Alþýðublaðið - 15.02.1968, Side 5

Alþýðublaðið - 15.02.1968, Side 5
í kvölda spilakeppni Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði heldur áfram í Alþýðuhúsinu, fimmtudagskvöld kl. 20.30 stundvíslega. FÉLAGSVIST ÁVARP: Jón H. Guðmundsson, skólastjóri flytur KAFFIVEITINGAR SKEMMTIATRIÐI Munið hin vinsælu spilakvöld Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði — Pantið sætamiða í síma 50499. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. SJPILANEFNDIN OKUMEHN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Móíorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLÁSKOÐUN a SIILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Trúfófunar- Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður, Bankastræti 12. Þrælar sjálfvirkninnar? ÞÓ AÐ starf mannanna, sem sjást sitja aðger'ðarlausir á þessari mynd, virðist eins einfalt o% það lítur út fyrir að verða við fyrstu sýn er ekki öll sagan sögð. Þeir stjórna eða réttara sagt líta eftir framleiðslu og vélstjórn í sykurverksmiðju í Suður-Þýzkalandi, en þar er öll verksmiðjan sjálfvirk. Allt eftirlit fer fram í einum sal og hér eru mennirnir í rauninni að líta eftir vél- um, sem stjórna. Til þess þarf mikla og vakmdi athyglisgáfu. LEIKHUS Með bófum og dækjum Herranótt 1968 : BETLARAÓPERAN eftir John Gay Þýðandi texta: Sverrir Hólmarsson Þýðandi söngva: Böðvar Guðmundsson Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikstjóri: Erlingur Gíslason Herranótt er jafnan skemmti- Ieg, og sé rétt á haldið er hún einnig ómissandi þáttur í leik- listarlífi höfuðstaðarins. Ómiss- andi vegna þess að Herranótt er eini reglulegi vettvangur klass- ískra gleðileikja á íslenzku. Auk gildis síns fyrir nemendur sjálfa sem taka þátt í leiknum gefur hún leikhúsgestum færi að kynn- ast lauslega leikjum og leik- list sem annars væru íatíð á íslenzku sviði. Og dæmin sanna að einatt koma fyrsta sinni fram á Herranótt leikarar sem síðan eiga eftir að láta að sér kveða „í alvöru” á sviðinu. í ár hefur vel tekizt að velja viðfangsefnið. iVÍergjaðir gam- anleikir 18du aldar eru enn fá- tíðari á íslenzku leiksviði en réttbornar klassískar kómedíur þótt þeir kunni margir hverjir að vera enn betur við smekk nútíðarmanna. Og Betlaraóper- an eftir John Gay er skemmti- Hafnarfjörður Hafnarfjörður pilakvöld legt verk í sjálfri sér og á sér fræga sögu síðan; hún er efni- viðurinn sem Bert Brecht vann upp úr Túskildingsóperu sinni sem allir kannast við. Það sann- ast enn sem fyrr að meðan Menntaskólinn velur sér við- fangsefni af þessu tagi, og af meiru en nógu er að taka, er Herranótt hans hin þarflegasta viðbót við aðrar Ieiksýningar í bænum. En augljóslega mætti skólinn ennfremur sinna hin- um elztu íslenzku leikritum, sem einmitt voru samin handa skólapiltum í upphafi, leikritum Sigurðar Pétui-ssonar, Matthías- ar Jochumssonar, Indriða Ein- arssonar...... A Herranótt í ár kemur ckki fram neinn einn leikari sem sker sig úr hópnum, eins og stund- um ber við, vegna augljósra hæfileika umfrarn félaga sína; enginn „stjörnuleikur” vei’ður til að lyfta sýningunni heldur er hún komin undir samanlögð- lun kröftum leikendanna. Þeir eru að vísu misjafnir, enda er hópurinn stór, 27 leikendur í sýningunni. En í sýningum sem þessum njóta leikendur sín ein- att bezt í ærslafengnustu, fjöl- mennustu atriðunum; og má rifja upp marga glaða sfund af því tagi frá því Herranótt var í Iðnó. Á sviði Þjóðleikhússins eiga hinir ungu leikendur erf- iðara uppdráttar eins og von- legt er, hvort heldur hver fyrir sig eða allir í hóp; það er ill nauðsyn, komin til af fjölmenni skólans, að leika Herranótt í Þjóðleikhúsinu. En ekki varð ýkja mikið gaman að hófum Macheaths kapteins eða skyndi- konum hans, sjö í hvorum flokk, í sýningunni, og hefðu þeir án efa notið sín betur á þrengra sviði. Erlingur Gíslason leik- stjóri hefur að vonum lagt mest upp úr framsögn leikenda, að textinn kæmist nokkurn veginn til skila, og óþvingaðri fram- komu; tekst það furðuvel, en oft verður tómlegt kringum leikendur á sviðinu þegar slepp- ir ólátum bófa og skyndikvenna. I stærri hlutverkum eru fjórir piltar, fjórar stúlkur: Hilmar Hansen, Grímur Þór Valdimars- son, Guðmundur Einarsson og Stefón Thors; Sjöfn Magnúsdótt- ir, Aðalbjörg Jakobsdóttir, Sig- ríður Egilsdóttir og Guðrún Pétursdóttir; og virðast piltarnir öllu meiri fyrir sér. Guðmund- ur er knálegur og skemmtinn Macheath kapteinn, og Hilmar leikur Peachum svikahrapn af töluverðri spaugvísi. í kvenna- flokknum hafði ég mest gaman af Aðalbjörgu, frísklegri stúlku, og fór hún mjög spaugilega með fyrsta brag sinn í leiknum „Að bíða bana.” » Tónlistina í leiknum hefur Atli Heimir Sveinsson tekið sam- an, útsett og æft; en hún er sumpart flutt af hljóðfæraleik- urum, sumpart af segulbandi. Hefur Atli haft aðdrætti ví&s vegar, og kennir furðu fjöl- breytU'a grasa í þeim samtíning hvað sem heildarblæ líður; en flutningurinn er að vísu býsna misjafn og fer ekki allténd sam- an söngur og hljóðfærasláttur. Söngvana hefur Böðvar Guð- mundsson þýtt, og eru þeir að vísu ekki beysinn kveðskapur á prenti, en njóta sín allvel í flutningi, þeir sem bezt takas't. Hefði ekki verið ráð að ein- skorða tónlistina við dægurlög, bítlamúsik og þvílíkt? Þýðirig textans er eftir Sverri Hólmars- son og heyrðist mér það vera munntamt verk. —■ Leiktjöld hefur Ingólfur Margeirsson gerit, en hann leikur einnig í sýning- unni, einfalt og prýðilega snot- urt verk. En af leikendum er einnig vert að nefna Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugs- son, betlara og leikara, sern kynna leikinn í—upphafi óg gegna síðan eins konar kór híut- verki í sýningunni; koma þeir báðir vel fyrir á sviðinu, ekki sízt Davíð í hlutverki höfundar- ins sjálfs. — Herranótt var að vanda prýðisvel t^kið. — Ó.J. 15. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.