Alþýðublaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 7
Itolbeinn Pálsson, fyr’irliöi
KR-inga.
Tekst Þór að
sigra KR á
morgun
Á morgun fara fram þrír leik-
ir í íslandsmótinu í körfuknaítleik.
Kl. 14 hefst leikur ÍR og KFR og
síðan leika KR og Þór, Akureyri í
1. deild. Báðir leikirnir verða vafa
laust skemmtilegir, sérstaklega sá
síðarnefndi. Þórsarar hafa sigrað
Islandsmeistaranna fyrr í vetur og
þessvegna er eins víst að slíkt geti
komið fyrir aftur.
KI. 17 hefst leikur KR og ÍR í
2. flokki. Leikarnir fara fram í
íþróttahöllinni.
Danska handknaítleiks-
liðið heimsækir Japan
Danska landsliðinu hefur verið
boðið í keppnisferð til Soppot í
Japan í júlí í sumar. Danska hand
knattleilcssambandið hefur til-
kynnt að liðið sem fer til Japan
muni verða skipað ungum mönn-
um sem enn skorti reyns'lu, en
ferð, sem þessi geti haft mikil og
góð áhrif á væntanlega landsliðs
rrienn. >
Danska kvennalandsliðið lék við
Tékka í byrjun vikunnar og leikn
um lauk með sigri Tékka, sem
skoruðu 7 mörk gegn 6. í leikhléi
var staðan 3:2 Tékkum í hag. Beztu
leikkonur Dana voru Hanne Lager-
son og Anette Dahl. Danska lið-
ið misnotaði tvö vítaköst.
STUTT
I dönskum blöðum var skýrt frá
því nýlega að Árhus KFUM muni
e.t.v. ráða Mogens Olsen, Sem þjálf
ara sinn í handknattleik.
aigurSur Einarsson, ÍR.
Tékknesku meistararnir í knatt
spyrnu, Jednota Trenehin gerðu
jafntefli við Santa Fe í Bogota ný
lega, 3:3.
Sex tékkneskir skíðamenn fór-
ust nýlega í grennd við Brno, er
íþeir urðu fyrir snjóflóði.
jiiiiiimiiiiiiiiui im iiiiniimrm iii nmiiii 111111111111111 ii ii >
| Litasjónvarp frá |
| OL í Grenoble |
| í fréltum frá Helsjngfors seg \
I ir, að íinnska sjónvarpið muni =
I reyna að senda myndir frá Ol í I
= Grenoble í lilum. Þetta verður i
I einskonar tilraunasending. |
ÍílllllllllllllllllllllllllllllllllUIIMIIIIIIIII11111111111111IIIIIIII
100 firmu með í
Firmakeppni SKRR
Hin árlega Firmakeppni Skíða
ráðs Reykjavíkur verður 'haldin
við Skíðaskálann í Hveradölum
um helgina að öllu forfallalausu.
Um 100 firmu taka þátt í keppn
inni, en undanrásir verða á laug
ardag kl. 2 og sunnudag kl. 11
f.h. Aðalúrslit verða kl 2 e.h.
Skíðaráð Reykjavíkur og skíða
deildir Reykjavíkurfélaganna eru
þakklát þessum fyrirtækjum fyr
ir velvild í sinn garð. Á sl. starfs
átri gerði þessi ómetanlega að
stoð skíðamönnum kleift að
senda keppendur á mót út um
land ennfremur að styrkjá upp
rennandi skíðamenn til þjálfun
ar. Firmakeppnin um helgina er
forgjafarkeppni þar sem snjöll
ustu skíðamenn bæjarins fá við
bót við sína tíma. Þessvegna hafa
ailir keppendur sém r.æstir verða
sama tækifaeri til- að vinna sigur.
Keppnin hefst stundvíslega á
auglýstum tímum. Mótstjórn ann
ast Sigurjón Þórðarson, Liárus
Jónsson óg Halldór Sigfússon.
ÚTSALA
á pilsum — buxum — drögtum — kápum
og margt fleira.
Mikjl verðlækkun.
Sokkabúðin
Laugavegi 42,
PÍPUR
Vorum að fá pípur 1„—2“ Sv. og galv.
Eigum einnig til koparþípur.
BURSTAFELL, byggingavöruverzlun,
Réttarholtsvegi 3. — Sími 38840.
Barnavinafélagið
Sumargjöf
Föndurskóli tekur til starfa 1. febrúar n.k. í leikskólanum
við Safamýri,
Upplýsingar gefur forstöðukonan milli kl, 10-11, í síma
82488. ’ )
STJÓRNIN
Búrfellsbjúgu
bragðast bezt
Kjötverzlunin BÚRFELL
Skjaldborg við Lindargötu.
ENSKUKENNARAR
Mr. Jeremy Westwood frá University of Lond
on Press rpun kynna kennslubækur í ensku
í bókaverzlun okkar í Hafnarstræti 9, mánu-
daginn 22. janúar.
SnartéitmlónsaimáCalif
EN6USH BOQKSHOf^
Byggingarlóðir i
Hafnarfirði
Nokkrum einbýlishúsalóðum við Svöluhraun,
ennfremur einni lóð undir tvíbýlishús við
Flókagötu, og nokkrum iðnaðarlóðum á Flata
hrauni verður úthlutað á næstunni.
Urpsóknir um lóðir þessar skulu sendar skrif-
stofu bæjarverkfræðings fyrir 1. febr. n.k,
Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Hafnarfirði 18. janúar 1968.
Bæjarstjóri.
20. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7