Alþýðublaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: AlþýðuMsiS við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Síml 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. - f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. iGRÆNLAND f Sendinefnd frá grænlenzku lanásstjórninni er stödd hér^á landi um þessar mundir. Er hér um atvi’nnumálanefnd að ræð’a, og mun hún kynna sér íslenzk atvinnumál, meðan hún dvelst hér; Þessi sendinefnd frá Grænlandi er velkomin til íslands. Sambúð okkar við þessa næstú nágranna hefur verið allt of lítil og þarf að aukast til muna. Nábýlið eitt er næg ástæða til þess, að gagnkvæm skipti eigi að vera mikil. Ýms sameiginleg áhugamál gefa auk þess ástæðu til gagnkvæmra skipta, sem gætu orðið báðum að gagni. íslendingar hafa sérstakan á- huga á fornum sögustöðvum á Grænlandi - rétt eins og þeir rækja slíka staði í sínu eigin landi. En það er ekki síður for- vitnilegt að kynnast núverandi íbúum Grænlands, menningu þeirra og lífsbaráttu. Á einu sviði ættu íslendingar og Grænlendingar nú þegar að undirbúa víðtækt samstarf. Það eru ferðamál. Sá tími er ekki fjarri, er Grænland og fsland gætu sa/meiginlegá, orðið m,ikið ferðamannasvæði, og mundi auð veldara að lokka fólk til ferða ef bæði' löndin væru saman. Hér er um að rseða svo mikla tekju- möguleika, að leggja verður á- herzlu á að koma á nánu sam- bandi til að nýta þá. íslendingar þurfa að leggja meiri áherzlu á margvíslegt sam starf við Grænlendinga. Slíkt sam starf getur orðið báðum aðilum til góðs. KANADA Handan við Grænland er Kan- ada næsti nágranni íslendinga í vestri. Þar býr hundrað sinnum stærri þjóð en íslendingar í hundrað sinnum stærra landi - og þykir strjálbýlt, sérstaklega norð urhéruðin. En þar bíður fram- tíðin. Íslendingar hafa haft margvís legt samneyti við Kanadamenn, sérstaklega vegna þess fjölda fólks af íslenzkum . ættum, sem býr þar í landi. En ástæða væri til að auka samskipti við kana- disku þjóðina, bæði á sviði við- skipfca og menningar. Er góður grundvöllur fyrir því, þar eð ís- lendingar njóta án efa hvergi eins mikils álits og í Kanada. Það er landnemunum og afkom- endum þeirra fyrir að þákka, og getur enginn fullmetið þennan hlýhug, sem ekki hefur fundið hann af eigin raun. Grundvaliarskilyrði fyrir auknum samskiptum íslands og Kanada eru beinar samgöngur milli landanna. Væri sannarlega ástæða til þess, að það mál yrði rannsakað ítarlega. Kanadamenn eru göfug þjóð og mundi sam- neyti við þá gefca orðið íslend- ingum til mikils góðs. Um 170 íslendingar fara til sólarlanda um páskana Þrátt fyrir minni fjárráð hjá almenningi ætlar fólk að spara eitthvað annað en ferðalög til útlanda. Hjá Sunnu og Útsýn er þátttaka góð, en aðrar ferða- skrifstofur eru ekki með sérstakar páskaferðir til útlanda að þessu sinni. Sunna Þar er ekki hægt að gera öllu belur í sambandi við páskaferðir, fullbókað er í tvær ferðir. í annarri ferðinni er dvalið 14 daga á Mallorea og 2 daga á heimleið í Lond.on. Lagt er af stað í þá ferð n.k. miðvikudagskvöld. Þessi ferð er upphafið á föstum ferðum sumarsins. í hinni ferðinni er dvalið vikutíma á Mallorca og viku á Kanaríeyjum og kom ið við í London á heimleið. Alls fara 120 manns í þessar ferðir. Eg spurði Guðna Þórðar- son, forsljóra Sunnu, hvort versnandi lífskjör almennings hefðu teljandi áhrif á ferðalög sumarsins og svaraði hann því til, að svo virtist sem fólk hug leiddi betur hvernig hagkvæm ast væri að ferðast og bókar sig því í ódýrustu hópferðirn- ar; hagar sér sem sagt eins og túristar annarra landa hafa gert um árabil. Þesar ferðir kosta frá u. m. þ. b. 10 þús- und krónum, en venjulegt flug far til Mallorca og heim aftur myndi kosta 18.240 krónur. í ár fara heldur fleiri með S”nnu í páskaferðir en í fyrra, og ekki er að sjá annað en sumarið lofi góðu. Útsýn Farþegar í páskaferðinni munu sóla sig á Cosla del Sol á Spáni. Þátttaka er góð, milli 40-50 manns taka sér 17 daga frí og þeir koma einnig við í London á heimleiðinni. Útsýn býður upp á fyrsta flokks hótel og kosta ferðirn- ar frá kr. 16.900 til um 20 þús und krónur eftir gseði hótel- anna. — Það er helzt til snemmt að spá um sumarið, sagði Ing- ólfur GuðbrandssOn, en við verðum ekki varir við sam- drátt. Aftur á móti reynir fjölskyldufólk að komast í sem ódýrastar ferðir, og gef- ur sér því góðan tíma til að komast að sem beztum kjör- FERÐA~ MAL um. Þeir sem fara í hópferðir fá 50 punda yfirfærslu, — en fengu 110 pund í fyrra. Þeir sem greiða sjálfir uppihald ytra fá 80 pund. — Verðlag á Spáni er mjög stöðugt, sagði Ingólfur, og við bjóðum mjög gott úrval ferða- þangað — til Costa Brava, Mallorcka, Benidorm og Costa del Sol. Farþegum í póskaferð- inni gefst kostur á ferðum til Afríku, Granada, Andalúsíu og fleiri staða. Um helgina eru allra síðustu forvöð að bóka sig í Spánarferð með Útsýn. Saga Að þessu sinni er ekki um að ræða neina páskaferð tii útlanda, heldur snýr ferða- skrifstofan sér að þjónustu í sambandi við Skíðamótið á Ak ureyri um páskana. Skrifstof- an býður ferðir fram og til baka með gistingu á Hóte’ KEA fyrir 3.500 — 3.900 krónur fyrir 5 daga dvöl og verður það að teljast ódýrt miðað við ferðalagakostnað innanlands. Fólk er talsvert farið að spyrja eftir ferðum sumars- ins og virðist aðaláhuginn vera á ferðum til Spánar og Framhald á 14. siðu. Bréfa— IKASSINN Um vei'ð- hækkun lyfja Eitt er þatf meðal, er ég samkvæmt læknisráði hefi nofc að í 8 ár. Síðast keypti ég eina dós af ,,Senokot“ — en svo heitir lyf þetta — fyrir kr 28 en nú nýlega keyþti ég eina 1 dós og kostaði hún þá 39 kr. Ég held ég hafi lesið í opin- hti’u málgagni að meðul mættu hækka um 20%, en hér er hækkunin um 40%. Ég beini þeirri spurningu til þeirra sem eiga að sjá um verðlag lyfja, hverju þessi verðhækk- un sæti, eða hafa þá öll með- ul hækkað um 40% ? Ég nota gervisykur í stað venjulegs sykurs, einnig að læknisráði. Kaupi ég dósirnar ýmist hér heima e'ða úti í Dan mörku. 500 töflur í dós kost- uðu s.l. sumar út í Kaupmanna höfn ca. 10-11 kr. ísl., en fyr ir nokkrum misserum keypti ég samskonar dósir hér heima fyrir 28 til 33 kr. dýrast. Sjálfsagt kostar þetta mikið meira nú í apótekum. Allir sykursjúkir — og þeir eru lík lega nú nokkuð margir, lík- lega tíundi hver eldri maður — þurfa að nota gervísykur og væri nauðsynlegt að setja þetta Iyf, því lyf er það, undir verðlagseftirlit, og reyna að hefta þetta okur. Þetta eru mín kynni — þau helztu af viðskiptum við apótek, og ekki get ég sagt að þau séu glæsileg. Öldungur. Jl IIIIIIIII IKNIItll III11111111111111II llltl II llll II11111111111| IIIIK I MATUR [ OG MJÓLK I i SAMKVÆMT upplýsingum í \ i nýútkomnu hefti Frjálsrar | | vtTzlunar voru um það bil 1 1 533 íbúar á hverja matvöru- f i verzlun, en um það bil 1095 | = íbúar á hvern mjólkursölu- | i stað í Reykjavík hinn 1. des- I i vissulega athyglisverðar töl- | 1 ember síðastliðinn. Eru þetta i i ur. 1 ................... in ii 111111111111111111,,,, ,1,,,,,,^ £ 5. apr/l 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.