Alþýðublaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 9
vildii svo skemmtilega til, að fáni íslands var staðsettur í miðri fánaborginni. Er vafa- lausí, að þessi þáttitaka Vísis 'hefur veriö ánægjuleg og vel heppnuð landkynning. Að lokum vill Karlakórinn Vísis færa þakkir menntamálaráð'herra Gylfa Þ. Gíslasyni fyrir ágæta aðstfjð, einnig Haraldi Ólafs- syni forstjóra Fálkans fyrir mik ið undirbúningsstarf vegna ferð arinnar. Þá færa Vísismenn fararsitjóranum, frú L'áru Zóega, Ibeztu þakkir fyrir ágæta farar- stjórn og margvíslega fyir- greiðslu svo og fjölda mörgum öðrum er unnu að þessari ferð Vísis. Ferðaskrifstofan Útsýn rkipu lagði ferðina, en Loftleiðir lögðu til farkostinn, sem var flugvélin Þorvaldur Eiríksson. Söngsitjóri Vísis er Gerhard Schmidt, en formaður Sigurjón Sæmundsson. í Karlakórnum Vísi eru nú um 50 söngmenn. lundsson formaður hans. VANDAMAL VANÞRÓUÐU LANDANNA Iðnaðarlöndunum ber skylda til að veita vanþróuðu löndun- um lán til þróunar iðnaðar og aðra fjiárhagsaðstoð með hag- kvæmum kjörum, og þegar því verður við komið ber þei.m að taka við greiðslunni í gjald- miðli mótitökuríkisins eða í fríðu. Vanþróuðu löndunum ber fyrir sitt leyti að látfBj þær ráðstafanir sitja í fyrirrúmi sem miða að því að koma upp undirstöðuiðngreinum og ryðja úr vegi tálmunum sem tefja ör an efnahagsvöxt. Þetta eru nokkrar af tillögun um frá alþjóðlegri ráðstefnu um iðnþróun sem haldin var í A- þenu frá 29. nóv. til 19. des. s.l. Endanleg skýrsla ráðstefnunnar hefur að geyma þrenns konar til lögur: í fyrsta lagi þær sem all ir fulltrúar ráðstefnunnar voru sammála um í öðru lagi tinög ur sem spegla sjónarmið „77 landa hópsins, þ.e.a.s. vanþróuðu landanna, og í þriðja lagi tillög ur sem spegla sjónarmið „vestur velda-hópsins“, þ. e. a- s. iðnaðar landanna. Oll ráðstefnan vildi leggja sitt af mörkum til að gera Iðn þróunarstofnun Sameinuðu þjóð anna (UNIDO) að áhrifameira samstarfstæki tj] eflingar iðnþró unar í vanþr. löndum. Einn- ig var lagt til, að einstök ríki skyldu kanna möguleikana á að koma á fót UNIDO nefndum í hverju landi. Vanþróuðu löndin lögðu meðal annars fram eftir- taldar tillögur: ★ Iðnaðarlöndin eiga að örva einkafjárfestingu í vanþróuðum löndum. ★ Hæfilegur hluti af ágóðanum af erlendri fjárfestingu í vanþró uðum löndum ætti að ganga til endurfjárfestingar í þessum löndum. ★ Líta verður á það sem nfrá- víkjanlegt skilyrði árangurs ríkra tilrauna itil aukins útflutn ings vanþróuðu landanna, að iðnaðarlöndin nemi úr gildi tálma sem eru á frjálsum að- gangi að mörkuöum þeirra. ★ UNIDO verður að hafa eigið fé og nóg af því til starfsemi sinnar. í tillögum iðnaðarland anna komu m.a. fram eftirtalin atriði: ★ í hjálparstarfsemi sinni varða iðnaðarlöndin að ljá rúm opin berum eða óopinberum áætlun- um um iðnaðarþróun í vanþróuð um löndum. ★ Vanþróuðu löndin ættu að skapa hagstæð skilyrði fyrir er lenda fjárfestingu, en iðnaðar- löndin ættu að hvetja þegna sína til að fjárfesta í vanþróuð um löndum. ★ Svæðisbundnar efnahags- nefndir Sameinuðu þjóðanna og aðrar stofnanir þeirru • ættu að kanna möguleikana á samvinnu innan tiltekinna svæða og milli svæða, m.a. með tilliti til skipta á upplýsingum, reynslu og tækni kunnáttu. ★ Gera verður UNIDO að hag- nýtu verkfæri til að stuðla að undirbúningj og framkvæmd langdrægra iðnvæðingaráætiana í vanþróuðum löndum. Um 600 fulltrúar frá 30 lönd um sátu ráðstefnuna. Frá Norð- urlöndum voru aðeins danskir og norskir fulltrúar. IÐNVÆÐINGARÞJÓNUSTA Meðan á ráðstefnunni stóð skipulágði UNIDO svonefnda iðnvæðingarþjónustu, sem reyndi að koma á sambandi milli full- trúanna innbyrðis og sömuleiðis milli fulltrúanna og umboðs- manna opinberra og óopinberra iðnaðarfyrirtækja, sem áliuga hafa á' iðnvæðingarverkefnum í vanþróuðu löndunum. Um 600 „sölumenn" og ,,neytendur“ voru skráðir með þessu móti. Um helmingur þeirra var verzlunar fólk, verkfræðingar og banka- menn frá um 20 iðnaðarlöndum. Meðan á samningsviðræðum stóð komu fram tilboð um iðn væðingarverkefnj af ýmsu tagi, allt frá undirbúningsrannsókn- um til fullbúinna verksmiðja. Þær greinar sem cinkum voru á dagskrá voru efnaiðnaður, rnálm vinnsla, byggingarefnafram leiðsla, rafmagnstæki, vefnaður, landbúnaður og matvælaiðngður. Kanadískt ráðgjafarfyrirtæki bauð til dæmis þjónustu síng í sambandi við námurekstur og málmiðnað; fyrirtæki í Eþíópíu sem framleiðir eyðingarefni leit aði eftir erlendu fjármagni og tæknihjálp til að geta gert fram leiðsluna fjölbreytilegri og beint lienni inn á svið landbúnaðar, tjaldaframleiðandi i Kenýa æskti tæknilegrar hjálpar til að gera starfsemi sína nýtízkulegri og færa út kvíar hennar. ÞRÁTT FYRIR FRAMFARIR VANÞRÓAÐRA LANDA KOM- AST ÞAU EKKI Á OKKAR STIG FYRR EN EFTIR 70 ÁR. í vanþróuðu löndunum bafa orðið verulegar framfarir í iðn aði á síðustu tíu árum. Þó munu líða 35-40 ár, að óbreyttum vaxt arhraða, áður en þau ná núver andi framleiðslumagni iðnaðar- landanna, og 60-70 ár áður en þau ná því framleiðslumagni á hvern íbúa sem nú er í iðnaðar löndunum. Það er Iðnþróunarstofnun Sam einuðu þjóðanna (UNIDO) sem kemst að þessari niðurstöðu í stóru yfirliti fyrir iðnþróun í heiminum, og þá einkaulega í vanþróuðum löndum, síðan Í955. Framhald á 15. síðu. BÚTASALA Alls konar gluggatjaldabútar. HÁLFVIRÐI Fiberglassbútar br. 1.60. HÁLFVIRÐI Eldhúsgluggat j öld HÁLFVIRÐI Fiberglassefni tinlit 20% AFSLÁTTUR Fiberglassefni mynstruð 30% AFSLÁTTURR Rúmteppaefni breidd 2.50. 20% AFSLÁTTUR Barnamyndaefni 50% AFSLÁTTUR Dacronefni tungað. Kr. 50.00 pr. meter. GARDÍNUBÚÐIN Ingólfstræti — Nýkominn umbúðarpappír Hvítur í 40 cm og 57 cra rúllum. Brúnn í 57 cm rúllum. Kraftpappír í 90 cm rúllum. Eggert Kristjánsson og Co. hf. Sími 11400. ÆITARTALA Út er komið Niðjatal Sveins Jónssonar á Hesti í Önuridar- firði, tekin saman af Eyjólfi Jónssýni. Bók þessi er 164 síður með nafnaskrá. Kostar innbundin kr. 344,00, með söluskatti. Fæst í bóka- verzlunum eða beint frá aðalútsölunni sem er; Bókaverzlun Jóns Eyjólfssonar Flateyri, Önundarfirði. Allt frá hatti oní skó \ LAUGAVEGI 95. 6. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.