Alþýðublaðið - 03.02.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 03.02.1968, Síða 6
UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LDGREGLAN í REYKJAViK Barn að Eeik á eða við umferðar- götur er lifandi hættumerki ÞRATT fyrir það, að barna- slysum hafi fækkað vex-ulega í umferðinni á síðasta ári, slös uðusl; 59 fótgangandi börn í Reykjavík árið 1967. En lang alvarlegust er þó sú staðreynd, að 36 af þeim 59 börnum, sem slösuðust voru 6 ára og yngri, eða innan við skólaskylduald- ur. Slj's á börnum í umferðinni er einn alvarlegasti þátturinn í umferðarmálum okkar ís- lendinga. Afskiptaleysi almenn ings af börnum, sem eru að leik innan um iðandi bifreiða umferð er svo til algjört, og er það undantekning að sjá fólk vara börnin við hætt- unni, eða leiðbeina á annan hátt- Ef barn sést með hníf eða skæri í höndunum þykir flestum sjálfsagt að taka þá hluti af þeim, vegna slysahætt unnar. Gildir ekki sama um börnin í umferðinni? Þáð þarf ekki að fara í langa ökuferð um borgina til þess að sjá smábörn að leik, eftirlitslaus á götu eða við gangstéttarbrún, börn, sem hafa óþroskaða fjarlægðar- skynjun og vanmeta hraða ökutækja. Ábyrgðin er fyrst og fremst foreldranna, og það verður að krefjast þess, að þeir taki mál þetta til alvar- legrar umhugsunar. Fyrstu skref barnsins eru stigin undir handleiðslu móð ur eða föður, og enx jafnfi-amt fyrstu skref þess sem vegfar- enda. Þessi fyrsta reynsia og þessi fyrstu áhrif leggja að vissu marki grundvöll að um. ferðarvenjum. Aldrei er of snemma • byrjað á að veita baminu þekkingu og skapa ör yggi í heimi þess. Þegar for- eldrar fara út með börnin eiga þeir að kenna þeim einföld- ustu umfei'ðarreglur og út- skýra fyrir þeim hættúrnar í umferðinni. Þó þú þekkir ekki barnið, sem er í hættu í umfei'ðinni t.d. að leik á eða við mikla umferðargötu, þá leiðbeindu því. Ef til vill getur verið að þitt barn eða þinna nánustu sé í hættu á næstu umferðai’- götu og þá þætti þér vænt um, að einhver leiðbeindi því. BARN AÐ LEIK Á EÐA VIÐ UMFERÐARGÖTU ER LIFANDI HÆTTUMERKI. AF HVERJU EKKISKAMMARRÆDUR? Eftir Dr. Jakob Jónsson AF hverju haldið þið clrki oft ar dúndrandi skammarraeður yfir fólkinu? sagði maðurinn. Það er svei mér ekki vanþörf á því að lesa yfir hausamótun- um á þessum óknytta-ungling- um og búða-hnuplurum og öðru slíku pakki. — Svona á- skoranir fáum við prestarnir alltaf við og við frá hneyksluð um samborgurum. Og hverju eigum við að svara? Ef við spyrjum, hvort viðkomandi mað ur hafi sjálfur einhverja þörf á slíkri skammarræðu, verður niðurstaðan venjulega sú, að eiginlega hafi hann ekki beina þörf fyrir slíkt, heldur ein- hverjir aðrir. Séu skammimar hjá prestinum aftur á móti stílaðar til aimennings, verður niðurstaðan svipuð. Það er hlust að á þær eins og skammargrein ar eru lesnar í blöðum. í mesta !agi ypptir áheyrandinn öxlum og segir: Þetta er aldrei nema satt. Það er bölvuð skömm að því, hvernig fólk er farið að haga sér, Svo fer hann heim með jafn-góða samvizku og hann kom. Einu sinni fyrir mörgum árum varð mér það á að halda nokkuð snarpa skamm arræðu yfir söfnuði minum. Við messu var gamall kunningi og vinur, setn að jafnaði ski'ópar frá messugjörð, "feins og flestir miðaldra íslendingar gera, þeg ar á heildina er litið. Á eftir sagði vinur minn: Þetta mátt- irðu ekki ; gera mér. Ég kom ekki i kirjcjuna til þín til að láta skamrþa mig, heldur til að eiga friðsæla helgistund. — Það var nú þ^ð, — Kannske hafði hann þöríj fyrir skammir, en sennilega hafði hann rétt fyrir sér í því,s að. við messugjörð- ina væruj hvorki staður né stund til að bauna einhverjum ásökunum á aumingja mann- inn. Sennijgga hefði hann farið ''etri maður heim, ef predikun mín hefðj verið það, sem minn gamli kennari, próf. Sívertsen kallaði ,.nósitív“. Því reyndari sem ég varð, því betur sem ég kynntist með- bræðrum mínum, sem stríða við ýmis konar breyskleika í lífi sínu og breytni, því sannfærð- ari er ég um, að fólk skánar yfirleitt ekki mikið við skamm ir og dúhdrandi ávítur, heldur við hitt að komast í kynni við jákvæðari lífsskilning, traust og vináttu, sem veitir styrk gegn freistingunum. Þar við bætist, að við prestarnir erum ekki svo fullkomnir, að okkur farist að setja okkur á óskap- legan háan hest yfir sóknarbörn um okkar. Jákvæð framsetning fagnaðarerindisins er því fólki, ssm á annað borð hlustar á prestinn, miklu líklegri til sálu hjálpar en „dúndi’andi skaxnrn- ir“. Vandamál predikunarinn- ar hér á íslandi í dag, er því fyrst og fremst það, lxvort söfn uðurinn kann að meta viðleitni prestanna til að útskýra fagn aðarerindið. Og í því sambandi kemur mér í huga dálítil saga, sem amerískur prestur segir í æviminningum sínum. Hann byrjaði prestskap í afskekktum landnámshéruðum i Bandaríkj umim og fór ýmist í vagni eða ríðandi til þeirra staða, þar '°m messa skyldi. Sunnudag einn fékk hann lánaða bykkju til reiðar, og var hún svo höst, að það lá við, að hún hrissti úr honum líftóruna, og þó að hann messaði tvisvar um dag- inn, var hann svo yfirfallinn af harðsperrum og hvers konar verkjum, að predikunin sem flutt var blaðalaust fór hreint og beint út um þúfur í bæði skiptin. Hann segist hafa fund ið þetta sjálfui', og leið illa inni fyrir með sjálfum sér. En þegar hann varð þess var, að fólkið varð jafn-hrifið af ræð- um hans þennan sunnudag og alla aðra messudaga, varð hann alvarlega hræddur. Og skelfing in stafaði af meðvitundinni um það, að söfnuðurinn fann eng an mun á því, hvox't predikunin var góð eða léleg. Það skal ósagt látið, hvor íslenzk ir söfnuðir þekkja yfirleitt mun á góðri og lélegri ræðu, En ég held, að eins og nú er háttað á íslandi,- séu þeir fleiri, sem uppbyggjast af guðþjóriust- unni, ef hún veitir þeim stund friðar og rósemi, hvetur til sam eiginlegrar bænar, en ekki til gagnkvæmra ásakana. Bæði í kirkjunum, við sjónvarpið og frammi fyrir útvarpinu á heim ilunum ná orð okkar eyrum þúsunda rnanna, sem í sjálfu sér finna nógu sárt til undan misfellum mannlífsins, en þurfa fyrst og fremst hugstyrk ingar á helgri stundu. Og ekki er loku fyrir það skotið, að of endurteknar ásakanir hafi öf ug áhrif, einskonar andsefjun. Slíkt getur þó einkum átt sér stað, þegar börn og óþroskaðir unglingar eiga í hlut. 6 3. mro ibuiuui íjuu ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.