Alþýðublaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 1
ÞriSjudagur 6. febrúar 1968 — 49. árg. 29. tbl. — VerS kr. 7 TOGARAR FARAS um hluta landsinss Óðinn bjargar áhöfn annars en 19 menn fórust með hinum í ofviðrinu í fyrrakvöld sökk brezkt togarinn Ross Cleveland frá Hull skammt undan Arnamesi í Isa- fjarðardjúpi. Engin af áhöfn togarans komst af en eitt Iík hefur fundizt. Á togaranum var 19 manna á- höfn. Þá strandaði brezki togarinn Notts County skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld á Snæfjalla- strönd í ísaf jarðardjúpi, skammt utan við Æðey. Varð skipinu Óðni tókst að bjarga áhöfn togarans en einn skipverji var þá látinn. Áhöfnin var flutt til ísafjarð ar og vom fimm skipverja þá illa haldnir og fluttiv á sjúkrahús. Ofsaveður var á slóðum togaranna þeg- ar slysin vildu til. Það var áhöfn brezka togar- ans Prince Phillip sem tilkynnti skömmu fyrir kl. 11 á sunnudags kvöld að hún liefði séð brezka togarann Ross Cleveland sökkva ,um 3 sjúmilur norður af Arnar- nesi. Mikil ísing hafði þá hlaðizt á togarann og hvarf hann skyndi- lega út af radar Prince Philips. Áhöfn Prince Pilips hafði eng- in tök á að bjarga áhöfn Ross Cleveland, enda var aftakaveður á þessum slóðum, stormur, blind- bilur og mikið frost. í gærdag fundu leitarflokkar brak úr líf- bát, ásamt árum og einu líki, á fjörum. Þykir fullvíst að það sé úr togaranum Ross Cleveland. Með togaranum fórust 19 menn. Togarinn Ross Cleveland er þriðji togarinn frá Hull sem ferst á skömmum tíma. Hafa 59 manns farizt með togurunum. Skömmu fyrir miðnætti í fyrra kvöld barst Slysavarnardeildinni á ísafirði tilkynning þess efnis að brezki togarinn Notts County hefðj strandað á Snæfjallaströnd Meira um ofviöri - d/s. 2 í ísafiarðardjúpi, skammt utan við Æðey, nánar tiltekið á 66 eráðum lú.5 n. br. og 22 gráðum 55 v. 1. Var þá aftakaveður á þessum slóðum. Varðskipið Óð- inn sem var á þessum slóðum sigldi í átt til togarans og hélt sig i námunda við hann. HnV var loftskeytasamband við áhöfn ína og henni skioað að halda kyrru fyrir í skipinu og reyndar komu einnig nokkrir brezkir tog arar á strandstaðinn. Vegna veð urs var ekki hægt að hefja björg unaraðgerðir. Úr landi var ó- T'öenlegt að bjarga mönnum því byggð er ekki í námunda við ctT-nnr)<;taðjnn og veður það illt að ókleyft reyndist fyrir björgun arsveitir í næstu byggðarlögum að ná þangað fyrr en eftir lang ',n tíma. í gærdag Iægðj veðrið að mun og um kl. 2,30 i gær hafði skips mönnum á Óðni tekizt að ná skipbrotsmönnum um borð í Óð inn. Fóru skipsmenn á Óðni í vélknúnum gúmbát upp að togar anum, blé=u út þrjá gúmbáta er beir höfðu meðferðis og fluttu slla skÍD.sbrotsmennina um borð í varðskinið í einni ferð. Var oinn látinn af 19 manna áhöfn fogarans. Óðinn hélt þegar í stað með skipsbrotsmenn til ísafjarð ar og voru 5 þeirra mjög illa haldnir. Skipstjórinn hafði kalið illa og 2 aðrirvoru með slæm kal sár á höndum. Einn skipverja ossarnir á kortinu sýna hvar togararnir fórust. hafði fengið slæmt taugaáfall. Margir brezkir togarar leituðu inn á ísafjarðardjúp strax og spáð var versnandi veðri. Áttu margir í erfiðleikum vegna veð- urofsans. í gær var óttazt um færeyska skipið Blakk, en skipið var þá 6tatt út af Reykjanesi. Haíði ekipið samband við Loftskeyta- stöðina í Reykjavík og bað hana að miða út sendingu þess. í dag kom hins vegar í ljós að skipið var heilt á húfi og hafði leitað suður fyrir land. HEIÐRÚNAR SAKNAÐ Vélbátsins Heiðrúnar II. ís. 12 írá Bolungarvík er saknað- Á bátnum er 6 manna áhöfn. Síðast heyrðist til Heiðrúnar II. um kl. 1 í fyrrinótt en þá lá báturinn við bauju á ísafjarðardjúpi eftir að hafa orðið frá að snúa vegna veðurs, er hann reyndi að komast inn í Tsafjarðarhöfn. Heiðrún II. Iagði af stað frá Bolungarvík í fyrrakvöld ásamt rokkrum öðrum bátum til að Hgfflja af sér veður í ísafjarðar- höfn. Heiðrún II. var síðust bátanna og er hann hugðist halda inn í höfnina var veður orðið það vont að ófært reyndist fyrir bátinn að komast þar inn. Þá var ákveðið að Heiðiún II. héldi út á Djúpið' aftur og leggð íst þar við bauju. Var síðast haft samband við bátinn um kl. 1 I fyrrinótt. Veður var mjög vont og var það ekki fyrr en kl. 10 í gær- morgun að bátar gátu hafið skipu lega leit að Ileiðrúnu II. Þá gcngu menn frá Súðavík, Ilnífs- dal, ísafirði og Bolungarvík á fjörur, en síðast þegar til frétt ist hafði ekkert fundizt sem bent gæti til hver afdrif Heiðrúnar II. hafa orðið, eða hvort bátur- inn er ennþá ofansjávar. Heiðrún II. ís 12 er 154 brúttó lestir að stærð smíðaður á Akra nesi árið 1963. Báturinn hét áður Páll Pálsson. Á Heiðrúnu II. er sem áður segir 6 manna áhöfn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.