Alþýðublaðið - 03.02.1968, Side 5

Alþýðublaðið - 03.02.1968, Side 5
Min klukka, klukkan þín Þjóðleikhúsið: ÍSLANDSKLUKKAN Sjóhleikur í þrem þáttum eftir Halldór Laxness Leikstjóri: Baldvin Hall- dórsson Leikmynd: Gunnar Bjarna- I son Búningateikningar: Lárus Ingólfsson r r ÞAÐ er kunnara on frá þurfi að segja, viðtekin skoðun sem vart er ástæða til að ræða upp á nýtt í löngu máli, að íslands- klukkan sé fyrst og fremst myndabók eftir skáldsögunni, eða öllu heldur sagnaflokknum, trílógíunni með sama nafni. Vin- sældir sínar á leikurinn sjálf- sagt að verulegu leyti að þakka skáldsögunni — og áreiðanlega nýtur leikurinn þess hvenær liann var frumsýndur, við sjálfa vígslu Þjóðleikhússins; sýning hans þá fær á sig glæsibrag í minningunni sem seinni sýning- um verður torvelt að jafnast. við. , í uppfærslu leiksins nú, átján árum eftir frumsýningu, er f.vlgt sömu meginstefnu og áður, og reynt eftir föngum að einfalda leikinn í meðförunum, en liann þótti víst langur og svifaseinn í öndverðu. Sömu úrfellingar eru gerðar úr prentuðu gerð lians og áður, og fleira stytt og ein- faldað; hefur það tekizt allvel þó að vísu hefði mátt ganga ögn lengra í sömu átt og gera fleiri breytingar. Fimmta atriði ann- ars þáttar, á Þingvöllum, þyrfti að mínu viti að skipta til að votta þá tímatöf sem þar verður í leiknum, eins og gert er í öðru , atriði fyrsta þáttar; niðurlagi þess, handtöku Jóns, hefði raun- ar mátt sleppa með öllu og sömuleiðis niðurlaginu á fyrsta atriði annars þáttar, ræðu Guð- ríðar ráðskonu í Bræðratungu og hinum vandræðalegu áflog- um hennar við júngkærann. Þetta eru að vísu smáatriði sem ekki skipta heildarsvip ieiksins svor sem neinu máli. En í heild sinni er sýningin mjög svo á- ferðarfalleg og gengur furðu greitt fyrir sig á sviðinu, skipt- ingar allar fyrir opnum tjöídum. Sýningunni er sniðánn stakkur eftir vexti hringsviðsins, sagði Baldvin Halldórsson leikstjóri í viðtali fyrir sýninguna, og var það orð að sönnu; því má bæta við, honum hetur farizt prýðis- vel í öllum meginatriðum að sníða sýningunni þennan stakk. En einkennilegt er það tiltæki að fá höfundinn til að lesa nokkr- ar setningar úr skáldsögunni við atriðaskipti, mörg hvor en ekki öll. Sjálfsagt er þetta gert í skýringarskyni við leikinn sem að vísu er öldungis óþarft, og verður upplesturinn einungis til að tefja fyrir framvindu hans, sólunda á ný þeim sýningartíma sem sparast í meðförum lians — því að kurteisi leikhúsgesta, þó ekki væri annað, heimtar að þeir klappi milli atriða, en á meðan verður að bíða með seg- ulbandið svo enginn missi nú af upplestri skáldsins. Og ein- kennilegu, ástæðulausu van- trausti lýsir þessi aðferð á dramatísku lífi frásögunnar sjálf rar eins og hún kemur íyrir á sviðinu, handverki höfundarins þegar hann samdi leikgerð henn- ar fyrir átján árum. Það er alveg hárréft sem hann hefur margsagt sjálfur: söguháttur ís- landsklukkunnar er kominn furðu nærri aðferð leikhússins, sögufólk hennar hefur beðið þess albúið að stíga upp á leik- svið og taka þar til máls, ljós- lifandi, og hefur tekizt að koma við í leiknum furðulega rniklu af efni skáldsögunnar. Á það efni sjálft hlýtur áherzla hverr- ar sýningar að falla, dramatískt líf þess á leiksviðinu — sýn- ingarsfefnan má með engu móti vera einvörðungu að „illústr- era” skáldsöguna. Á hitt minnir sýningin, ekki sízt með upplestr- inum, að íslandsklukkan mundi efalaust njóta þess vel, ef gert yrði einhvers konar tónlistar- ívaf við sýningu hennar — og væri það að vísu mikið hagleiks- verk svo tónlistin yrði ekki fil að draga leikinn óhæfilega á langinn. En þá tilraun hcfur Þjóðleikhúsið látið undir nöfuð leggjast að sinni. Persónur íslandsklukkunnar biðu þess albúnar að stíga íram á leiksvið, og á sviðinu birtust þær okkur í mynd og líkingu nokkurra tiltekinna leikara, sem trúlega hafa síðan mótað meir eða minna hugmyndir manns um söguna og sögufólk. Hingað til liefur íslandsklukkan verið leikin, þau skipti sem hún hefur verið tekin upp, með óbreyttri áhöfn að kalla; nú er hún hins vegar flutt með nýrri hlutverka- skipan, nýjum leikurum í f'est- um og öllum veigamestu hlut- verkunum. Áreiðanlega er það örðugt hlutskipti að takast nú þessi hlutverk á hendur. Og því verður ekki neitað að þá ber hærra í minningunni Brynjólf Jóhannesson og Þorstein Ö. Stephensen en Róbert Arnfinns- son og Rúrik Haraldsson á sviði Þjóðleikhússins þessu sinni. Einkum virtist mér Rúrik gjalda samanburðarins við forvera sinn í hlutverkinu, misráðinn maður á þessum stað þótt ekki sé gott að greina hvaða leikara Þjóð- leikhúsið hefði fremur á að skipa í hlutverk Arnasar. Hefði ekki Gísli Halldórsson sómt sér vel í hlutverkinu — en hann hefur varla sézt á leiksviði nú um skeið? í. meðförum Rúriks, við áherzluþungan leikmáta hans, allan útvorlis, varð Arnas Arn- æus fýrst og fremst veraldar- maður, heimsborgari og stjórn- málamaður, en hlutur hins fá- tæka bókamanns, íhugula grufl- ara, ástmans Snæfríðar íslcnds Valdiinar Helgason og Sigríður Þorvaldsdóttir. sólar varð undir; og er það mik- il missa því veraldarmaðurinn er víslega ekki nema ytraborð hlutvertcsins. Og eimklennilegl} tómahljóð fengu hinar pólitísku ræður Arnasar í flutningi Rúr- iks, yfir von Úfíelen í sjötta — Jóni Hreggviðssyni í áttunda atriði þriðja þáttar: „Og þú get- ur sagt frá mér að ísland hafi ekki verið selt; ekki í þetta sinn. Þeir skilja það seinna.” Hvað sem öðru líður felst „boð- skapur“ íslandsklukkunnar, róm- antísk þjóðrækni verksins, að verulegu leytj í lýsingu Arna Árnasonar meistara, bæði í sögu og leik. Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Róbert A-nfinnsson og Jón Júlíusson. Að líkindum hefði Róbert Am- finnsson verið betur kominn í hlutverki Arnasar, Rúrik í lilut- verkj Jóns Hreggviðssonar. Þar fyrir er hinn nýi Jón Hregg- viðsson heilsteypt og þróttmikil mannlýsing, ekki einungis mót- uð af iþrótt hins reynda og snjalla leikara heldur er Róbert Arnfinnsson raunverulega heima kominn í hlutverkinu. En yfir- gengilega lífsorku, fimbulkraft Brynjólfs Jóhannessonar hefur Jón Hreggviðsson ekki lengur til að bera; Jón Hreggviðsson er víslega karlmenni, enginn sprelljkarl, en hann ep enginn silakeppur heldur. En vel má það vera að nýsköpun Róberts í hlutverkinu gjaldi ómaklega þessa samanburðar, hinn fyrri Jón skyggi á þann nýja sem læt- ur minna yfir sér, en er engu síður heil og sönn mannlýsing, mótuð með laundrjúgu skopi öðrum þræði, mikilli alvöru und- ir niðri. í öðrum hlutverkum eiga ný- ir leikarar hægara um vilc — sumir liverjir ef ekkj allir. Þó er varla lagður þyngri kross á neinn leikara í sýningpnni en Jón Júlíusson í hlufverki Jóns Guðmundssonar úr Grindavík: Grindvíkingur Lárusar Pálssonar er í minningu þeirra sem sáu orðinn óaðskiljanlegur sögunni, varanlega samsamaður pevsón- unni með sama nafni. Það er engum ætlandi að fara í íötin hans. Þar fyrir er þetta kærkom- ið hlutverk góðitm skopleikara og skopleikaraefni er Jón Júlí- usson ótvírætt; allt á litið tokst lionum furðuvel að koma Grir.d- Framhald á bls. if. 3. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.