Alþýðublaðið - 27.02.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1968, Blaðsíða 3
NÝTT r VERK EFTIR JÖKUL NðTT leikrit eftir Jökul Jakobs- son verður frujnsýnt í Iðnó n.k. miðvikudagskvöld. Leikritið nefn ist Sumarið 37, en gerist engu að síður nú á dögum og í Reykjavík, — fyrir austan Læk í þetta sinn. Leikstjóri er Helgi Skúlason, leik mynd gerir Steinþór Sigurðsson en leikendur eru Þorsteinn Ö. Stephensen, Helga Bachmann, Helgi Skúlasson, Edda Þórarins- dóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Edda og Þorsteinn eru nýir ieik- endur. Edda lauk prófi frá leiklistarskóla Leikfélagsins í vor, og hefur í vetur vakið at- hygli í sýningum Grímu og Lxtlai teikf elagsiins í Tj.árnat'- bæ. Þorsteinn stundar nú nám í leikskóianum, en hefur áður leik ið allmikið, en hann er auk þess nýbakaður arkjtekt frá Kaup- mannahöfn. Sumarið 37 er í fjórum þáttum og gerjst leikurinn á svo sem Jtálfum sólarhring, sagði Helgi Skúlason í stuttu samtali við fréttamenn í gær. Mér finnst Jökull slá nýjan streng í þessum leik, ólíkan hans fyrri verkum, enda er aðalpersónan öll önnur í þessum leik en þeim fvrri, sagði Helgi. Sumarið 37 er fjórða leikrit Jökuls Jakobsson- ar sem Leikfélag Reykjavíkur setur á svið, en Helgi stiórnaði ' einnig Pókók, fyrsta leikriti Jök uls. Ejns og önnur leikrit hans er Sumarið 37 að verulegu leyti unnið í leikhúsinu sjálfu. Voru aðeins tveir þættir tilbúnir þeg- ar samlestrar hófust í haust, en æfingar voru liafnar af fullu kappj eftir áramótin. oS hefur leikurinn mótazt að verulegu leyti síðan. Næsta verkefni Leikfélagsins verður Hedda Gabler eftir Ibsen Framhald á bls. 15 DOKIORSVÖRN Á LAUGARDAGINN fór fram þriðja doktorsvörnin við lagadeild Háskóla íslands; Gunnar Toroddsen, ambassa- dor, varði doktorsrit sitt um fjölmæli. Andmælendur voru þe'ir prófessor Armann Snæv- arr, háskólarcktor, og dr. juris. Þórður Eyjólfsson, fyrrverandi liæstaréttardómari. Próf. Ólaf ur Jóhannesson, forseti Iaga- deildar, stýrði athöfninni, sem stóð rúma þrjár klukkustund- ir. Fjölmenni var víð doktors- vörnina. Meðal gesta voru for- seti íslands, herra Ásgreir Ás geirsson, ráðlierrar og fulltrú ar erlendra ríkja. Fyrir andmælum var prófess or Ármann Snævarr, sem lýsti ritgerðinnl í heild, heimildum að henni og meðferð þeirra, efnissltipan o.fl. Gerði prófess orinn ýmsar athugasemdir, sem doktorsefnið svaraðí jafnhrað- an. Taldi prófessor Ármann, að þó að sitthvað mætti betur fara, væri ritið í heild sinni verðugt lofs og m'ikill fengur íslenzkum lagabókmenntum. I sama streng tók síðari and- mælandi, dr. juris Þórður Eyjólfsson, sem rakti einkum hin réttarsögulegu atriði rit- gerðarinnar, en hún tekur yfir íslenzk lög og lagaframkvæmd varðandi fullréttisorð og fjöl- mæli frá upphafi íslenzkra laga og fram á tuttugustu öld. Doktorsritgerðin Fjölmæli kom út hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs í Reykjavík fyrr á þessum vetri; r'itið er 471 blað síður að stærð og skiptist í þrjá höfuðþætti, sem bera yfir skriftirnar Frá Grágás til gild andi laga, Æran og vernd henn ar og Yl'irlit um erlendan rétt. Er bókin hin vandaðasta að gerð, í stóru broti. Eins og fyrr getur er „Fjöl- mæli” þriðja doktorsritgerðin sem varin er við lagade'ild Há- skóla íslands. Hinar fyrri voru rit dr. Björns Þóröarsonar um refsivist á íslandi 1761 til 1925, sem hann varöi árlð 1927, og rit dr. Þórðar Eyjólfssonar um lögveð, sem varið var áriö 1934. Myndirnar hér að ofan voru báðar teknar við doktorsvörnina á laugardag. Á neðri myndinni sjást fyrirmenn þjóðarinnar óska dr. Gunnari Thoroddsen t'il hamingju að vörninni lokinni, en á efri my ndinni sést doktorsefnið í ræðustól, cn fremst á myndinni er deild- arforseti, prófessor Ólafur Jóhannesson, en í baksýn andmælendur nir, prófessor Ármann Snævar háskólarektor of dr. Þórður Eyjólfs- son fyrrum hæstaréttadómari. Nefnd fjallar um starf- semi njósnaskipanna PUEBLO. í desember s.l. setti Bandaríkin á lagg- irnar nefnd er kanna skyldi, hverjar afleiðingar það hefði fyrir Bandaríkjamenn að starfrækja njósnaskip. Eru atburðirnir á Tonkinflóa 1964, er Norður Víetnamar gerðu árásir á bandarísku njósnaherskiiiin Maddox ogTurner Joy og leiddu til þess að Bandaríkjamenn hófu loftárásir á Norður Víetnam frumástæðan fyrir skipun nefndarinnar. Atburðirnir undan ströndum ísarels, er íraelskar þotur gerðu árás á banda- ríkst herskip og nú síðast Pueblomálið hafa auk ið gildi þessarar rannsóknar. Mikil leynd hefur livílt yfir at- burðum þeim, er gerðust á Tonk inflóa 5. ágúsa 1964, er Norður Víetnamar gcrðu árásir á banda- rísku njósnaherskipin Maddox og Turner Joy, en sá atburður varð til þess að Bandarikjaþing féilst Framhald a' 14. síðu. 27. febrúar 1968. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.