Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 3
I ísinn er á hraðri /e/ð / vesturátt A sunnudag fór flugvél Land helgisgæzlunnar í ísflug vest- ur,-norður og austur um land, Ástand íssins var þá eftirfar- andi: Við Vestfirði byrjar ís- inn í réttvísandi 290 gráður frá Barða, í um 54 sjómilna fjarlægð frá landi. Þaðan ligg ur ísinn í átt á Straumnes og fyrir Horn. Siglingaleið er gré'iðfær að Straumnesi, og sæmilega fær fyrir Horn, í björtu. Um 9 sjómílur i réttvísandi 332 gráður frá Óðinsboða þétt ist ísinn og þekur um 7 — 9/10 af yfirborði sjávar. Er hann samfrosta í hér um bil 18 sjó. n liggur fyrir Austurlandi. Dreaur úr óeirðunum Útgöngubannið, sem sett hef- ur verið í mörgum borgum Bandaríkjanna hefur lægt mik ið óeirðirnar, sem fylgt hafa í kjölfar morðsins á Martin Luther King, en þó eru ennþá víða átök. Alls munu nú 25 manns hafa látið lífið í uppþotunum og a-m.k. 10.000 teknir höndum. í Washington, Chicagó, Detroit, Memphis og í Atlanta var til- tölulega rólegt í gær, en þar urðu óeirðirnar hvað mestar. Á hinn bóginn urðu áfram- haldandi óeirðir í Nashville, New Orleans, Pittsburgh, Balti- more og í ríkinu Illinois. í Nashville settu negrastúd- entar eld að liðsforingjaskóia hersins og hindruðu slökkvi- liðsmenn í starfi. í New Orle- ans voru lögreglumenn grýtt- ir og í Richmond í Virginíu vörpuðu 30 negraunglingar eldvörpum að verzlunum- Um 1900 fallhlífarhermenn halda uppi reglu í Baltimore og hefur íkveikjum fælckað þar að miklum mun vegna þess. mílna svæði, en gisnar svo aft ur- Fær siglingarleið virðis't vera 3—6 sjóm. út af Skaga og svipað út af Sauðanesi og fyrir Gjögurtá, framhjá Flatey og vestan megin í Skjálfandaflóa. Á Grímseyjarsundi og NA- verðum Skjálfanda er þó ís sem þekur 4—6/10 af yfirborði sjávar- Um 2—4 sjóm. austan við Grímsey tekur við ís 7—9/10 og liggur fyrir alla Sléttu og a.m.k. 70 sjóm. aust ur af Langanesi. Fallaskiptin virðast mynda smávakir með fram landi víðast hvar, en ann i ars má segja að um algjör haf þök sé að ræða. Bakkaflói og Héraðsflói eru þalítir ís af 4—6/10 hluta, en utar eru 7—8/10. suður á móts við Glett ingarnes- Siglingaleiðir, milli Siéttu og Bakkaflóa, virðast algiörlega lokaðar eins og er. Frá Glettinganesi að Gerpi er ísinn um 4—6/10, en djúpt út af Gerpi er hann þó um 7—9/10, og víða á siglingaleið um á þessum slóðum. Þó virð ist mega briótast í gegn á öfl ugum skipum- Um það bil 40 sjóm. í aust ur af Kambsnesi byrjar ísinn að ganga saman og endar um 18 s.ióm. suður af Hvalbak. ís- eviar og ísrastir liggja þó langt í SV og íseyjar lisgja allt að Stokksneski- Smájakar og ís- hrafl hefur borizt vestur fyrir Sfokksnes, og sést miög illa í ratsjá, og því hættulegt skip um. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í gær hafði ís- inn haldið lengra vestur, fram hi á Hornafirði og var í gær- morgun kominn vestur að Skinney og var á hraðri ferð áfram í vesturátt. Fyrir Norðurlandi hafði lít il breyting orðið á, þó höfðu víða myndazt lænur meðfram landi vegna hægrar sunnanátt ar- ívan Basnev og: frú skoðuðu ni.a. Þjóðminjasafnið í gær, og sjást þau hér á myndinni ásamt dr. Kristj áni Eldjárn. Utanríkisráðherra Búlganu í opinberri heimsókn hér Ivan Bashev utanríkisráð- herra Búlgaríu og kona lians komu í opinbera heimsókn til íslands á sunnudagskvöldið. í gærmorgáin heimsótti ráðherr ann forseta íslands í skrifstofu hans í Alþingishúsinu og gekk síðan á fund utanríkisráð- lierra, forsætisráðherra og við skiptamálaráðherra. Hádegis- verð snæddi hann að Bessa- stöðum í boði forseta íslands. Síðdegis í gser fóru utanrík isráðherrahjónin í heimsókn í Þjóðminjasafnið, Listasafn ríkisins og safn Ásmundar Sveinssonar og var myndin hér að ofan tekin er ráðherr ann kom í Þjóðminjasafnið- í gærkvöldi hélt utanríkisráð- herra Emil Jónsson hinum búlgarska starfsbróður sínum kvörðverðarboð í Ráðherrabú- staðnum. 12 íórust, en 103 sluppu nauðuglega Brezk farþegaþota af gerðinni Boeing 707 frá brezka flugfé- laginu BEA brann í gær til kaldra kola eftir nauðlendingu á Heat- hrow flugvellinum í London 2 mínútum eftir flugtak. Tildrögin voru þau, að eldur kom upp í öðrum væng þotunnar og var henni þá þegar snúiið við til lendingar. Skömmu eftir lendingu varð þot- an alelda, en samt tókst aliri áhöfn vélarinnar 103 af 126 far- þegum hennar að forða sér frá hinni logandi flugvél. Þotan var á leið til Auckland á Nýja Sjálandi, með millilendingu í Ziirich og til Sydney í Ástralíu. Flestir farþeganna voru innflytjendur til Ástralíu. TRUDEAU FORSÆTIS- RÁÐHERRA KANADA Flokksþing Frjálslynda flokksins í Kanada kaus síðastliðinn laugardag Pierre Elliot Trudeau fyrir for- mann, og mun hann innan skamms taka við starfi for sætisráðlierra af Lester Pearson. Stjórn Pearsons er minnihlutastjórn og er ekki vitað hvenær efnt verður til kosninga. Hefur þessi kosning vakið mikla athygli því nú tekur ný kynslóð með ný sjónarmið við stjórn í Kanada. Trudeau hefur haldið fyrsta blaðafund sinn eftir sjgurinn og skýrt svo frá, að Ibreytingar verði á utan- ríkisstefnu Kanada, og muni minna hugsað um varnir Evrópu en rrieira um heima mál í Norður Ameríku, þar eð Evrópa standi nú á eig in fótum. Trudeau er 46 ára, fædd- ur og uppalinn í Montreal í Quehec, franskur í föður- ætt en skozkur í móðurætt. Ha:in aðhyllist sambands- stefnu fyrir Kanada en er andstæðingur sjálístæðishug mynda í heimafylki sínu Quebec. Frá honum var sagt ítarlega í Alþýðublaðinu sl. þriðjudag. í dag er ráðgert að utanrílf: isráðherrann fari í heimsókn ir upp í Mosfellssveit og aust ur fyrir fjall, en á miðviku- dag mun hann heimsækjg borgarstjórann í Reykjavík'og fara síðan í skoðunárferð um borgina. Hádegisverð snæðir hann þann dag í boði borg- arstjóra, en síðdegis mun Bas hev utanríkisráðherra eiga viðræður við Emil Jónsson um samskipti íslands og Búlgaríu og um alþjóðamál, og jafn- framt munu þeir undirrita samning um afnám vegabréfs áritana milli landanna. Utanríkisráðherrann og frú hans halda heimleiðis á fimmtudagsmorgun. Hðnn hlaut páskseggið Sl. föstudag birtist í blaðinu skoðun 10 Reykvíkinga á vænt anlegum úrslitum í landsleikj unum við Dani- Hluskarpastur varð Þorstejnn Pálsson, Hjarð arhaga 38, nemandi í G. bekk Verzlunarskóla íslands. Hann spáði Dönum sigri í fyrri ieikn um 19:15, en íslendingum sigri í síðari leiknum 22:21. Gísli Ferdinandsson hafði einnig rétta röð á sigrunum, en Þor steinn var nær hinu rétta. Og' á myndinni er Þorsteinn með verðlaunin — myndarlegt páskaegg frá Freyju. 9. apríl 1968. - ALÞÝDUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.