Alþýðublaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.02.1968, Blaðsíða 12
Vegna mikillar aðsóknar og mjög- góðra undirtekta liefur verið á kveðið að hafa aukasýningu á. ,,Myndum”, sem Litla Leikfélagíð frumsýndi fyrir skömmu, en fyrirhugað var að liafa aðeins þrjár sýningar. Sýningin er í tveím þáttum, „Gömul mynd á kirkjuvegg", eftir Ingmar Bergman og ,,Nýjar myndir” eftir kunna höfunda og ó- kunna, en sá hluti sýningarinnar hefur að mestu orðið til á svið., 5nu. Samtnstendur hann af söngvum, látbragðsleik, fréttatilkynning um o. fl„ en leikstjóri á báðum þáttunum er Sveinn Einarsson. Leik endur liafa sjálfir séð um ljós, tónlist, búninga o. fl. Aukasýningin verður n.k. þriðjudagskvöld kl. 8,30 í Tjarnarbae. Mynd'in er úr „Gömlum myndum á kirkjuvegg”. Barnaskemmtun Þessi glöðu ungmenni eru frændsystkini, sem hafa æft söng og leik í sumardvöl í Steinmóðabæ, Eyjafjöllum. Sigríður Sig- urðardóttir liefur stjórnað æfingum þeirra. S.l. sumar ferðuðust Kátir krakkar um landlð og skemmtu víða við beztu undirtektir, Á morgun, sunnudag, kl. hálftvö koma þau fram á barna- skemmtun í Austurbæjarbíói ásamt mörgum öðrum skemmti- kröftum. Píanó. Gamalt píanó er til sölu. Gott til æfinga fyrir byrjendur. Uppl. í síina 30381. Vísir Og enn var verið að stofna nýtt bankaúfibú. Það er meira sem þeir þurfa að bankahúsnæði undir allt peningaleysið. Blöðin segja að Bragðarefirnir eigi að fara að hætta í sjónvarp- inu En ætli þeir komi ek.ki aft- ur á skcrminn þegar fer að líða að kcsningum. Gangiö á mannbroddum NÚ ER MIKIL HÁLKA úti við, og sumir detta og beinbrjóta sig en hinir em miklu fleiri, sem detta án þess að beinbrjóta sig, fá kannski bara kolbláa marbletti á ógöfuga staði á líkam- anum. Ef menn beinbrjóta sig þá er það slys, og slys er bara slys, og ekkert óvirðulegt við það. En að detta án þess að slas- ast er óskaplega hlægilegt. Engi.m vill verða að athlægi (það er sennilega meira geri í hverju spori að þegar þeir sissu ekki betur en þeir væru að að afstýra styrjöldum, drepsóttum og hungursneyöum). Þess vegna taka margir upp einhvern teprulega hikandi tiplandi gang svo þeir liggi ekki allt i einu eins og flactur þorsKtir fyr ir hunda og manna fótum. En þessi tipl-gangur er líka hlægilegur. Menn líta út eins og þeir séu ekki vissir um að þeir hafi jörð til að ganga á. Og flestum finnst vont að hafa ekki jörð til að ganga á. Aðeins örfáir menn hafa fengið þjálfun í að láta gott heita þó aðt ekki sé neitt upp eða neitt niður í þeirra lífi, varla aðrir en geimfarar og þaulæfðir stjórnmálamenn. Og svo kemur það líka fyrir beztu menn úti á götunni þó að þeir tipli og hikl í liverju spori að þegar þeir vissu ekki betur en þeir væm að stinga fætinum fast til jarðar þá var hann bara kominn lang an veg út í ljósvakann og hinn kannski jafnlangt í þveröfuga átt. Nú hafa menn ekki nema tvo fætur þeir eru að því leyti verr settir en t.d. kýr, og þegar þessi tveir fætur eru komnir i háaloft • þá em þeir búnir að missa allt samband bæði við himin og jörð og svífa þama í lausu lofti með alla anga og tuskur út frá sér rétt eins og krossfiskur eða fuglahræða, ó- löglegri þó en almennt gerist um þær persónur. Við svo búið má ekki standa. Virðulegir menn rnega ekki eiga það á hættu að missa alsaklausir allan heila persónuleik ann bara af því að það er hálka á götunni, nóg er nú samt þegar meður ræður ekki fyllilega við útlimina af því að mað- ur hefur fengið sér neðan í því. Og það er ekki nema eitt ráð til: Menn verða að fara að ganga á mannbroddum. Nú er það lika lilægilegt að ganga á mannbroddum. En þá er bara að gera það að tízku. Engin tízka er hlægileg, sama hvernig hún er. Og ef einhver heldur að það sé erfitt að fá kvenfólk til að tolla í þeirri tízku þá er það misskilningur. Sama ráðið dugar alltaf við konur. Bara að hafa tízkuna nógu andsk.. óþægi- lega þá eru þær með í leiknum, það gerir þeirra marglofaða þörf fyrir að fóma sér fyrir æðri hugsjónir, eins þótt það kosti þær pínslir og kvalræði. Mannbroddar fyrir konur þurfa að vera þannig að þeir meiði þeirra yndislegu litlu fætur. Það er livort sem er viðurkennt að þær vilja ekki ganga á öðru vísi skóm en þeim sem særa þær. Götu —■ Gvendur ■4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.