Alþýðublaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 5
MINNÍNGARORÐ: ÁGÖST JÖSEFSSON SNEMMA sumars árið 1880 flutti ekkjan Guðríður Guð- mundsdóttir, sem áður hafði búið á Belgsstöðum við Akranes, með sex ára gamlan son sinn, Ágúst að nafni, til Reykjavíkur, eftír að hún hafði misst mann sinn, Jósef Helgason, í sjóinn. Ekkjan var fátæk og umkomulítil er hún leitaði til höfuðstaðarins til þess þar að sjá farborða sér og syni sínum. Hinn ungi sveinn, Á g - úst Jósefsson, átti þá vissulega eftir að festa rætur í Reykjavík, því þar dvaldi liann ævi sina alla eftir það, eða 87 ár, að frádreginni tíu ára dvöl í Kaupmannahöfn. Það má því með sanni segja, að það hafi ekki verið ofmælt hjá Ágústi í riti hans: „Minningar og svip- myndir úr Reykjavík,” þegar hann segir, að hann hafi kynnzt högum og háttum í bæjarlífinu „á meira en sjö tuga ára rölti sínu um bæinn og nágrenni lians/’ En nú sést Ágúst Jósefsson ekki lengur á rölti um götur Reykja- víkur. Þessi fágæti og ágæti mað- ur er nú fallinn frá. ÞaB voru engar bumbur barð- ar né blásið í lúðra, þegar Ág- úst fetaði sína löngu ævibraut, prúður, rólegur og fágaður. Hann sóttist ekki eftir hyllingum og hamförum. Rósemi og glaðværð einkenndu þennan ágæta dreng, en lífsspeki og fastar skoðanir voru hans aðalseinkenni.. Það var einkum tvennt, sem mest 'áhrif hafði á líf og skoð- anir Ágústs Jósefssonar. Annað var tíu ára dvöl hans í Dan- mörku, en hitt var bjargföst sannfæring hans um ágæti jafn- aðarstefnunnar. En þetta hvoru tveggja var samanofið í lífi hans og störfum. Prentiðnin hefur löngum Jeyst úr læðingi öfl mannlegs máttar og orðið ómetanlegur skóli fyrir marga ágæta menn bæði hér á landi og ekki síður í hinum Norð- urlöndunum. Ágúst Jósefsson lærði þessa iðn og hennar vegna fór hann til Danmerkur til íram- haidsstarfa í þessari iðngrein. Hann segir sjálfur svo frá, að áður en hann hafði farið að heim- an, hefði hann „hvorki heyrt né lesið neitt um verkalýðsféiög og jafnaðarstefnu.” En hann ásetti sér að fræðast um þessi efni. Og um þær mundir er hann dvald- ist í Kaupmannahöfn voru þar ýmsir málfundaklúbbar, þar sem rædd voru stefnumál jafnaðar- manna og þjóðfélags- og verka- lýðsmál. Á fundum klúbbanna töluðu margir gáfaðir og vel máli farnir menn. Og skýrir Ág- úst svo frá, að eftir því sem tímar liðu og hann öðlaðist meiri þekkingu á stefnu og starf- semi jafnaðarmanna í Danmörku, því ákveðnari hefði hann orðið að fylgja þeim flokki að málum, og hann bætti við „og hefi ég gert það ætíð síðan.” Og þessi síðustu orð má vissulega undir- strika sem staðreynd. Árið 1905 flytur Ágúst til ís- lands aftur og er þá sannfærður jafnaðarmaður. Hann ltom þá ekki heim til margra skoðana- bræðra sinna. Þeir voru sann- arlega fáir og lítils megnugir. Hann hefur sjálfur sagt svo frá, að jafnaðarstefnan hefði þá átt litlum vinsældum að fagna hjá' almenningi. Hann nefnir þó sér- staklega einn mann, frænda sinn, Pétur G. Guðnmndsson, bók- bindara, sem hefði þá verið einn af þeim fáu alþýðumönnum, sem hafði verulega þekkingu á jafnaðarstefnunni, og hafði kynnzt henni af lestri erlendra bóka og blaða. Þessir tveir menn tóku þá höndum saman og hrinda í framkvæmd útgáfu blaðs, er befðist fyrir stefnu verkaJýðsfé- laga og samtökum „til stuðnings jafnaðarstefnunni. Og þeir frændur, Ágúst og Pétur, létu ekki sitja við orðin tóm. Þeir kölluðu saman nokkra menn, og urðu þeir 15 alls, er bundust samtökum um útgáfu nýs blaðs, er heita skyldi Alþýðublaðið, og átti það að hefja göngu .sína 1. janúar 1906, og var það fram- kvæmt. Og stefnuskrá þessa blaðs, var þannig ákvörðuð og birt: AÐ vernda rétt lítiimagnans. AD sporna við kúgun og yfir- gangi auðvalds og ein- stakra manna. AÐ innræta hjá þjóðinni þekk- ingu á gildi vinnunoar og virðingu fyrir henni. AÐ efla þekkingu alþýðunnar, einkum á þjóðfélagsfræði, at- vinnurekstri og vinnuað- ferðum. AÐ styðja samtök verkamanna, sem miða að því að sporng við valdi og vana, áníðslu og Örétti, en efla sameiginleg- an hagnað. AÐ efla svo andlegan þroska al- þýðunnar, að Hún verði jafnfær ráða sem dáða. Stefnuskránni fylgdi svoliijóð- andi eftirmáli frá blaðstjórn- inni: „Við væntum þess að «tllir, sem vilja vclferð þjóðarinnár í nútíð og framtíð, styðji okkur að þessu verki með alúð og ein- beittum vilja. Jafnréttið cr sá töframáttur, sem einn getur afl- að þes°ari þjóð, sem öðrum, vegs og virðingar, frelsi ov fursæld- ar. Við treystum á þe»iv”n mátt og tileinkum okkur orðin: Frelsi, jafnrétti og Tiræðra- lag.” Þessi tilraun um blaðaútgáf- una, bar þó ekki þann árangur sem skyldi, og hæfði þeim góða málstað. Hið litla og gamla Al- þýðublað hóf göngu sína 1. jan- úar 1906 og komu út af því 18 tölublöð, en af næsta árgangi að- eins sjö tölúblöð. Þannig krókn- aði þessi vísir í kulda skilnings- leysis. Og i frásögn sinni um þettá mál bætir Ágúst við í bók sinni: „Þétta ér sagan um fæð- ingu, líf og dauða Alþýðublaðs- ins eldra.” 1 fyrsta tölublað skrifaði Ág- úst Jósefsson grein, er hann néfndi: „Til verkamanna,” og segir þar svo: „Tll þess að læra að skilja rétt sinn, og til þess að verja rétt sinn, þurfa menn að hugsa um hann og gera sér grein fyrir í hverju hann er fólginn, þurfa að læra að meta sig sjálfa og siðar hver annan og styðja hver annan í baráttunni móti hræsni og yfirdrepsskap, falsi og rangindum.” Þetta var herhvötin til verka- manna, sem einnig á sama ári leiddi til stofnunnar verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Þar sjást spor Ágústs, skilningur hans og hugsjón. Saga íslenzkra verkalýðssasmtaka á vissulega að vera minnug baráttu Ágústs Jósefssonar. Hún verður ekki rétt rakin án þess að geta starfa hans. Það var ekki einungis tíu ára dvöl Ágústs í Danmörku, sem mótaði skoðanir hans í stjórn- málum. Það var einnig fágun hans og prúðmahnleg framkoma, er munu að verulegu leyti eiga rætur sínar að rekja til þessar- ar dvalar. í fari hans og fram- komu var sameinað á eftirtekt- arverðán hátt,, einkenni alþjóða- borgarans og einlægni og látleysi alþýðumannsins. Glaðværð hans var einlæg og aðlaðandi og vin- semd hans falslaus. Allt petta gerir Ágúst Jósefsson ógleym- anlegan. Samverkamenn hans og vinir minnast hans með þakk- læti og trega. Kvefája frá H.I.P. Ágúst Jósefsson hóf prentnám 19. nóvember 1890 í Prent- smiðju ísafoldar. 1895 sigldi hann til Kaupmannahafnar og vann í prentsmiðju S.L. Möll- er þar til í janúar 1905, að hann kom aftur heim og tók til starfa í ísafoldarprenit- smiðju á ný og starfaði bar til 1915, er hann réðst til Félags- prentsmiðjunnar. 1918 lét hann af prentstörfum, en á því ári var hann skipaður heil- brigðisfulltrúi. Ágúst var for- maður Hins íslenzka prentara félags 1907-08 og 1911 —’12, gjaldkeri 1914 og formaður sjúkrasamlags Prentara 1915— ’18; einnig íítarfaðjTi hahn í ritnefnd Prentarans og gegndi ýmsum nefndarstörfum í þágu félagsins, og átti m,a. sæti í samninganefndum. Ágúst var einn af brautryðjendum prent arastéttarinnar í baráttu henn ar fyrir bætfum kjörum, og sérstaklega var honum umhug að um að fá daglegan vinnu tíma styittan. í formannstíð fengu prentarar líka vísi að sumarleyfi, 3 daga, og stytt- ingu vinnutímans úr 10 stund um í 9. 1957 var Ágúst gerð- ur að heiðursfélaga í HÍP fyr ir brautryðjendastarf sitt. Hið íslenzka prentarafélag þakkar þessum horfna félagsmanni sínum og leiðtoga ötult starf í þágu prentarastéttarinnar. Stefán Jóh. Stefánsson. AÐALFUNDUR Byggingarsamvinnufélags atvinnubifreiðarstjóra, verður haldinn þriðjudaginn 13. febrúar n.k. áð Skipholti 70, og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Kappaksturbíla- brautir AURORA Bílar og teinar í úrvali. LEIKFANG ABÚÐIN Laugavegi 11 — Sími 15395. 6. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.