Alþýðublaðið - 30.01.1968, Side 7

Alþýðublaðið - 30.01.1968, Side 7
skoðanir tvinnast og þrirmast í baráttunni, einatt mótuð af persónulegum rökum. £n meg- iniínurnar eru engu aö síður þessar : nokkurn veginn svona lá víglínan milli hinna síríð- andi fylkinga í stjórnmálabar- áttu þessara ára. Og þvi má ekki gleyma, að á þessum ár- um er að mótast undirstaðan undir þá flokkaskipan sem síð- ar varð, að fengnu fullveldi, og þær baráttuaðferðir sem síðan hafa sett svip á íslenzka stjórn- málabaráttu fram á þennan dag. En með hægari yfirferð efn- isins, rækilegri lítmálun sög- unnar, er eins og þessi vfirsýn sé að glatast Þorsteini Tliorar- ensen. í Eldi í æðum leggur hann mest upp úr hinni per- sónulegu „bakhlið” sögunnar, meira upp úr mönnum en mál- efnum, og leiðist einatt til að draga hæpnar ályktanir af efn- inu eins og dæmið um ..valda- sókn” Thoroddsena hér að framan kann að sýna, eða bolla- leggingar hans bæði nú og í fyrra um Iangvarandi ábrifa- vald „Brimara” í þjóðlífi og pólitík; hann á ekki alltaf langt í land með að snúa sögu sinni upp í lýsing á baráttu ætt- flokka um völdin í sturlunga- stíl. Hann rekur ýtarlega vær- ingar eldri og yngri pilta í skóla, Sigurðar Stefánssonar í Vigur og Skúla Tlioroddsen annars vegar. Hannesar Haf- stein og Einars Kvaran hins vegar, og' síðan stúdenta í Kaupmannahöfn í tíð þeirra, og gefur í skyn að þessir l'lokkadræítir og persónuieg ó- vild sem af þeim leiddi, hafi síðan beinlínis orðið orsök pólitískrar flokkaskiptingar þeirra á fullorðinsárum og mót- að margvíslega afstöðu þeirra innbyrðis og í landsmálum, sem vírðist í lengsta lagi gengið; væri ekki nær að sjá í skóla- deilunum vísi að síðari skoðana- ágreiningi? Og deilur þessa tíma, þessara manna hafa síðan að sínu leyti langvarandi áhrif undir niðri að hygg.ju Þorsteins Thorarensen. Þannig telur hann að „Skúlamálið, þetta gamla ofboðslega hatursmál, hafj legið undir niðri í forn- eskjunni” á ísafirði alla tíð síð- an og kynnt undir hvers konar pólitískum æsingum — „nú síð- ast klofningi Sjálfstæðisflokks- ins milli Kjartans læknis, Ás- bergs og Matthíasar Bjarna- sonar”! Hann leggur jafnan mik- ið kapp á að sýna fram á per- sónulega óvild, helzt hatur, milli þeirra höfuðkappa ,sem g eigast við í sögu hans, Hannes- | ar Hafstein og Skúla Thorodd- sen, Skúla og Lárusar H. Bjarnasonar, og seilist þá stundum langt til fanganna. Það virðist t-a.m. langt gengið að telja grein Skúla í Þjóð- viljanum, um skáldið Hannes undir andleysisfargi broddanna í Reykjavík, hatursmerki, dæmi um „svartagaldur í huga Skúla”; greinin er minnsta kosti full af lofi um skáldskap Hannesar, og skömmu siðar birti Þjóðviljinn kvæði eftir Hannes. Sjálfur segir Þorsteinn að slúðursaga um ástir Skúla og Soffíu, systur Hannesar, sem þeir Tryggvi Gunnarsson hafi stíað sundur, verði ekki röksfudd og því ekki tekin gild. Hvers vegna er sagan þá til- færð í bókinni? Af því að hún hefði getað „orðið tilefni til ævilangs haturs,” - ef hún væri sönn? Hatur Lárusar H. Bjarnasonar á Skúla fyrir Skúlamál, stafar einkum af því, að sögn Þorsteins, að Lárus var eitt sinn kallaður „úrþvætti” í Þjóðviljanum vegna afskipta sinna af Rask-málinu; og má' hún nú ekki minni vera. ,,Og sambandið milli þeirra var við- kvæmt á ýmsan annan Iiátt,” segir Þorsteinn. „Það var til dæmis einkennileg staðreynd, að Jóhanna, .móðir Lárusar, hafði um skeið verið barnfóstra Skúla, er hún dvaldist sem ung stúlka á sýslumannssetrinu í Haga.” Þessi nú tilfærðu dæmi, og þau eru fleiri slík í bók- inni, virðast mér frekar bera vitni um einhvers konar póli- tíska mystik en raunhæfa sögu- ritun. * essa annmarka frásagnar- innar leiðir af sjálfri aðferð Þorsteins Thorarensen að : egj_a sögu sína; og aðferð hans verð- ur til þess að Eldur í æðum hefur engan veginn jafn sam- fellt sögusnið og í fótspor for- feðranna hafði þrátt fyrir allt í fyrra; frásögnin greinist þeg- ar fram i sækir sundur í æ sjálfstæðari „myndir úr lífi og viðhorfum” aldamótanna og aldamótamanna; hún er byggð kringum sjö ævisögur, þc-irra Jóhanns Gunnars Sigurðssonar, Jóns Ólafssonar, Thoroddsen- bræðra sem fyrr voru nefndir, og Þorsteins Erlingssonar. Þor- steinn Thorarensen segir frá eins og sá sem valdið hefur, af víðtækrj þekkingu og mynd- ugleik og slcirrist hvergi við að kveða upp eigin dóma um Framhald á 15. síðu. Sjöunda innsiglið DET SJUNDE INSEGLET. Hafn arfjarffarbíó. Sænsk frá 195G. Leikstjórn og handrjt: Ingmar Bergman. Kvikmyndun: Gunnar Fischer. Tónlist: Erik Nord- gren. Endursýnd. ijc Langt ér um liðið síðan Tjarn ar bíó frumsýndi Sjöunda inn- siglið, eitthvert magnaðasta og stórbrotnasta verk Ingmar Berg mans, en þá var myndin sýnd í tvo, þrjá dága; þá var Berg- man óþékkt nafn hér á landi. En nú hefur aukinn skilning- ur á Bergmanni og kvikmynda list yfirleitt orðið til þess, að verk hans njóta mikilla vin- sælda, þó misjafnlega míkilla og fer það að sjálfsögðu eftir efninu. Sjöunda innsiglið. Eins og oft áður vitnar Bergman í Bibl íuna og er nafnið tekið úr Op- inbdrun Jóhannesar, þar sem segir í 8. kapítula: ;,Og er lamb ið lauk upp sjöuncla innsiglinu, varð þögn á himni hér um bil h'álfa stund“. Viðfangsefni Berg mans í þessari mynd er dauð- inn og leifin að Guði, sem hvergi' finnst; örvæntingarfull óp mann eskjunnar á Guð, sem einhvers staðar hlýtur að vera til, en svar i’ð er þögn og tómleiki. Hefur ekki einmitt þetta „tema“ ver- ið gegnumgangandi í kvíkmynd um Bergmans, ekki sízt í hans síðustu veírkum: Þögninni og Persona? Svartidauði geysar í Svíþjóð og fer einsog logi um akrana; fólk deyr unnvörpum og eng- inn fær við neitt ráðið. Prest- arnir hafa svijkið hugsjónina; Mía (B'ibi Anderson) gefur riddaranum (Max von Sydow) jarðar- ber, en í myndum Bergmanns eru þau tákn oins sjartahrcina og saklausa. Fyrir aftan þau er Jof (Nils Poppe). Mlffifflil þeir eru sýndir sem verstu hrak menni og sadistar. Riddarinn (Max von Sydow), ásamt vopna- sveini sínum (Gunn(<r Björn- strand) eru að koma úr 10 ára krossferð, sem engan árangur hefur borið. Við ströndina hittir riddarinn Dauðann (Bengt Ek- erot), sem kominn er að sækja hann. Riddarinn semur við Dauð- ann uppá gálgafrest með því að þeir tefli skák. Riddarinn er óþreytandi í leit sinni að Guði, hann heimtar svar við hverri spurningu, en skynjar ekkert nema tómleika og þögn. Hann kemur við í kirkju ei'nni og ætlar að skrifta, en skriftafaðirinn reynist vera Dauðinn, sem snýr útúr spurn ingum hans. Á vegi hans verð- ur ung stúlka (Maud Hansson), sem á að fara að brenna fyrir galdra. Hann horfir í augu henn ar, hei mtandi svar við spurning um sínum. en sem fyrr er svar- jð: tómleiki. Munkurinn, sem er óbyrgur fyrir dauða hennar reynist vera Dauðinn sjálfur, dulbúinn. í þrályndi riddarans og sífelldum spurningum lians um Guð, má vissulega skynja eigin tilfinningar og hugsanjr Bergmans, hið eilífa viðfangs- efni hans — leitina að Guði og þögn hans; a.m.k. er samlilcing in sláandi. Þrátt fyrir alla þá yfi'rþyrm- andi bölsýni, sem ríkir í þess- ari kvikmynd, leyfir Bergman Framhald á 15. síffu. SVAR TIL FERÐAMANNS í Velvakanda 9. þ.m. koma m.a. fram fyrirspurnir frá ferða- manni um framkvæmd og með- ferð tollgæ^lumanna á matvöru, sem tekin er í hennar vörzlu af ferðamönnum. Ferðamaður segist m.a. stund um koma ,með danskar endur með sér frá Danmörku, en toll þjónar á Keflavíkurflugvelli hirði af ferðamönnum matvælin og upplýsi jafnframt, að allur matvælainnflutningur sé bann- aður. Auðséð er að ferðamaðurinn liefur ekki kynnt sér þessi mál, áður en hann skrifaði greinina og er því innihald hennar í sam ræmi við það. Hinsvegar tel ég ástæðu til að upplýsa nokkra þætti þessara mála öllum al- menningi til fróðleiks og gagns. í 4. gr. reglugerðar um to.l- frjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá út- löndum stendur: 4. gr. Innflutningsbann og takmarkanir Ákvæði þessi veita ekki und- anþágu frá innflutningsbanni eða innflutningshömlum, 'era kunna að vera á ýmsum vöru- tegundum af varúðarráðstöfun- um. Innfluíningur samkvæmt þessari reglugerð, er því bann- aður á: 1. " Ósoffnum kjiitvörum og öffrum sláturafurfíum. 2. Eggjum og hvers konar af- urffum alifugla. 3. Smjöri. Þessu til viðbótar eru '■ettar 'ákveðnar innflutningshöminr á landbúnaðarvörur. ef upp koma alvarlegir og smitandi húsdýra sjúkdómar. Slíkar hömlur eru ópinberlega tilkynntar af T-aucl- búnaðarráðuneytinu, sem í sam- ráði við yfirdýralæknir gefa út nákvæm fyrirmæli m.a. til toll þjóna um' framkvæmd einstakra atriða. Eins og kunnugt er befur geis að gin- og klaufaveiki á Bret- ’landseyjum um nokkurn tima og þessvegna hafa umræddar hömlur verið settar á. Allur inn- flutningur annar en niðursoð- inn dósamatur hefur af þessum orsökum verið bannaður, hafi ' farþegar eða áhafnir haft við- dvöl í Bretlandi. Ég tel að í þessum efnum verði aldi’ej nógu varlega far- ið, því að þær afleiðingar, sém kæruleysi gæti haft í för mcð sér eru geigvænlegar. Þessvegna 30. lýsi ég furðu minni á, að til skulj vera sá einstaklingur, sem tilbúinn. er að taka á sig þá ábættu, sem stórskaðað gæti ís- lenzkan landbúnað fyrir það eitt að fá önd í pottinn. Ferðamaður segir ennfremur, að -matvæli sem seld eru í flug höfnum, séu ávallt marg-sótt- hreinsuð. Ég leyfi mér að efasl- um réttmæti þessarar fullyrð- ingar, en vil jafnframí benda á, að ókleift er fyrir tollgæzl- una hverju sinni að sannprófa framburð ferðamanna um hvar matvælin eru keypt. Að síðustu spyr ferðamaður- inn hvað verði um matvæli þau, sem gerð eru upptæk af toll- þjónum. Þau eru brennd upp til ösku í opinberra votta við- urvist, en hinsvegar skal þaö t.ekið fram, að öskunni er ékki sökkt- á fertugu dýpi eins og ferðamaðurinn leggur til. Enn fremur leggur bréfritari til að hinn ,,seki“ fái að vera Við- staddur brennsluna. Tollgæzlan er örugglega samþykk því, hana vaníar ávallt góða aðstoðar- menn og kann vel að meta, á- huga allra á málefnum henrtar. Með þökk fyrir birtinguna- Kristján Pétursson, Keflavík. núar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.