Alþýðublaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 11
Sífdarsöltun
Framhald 2.. síðu.
ar eins og nánar er kveðið á
um í lögum þessum.”
,Ég fæ ekki séð, að það sé á-
stæða til þess að vera að breyta
lögum um S.Ú.N., nema gera
sér grein fyrir því eins og segir
í erindisbréfi til þessarar liáttv.
nefndar, sem átti að undirbúa
þetta frumvarp, að gera tillög-
ur um framtíðarskipulag verk-
aðrar síldar til útlanda, og þá
hlýtur hið nýja viðhorf, sem hef-
ur skapazt, varðandi verkun á
saltsíld að vigta hér eittlivað
inn í tillögurnar.” —
„Því miður er ekki nein á-
kveðin stofnun hér á landi, sem
telur sér skylt að hafa forustu í
því efni, að tryggja það. að vel
sé fylgzt með því, að liægt sé
að koma síld að landi. — En þær
breyttu aðstæður, sem skapazt
hafa, sýna okkur það, að ekki
verður lengur setið auðum hönd-
um, og við verðum að bregðast
við á nýjan hátt og einhver aðili
í þjóðfélaginu, hvort sem það
er ríkisvaldið eða sameiginlega
samtök sjávarúþvegsins, verða
að hafa forusfu um það að revna
að gera eitthvað til þess að ná
í síldina." Það er mín skoöun,
að verði ekki gert. átak til að
salta um borð í júlí og jafnvel
ágúst, missum við af sölumögu-
leikum. Ég vil benda hv. þingm.
á það, að það eru ákveðin líma-
mót í söltun síldar. Rússar liafa
komið hér með stóran flofa og
eru þegar byrjaðir að salta mik-
ið á h'afinu.”
Þessi orð virðast hafa ert ein-
liverja í síldarútvegsnefnd, sbr.
athugasemd formannsins í Morg-
unblaðinu dags. 10. febr. si.
En eins og lesendur sjá, snér-
u£t umræður um hvað þarf að
gera gagnvart framtíðinni og
það sem fyrst, en ekkj um það
sem S.Ú.N. hefur afrékað á lið-
inni tíð.
ÍÞað er von mín, að sú hreyf-
ing, sem hafin er til þess að
firína lausn á áðsteðjandi vanda-
máli við söltun og flutninga á
síld, leiði af sér úrræði til hags-
bóta fyrir sem flesta. Hér eru
svo stórir hagsmunir í veði fyr-
ir þjóðarbúið, að þær stofnanir,
sem eru til í þágu sjávarútvegs-
ins og þjóðarheildarinnar verða
að sjá sóma sinn í því að leggj-
ast á eitt til lausnar aðsteðj-
andi vanda. Oft hefur verið þörf
á samstarfi, en nú er nauðsyn
og tjóar ekki að einblína aðeins
á þröngan lagabókstaf um starfs-
svið viðkomandi aðila.
í grein form. S.Ú.N. í Morg-
unblaðinu 10. febr. s.l. og cinn-
ig í grein Jóns Skaptasonar í
Tímanum 6. febr. sl. er þess get-
ið, að S.Ú.N. hafi tekið m/s
Héðinn á leigu til rannsókna á
flutningi síldar o. fl. Hér er
ekki nákvæmlega sagt frá. S.Ú.N.
fór þess á leit við okkur eigend-
ur, að aðstaða fengist í skipinu
til þess að gera tilraunir með
mismunandi móti til flutninga
og söltunar á síld. Þetta var sam-
þykkt af okkur gegn því, að það
sem á vantaði til þess að skipið
kæmi með fullfermi að landi
1331 tonn) yrði greitt með
bræðslusíldarverðí. Svo fór að
tæp 70 tonn vantaði í farm skips-
ins að 331 tonni og kostaði því
aðstaðan um borð rúmlega kr.
80.000,00 eða því sem næst sömu
tölu og endurskoðun áðurnefndra
laga. Hins vegar hefur mér ver-
ið sagt, að annaö kostnaður hafi
verið meira en helmingi liærri
við þessa tilraun.
Reykjavík, 14. 2, 1968.
Jón Árm. Héðinsson.
Umferð
af 7. síðu.
er malbikaður eða malborinti,
eykur hemlunarvegalengdina
stórlega og sú staðreynd er
mjög mikilvæg fyrir ökumenn
ag hafa í huga nú þessa dag-
ana, þegar islag myndast á
vegi og götur á mjög skömm-
tim tíma.
Gerð hjólbarða hefur mjög
mikil áhrif á hemlunarvega-
lengd. Notkun vetrarhjólbarða,
negldra eða ónegldra, minnk
ar hemlunarvegalengdina bor-
ið saman við notkun sumar-
hjólbarða við sömu aðstæður.
Sérstaklega ættu ökumenn að
hafa í huga þý'ðingu negldra
vetrarhjólbarða á ísilögðum
vegum og götum.
Þessi atriði sem liér hafa
lauslega verið rædd, eru mjög
mikilvæg hverjum ökumanni-
Þekking hans á þeim og sam
bandi þeirra við stöðvunarvega
lengdina getur hæglega forð-
að honum frá slysi.
Prestur
Frainhald af 7. siðu.
minnsta kosti ekki þau, sem
vinna að menningarmálum. Ef
til vill er það einmitt kirkjan,
sem nær til flestra áheyrenda
árið um kring, þegar allt kem-
•ur til alls.
Með þessu er ekki sagt, að
fólk láti sig vandamál trúar-
innar engu skipta. Munurinn á
ungum og gömlum hlýtur þó
alltaf að vera einhver. Annað
væri óeðlilegt. Samt segir unga
fólkið mér, að í þeirra hópi
sé mikið talað um trúmál. —
Varðandi spurninguna um ann-
að líf, segir það mér, að skoð-
anir séu mjög skiptar. Rök-
semdirnár einnig misjafnar.
Ungur maður segir mér, að það
ungt fólk, sem trúir á fram-
haldslíf, geri það yfirleitt af
því, að það finni ekki tilgang
í þessu lífi, nema eitthvað taki
við. En mér er einnig sagt, af
fulltrúum úr hópi hinna ungu,
að það séu margir, sem biðji
til guðs, jafnvel þótt þeir láti
ekki mikið á því bera út á við.
Margt ungt fólk dylur trú sína,
— vill ekki láta aðra vita, hvað
það hugsar um það mál.
En mér verður á að spyrja,
hver cr ástæðan. Fyrir mörg-
um árum heyrði ég mann flytja
fyrirlestur um trúarlíf ungs
fólks. Hann sagði, að það væri
fleira en trúarlífið, sem unga
fólkið vildi dylja fyrir hinum
fullorðnu. Ungur maður verð-
ur ástfanglnn af stúlku og hugs-
ar um hana nætur og daga. En
verði einhverjum á að segja
við þennan uhga mahn, svona
eitthvað á þessa leið: „Heyrðu,
Iagsmaður, ertu farinn að
hugsa eitfhvað hlýlega lil
hennar þessarar, — þá er ungi
maðurinn til með að segja: —
Ertu snarvitlaus, maður? Ég
ætti nú ekki annað eftir en að
fara að skjóta mig í henni.”
Og ræðumaðurinn sagði, að
þessu væri alveg eins farið um
trúarlíf ungs fólks. Hugurinn
brennur undir niðri, en það er
um að gera að láta ekki íjöld-
ann vita, hvað undrr niðri býr.
Og hver er ástæðan? spyr ég
ai'tur. Þær geta sjálfsagt verið
margar. Ég vil aðeins nefna
tvær.
f fyrsta lagi er ungt fólk að
lifa mikil umbrot inni fyrir, og
veit oft ekki fyrir víst, hvað of-
an á verður. Skólafélagi minn
ræddi einu sinni lengi trúmál
við mig. Talaði sem í’ammasti
efnishyggjumaður og „vantrú-
arseggur.” Allir, sem einhvern
tíma hafa rætt við skólafélaga
og jafnaldra á því tímabili æv-
innar, fara nærri um, að ekki
vantaði hitann í umræðurnar.
Nokkrum árum seinna trúði
sami maðurinn mér fyrir því,
að einmitt þetta haust hefði
liann verið búinn að eiga í
harðri baráttu við sjálfan sig,
vegna þess að undir niðri var
trúartilfinning hans svo sterk,
að hann sárlangaði til að lesa
guðfræði og verða prestur.
Hann tók annað fyrir, og til
að friða sjálfan sig, var hann
að reyna að telja sjálfum sér
trú um, að hann væri orðinn
gjörsamlega trúlaus. Það mátti
ekki minna kosta. Síðar á æv-
inni hafði hann viðurkennt
sína eðlilegu trúhneigð og full
nægði henni á venjulegan hátt,
með kirkjugöngum, bænarlífi
og kærleiksþjónustu í þeim
verkahring, er hann hafði val
ið sér. Það væri næstum því
óeðlilegt, ef ungt fólk ætti
aldrei í baráttu um málefni,
sem grípa svo djúpt inn í allt
líf mannsins sem trúarlífið.
En það er einnig önnur á-
stæða, sem veldur því, að sumt
ungt fólk er hikandi í því að
kannast við trúhneigð sína og
rækja trú sína opinberlega. Ef
yngri kynslóðin á að fylgja ein
arðlega og ákveðið meðfæddri
trúartilfinningu sinni, þá verð-
ur það að ganga gegn þeirri
andtrúarhreyfingu, sem þorri
eldri kynslóðarinnar hefir
fylgt. Og hér þýðir ekkert að
ætla sér að kenna t. d. koinmú
nistum um allt illt, eins og
sumir gera. Þetta er afleiðing
grunnfærinnar heimspeki, sem
ruglaðj saman visindalegri
rannsókn og trúrænni skynjun
á seinni hluta síðustu aldai. Ég
hefi aldrei getað fundið, að
sú afstaða færi eftir stjórn-
málaflokkum. En ég hefi verið
að vonast eftir uppreisn æsk
unnar, gegn gamaldags hugsun
arhætti á þessum sviðum, sem
og mörgum öðrum.
(Jtbreiðið Alþýðu-
blaðið _
OFURLÍTIÐ MINNISBLAÐ
i
S k i p
★ Skipaútgerð ríkisins.
Esja er á Norðurlandshöfnum á vest
urleið. Herjólfur er á leið frá Horna
firði til Vestmannaeyja og Rvíkur.
Blikur er í Rvík. Herðubreið er í
Reykjavík.
ic Hafskip h.f.
Langá er í Rvík. Laxá er í Rvík.
Rangá fór frá Norðfirði 16. Selá er
í Stykkishólmi.
★ Skipadeild SÍS.
Arnarfell fór 14. þ.m. frá Húsavik til
Rotterdam. Jökulfell er í Rotterdam.
Dísarfell er í Rotterdam. Litlafell er
við olíuflutninga á Austfjörðum.
Helgafell væntanlegt til Þorlákshafn
ar á morgun. Stapafell er í Rotter-
dam. Mælifell er í Gufunesi.
F L U G
★ Þottlciðir li.f.
Guðríður Þorbjarnaröóttir er væntan-
lcg frá New York kl. 08,30. Heldur
áfram til Luxemborgar ltl. 09,30. Er
væntanlcg til baka frá Luxemborg
kl. 01.00. lleldur áfram til New York
kl. 02.00. Þorvaldur Eiríksson fer til
Óslóar, Gautaborgar og Kaupmanna
hafnar kl. 09.30. Snorri Sturluson er
væntanlegur frá Helsingfors, Kaup.
mannahöfn og Ósló kl. 00.30.
Ý m 8 S L E G T
-k Afmælisfundur Hvítabandsins
vcrður haldinn í Átthagasal Hótel
Sögu miðvikudaginn 21. þ.m. kl. 8.30.
* Kvenfélag Kópavogs
hcldur fund i Félagsheimilinu uppi
miðvikudaginn 21. febrúar kl. 8.15.
Frú Sigríður Halidórsdóttir húsmæðra.
kennari flytur erindi.
Stjórnin.
ie Aðalfundur Framfarafélags Selás
og Árbæjarhverfis veröur haldinu
sunnudaginn 25. febrúar 1968 M. 2
stundvíslega í anddyrl barnaskólans við
Rofabæ.
Dagskrá: auk venjulegra aðalfund
arstarfa verða bornar upp laga.
breytingar.
Nýir félagar teknir inn á fundinum.
Mætið vel.
Stjórn F.S.Á.
★ Bræðrafélag Nessóknar.
Kirkjukvöld sunnndaginn 18. fabrúar,
næstkomandi vcrður kirkjukvöld í Nes
kirkju og hcfst kl. 17, með Icik Lúðra
sveitar undir stjóm Páls Pampichler
Pálssonar. Þi flytnr Hanncs J. Magnús
son fyrrum skólastjóri, Safnaðarkór
syngur undir Btjórn Jóns íslelfssonar
og að lokum stutt helgistuttd. Allir vel
komnir. Bræðrafélagið.
Þriðjudaginn 2. janúar síðastliðinn
voru gefin saman í hjónaband í Stam
borogh Park Church, Watford, Eng-
landi,
Ungfrú Pamela Guest ritari, dóttir
Doktors og frú Guest og Haraldur
Erl^endsson, iþróttakennari. Heimili
þeirrá er að Leifsgötu 10. Rcykjavík.
- s
Útför éiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu
LAUFEYJAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Þykkvabæ 13,
verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. þ. m. kl.
10,30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. En þeim, sem vildu
minnast hennar er bent á sjóð til væntanlegrar kirkjubygg-
ingar Árbæjarsóknar.
Minningarspjöld fást í Flóru, Aðalstræti, og bókabúð Jón-
asar Eggertssonar Árbæjarkjöri.
Magnús H. Jónsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Öllum þeim fjölmörgu stofnunum og einstaklingum er
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
ÞÓRARINS BJÖRNSSONAR,
skólameistara,
þökkum við af alhug.
Ríkisstjórn íslands er heiðraði minningu hans með því
að annast útförina kunnum við sérstakar huglieilar þakkir.
Mjög margar höfðinglegar gjafir er borizt hafa í minning-
arsjóð, er ber nafn hans eru okkur hugstæður vináttu og
virðingarvottur.
Margrét Eiríksdóttir, Guðrún Þórarlnsdóttir,
Björn Þórarinsson.
17. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ||,