Alþýðublaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.02.1968, Blaðsíða 12
SÁ SPAKI SEGIR . . . Það cr greinSlegt að það er lilaup ár í ár. Það er nefnilega gömul reynsla að á hlaupárum gerast ýmisleg stórmerki, og það virð ist þegar farið að rætast. Meira að segja togararnir eru farnir að bera sig. Það var þó forsjálni hjá brezku blaöamönnunum vestur á ísa- firði, að þeir skyldu velja sjúkra húsið til að berjast í. Það hefði þá átt að vera fljótlegt að gera að sárunum, ef einhver liefði særzt alvarlega. Kall'inn var eitthvað að rífast í mér í gær, en liann lyppaðist al. veg niður þegar ég sagði: —- Blessaður láttu ekki eins og brezkur blaðamaður, góði... Af hverju geta mennirnir nú ekki slegizt heima hjá sér-., i LANDSBANKINN opnar í dag útibú í ÁRB ÆJARHVERFI SP ARIS J OÐS VIÐSKIPTI HLAUPAREIKNINGSVIÐSKIPTI INNHEIMTA VÍXLA OG VERÐ- BRÉFA KAUP OG SALA Á ERLENDUM GJALDEYRI. Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9,30 til 15 og 17 til 18,30 laugardaga kl. 9,30 til 12,30. ÁRBÆJARÚTIBÚ Rofabæ 7 simi 84400 Útibúið annast fyrirgreiðslu á aíls konar bankaviðskiptum innanlands og utan. LANDSBANKIÍSLANDS Skeggið oEikar Mér hefur verið sagt að ástæðan fyrir því að íslendingar gengu skeggjaðir til fara fram eftir öldum, hafi verið sú, að svo hafi baðstofurnar verið þröngar og lágar til lofts, að menn höfðu ekki olnbogarúm til að koma kutanum við. Þetta var þeim að vísu til ómetanlegrar blessunar. Hníf- arnir bitu illa og þá sjaldan að þeir komust í snertingu við snjáldrin á körlunum, gengu þeir um í nokkra daga líkt og þeim hefði verið rennt í gegnum sjálfvirka sláturhúsið í Borg arnesi af misgáningi. í annan stað losnuðu þeir við nöldur í kerlingum, þar eð ástæðan fyrir skegginu var svo gild, að jafnvel kvenfólk hlaut að taka hana til greina. Ég held að það sé mála sannast, að kvenfólki sé við fátt eins illa og skegg og neftóbak og einkum og sér í lagi við þetta tvennt sameinað. Líklega kemur það til af því að þeim vex ekki skegg sjálfum, fyrr en þá á gamalsaldri og ótútlegt að auki, og í annan stað vegna þess að vasaklútar neftóbaks- manna eru ekki beinlínis hreinlegustu vasaklútar í heimi. En það er svo með neftóbakið og reyndar munntóbak líka, að hægt er að neyta þess í Iaumi. Á hinn bóginn getur enginn látið sér vaxa skegg í laumi. Flestallir ráðsettir karlmenn hafa gengizt undir þessa ögun og raka sig möglunarlaust einu sinni á dag, eða tvisvar, ef vöxturinn er illskeyttur. Þessvegna er ekki undarlegt að næst um einu skeggjuðu mennirnir, sem sjást á götu með skegg, eru ungir menn. Hér eru komnir fulltrúar hinnar uppreisnargjömu æsku, sem á að erfa landið. Þeir bera sitt skegg stoltir og storkandi um göturnar og láta kárínur vegfarenda og vina, sem vind um eyru þjóta. Ég hef alltaf öfundað þessa menn af því hve harðir þeir eru af sér, meðan ég sjálfur hef orðið að reka undansláttar- stefnu í þessum efnum. Fyrstu dagana, sem ég fór út með skegg, tók ég það auð- vitað sem sjálfsagðan hlut, að glápt væri á eftir mér, krakk- arnir bekktust við mig og menn snéru sér við á götu, eins og þeir hefðu ekki trúað eigin augum, að þarna væri skeggj- aður maður á ferð. Þegar fram í sótti, gleymdi ég auðvitað að ég væri með skegg. Það fékk að vaxa að vild og það var búið að sía margan grautarspóninn, þegar ég varð þess fyrst var að menn, sem ég talaði við, horfðu undrandi framan í mig og beindu síðan tali sínu að einhverjum öðrum. Ég varð þess líka var, að bílstjórar fipuðust í umferðinni, þegar þeir óku fram á mig, eða mættu. í laumi veitti ég því eftirtekt og glotti í hattinn, að velflestir af þessum bílstjórum voru kvenkyns. Samt var ekki liægt að búa við þennan fjanda. Konan var flutt í annað herbergi. Dóttir mín 7 ára hótaði að fara að heiman, gerast loftskeytamaður á togara og líta aldrei inn í landverum. Amma mín var hinsvegar hin altilegasta og sagðist endurlifa gamla daga í návist minni. Samt sagði hún að ég yrði að raka þetta af mér því að í rauninni væri þetta ekki annað en bölvaður glerkuntuhýjungur og mér til skammar á allan hátt. Ég beið því ósigur. En ég lief komizt að því, að kvenfólk leggur skeggjaða menn í einelti, líkt og fyllibyttur, í þeirri von að gela gifzt þeim og skipað þeim síðan að raka af sér skeggið. — Gaddur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.