Alþýðublaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 2
Frétta skeyti Öbreyttir Suður-Vietnamar fá vopn. ★ Varaforseti Suður-Vietnam Ky, tilkynnti í dagr. að ákveð ið hefði verið að fá óbreyttum borgurum vopn í hendur til eigin verndar. Sagðí hann, að hafizt yrði handa um úthlutun innan fárra daga. -¥■ U Thant til Moskvu ★ U Thant heidur til London og Moskvu í næstu viku til viðræðna við Wilson og Kosy- irin. Er ál'itið að Vietnam verði til umræðu. ★ ÓeirSir í Belgíu ★ Hætta er á að samsteypu- stjórnin í Belgíu rofni, vegna ágreinings innan ríkisstjórnar innar vegna kröfu og óeirða stúdenta í Louvain í flæmska hluta Belgíu, har sem Mnir flæmskumælandi stúdentar hafa krafizt, að vallónski (fransk talandi) hluti háskól- ans verði fluttur til vallónskra héraða. ★ Hreinsanir innan flughersins ★ 19 ofurstar í gríska flug. hernum hafa verið levstir frá störfum vegna holiustu heirra við Konstantín í des. byltingar tílrauninni. Meðal beirra er fyrrv. yfirmaður flughersins. ★ Heimililausir S.-Vietnamar ★ Undanfarna daga hafa 170 bús. Suður-Vietnamar misst heimlii sín, þar af 20 Jiús. j Saigon. ★ Mannfall í Víetnam ★ Af hálfu Bandaríkjanna er sagt að 17000 Viet Cong og Norður-Vietnamar hafi látið lífið , bardögum undanfarna sex daga. 4000 manns, mest- megnis börn og konur hafa verið tekin höndum, grunuð um aðstoð við Viet Cong. ★ Edward Kennedy aðvarar S.-Vietnama ★ Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður hefur látíð uppi, að Viet Cong hafi unnið tnikinn stjórnmálasigur undan farna daga. Segir hann stjórn ■S. Vietnam þurfa að beita sér fyrir félagslegum umbótum, vilji hún tryggja sér áfram haldandi aðstoð Bandaríkj- anna.. Ofviðri veldur tjóni og alskonar truflunum Ofsaveður gekk yfir landið aðfaranótt sunnudags og [ á sunnudag. Mikið rok og snjókoma var á Vestur- og Norðurlandi. Komst veðurhæðin víða í 10-12 vindstig. Segja má að í gær hafi flestir vegir landsins verið ó- færir vegna snjóa og illviðris. Þó var orðið fært frá Reykjavík austur að Selfossi og austur að Vík í gær- dag. Mest snjóaði á norðanverðum Vestfjörðum, en meiri og minni snjókoma var um allt land. Á ísafirði var fannkyngið svo mikið að heita mátti að ófært væri um götur kaupstaðarins í gær. Á Siglufirði var einnig mikill snjór og á sunnudagsmorgun féll snjó- flóð á hús þar í bænum. Innanlandsflug hefur að mestu legið niðri síðan á laugardag. Allmargir lentu í hrakningum á vegum úti ög margt fólk varð veður- íeppt í skíðaskálum. Þá slitnuðu víða niður símalínur Oveðri þessu olli djúp og kröpp lægð sem var yfir sunnanverðu landinu og færðist til Suð-austurs. I Borgarnesi var mjög slæmt veður á laugardagskvköld og að- faranótt sunnudags, svo og á sunnudag. Þar var mikið rok og skafrenningur. í gær var veðrið farið að ganga niður. Engir veru legir skaðar urðu af veðrinu, en fólk frá Borgarnesi sem sótti þorrablót í Hreðavatnsskála varð þar veðurteppt fram á hádegi á sunnudag. Mjólkurflutningar til Borgarness gengu mjög illa í gær sunnudags rak mikinn ís inn á höfnina í Ólafsvík. Foreldrar sem voru að fylgja börnum sínum inn an úr Dölum ó skemmtun gagn- fræðaskólans í Ólafsvík lentu í talsverðum hrakningum & heim- leið. Tók fólkið 6 tíma að komast í Dalina sem annars er um tveggja tíma akstur. Þá var símasamtoands laust frá Stykkishólmi við Grund arfjörð, Ólafsvik og Hellissand. Framhald á blaðsíðu 15. vegna ófærðar. Símalinur slitn-<s>- uðu víða í Eyjahreppi og Kol- beinsstaðahreppi. í Ólafsvík var ofsaveður um helgina. Engir teljandi skaðar urðu þó, en algjör ófærð er á veg um í nágrenni Ólafsvíkur. í Stykkishólmi olli veðraham urinn talsverðum skemmdum. Járnplötur fuku af húsum og tveir bátar slitnuðu upp í höfn- inni og rláku upp í fjöru. Tókst að koma þeim á floí á flóðinu í gær. Þá rákust tveir bátar saman í höfninni og brotnuðu nokkuð. AUir vegir í nágrenni Ólafs- víkur eru ófærir. Seinni hluta Það var kuldalegt um aff Ktast, þegar veffurhaminn lægffi eftir helgina. Snjór var yfir öllu, en þau gægffust á stöku staff fáein strá upp úr snjónum, og þangaff sóttu auffvitað ferfætlingarnlr, sem úti ganga hvernig sem viffrar, hrossin, sem menn vilja stundum gleyma aff eru lifandí verur líka. Myndina tók Bjarnleifur í ná, grenni Reykjavíkur. Minnlngar- sjóður Þór- arins sonar Stofnaffur hefur verjð Minning arsjóður Þórarins Bjömssonar, skólameistara. Framlögum til sjóffsins er veit4 vifftaka á Akur eyri, hjá húsverffi Menntaskólans þar, en í Reykjavík í Bókaverzlun Sigfúsar Eyn-iUndssonar í Austur stræti, Bóksölu stúdenta í Háskól anum og í Affalumboffi Happ- drættis Háskóla íslands, Tjarnar götu 4. Minningarspjöld fáslt á sömu stöffum. Ályktun Verkamannasambands íslands: Næsta skref að tryggja fulla vísitöluuppót á laun Tvær ályktanir voru samþykktar á 3. þingi Verka mannasambands íslands, sem haldið var í Reykjavík um helgina, önnur um kjara- og atvinnumál, en hin um atvinnuleysistryggingar. í fyrri ályktuninni seg ir að „næsta skrefið í hinni heinu kjarabaráttu sé að tryggja samningsbundinn eða lögfestan rétt verka- fólks til fullra verðlagsuppbóta á Iaun“, en í hinni síðari er skorað á Alþingi að gera nokkrar breyting- ar á lögum um atvinuleysistryggingar til hækkimar bóta. Þing verkamannasambandsins var sett á laugardag, og stóð það yfir í tvo daga. Hermann Guð- mundsson formaður Hlífar í Hafnarfirði var kjörinn þingfor seti, en varaforsetar. þau Jóna Guðjónsdóttir formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar í Keykjavík og Óskar Garibalda- son formaður Vöku á Siglufirði. Ititarar þingsins . voru Hallgrím, ur Pétursson Hafnarfirði og Tryggvi Emilsson Reykjavík. Stjórn sambandsins var að mestu endurkjörin, en hana skipa: Eðvarð Siguarðsson Reykja vík formaður, Bjöm Jónsson Ak ureyri varaformaður, Hermann Guðmundsson Hafnarfirði ritari, Björgvin Sigurðsson Stokkseyri gjaldkeri og meðstjórnendur þau Björgvin Sighvatsson ísafirði, Guðmunda Gunnarsdóttir Vest- mannaeyjum ,Jóna Guðjónsdótt- ir Reykjavík, Óskar Garibalda- son, Ragnar Guðleifsson Kefla- vík og Sigfinnur Karlsson Nes- kaupstað. Varamenn í sambandg stjórn eru: Guðmundur J. Guð- mundsson Reykjavík, Sigurrós Sveinsdóttir Hafnarfirði, Halldór Björnsson Reykjavík, Þómnn Valdemarsdóttir Reykjavík og Páll Árnason Raufarhöfn. Endur skoðendur voru kjörnir: Hall- grímur Pétursson Hafnarfirði og Sigurður Árnason Hveragerði, og til vara Björn Sigurðsson Rvík. Á þinginu var rætt um skýrslu sambandsstjórnar og reikninga sambandsins fyrir tvö síðastliðin ár, og einnig um fjárhagsáætlun. fyrir næsta kjörtímabil, en ann ars voru kjara. og atvinnumálin aðalmái þingsins. Um þau mál Framhald á bla. 1* 2 6. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.