Alþýðublaðið - 03.02.1968, Side 12

Alþýðublaðið - 03.02.1968, Side 12
gcm4 SÁ SPAKI SEGIR . . . Skc.tlayfirvöldin tel ég hafa undra verffa haefileika. Þeim tekst jafn vel að fá mestu vindbelgi og montrassa til að láta lítið yfir eignum sínum og tekjum. Nú er flensan Ioksins orðin far sótt, hérlendis. Það var nú eiein lega allt útlit fyrir það' á tíma bili að einu tilfellin af lienni yrðu þegar einhver lagðist í rúm ið vegna bólusetningar gegn henni. vtvfr Þegar kallinn kom heim af þorra blótinu í nótt, vel í kippnum fór kellingin undir eins að þrasa í honum vegna þess að hann tók hana ekki með í djammið. Kall- inn dó ekki ráðalaus, snöggspœldi kellingnna með þessum orðum: Ég tók ekki sjensinn á því að þú færir ekki að jarma innan um alla hina kindahausana. AFMÆLISHÁTÍÐ MINNIST i AFMÆLIS SÍNS með skemmtun í Átthaggisal Hótel Sögu fimmtudaginn 8. febrúar kl. 8,30 SKEMMTIATRIÐI VERÐA: ★ Frú Soffía Ingvarsdóttir rekur sögu félagsins. 'A Óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Guð- mundur Guðjónsson syngja. ★ Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarna- son flytja gamanþátt. ★ Kaffidrykkja og fleira. Þátttaka tilkynnist til Katrínar Kjartansdóttur síma 14313, Aldísar Kristj- ánsdóttur síma 10488, Kristbjargar Éggertsdóttur síma 12496 eða Skrifstofu flokksins síma 16724- SKEMMTINEFND. VERND NAFNA EINS og vera ber, fær Baksíðan stundum bréf. Sumir skrifa okkur til þess að gefa okkur ábendingar um efni, senda okkur jafnvel úrklippur úr blöðum eða annað bök- unarefni, sumir skrifa okkur hreinlega til þess að þakka fyrir baksturinn, og sumir skrifa okkur til að skammast. Við á Baksíðunni erum ákaflega þakklátir fyrir öll þessi bréf, ekki sízt skammabréfin. Og það merkilega er, að yfirleitt erum við hjartanlega sammála bréfriturunum, sér- staklega þeim sem skamma okkur. Stundum er það sem þar er skrifað, alveg eins og út úr hjarta okkar sjálfra talað og gæti sómt sér vel hér á síðunni. . Fyrir nokkrum dögum skrifaðf Hákani félagi miren, hér á Bakið lífsreynslusögu, sem hafði komið fyrir hann í strætisvagni á ferð um borgina. Hákarl er eftirtektarsamur, eins og hákar’ar eiga að vera, og í greininni skrifaði hann auðvitað ekki annnð en það, sem hann sá og lieyrði, því að hann er líka manna réttorðastur. Enda er það oft svo, að veruleikinn er miklu áhrifameiri en okkur skáldskapur getur nokkurn tíma orðið. Það sem fyrir Hákarl kom, var að hann sat í næsta nágrenni við nokkra unga menn, sem ittu athyglisvert samtal sín á milli. Hákarli þótti samtalið svo merkilegt, aS hann skráði það, en auðvitað hafði honum láðst að spyrja ferðafélaga sína að nafni, svo að hann valdi á þá gömul og göð nöfn og kallaði þá Gunnar, Njál og Kolskegg. En nú liefur okkur borizt vitneskja um það, að þarna hafi Há- karli heldur betur orðið á í messunni. Við fengum bréf, þar sem sýnt er fram á, hvílík smekkleysa þessar nafngiftir séu. Okkur skilst að þær gangi eiginlega hneyksli næst. Hér verður að sjálfsögðu ekki skýrt frá því hver sendi okkur þett,a bréf, en það var skrifað undir fullu nafni, því að þó að við Baksíðumenn kunnum að vera illa innrættir, svona yfirhöluð, þá erum við ekki svo miklar ótuktir. En meginefni bréfsins er það, að benda okkur á nafngiftirnar. Og auðvitað erum við bréfritaranum alveg hjartanlega sam- mála um það, að þarna hafi okkur yfirsézt. Nöfn eins og Gunnar, Njáll og Kolskeggur eiga auðvitað að vera alveg gjörsamlega friðhelg, og eiga hvergi að sjást nema á síðura Njáls sögu. Annað er hreinasta vanhelgun. En til þess að koma í veg fyrir slíka vanhelgun er auð- vitað ekki nægjanlegt að banna okkur á Baksíðunni að taka okkur í munn ákveðin nöfn. Það verður rneira að koma til. Það verður hreinlega að koma í veg fyrir að þessi nöfn séu notuð á neinu háft, og fyrsta skrefið hlýtur að vera að banna að skíra þessum nöfnum. Það er nefnilega aldrei að vita, hvernig úr börnum rætist þegar þau eru skírð, og þó að ýmsir síðari tíma menn hafi getað borið nöfn eins og Gunnar og Njáll með sóma og án kinnroða, þá er aldrei að vita hve- nær eigendur slíkra nafna getá farið í hundana sem kallað er og orðið nafninu til vansa. Til þess að koma í veg fyrir slíkt verður að byrgja brunninn í tíma, og það verður ekki gert með öðru en að útrýma þessum nöfnum með öllu úr nú- tímalífi okkar. Og auðvitað á þetta sama við um Iangtum fleiri nöfre en þau, sem umræða þessi hefur spunnizt út af. Það eru miklu fleiri nöfn en Gunnar, Njáll og Kolskeggur, sem verður að vernda. Það á til dæmis ekki að láta neinum haldast það uppi að heita Jón, því að slíkf gæti kastað rýrð á Jón Sig- urðsson. Og eitthvað mundi Snorranafn geta verið vandmeð- farið og líklega bezt að lýsa það friðheilagt líka. Það þarf sem sagt að taka saman skrá um nöfn, sem með öllu ætti að banna, og þau eru auðvitað langtum fleiri en hér hafa verið talin. Því til viðbótar þyrfti síðan að taka saman skrá um önnur nöfn, sem menn mættu því aðeins lieita, að þeir hefðu vissa eðlisþætti til að bera. Nafnið Guðmundur kemur t.d. þar í flokki; það ættu engir að fá að nota nema miskunnsamir menn, og væri sú ráðstöfun gerð vegna minning ar Guðmundar biskups góða. Og til þess að skerða ekki þann ljóma, sem leikur um nafn Árna Magnússonar, er þótti skemmtilegur maður, þótt bókaormur væri, ætti enginn'að fá leyfi til að bera það nafn, nema jhann safnaði bókum og hefði þar að auki til að bera einhvefn örlítinn vott af skop- skyni. JÁRNGRÍMUR I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.