Alþýðublaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.03.1968, Blaðsíða 12
Peningakeríi helmsins hefur staðið í hættu að undanförnu, en ráðamönnum þykir flestu vera fórnandi til hess að dansinn kring mn gullkálfinn geti hald'ið áfram. Á myndinni hér áð ofan sjást Bandaríkjamenn fórna ferðafrelsi þegna sinna á altari kálfsins, en þeir liafa nú sett strangar takmarkanir við gjaldeyríseyðslu ferðamanna. VAR GRÁÐAÐUR MEÐ 1. KYU Fyrirsögn í Vísi. Alveg væri ég til í að hjóða mig fram til forseta, ef ein- hverjir yrðu til þess að skora á mig. . . Maður á aldrei að lilaupa með kjaftasögur. Alltaf nota ég sím amm. . . Iss, að láta þessa hlaðasnápa vera að dæma um kvenfólkið. Eins og það sé ekki nóg að sjá hvernig þeir skrifa um bækur Og bíóinyndir, mar. , . Vor daglegi BAK- stur KÓNGAR OG OLÍUR Um daginn sendi ég konuna mína út í sjoppu á horninu til að kaupa einn pakka af Prince Albert píputóbak. Auðvitað gleymdi ég að segja orðið píputóbak og eftir stutta stund kemur hún aftur með einn pakka af King Edward, vindlar. Eg rýk upp í offrosi og pyr hvurn andskotann hún meini; ég vildi í pípu, en enga stórsígara, hvurt hún viti ekki að ég sé að spara og þess vegna reyki ég pípu og sé heila viku með pakkann. Hún rekur upp stór augu og spyr hvort ég hafi ekki beðið um King Edward, en ég rek upp helmingi stærri augu og segist hafa beðið um Prince Albert. Æ, ég mundi bara að það var einhver úr konungsfjölskyldunni segir konan, og ég má sitja uppi með lieilan pakka af stór- sígurum, sem ég annars reyki aldrei nema á jólum. Já, þetta er alvarlegt með þessa kónga og prinsa. Þetta er næstum því eins alvarlegt og með blessaða smurolíuna á bíltíkina. Kunningi minn einn háspekúlant bíladellu- maður ráðleggur mér að nota PB olíu, best, highest, qualíty special á drusluna, því þá lengi ég notkunartíma hennar um 11 ár. Ég náttúrlega gleypti við þessum upplýsingum og þyk- ist muna nafnið, en það atriði segir kunningi minn vera af- ar mikilvægt, því ef ég noti ekki alltaf sömu olíu stytti ég notk unartíma beyglunnar um rúm 11 ár. í næsta skipti sem ég læt setja olíu á tíkina er ég búinn að steingleyma nafninu. Við kallinn á stöðinni spekúlerum mikið og eftir langar um- ræður kemur okkur saman um að tegundin hljóti að heita TD finest and best acting, specil oil, hellum vænum skammti á drusluna og síðan ek ég af st.að. Mér finnst við brögð beyglunnar undráverð og þykist finna kraft hennar aukast um 76%. Olíudolluna. tómu set ég upp á hillu í stof- unni heima og næst þegar kunningi minn kemur í heimsókn rekur hann náttúrlega augun í hana og spyr hvort ég sé orðinn snarbrjálaður og kolvitlaus í þokkabót. Þessi olíu- tegund sé það allra versta úrhrak sem hugsast geti; svarti sauðurinn í olium lieimsins. Noti ég hana þurfi ég að fá mér annan bíl snemma á næsta ári. Þetta er sko TD finest and best acting, special oil, en ég ætti sko að nota PB oil best and highest quality, specilal. Eftir þetta hef ég fyrir reglu að fá að smakka á olíunni áður en hún er sett á bílinn og kallarnir á benzínstöðinni minni eru svo vinarlegir og al- mennilegir að þeir eiga alltaf til handa mér smá sýnishom í bolla. HÁKARL. o ~)< o Fyrir skömmu reis liagur Rockefellers ríkisstjóra New YorU á ný og líkur hans á að komast í forsetaframboð fyrir rcpúbíi- kana vcstan liafs í haust þóttu talsvert hafa aukizt. Þá var mynd in hér tíl hliðar teiknuð og birl á bandarísku blaði og okkur þðttl hún of góð til þess að sleppa henni, jafnvel þótt Roclcefeller sé nú búinn að lýsa því yfir að hann gefi ekki kost á sér og Rocke feller Center keppi þvi ekkí lengur við kumbaldana til hliðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.