Alþýðublaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 2
I Frétta- skeyti Forsetakjör í USA New York Ntb. Reuter. Richard Nixon Iiyffgst ffefa kost á sér til forseta við næstu kosning-ar. Verður kosið á milli hans og George Romney í New Hampshire sem væntanlcgs frambjóðenda Rebúblikana. Fjármálaheimurinn. ■fc Ntb. Reuter. Johnson Banda ríkjaforseti sagði í ræðu í dag í fjárlaga nefnd bandaríska hingsins, að ekki værí veitt aukið fjármagn til að mæta auknum út gjöldum kynuu afleiðingarnar að verða hrun hins alþjóðlega fjármálakerf- is. Bandaríkin kynnu að þurfa að taka upp einangrunarstefnu og minnka hlutdeild sina á heimsmarkaðlnum. Kína ásakar USA. ■jjjf Ntb, Reuther 1. 2. Kína hef ur sakað Bandaríkin um að hafa varpað sprengjum á tvö ■hínversk skip í höfnum í ftforður Víetnam s.l. fimmtu- ðag. Herafli S. Víetnam. ■Jr Mc Namara gaf þær upp- Jýsingar í gær, að 88 þúsund kommúnistar hafi verið drepn ir á siðasta árl, 30 þúsund hafi annað hvort dáið af sárum sín um eða örkumlast, G þúsund íeknir til fanga, og nærri 18 þúsund gerzt Iiðhlaupar. í lok desember voru um 485000 bandarískir hermenn í Víet- nam, en verða 525000 sk. fyr irframgerðum áætlunum. Auk t»ess hafa Þeir 3100 þyrlur, 1000 þotur, sem staðsetlar eru í, S. Víetnam, Thaílandi eða á fJugmóðurskipum. Stjórn S— Víetnam hefur 75000 manna her, sagðl Mc Namara að lok um. í „Vafasamir embættismenn" •fr Ntb. Reuhter. Gríska ríkis stjórnin heldur áfram að hreinsa til og setja „stjórnmála iega vafasama" menn frá störf um. Hefur hún sett fjóra fyrrv. sendiherra og leyst þann fimmta frá störfum um stund arsakir. Stað hæfir gríska her foringjastjórnin að þetta sé gert til að „tryggja hellbrigði innan ríkisbáknins’- eins og Pipinelí utanríkisráðherra kemst að orði. Mannfall í Víetnam. ■j^- Ntb. Reuther. 2. 2. Talið er að 10533 norður Víatnam- ar og Viet Congar hafi fallið síðustu 3 daga, 917 af herliði JS-Vietnam, þar af 281 Banda- ríkjamenn. 3076 grunaðir Víet Cftngar hafa verið teknir til fatiga. KENNARAR MÓTMÆLA SKERÐINGU Á KJÖRUM Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík og félag gagnfræða- skólakennara í Reykjavík efndu til almenns fundar kennara í barna og gagnfræðaskólum um kjaramál og var hann haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í gær. Fundinn sóttu á þriðja liundrað kennarar. Eftirfarandi tillaga, sem flutt var af öllum stjórnarmeðlimum kennarafélaganna í Reykjavík og kennarasambandanna, var sam- þykkt í fundarlok með öllum at- kvæðum. „Sameiginlegur fundur kennara í - barna- og gagnfræðaskólum í Reykjavík haldinn 29. jan. 1968 samþykkir eindregin mótmæli gegn fyrirmælum í bréfi fjár- málaráðuneyfisins dags. 27. des. s.l. varðandi greiðslur og vinnu- tíma keniiara. Fundurinn vill í því sambandi einkum leggja áherzlu á eftirfar- andi: 1 .Lenging dagvinnutíma kenn- ara brýtur í bága við ákvæði í dómi Kjaradóms, jafnframt því sem um beina launalækkun er að ræða. 2. Einhliða ákvörðum ráðherra um lækkun álagsprósentu utan dagvinnutíma er óréttlætanleg kjaraskerðing og auk þess alvar- legt brot á samningsrétti opin- berra starfsmanna. 3. Að fjármálaráðherra aftur- kalli nú þegar bréf sitt frá 29. des. s.l. og endurskoði þau á- kvæði þess, er varða kennara í samráði við fulltrúa kennarasam- takanna. Fundurinn lýsir undrun sinni yfir kröfum ríkisvaldsins fyrir síð- asta Kjaradómi um margháttaða kjaraskerðingu kennara og tclur slíka afstöðu bera vott um inikla skammsýni, þar sem almennt er viðurkennt, að eitt brýnasta verk- efnið í skóla- og uppeldismálum þjóðarinnar sé að bæta kjör og starfsaðstöðu kennara. Enn furðu- legra er þó hitt, að fjármálaráðu- neytið skuli enn—þrátt fyrir synj- un Kjaradóms á kröfum þessum— hafa uppi tilburði til að knýja fram kjaraskerðingu ólöglega. Fundurinn felur stjói-num SBR og FGR að hefja nú þegar í sam ráði við stjórnir LSFK og SÍB undirbúning viðeigandi gagnráð- stafana verði ekki fallið frá á- formunum um kjaraskerðinguna. Jafnframt felur fundurinn stjórn unum að korna þegar í stað á fót samningsréttarsjóðum með frjáls- um framlögum félagsmanna. (Fréttatilkynning). g 3. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vara enn vil H-umferðinni Stjórn íslenzkra vegfarenda hef ur nýlega sent allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis bréf, þar sem m. a. scgir: „Hinn 26. þ. m. var formaður félags vors kvaddur á fund alls- herjarnefndar neðri deildar Al- þlngis, þar sem m.a. voru staddir lögreglustjórinn í Reykjavík og vegamálastjórinn ásamt fleirum. Á fundi þessum upplýsti lögreglu stjóri að ekki væri onnþá gert ráð fyrir neinni aukagæzlu á' vegum utan Reykjavíkur í sambandi við umferðarbreytinguna. Einnig upp lýsti vegamálastjóri að engar ak- reinaskiptingar yrðu gerðar á blindbeygjum eða blindhæðum né breikkuð ræsi fyrir H-dag. Við teljum framanskráðar yfir- lýsingar staðfesta svo ekki verði um villzt, að undirbúningi fyrir hugaðarar umferðarbreytingar er svo áfátt að fullkomið ábyrgðar- leysi væri að láta hana koma til framkvæmda." Ennfrémur segir: „Því iiefur verið haldið fram að kostnaði þeim sem kominn er í undirbún ing umferðarbreytingarinnar, sé að öllu leyti á glæ kastað ef við hana yrði hætt. Svo er þó ekki. Nokkur hluti kostnaðarins er vegna umferðarfræðslu, umferðar Ijósa og kaupa á vagngrindum, sem að fullu gagni kæmi þó hætt er það bjargföst vissa vor að þjóð verði við breytinguna. Auk Þess Sigurgeir Sigurjónsson Málaflutningsskrifstofa. ÓAinsgötu 4 — Sími 11043. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMl 32-10L in mun ekki telja eftir sér að taka á sig þann kostnað, sem þegar er búið að greiða, verði við breyting una hætt og þjóðinni þar með forðað frá óþarfa hættum og sárs auka. Við leggjum áherzlu á, að al- þingismenn leggi sig fram um að kynna sér allar hliðar máls þessa sem ýtarlegast. Því samfara eru engar tafir varðandi breytinguna, þó fram færi, en glögg athugun málsins undir meðferð þessa frum, varps gæti hinsvegar orðið til þess að forða margskonar vand- ræðum, sem allir ættu að geta sameinazt um að koma í veg fyr- ir.“ Frá Félagi íslenzkra vegfarenda. Herra ritstjóri. í dag birtist í dagblaðinu Tím- anum fréttatilkynning frá Féiagi íslenzkra vegfarenda þar sem þess er getið að formaður fél. hafi verið kvaddur ,á fund neðri deild ar Alþingis". Þar hafi ég upplýst að enn væri ekki gert ráð fyrir npitnni aukalöggæzlu á vegum utan Reykjavikur í sambandi við breytingu í hægri handar umferð. Þessa röngu frásögn vil ég biðja yður um að leiðrétta. í tilkynningunnj mun vera átt við fund, sem allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis boðaði til föstudaginn 26. f.m. Á þeim fundi gerði ég stutt- lega grein fyrir undirbúningi að skipulagningu löggæzlu í Reykja- vik vegna umferðarbreytingarinn- ar. Að því loknu gat ég þess sér- Fundur hjá frímúrurum Þessa mynd fengum við senda í gær frá skrifstofu blaðafull- trúa varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli og fylgdi með henni fréttatilkynning, þar sem sagði að Herra Ásgeir Ásgeirsson forseti hefði ávarpað frímúr- araklúbb á Keflavíkurflugvelli síðast liðinn laugardag, og einn ig er tekið fram, að Frank B. Stone aðmíráll hefði fagnað forsetanum við komu hans á fundi frímúrara á íslandi og anum í ræðustól á fundinum, og mundi þetta vera í fyrsta skipti, sem skýrt er frá því opinberlega, sem fram fer á fundi frímúrai-a á slandi, og meira að segja birt mynd, er sýnir húakynnin og hluta af merkjum og skrauti reglunnar. staklega að í róði væri að fjórialda vegalöggæzlu úti á landi, cn sú löggæzla lýtur stjórn míns em- bættis. Hins vegar tók ég fram að mér væri ekki kunnugt aö svo stöddu, hvernig löggæzla í hinum ýmsu lögsagnarumdæmum utan Reykjavíkur verður skipulögð. Fæ ég ekki skilið, hvernig túlka má þau ummæli á þann veg að þar sé ekkj gert ráð fyrir neinni auka- löggæzlu, enda vitað að víða hefur þegar verið lögð mikil vinna í löggæzluundirbúninginn. Reykjavík 2. febrúar 1968. Virðingarfyllst, Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri. (Ath„ að fréttatilkynningin sem um er að ræða, er sú sem er hér ofar á síðunni). Athugasemd frá lögreglustjóra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.