Alþýðublaðið - 27.02.1968, Page 4

Alþýðublaðið - 27.02.1968, Page 4
 mmm Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Báðum megin v/ð borðið FR AMSÓKN ARMENN hafa tekið skýra afstöðu í hinum miklu vinnudeilum, sem nú standa yfir. Þeir samþykktu á þingi sínu að styðja fulla vísi- töluuppbót á laun, sem er megin- krafa verkalýðsfélaganna. . Það vantar ekki nú frekar en fyrri daginn, að Framsókn er rót- ttek í verkalýðsmálunum — þeg- ar hún er í stjórnarandstöðu. Hins vegar hefur verið frá því skýrt, að Samband íslenzkra sam vinnufélaga hafi tekið þveröfuga stefnu. Það stendur skilyrðislaust með samtökum atvinnurekenda, sem hafa með öllu synjað kröi'- unni um fulla dýrtíðaruppbót og telja atvinnuvegina ekki geta greitt hana. Forstjóri SÍS er í framkvæmda stjórn Framsóknarflokksins, og Eysteinn Jónsson er varaformað- ur stjórnar SIS. Er því von, að menn spyrji: Hver er hin eigin- lega afstaða framsóknarmanna — það sem flokkurinn segir, eða það, sem SÍS gerir? Það er ekki nýtt og ekki eins- dæmi, að Framsókn sitji báðmn megin við samningaborðið í þýð- ingarmiklum þjóðmálum. Það gera sannir tækifrærissinnar yfir leitt. Vetraríbróttir UNDANFARNA DAGA má heita, að þúsundir íslend- inga hafi setið á ólympísku vetr- arleikunum í Grenoble og fylgzt þar með keppni. Þetta hefur gerzt, í sjónvarpi, og hafa þeir séð bet- ur en flestir, sem voru áhorfend- ur á staðnum. Margir eru mjög ánægðir með þetta efni sjónvarpsins, en þó ekki allir. Sumum finnst þetta of mikið af íþróttum. Það er þröngur skilningur á málinu. Sjónvarpsdagskrá má ekki allt- af hlaupa úr einu í annað og stað næmast hvergi. Þegar tækni sjón varpsins er einbeitt að miklum viðburðum og þeir sýndir ná- kvæmlega stundum saman, nær sjónvarpið oft hæst. Áhorfendur geta lifað sig inn í atburði og séð þá á nýjan hátt, allt að því tek- ið þátt í sögu samtíðarinnar. Þetta gerðist um allan heim í sambandi við leikana í Grenoble Munurinn var sá, að flestir gátu sent atburðina út um leið og þeir gerðust, en við verðum að bíða nokkra daga. Sjónvarpið okkar er að gera ilraun, sem hefur án efa tekizt hér eins og annars staðar. Vonandi ýtir þetta sjónvarp undir áhuga Islendinga á vetrar- íþróttum, sem er alltof lítill. Veð urfar er að vísu umhleypinga- samt, en mikið mætti þó gera, til dæmis í skautahöll. Okkur er þörf á fleiri íþróttagreinum, sér staklega í skammdeginu. Við ætt um að kanna svið vetraríþrótt- anna mun betur, en gert hefur verið. UMFERÐA- FRÆÐSLA Það vcrða allir að Iæra um- ferðarcglurnar, og: nú eru sam tökin Varúð á vegum tekin að kynna umferðarmál á vinnu- stöðvum. í gær komst Ijós- myndari blaðsins á snoðir um að slík kynning væri þá að fara fram í kexverksmiðjunni Esju og brá sér á vettvang. Þar var Sjgurður Ágústsson ácminn með kvikmynd. sem iiann sýndi starfsfólkinu. og ^ar þessi mynd íekjn við það (ækifæri. En þessi umíerðar- kynning á vinnustöðvum er liður í þeirrj viðleitni að gera amferðina öruggari og hættu minni fyrjr jafnt gangandi vegfárendur sem akandi. Og ekki veitir af að brýnt sé fyr- ir fólkj, hvers eðlis umferðin er, nú þegar H-dagurinn er í nánd. lkTj [II ' ili MÆLUM Fólk er dálítið kærulaust um gamla niuni. Einkum á þetta við um þá sem flytja úr göml- um íbúðum í nýjar eða úr sveit í kaupstað. í slíkum tilfellum fær eldurinn og öskutunnan einatt ríflega það sem þeim ber ellegar hlutirnir eru beinlínis skildir eftir í kofunum, ef jörð fer í eyð,i af einhverjum ástæðum. Stundum liggja eðli legar orsakir til þcss, að gaml- ir munir fara þannig í súginn. húsnæðið sem fólk flytur í er knnski lítið og ófullnægjandi og rúmar ekki ncma það allra nauðsynlegasta. Hitt mun þó aI gengara, að það lítur á þessa gömlu muni sem ómerkilegt og verðlaust drasl, sem ekki eigi heima í nýjum og fallegum húsakynnum. Það sómi sér ekki við liliðina g silfrinu og postu- líninu. En þetta er hinn. mesti mis skilningur og á eftir að breyt- ast. Ýmsir gamlir munir eru að verð'a fágætir og eftirsóttir, og mörgum þykir nú ekki annað fínna eða tilkomiumeira í ný- tízkulegri íbúð en slíkir hlutir. Staöreyndin er hinsvegar sú, að það fer að verða erfitt að kom ast yfir ýmsa gamla muni, jafn vel þótt stórfé sé í boði. Mað ur getur t. d. í'arið sveit úr sveit alla leið utan af Snæffels nesi oe austur í firði og fal- azt eftir gömlun hornspæni eða aský án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu, þó er ekki lengra síðan þeir voru í notkun en það, aö amma mín át grautinn sinn með hornspæni úr aski sitjandi á rúminu sínu á baðstofuloft inu Hið sama cr að segja um grútarlampana. Þeir eru á förum. Ómerkilegar eftirlíking- ar eru nú seldar á annað þús und krónur. Við státum oft af varðveizlu tungunnar og. ekki að ástæðu- lausu. Við getum ennþá lesið fyrirhafnarlítíð bækur sem. voru skrifaðar fyrir átta eða níu hundruö árum, málið er hið sama og á dögum Ara fróða. Þó kemur fyrir, að við rekurn okkur á orð, er tákna hluti, sem nú eru ekkj til og enginn veit mcð vissu lenBur, hvernig litu út þegar þejr til- heyrðu hinu daglcga lífi í Iand inu. Eflaust vildum við mikið til gefa að eiga þó ekki væri nema eitt eintak slíkra hluta, sem glataðir eru með öllu. Að vísu má segja, að þeir gömlu munir, sem nú eru sem óðast að hverfa og týna tölunni, séu flestir til á söfnum oe að því leyti borgið, eigi að síður munu þeir þykja hinar mestu gersem ar innan fárra ára og sóma sér betur en margt annað ný 4 27. febrúar 1968. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Framhald á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.