Alþýðublaðið - 15.02.1968, Side 10
INNGANGUR.
Ör hagvöxtur hefur verið á
íslandi undanfarin ár, og óx
iþjóðarframleiðslan að meðal-
tali um 5,8% á ári á fimm ára
tímabilinu frá 1961 til 1966.
Vöxtur þjóðarteknanna varð
enn meiri en þetta vegna
bættra viðskiptakjara. Á hinn
bóginn fylgdi hagvextinum mik
il hækkun framleiðslukostnað-
ar og verðlags, er stafaði af of
mikilli þenslu eftirspurnar og
of mikilli aukningu kaupgjalds
og tekna. Þrátt fyrir þetta hélzt
greiðslujöfnuðurinn út á við til-
tölulega traustur, og stuðluðu
góð aflabrögð og örar verð-
hækkanir útflutningsafurða að
þessu. Gjaldeyrisforðinn hélt
áfram að aukast mestan hluta
þessa tímabils.
Ástandið breyttist mjög á
síðastliðnu ári. Minnkun er-
ipndrar eftirspurnar, er kom
fram í vérðlækkun útflutningsaf
urða, dró úr vexti þjóðarfram
leiðslu og þjóðartekna á árinu
1966. Á árinu 1967 minnkaði út
flutningurinn verulega vegna
slæmra aflabragða og enn frek
ari samdráttar erlendrar eftir-
spurnar. Þjóðarframleiðsla
dróst saman og mikill greiðslu
hallí leiddi af sér öra minnk-
un _gjaldeyrisforðans. Verðlag
og kaupgjald hélzt óbreytt frá
haustinu 1966 til haustins 1967.
Auknar niðurgreiðslur og minnk
andi eftirspurnarþensla áttu
sinn þátt í þessu. Hár fram-
leiðslukostnaður olli atvinnuveg
unum áframhaldandi erfiðleik-
um, þrátt fyrir stöðugleika
kaupgjaldsins. Á síðustu mán-
uðum liafa þýðingarmiklar ráð-
stafanir verið gerðar til þess
að takmarka vöxt innlendrar eft
irspurnar og koma aftur á jafn
vægi út á við. Gengisfelling
sterlingspundsins gaf tilefni til
EFNAHAGS- OG FRAMFARA
STOFNUNIN í PARÍS BIRTI
HINN NÍUNDA ÞESSA MÁN-
AÐAR ÁRSSKÝRSLU SÍNA
UH EFNAHAGSMÁL Á ÍS-
LANDI. FJALLAR SKÝRSL-
AN UM ÁSTAND OG ÞRÓUN
ÍSLENZKRA EFNAHAGS-
MÁLA. HÉR BIRTIST INN-
GANGUR SKÝRSLUNNAR
OG NIÐURSTÖÐUR í ÍS-
LENZKRI ÞÝÐINGU.
leiðréttingar á gengi íslenzkrar
krónu. Nýja gengið, sem til-
kynnt var 24. nóvember, er kr.
57.00 fyrir Bandaríkjadollar, og
felur í sér 24,6% gengislækk
un gagnvart Bandaríkjadollar
og 12% gagnvart sterlingspund
inu.
NIÐURSTÖÐUR.
Greiðslu j öf nuður landsins
varð mjög óhagstæður á árinu
1967, að mestu af völdum óhag
stæðra ytri skilyrða, einkum lé
legra aflabragða og mikils verð
falls útflutningsafurða. Leiddi
þessi þróun til mikillar rýrnun
ar gjaldeyrisforðans. Jafnframt
hafði mikil hækkun framleiðslu
kostnaðar um árabil, ásamt verð
fallinu er síðar varð, valdið at-
vinnuvegunum erfiðleikum og
teflt í tvísýnu, hvort unnt væri
að reka útflutningsatvinnuveg-
ina og þær framleiðslugreinar,
er keppa við innflutning, á arð
bærum grundvelli. Þegar þar
við bætast gengisfelling sterlings
pundsins og nokkurra annarra
gjaldeyristegunda, var breyting
á gengi íslenzku krónunnar í
rauninni ólijákvæmilegt.
Verulegs bata á jöfnuðinum
út á við virðist mega vænta
á árinu 1968. Líkur virðast á
því, að nokkur bati muni verða
á aflabrögðum og afurðaverði.
Gerðar hafa verið ráöstafanir
til þess að hafa hemil á aukn-
ingu innlendrar eftirspumar og
innflutnings, auk þess sem geng
isbreytingin ætti að hafa veru-
lega þýðingu. Enda þótt áhrif
gengisbreytingarinnar og ann-
arra aðgerða komi ekki fram
að fullu fyrr en eftir nokkurn
tima, má vænta þess, að veru-
lega dragi úr halla á viðskipta-
jöfnuði á árinu 1968. Af þess-
um sökum og vegna þess fjár-
magnsinnflutnings, sem senni-
lega mun eiga sér stað á árinu,
má vænta þess, að gjaldeyris-
forðinn hætti að minnka, og
jafnvel að hann gæti aukizt eitt
hvað á ný.
Mikið mun þó komið undir
stefnu stjórnarvaldanna og við
horfi launþega, atvinnurekenda
og bænda. Eitt helzta viðfangs
efnið verður, að draga úr verð
hækkunum af völdum gengis-
fellingarinnar og koma í veg fyr
ir, að óhjákvæmileg verðhækk-
un innfluttra vara verði til
þess, að hrinda af stað víxil-
hækkunum verðlags og kaup-
gjalds. Gengisfellingin var
nauðsynleg vegna mikils halla
út á við, er var afleiðing verð-
falls og aflabrests, ásamt of
mikilli hækkun kaupgjalds og
annarra tekna á undanfarandi
tímabili. Til þess að jafnvægi
út á við náist á nýjan leik, þarf
að beina framleiðsluöflunum í
ríkara mæli að útflutningi og
framleiðslu, er komi í stað inn
flutnings. Helztu leiðirnar til
þess að koma þessu fram eru
bætt samkeppnisaðstaða atvinnu
veganna og minnkun kaupgetu
neytenda af völdum hækkaðs
innflutningsverðlags. Verðhækk
anir af völdum gengisfellingar
innar réttlæta því ekki hækkun
kaupgjalds. Áframhaldandi
festa í kaupgjaldi og verðlagi
er því nauðsynlegt skilyrði þess,
að gengisbreytingin sé ekki unn
in fyrir gýg.
Af þessu má draga þýðingar
miklar ályktanir um stefnu
stjórnvalda. Augljóslega er
æskilegt, að haldið verði uppi
varkárri stjórn almennrar eftir
spurnar, svo að stuðlað sé að
bættum viðskiptajöfnuði og
festu í kaupgjaldsmálum. Nokk
uð slaknaði á eftirspurn á ár-
inu 1967. Eftir núverandi horf
um og efnahagsstefnu að dæma,
virðist líklegt, að efnahagsstarf
semin muni aðeins aukast hæg-
um skrefum á árinu 1968, þann
ig að eftirspurn muni haldast
tiltölulega slök. Hins vegar rík
ir óhjákvæmilega um þetta tals
verð óvissa, ekki sízt þar sem
atvinnustarfsemin er svo mjög
háð breytilegum sjávarafla, en
einnig meðfram vegna þess, að
stefnan í efnahagsmálum, ekki
sízt að því leyti pem hún kem-
ur fram í afgreiðslu fjárlaga
fvrir árið 1968, er ekki orðin
fullmótuð, þeear þetta er ritað.
Af hessum sökum er þýðingar-
mikið. að stiórn eftirsnurnarinn
ar sé haldið sveigjanlegri, svo
að hægt sé að hamla gegn of
mikilli aukningu eftirspurnar, ef
til kemur.
Enn fremurhafa stjcirnarvöld-
in þýðingarmiklu hlutverki að
gegna við að efla skilning allra
hlutaðeigandi aðila á nauðsyn
sem mestrar festu kaupgjalds
og annarra tekna. En við skil-
yrði óbundinna samninga um
kaupgjald og tekjur bænda mun
árangur gengisfellingarinnar í
bættum jöfnuði út á við vera
að mjög miklu leyti kominn und
ir samstarfsvilja og ábyrgri af
, stöðu launþega, atvinnurekenda
og bænda.
Stjórnarvöldin kunna að vilja
hagnýta þær aðstæður, sem nú
liafa skapazt, til þess aö ger*
ráðstafanir til bættra starfs-
hátta í ýmsum greinum efna-
hagsljfsins. í fyrsta lagi hefur
reynsla síðustu ára leitt í ljós,
að þörf er á kerfi, er draga
myndi úr tekjusveiflum af völd
um breytilegs afla og útflutn-
ingsverðlags. Verðjöfnunarsjóð-
ur frystiafurða, sem nýlega hef
ur verið settur á fót, er upphaf
á þessari braut, en vandlega
verður að gæta þess, að kerfið
sé miðað við raunhæft útfluin
ingsverðlag. Svipað fyrirkomu-
lag ætti einnig að geta orðið
gagnlegt í öðrum greinum sjáv
arútvegsins.
, . /
I oðru lagi hefur vegna til-
lits til kjaramálanna reynzt
mjög öruggt að framfylgja stefnu
í fjármálum ríkisins, er ynni
gegn verðbólguþróun. Ilinn veru
legi greiðsluhalli, sem myndað
ist á árinu 1967, varð að miklu
leyti til vegna aðgerða til
að stöðva hækkun verðlags og
kaupgjalds. Enda þótt stöðvun
verðlags og kaupgjalds hafi í
sjálfu sér verið þýðingarmikill
árangur, átti sú aukning niður
greiðslna og styrkja, sem kom
henni til leiðar, bersýnilega þátt
í að auka á eftirspum í land
inu, þ. á. m. eftirspurn eftir
innflutningi, og olli þannig
nokkru um hinn óhagstæða
greiðslujöfnuð gagnvart útlönd-
um. Það er því athugunarefni,
hvernig bæta megi hagstjórn
araðferðirnar, svo að beita megi
fjármálastjóm ríkisins til stjórn
ar efnahagsmála án þ#ss að
valda röskun á vettvangi verð
lags og kaupgjalds. Híjs nýja
visitala framfærslukostnaðar,
sem gagnstætt hinni fyrri fel
ur í sér beina skatta, er þýð
ingarmikið skref í þessa átt.
í þriðja lagi getur stefna
stjórnarvaldanna stuðlað að auk
inni liagræðingu og framleiðni,
enda þótt þetta verkefni hljóti
að miklu leyti að vera á vett-
vangi atvinnufyrirtækjanna
sjálfra og samtaka þeirra. Eins
og málum er háttað, er líklegt,
að aðgerðir stjórnarvalda geti
einkum komið að gagni við um
bætur á skipulagsbyggingu at-
vinnuveganna. Þar sem atvinnu
vegir landsmanna eru einkum
byggðir upp af tiltölulega smá
um fyrirtækjum, kann að vera
fyrir hendi verulegt svigrúm til
að ná aukinni hagkvæmni með
sameiningu í stærri einingar.
Þessar ráðstafanir má efla með
aðgerðum stjórnarvalda, eink-
um á sviði lánsfjármála. Enn
fremur liefur aukið frjálsræði í
utanríkisviðskiptum og niður-
færsla tolla á síðustu árum
haft í för með sér hraðari sam
keppni erlendis frá og ýtt und
ir liagræðingu á iðnaði, er starf-
ar fyrir innlendan markað.
Tollar eru enn háir og gæti
frekari lækkun þeirra verið þýð
ingarmikill þáttur i stefnu
st.jórnarvaldanna til að stuðla
að aukinni framleiðni.
Efnahagsmál
19092 og 18966
TIL LEIGU LIPRIR NÝIR
SENDIFERÐABlLAR
án ökumanns. Heimasími 52286.
Búsáhöld Epli — Bananar
Leikföng Appelsínur
Gjafavörur Vínber
Stebbabúð Stebbabúð
Austurgötu 25 — Hafnarfirði Línnetstíg 6 — Hafnarfirði
Sími: 50919. Símar: 50291 - 50991
SMURT BRAUÐ
SNITTUK-ÖL - GOS OpiS frá 9 til 23.30. - Pantið tímanlega í veizlur.
BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 1-60-12.
XO 15. fe5rúar 1568 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ