Alþýðublaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 6
Reykjanesbraut hættuleg 52 bifreiðaárekstrar og útafkeyrslur urðu á stein steypta kafla Reykjanesbrautar árið 1967. Þrír veg farendur biðu bana í þessum umferðaróhöppum 28 manns slösuðust meira eða minna. Frá vinstri: Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson og Johan Olsen. ' / Nýtt sjómannaheimili fyrir Færeyinga hér Biskup íslands, Sigurbjörn Einarsson, boðaði í fyrradag til blaðamannafundar ásamt forstöðumanni færeyska sjó-<®' mannaheimilisins við Skúla- götu, séra Jóhanni Olsen og var tilefnið að skýra frá vænt anlegum brottflutningi heimil- isins og byggingu nýs sjó- mannaheimilis. , Færeyska sjómannaheimilið Við Skúlagötu fellur ekki inn í núverandi heildarskipulag Reykjavíkur og er þess vegna ætlunin að reisa nýtt heim- ili í miðborginni eða á hafnar svæðinu, ef lóð á þolanlegu verði fæst. Færeysk sjómanna heimili eru nú rekin fyrir ut- an heimilið á Skúlagötu, 2 á Grænlandi og 1 í Grimsby, sem Færeyingar reka í samvinnu við Dani en íslenzkir sjómenn eru tíðir gestir þar. Færeyska sjómannatrúboðið rekur sjó- mannaheimili, en fjárhags- grundvöllur heimilanna er að- allega byggður á 60 færeysk- um kvenfélögum, sem afla fjárs með prjónabazar og jóla pökkum í færeysk skip. Sjómannaheimilin færeysku njóta lítils fiárhagsstuðnings af löggjafarþinginu færeyska og bvgeia því afkomu sína á fjárframlögum að miklu leyti Benti biskupinn í því tilviki á að færeyskir sjómenn hefðu lengi unnið við siávarútyeg á íslandi og staðið sig með prýði og færi vel á því, að ís- lendingar styrktu Færeyinga í þessu máli, en áætla má að taóstnaðtar verði allt að 10 milljónum, en vel mætti hugsa sér að heimilið væri starf- rækt sem sumarhótel af ís- lenzkum aðilum bá mánuði sem Færeyingar notuðu hús- næðið ekki sem sjómannaheim ili. Þá tók til máls séra Jóhann Olsen, en hann hefur undan- farin 8 ár veitt Færeyska sjó mannaheimilinu konu sinni og forstöðu ásamt einni aðstoðar- Framhald á bls. 14. Verulegur hluti þessara urn ferðaróhappa áttu sér stað, er ísing myndaðist skyndilega, sérstaklega á haustin. Eru það<5>- einkum tveir staðir, sem eru hættulegir og viðkvæmir fyrir ísingu, við horlákstún ofan Hafnarfjarðar og í Kúagerði, sunnar á veginum. ísmyndun á Reykjanesbraut er mikið umferðalegt vanda- mál, einkum fyrst á haustin, eins og áður segir. Þá er oft eins og leggist á akbrautina grá héla, samlit steinsteyptri akbrautinni, sem mjög erfitt reynist fyrir ökumenn að koma auga á. Jafnvel þó að rigning sé úr lofti, er stundum eins og úrkoma myndi ísingu, er regn- ið snertir hina steyptu ak- braut. Þægilegastur er akslurinn á hraðbrautum eins og Reykja- he)S:raut, þegar jöfnum öku- hraða er haldið. Þá verður ferðin öruggust og þægilegust enda tímasparanður lítiil sem enginn, við að síbreyta öku- hraða, aka fram úr bifreiðum o.s. frv. Slíkur akstur orsakar óþarfa taugaspennu, sem set- ur hugsun ökumannsins úr jafnvægi og stuðlar að aukinni slysahættu. Góðir námsmenn Hinn 30. marz síðastliðinn lauk farmanna- og fiskimanna prófi 1. stigs, sem veitir skip stjórnarréttindi á íslenzkum skipum allt að 120 rúmlestum í innanlandssiglingum. Sama dag lauk einnig farmannaprófi 2. stigs, þ. e. prófi upp úr 2. bekk farmannadeildar. Farmannaprófi 1. stigs luku 19 nemendur, og hlutu allir framhaldseinkunn upp í 2. bekk. Hæstu einkunn hlaut Eiríkur Karlsson, Selfossi , 7,75 ág. einkunn. 2. varð Helgi ívarsson, Rvk., 7,40, ág. eink NÁTTÚRUVERND RÆDD I BORGARSTJÓRNINNI -4> Borgarstjórn Reykjavíkur samþykktí fyrir nokkru á fundi sínum að beina þeim tilmælum til náttúruverndarnefndar Reykjavíkur, að nefndin gerði hið fyrsta ákveðnar tillögur um varðveizlu og vexnd un jarðsögulegra minja á borgarsvæðinu, einkum í Fossvogi og Elliðaárvogi og hvernig gera megi þessar minjar aðgengilegar fyrir borgarbúa og ferðafólk. A fundi borgarstjórnar hinn sjöunda marz síðastliðinn bar Eiður Guðnason borgarfulltrúi Alþýðuflokksins fram fyrir- spurn til borgarstjóra um það hvaða staði í borgarlandinu Nóttúruverndarnefnd Reykja- víkur hefði gert tillögur um að vernda eða friða og hvort Fyrirlestur um friðarum- leitanir Stúdentafélag Háskóla ís- lands hefur fengið hingað til lands Johan Galtung, forstöðu- mann Alþjóðlegu friðarrann- sóknastofnunarinnar í Osló. Mun hann halda erindi fyrir almenning í Tjarnarbæ í kvöld kl. 20.30, föstudaginn 5. apríl, um friðarumleitanir í Suð-Aust ur Asíu og víðar. Johan Galt- ung þekkir mjög vel til mál- efna Suð-Austur Asíu og ann- arra þeirra heimshluta, sem hvað mest hafa verið í frétt- um nú undanfarið um heim allan. Öllum er heimill að- gangur. farið hefði verið að tillögum nefndarinnar, ef einhverjar væru . Geir Hallgrímsson borgar- stjóri svaraði því til, að eini staðurinn, sem nefndin hefði gert tillögur um að friða, væru Rauðhólarnir og hefðu þeir verið friðaðir, eða það sem eft ir var af þeim, er friðunin var ákveðin. Borgarstjóri las upp lista yfir ýmsa staði í borgar- landinu, sem formaður nátt- úruverndarnefndarinnar teldi ástæðu til að athuga nánar í sambandi við friðun eða varð veizlu. Hafði listinn borizt símleiðis frá formanninum. Eiður Guðnason gagnrýndi, það, að nefndin virtist ekkert eða sáralítið hafa starfað frá því>hún fyrst var sett á laggirn- ar samkvæmt náttúruverndar" lögunum frá 1956. Hann benti á ýmsa staði í borgarlandinu, marga þá sömu og taldir voru upp í lista formanns nátlúru- verndarnefndar, og taldi ein- Framhald á 14 síði’ unn. 3. varð Sigurður Jónsson, Rvík., 7,15, 1. einkunn. Farmannaprófi 2. stigs luku 19 nemendur með framhalds- einkunn upp í 3 bekk. Hæstu einkunn hla-it Guðmundur H. Eyjólfsson, Bolungarvík, 7,42, ág. einkunn, 2. varð Hafsteinn Hafsteinsson, Rvk., 7,33. ág. einkunn, 3. varð Þórir B. Har- aldsson, Rvk., 7,25, ág. eink unn. Fiskimannaprófi 1. stigs luku 32, og af þeim hlutu 30 framhaldseinkunn upp í 2. bekk fiskimannadeildar. Hæstu eink unn hlaut Grétar Ingólfsson, Rvk., 7,36, ág. einkunn. 2. varð Árni Viktorsson Kefla- vík, 7.83 ág. einkunn. 3. varð Karl Arason, Blönduósi, 7,29 ág. einkunn. , Hámarkseinkunn er 8. JIIUUIMIIII iiiiiiiumiiiiiiiMMi KÁTINA | í fyrrakvöld var haldin 1 fjörmikil skemmtun í Aust- i urbæjarbíói á vegum Karna i bæjar og Vikunnar, svonefnd i „Vettvangur unga fólksins". | Þarna komu fram þrjár i hljómsveitir, Svavar Gests = hélt uppi húmor og táninga i drotningar sýndu sig, en | ein úr þeirra hópi verður á 1 föstudagskvöld valin Ungfrú i táningur 1968. Hér á mynd- i inni er þáttur um hár- | greiðslu sem sýndur var við i góðar undirtektir. (Ljósm.: i Bjarnleifur). 1111111111111111111 6 5. apríl 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.