academia x Salzburg leikur, útg. DGG. Hon- um finnst þó Barenboim ieika Framhald á 11. síðu. ÞEGAR öllu er á botninn hvolft, er Hagstofa íslands eitt merkasta og bezta útgáfufyrir tæki landsins. Sumt af l>ví, sem hún sendir frá sér, er að vísu orðið gamalt og ólíklegt, að það komi að gagni sem samsvarar kostnaði. Hitt- er þó fleira, sem kemur svo snemna, að mikinn fróðleik er þar að fá um sjálfa samtíð okkar. ★ Síðasta rit Hagstofunnar, sem okkur hefur borizt á blaðið, er hin prentaðla og iformlega skýrsla um Alþingiskosningarn ar á síðasta vori. Við tókum þar slrax eftir tveim atrjðum varðandi spek ingana sextíu, sem sitja við Austurvöll og ráða málum okk ar. Annað var heimilisfang þeirra, hitt var aldurinn. Hið fyrra sýnir ánægjulega þróun, hið síðara ekki. ★ í ritinu er yfirlit, sem sýnir hve ínargffr af kjörnum þingi rnönnum, sem sæti náðu við nokkrar síðustu kosningar, eiga lieima í kgördæmum sinumu. Kemur í ljós breyting með nýju kjördæmaskipuninni í þá átt, að fleiri og fleiri innanhéraðs menn cru kosnir. Árið 1946 voru til dæmis 52 þingmenn. Þá bjuggu aðeins 29 innan héraðs, en 23 utan héraðs, án efa flest ir í Reyklavík. Á núverandi þingi sitja 60 þingmenn, en af þeim eru 49 innanhéraðsmenn, en aðeins 11 utanhéraðs. Þetta er mikil breyting, enda þótt einstaka þivgmaðrir leikl það’ að skrá sig úti á landi, en búa í raun í Reykjavík mestallt ár ið. Vald héraðanna er meira en áður, vald flolkksstjórnanna i Reykjavík er minna. ★ Aldur núverandi þingmanna er þessi um kosningar: Yngrx en 30 ára .... 0 30-34 ára ......... 0 35—39 ára ......... 4 40-49 ára ••....... 17 50-59 ára ........ 30 60 — 69 ára ........•• 9 70 ára og eldra ...... 0 Þetta er án efa einsdæmi i heiminum — löggjafarþing, þar sem enginn af 60 þingmönnum er undir 35 árum (Matthías Á. Mathiessen er yngstur) og eng inn yfir 67 (SigurvKn! Einars son). Við mótmælum því, að ekki skuli vera meira af ung um mönnum á Alþingi!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.