Alþýðublaðið - 03.02.1968, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 03.02.1968, Qupperneq 4
rmmm mmm Bltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — i lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Harmur í Hull ÚTGERÐARBORGIN HULL á Norður-Englandi, sem er ísiend- ingum kunn af miklum og góð- um skiptum, hefur orðið fyrir miklu áfalli. Tveir togarar, sem gerðir voru þar út, hafa farizt, annar þeirra norður af íslandi, og 40 sjómenn hafa látið lífið. í tilefni af þessum mikla skip- tapa og hinni stóru mannfórn hafa ekkjur hinna týndu sjó- manna sent Wilson forsætisráð- hferra boð, þar sem þær óska eft- it' meiri öryggisbúnaði, meira eft irliti og vanari mönnum á skipin. Þessar kröfur minna á staðreynd, sem íslendingar vakna við öðru liverju, þegar menn farast eða lenda í sjávarháska. Hún er sú, að um öryggi skipa þarf sífellda árvekni og þar má aldrei slaka á. Alþýðublaðið lætur í ljós sam- úð með íbúum Hull, sérstaklega aðstandehdum hinna horfnu sjó- manna. Almannatrygg- ingar FLOKKSST J ÓRN Alþýðu- flokksins ræddi um almanna- tryggingar á fundi sínum um síð ustu helgi. Var gerð ályktun, þar sem lýst er ánægju með það atriði í stefnuskrá , ríkisstjórnarinnar, að efla skuli almannatryggingar, svo að þær verði í fremstu röð miðað við önnur lönd. Flokks- stjórnin lýsti sig algerlega and- víga nokkurri skerðingu trygg- inganna og telur, að ekki megi draga úr framlögum ríkisins til tryggingamála. Þvert á móti eigi strax og rofar til í efnahagsmál- um þjóðarinnar, að stíga næstu skref til eflingar almannatrygg- ingum. Þjóðnýting ÞAÐ KEMUR FYRIR nú á dög um, að menn á leið frá Kaup- mannahöfn til Færeyja verða- veðurtepptir í Reykjavík á leið inni. Vegna slíkra atvika dvald- ist Peter Mohr Dam, lögmaður Færeyinga (sem á Islandi mundi heita forsætisráðherra) hér skamma stund fyrr í vikunni. Dam sagði í viðtali við AI- þýðublaðið meðal annars, að í Færeyjum væri öll trygginga starfsemi þjóðnýtt, og eru Fær- eyingar eina þjóð veraldar, ut- an kommúnistaríkja, sem það hefur reynt. Voru tryggingarnar þjóðnýttar á stríðsárunum fyrir kröfu jafnaðarmanna og hafa verið það síðan. Dam sagði, að þessi þjóðnýting væri sú bezta efnahagsráðstöf- un, sem Færeyingar hefðu gert. Væru tryggingar ódýrar og hag ur þessarar ríkisstofnunar ágæt- ur. Væri nú mikið talað um að þjóðnýta bankana í Færeyjum. ANDRE WATTS - SKJOLSTÆÐINGUR TÓNLIST LEONRDS BERNSTEINS EITT af því frambærilegasta erlenda efni í sjónvarpinu er tónlistarþættir Leonards Bern steins. Ber þar tvennt til, ann að það, að tónlistin er alþjóða mál, sem allir siklja, sem hltista og svo hitt. að þáttun- um st.iórnar töfrandi maður, eldhugi, sem er í senn af- burðamaður á sínu sviðj og al- þýðlegur persónuleiki, sem boð ar list sína af hugsjón með liita trúboðans en setur hani fram á áhrifaríkan en einfaid an háft með því að láta unga og efnilega nemendur vitna um lif'ina. I síðustu myndinni, sem sýnd var, sem e>- reyndar 5 ára göm- ui, leiddi hann fram sextán ára gamlan þeldökkan pilt. bsndarískan, André Watts. Hann lék píanókonsert nr. 1 eftir Liszt. Þetta sama ár hljóp þessi ungi maður í skarðið fyrir Glenn Goukl, píanóleikarann fræga, sem leika átti með Filhar moníusveit New York borgar und ir stjórn B'érnsteins. Hann lék þonnan sama Lisztkonsert við geysihrifningu áheyrenda og og haft var eftir hljómsveitar stjóranum, að af honum væri mikils að vænta. Síðan þá hef ur Watts leikið af og til með ýmsum hljómsveitum bæði í Evrópu og Ameríku við vax- andi hróður og nú fyrir skömmu bárust þær fréttir, að hann -hefði „slegið í gegn“ í öðrum píanókonsert Brahms með Fílharmóníuhljómsveitinni og Bernstein. Þessi konsert er þó ekki tal- inn neitt barna meðfæri, en Watts er nú líka orðinn tutt- ugu og eins árs. Auk þess að krefjast mikillar tækni og yfir gripsmikillar tónsýnar skiptist leikur píanósins og hljómsveitar innar á í sífellu með mjög næm um blæbrigðum allt frá hvísl- andi ómi leitandi efa í fyrsta kaflanum til hins sjálfbirga karftmikla lokakafla: Gagnrýn- endur líktu píanóleikaranum við Davíð, sem stæði frammi fyrir Golíat píanóverkanna. Bernstein var í fyllsta máta á- nægður með frammistöðu skjól stæðings síns og lét þess get- ið, að hann væri að spekjast, en eins og við munum, sem sáum sjónvarpsm.vndina, var hann eins og ólmur foli að springa úr fjöri. ,,Það er greini legt, að alvaran er komin til sögunnar. Hann er indælis. drengur. JSf áfram heldur sem nú horfir, verður hann án efa með allrafremstu píanóleikur- um heims,“ sagði Bernstein. Watts er sér vel meðvitandi hættunnar, sem fylgir skjótum frama. Um mánaðamótin maí- júní hefur liann leikið um 70 hljómleika síðan í fyrra. Þar á meðal tónleikaför til útlanda mcð hljómsveitarstjóranum Zu bin Metha og Fílharmóníu hljómsveit Los Angelesborgar. „Þetta er einum of mikið“, sagði Watts. „Fyrsta árið, sem ég kom fram,“ sagði hann, ,,lék ég aðeins á sex konsertum, næsta ár á tólf. Nú þætti mér þrjátíu mátulegt. Ég hef margt annað að egra við tímann". Watts stundar nám við Fea- bodytónlistarskólann í Balte more, aðalkennari hans er Le- on Fleisher, sem býr hann und ir BA-próf. „Ég þarf ekki að- eins tíma til að æfa mig fyrir næstu hljómleika", segir Watts," heldur líka fyrir tón leika næstu eitt, tvö árin, jafn vel lengra fram í tímann. Ei-f iðast er að læra þau verk, sem ég ætla ,ekki að leika í náinni framtíð, heldur að láta gerjast í meðvitundinni, þar til þeirra tími er kominn: Ég uppgötvaði það, að sextán ára þarf maður að byrja að búa sig Undir að læra það sem maður ætlar að leika tvítugur. Og tvítugur þarf maður að byrja á því, sem leika á tuttugu og fimrn ára.“ Eins og fram kom í þæltin- um hjá Bernstein er Watts fædd Framhald á 11. síðu. 4 3. febrúar 1968 ALÞYDUBLAÐID Eftirfarandi liefur blaðinu borizt: Ég er einn þeirra sem á heima á því svæði þar sem hitaveitan gerir ekki skyldu sína og finnst ég hafa töluverðu að mótmæla. Þegar kuldarnir voru í vetur og hitaveitan brást varð ég að kynda rafmagnsofn til þess að verandi væri í íbúðinni, og varð af því nokkur kostnaður eins og allir þekkja. Nokkru eftir þetta var viðtal við menn Þá sem hafa með þessi mál að gera bæði í sfón varpi og hljóðvarpi, og var á þcim qð skilja að Hitaveitan mundi taka þátt í hitakostnaði þennan tíma allt að 20% .Nú kom að því eins og lög gera ráð fyrir að ég fékk minn hita reikning og liljóðaði hann upp á 3127 krónur þó að hitalauts væri langan tíma. Hringdi ég þá til ihitaveitustjóra og gerði fyrir spurn um hvort ég mundi fá að njóta þeirra hlunninda að hitav. felldi niður hluta upphæðar innar. Svarið var þvert nei, það væru engin loforð af þeirra hálfu um þessi mál, þ.e. þátttöku í greíðslu. Mér þykia þetta harðir kost- ir. Tvisvar sprungu ofnar, af frosti, á gangi og i snyrtiher- bcrgi. Hitaveitan sá um við. gerðina í fyrra sklptið, en neit aði í seinna skiptið, þótt bll unin stafaði af sömu ástæðu. Þetta hefur orðið töluverður kostnaður. Það er dálítið hart að þurfa að borga stórfé fyrir að vera upph'itunarlaus þegar kaldast er. Með kveðju. Óánægður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.