Alþýðublaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 7
|=Ritsti Sv/jb/oð, Frakkland og Sovét hlutu gull í gær Keppt var til úrslita í þremur greinum á vetrarlcikunum í gær. Svíar, Frakkar og Rússar lilutu gull, þeir fyrstnefndu í 10 km 'jgöngu kvenna, Frakkar í bruni karla og Rússar í 500 m skauta- hlaupi kvenna. Sænska stúlkan Toini sigraði með nokkrum yfii’burðum í 10 km. göngu kvcnna, sem hófst fyr- ir hádegi í gær. Segja má að sig- ur hennar hafi aldi'ei verið í hættu. Norskar stúlkur hlutu silfur og bronz, þannig, að þessi ganga er fullt hiis fyrir Noi'ður- lönd. Það vekur nokkra at.hygli, að sovézkar. stúlkur eru ekki í verðlaunasætum, sú fyrsta frá Sovétríkjunum er í sjötta sæti. Jean-Claude Kiily, Frakklandi hrást ekki vonum landa sinna í bruni kai'la, sem fór fram í gær, en keppni í bruni var frestað á fimmtudag vegna veðurs. Hann sigraði eítir harða keppni við landa sinn Guy Perillat. Þriðji varð Tuyler frá Sviss. Keppnin var mjög liörð í bruninu, en brautin var erfið og reyndi mjög á hæfni keppenda. Þriðja greinin, sem keppt var í til úi'slita í gær, var 500 m. skautahlaup kvenna. Sovézka stúlkan Ludmila Titova og Sovét- menn sigruðu einnig í þessari grein á síðustu Vetrarleikum í Innsbruek. Keppnin var geysi- hörð í hlaupinu, í öðru sæti voru þrjár bandarískar stúlkur jafnar, aeðins 1/10 úr sek. á eftir Titovu. Körfubolti kl. 7 / kvöld íslandsmótinu í körfuknatt- leik verður lialdið áfram um helgina, og verða þá leiknir þrír þýðingarmiklir leikir í fyrstu deild. í kvöld leika ÍKF og Ármann síðari leik sinn í mótinu, en þann fyrri sigraði ÍKF með litlum mun. Leikið verður á Keflavíkur- flugvelli og hefst keppnin kl. ’ 19.00. Síðdegis á sunnudag fara fram þrír leikir í Laugardalshöll- inni, fyrst KFR og KR, og síð- an ÍR og Þór i 1. deild, en síðan KR og ÍKF í 2. ílokki. Keppnin á sunnudag hefst kl. 14,00. ÚRSLIT í GÆR : 10 km. ganga kvenna: leikunum í gær hafa Noi'ð- T. Gustavsson, Svíþj. 36:46.5 menn hlotið flest stig í hinni M. Bördre, Noregi, 37:54,6 óopinberu stigakeppni móts- I. Aufles, Noregi, 37:59,9 ins: B. Martinsson, Svíþj. 38:07,1 Staðan er þessi' M. Kajosmaa, Finnl. 38:09,0 G. Koulakova, Sovét 38:26,7 stig Noregur 14,5 500 m. skautalilaup kvenna: Bandaríkin 12,0 Frakkland 12,0 sek. Sovéti'íkin 11,0 L. Titova, Sovét 46,1 Ítalía 10,0 M. Meyers, Dianna Holum Finnland 7,5 og Fish, allar USA 46,3 Austuri'íki 5,0 E. van Jen Brom, Holl 46,6 Sviss 4,0 S. Sundbye, Noregi og Holland 2,0 K. Ustonen, Finnl. 46,7 J Verðlaunin skiptast þanmg: Brun karla: G S B mín. Fi'akkland 1 1 0 J. C. Killy, Frakkl. 1:59,85 Sovétríkin 1 0 0 G. Perillat, Frakkl. 1:59,93 Svíþjóð 1 0 0 J. d. Tyler, Sviss 2:00,32 Bandaríkin 0 3 0 K. Messner, Austurríki, 2:01,03 Noregur 0 2 1 Sviss 0 0 1 K. Schranz, Austurríki 2:01,89 Finnland 0 0 1 I. Mahlknecht, Ítalíu, 2:02,00 Norömenn eru stigahæstir Að lokinni keppni á Vetrai’- Jean-Claude Killy Olympíumeistari í bruni. LESIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Höfum opnað lækningastofu á Klapparstíg 25-27 III. h. Sími 1-16-80, Viðtalstímar fyrst um sinn alla virka daga kl. 15 - 15.30, nema þriðjudaga 17 - 17.30 og laugardaga kl. 13-14. Simaviðtalstimi á virkum dögum kl. 8.30 - 9.00 í síma: 8-16-65. Tökum sameiginlega að okkur helmilislækningar fyrir sjúkrasamlag og gefst þeim samlagsmönnum, sem okkur velja fyrir heimilislækna, aðeins kostur á að velja okkur saman, og eiga þannig að jöfnu aðgang að livorum sem er. ísak G. Hallgrímsson tekur þó ekki t’il starfa fyrr en eftir miðjan marz n.lt. og verður þá auglýstur breyttur við- talstími. GUÐMUNDUR B. GUÐMUNDSSON, læknir ÍSAK G. HALLGRÍMSSON, læknir FUJ í Reykjavík FUJ í Reykjavík hcldur almennan félagsfund í dag 10. febrúar kl. 3. síðdegis í Félagsheimili rafvirkja og múr- ara, Freyjugötu 27. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. STJÓRNIN. Skrifstofustúlka Starf skrifstofustúlku í skrifstofu Garðahrepps, er laust til umsóknar. Starfstími getur hafizt nú þegar eða síðar, eftir samkomulagi. Nokkur bókhaldsþekking æskileg. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 17. þessa mánaðar. Sveitarstjórinn x Garðahreppi. FRÍMERKI - FRÍMERKI innlend og erlend í úrvali. Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og margt fleira. — Verðið hvergi lægra. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. Ingólfs-Café föömlu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. 10. febrúar 1968 - ALÞYÐUBLAÐIÐ %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.