Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 14
Erlendir aöilar
Frgmhald af 1- síðu
má víst, að þar muni innan við
10%, þegar öll kurl koma til
grafar, ef þá nokkru. Hið opin
bera tapar nokkur hundruð þús
und krónum, sem fengizt, hefðu
í skatta og skyldur af vinnu-
launum, ef íslenzkir aðilar hefðu
fengið verkið,; sem glatast vegna
erlendra iðnaðarmanna, ér að
því; vinna. Verkið kostaði 7-8
milijónir.
Eins og á stendur í íslenzku
efnahagslifi hiýtur framferði
opinberra stofnana eins og það,
sem hér hefur verið sagt frá,
að vekja furðu. Erlend fyrir-
tæki fá aðra og betri meðferð
ert íslenzk. Erlendum tilboðum
er tekið, þótt íslenzk séu lægri
eða innan við 10% frá hinum
erlendu. íslenzk f.vrirtæki og ís
lenzkjr iðnverkamenn missa at-
vinnu, sem nemur milljónum, og
hún rennur til erlendra aðila.
Kvikmyndir
Framhald af 5. síðu.
Þarf ég að skéra .efni mynd
arinnar? Þar er, fjallað um tvo
unga elskendur. heitar ástríður
þeirra o. s. frv. Skvndilega er
hann kvaddur í herinn, þau
heita hvort öðru eilífðarást.
■Meðan strakur ..stendur f
stríðj ‘ eignast hún barn. rnvnd
arlega telmi. Þá kvnnist hún
um sama leyti. eldri manni. sem
hún síðar giftist. Elskhuginp,
ungi kemur heim — með brost
ið hjarf.a. En hann nær sér i
aðra og gleymir fvrrverandi
ástmey sinni — bangað til þau
hittast á benzínstöð .
Með aðalhiutverk fara Cat-
herine Deneuve og Nino Cast
elnuovo. Ekki er að búast við
neinum glæsile?'im leik hiá
þeim, enda bióða hlutverkin
ekki unDá slíkt
Náttúrulega má deila um það.
hvernig gera á mvnd sem
Þessa og líkleea enginn tilbú-
inn til að gefa nokkra for-
múlu fvrir því. Demv lætur
hér litina snila „rullu" og
er litameðferð bæði fiölbreytt
og vönduð. Þá er mvndin að
öllu levti yfirlvrt. siálf=agt í
þeim tilgangi að bún sé sem
fjarst raunveruleikanum.
Að Inknm vildi ég ráðlegeío
öl'um, kúltíverðum og ekki
kúltfveruðum. að siá bessa kvik
mvnd. bó ekki væri nema í for
vitnisskyni. Já og ekki sakar
•að ?°ta bess. að hún hefur
•hlotið gullverðlaun { Cannes
cami-konar verðlqun og stnrbrot
in li°tsverk ein« og H:ð Húfa
Þ'f v’ridiana o. fl. o fl. hafa
lilotið.
Sigurður Jón Ólafsson.
Söfnun
Fraruhald úr opnu.
Danmerkur, og þau handrit í
dönskum söfnum sem ekki verð-
ur skilað hingáð heim. Styrk-
urinn er ekki mikill að vöxtum
— og hefur Handritastofnun orð-
ið að leggja allmikið fé á móti
BERCO
Keðjur Spyrnur Framhjól
Botnrúllur Topprúllur
Drifhjól Boltar og Rær
jofnan fyrirliggjandi
BERCO
er úrvafs gæðavara
ó hagstæðu verði
EINKAUMBOÐ
ALMENNA
VERZLUNARFÉLAGIÐ f
SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199
honum, en með þessari samvinnu
er verkinu allvel á veg komið.
Jónas Kristjánsson hefur skrá-
sett íslenzk handrit í norskum
söfnum og sænskum, Ólafur
Halldórsson handrit á írlandi og
Skotlandi, en skrá Jóns Helga-
sonar prófessors um íslenzk
handrit í British Museum mun
safnið fá í skipíum fyrir norsku.
skrána. í framhaldi af þessu
verður sendur maður til Banda-
ríkjanna, þar sem eru merk ís-
lenzk handrit á nokkrum stöð-
um, og annar til meginlands Ev-
rópu að ,kanna söfn þar. Þegar
þessu skrásetningarstarfi er lok-
ið er ætlunin að afla ljósmynda
af handritunum svo að öll ís-
lenzk handrit verði þegar fram
líða stundir aðgengileg á Hand-
ritastofnun.
— 1 lögum um Handritastofn-
unina er tekið fram að skipta
megi henni í deildir. Þetta hef-
ur ekki verið gert; það er eitt
af því sem bíður síns tíma. En
ég hef frá öndverðu hafí hug
á að hjálpa til víð söfnuri og
rannsókn íslenzkra þjóðfræða
og við örnefnarannsóknir, enda
verið hvattur til þess af erlend-
um starfsbræðrum: og það starf
vildi ég tengja við Handrita-
stofnun. Hefur verið unnið að
söfnun þjóðsagna og þjóðlaga á
vegum stofnunarinnar, í sam-
vinnu við Þjóðminjasafn, í sam-
vinnu við Dani og með styrk úr
norræna menningarsjóðnum, og
loks með sérstökum styrk úr
menningarsjóði. Hallfreður Örn
Eiríksson hefur unnið að þessari
söfnun sem tekur langt fram því
sem vonazt hafði verið eftir.
Annars staðar á Norðurlöndum
kemur varla fyrir að enn finn-
ist ævintýri sem ganga í munn-
mælum, eri slangur af slíku efni
hefur fundizt hér, og eru allra
14 9. apríl 1968. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
síðustu forvöð að ná því saman
eins og nærri má geta.
— Þá hefur verið unnið nokk-
uð að könnun örnefna í fram-
haldi af merkilegu söfnunar-
starfi Fornleifafélagsins og síðan
Þjóðminjasafns á því sviði. —
Svavar Sigmundsson hefur kann-
að þau örnefnasöfn sem þegar
eru til, en það er nauðsynleg
byrjun frekari rannsókna. Hann
dvelst nú í Uppsölum á þeirra
örnefnastofnun við frekara nám
og rannsóknir sem ég vona að
vel muni nýtast hér heima.
E
■" g hafði frá öndverðu hugs-
að mér Handritastofnun íslands
stóra í sniðum, sagði Einar Ól.
Sveinsson að lokum, að hún
fjallaði um sem flestar eða all-
ar greinar íslenzkra fræða í víð-
tækri merkingu. En náttúrlega
er það óhugsandi að slík stofn-
un sé fullvaxin eftir hálfs fjórða
árs starf. Þjóðverjar tala stund-
um um „die Kunst des mög-
lichen”; það er list sem menn
verða einnig að kunna hér
heima, ef þeir vilja" koma ein-
hverju fram. Það má vera að
síðar verði talið álitlegt að kljúfa
þetta starf í marga staði, skipta
því með mörgum deildum eða
sérstökum stofnunum. Það er
seinni tíma manna að taka á-
kvarðanir um það. En mér er
ekki ljóst hvers vegna prófessor
Hreinn Benediktsson hefur tekið
þetta mál upp í blöðum einmitt
nú. Og mér finnst að ég eigi á
því nokkurn rétt að mér sé gef-
inn frestur þann stutta tíma
sem ég á eftir að starfa
sem íslenzkur embættismaður —
svo framarlega sem allt sé ekki
tóm vitleysa sem unnið hefur
verið í Handritastofnun til
þessa. Og það þætti mér hörð
kenning undir að búa. — Ó.J.
í stuttu máli
Framhald af 6. síðu.
ar áttu alls 17802 bifreiðir
árið 1957. Vinsælasta bílateg
und á landinu 1. janúar 1967
reyndist Ford (fólksbílar) en
Volkswagen fylgir þar fast
eftir.
Danir sigradir
Frh. af 10. síðu.
unum stendur að rætast skuli
úr kastinu, en ekki er hægt að
segja að það hafi átt sér stað
í þessu tilviki. En samt eru það
Danir sem skora næsta mark og
var þar Frandsen að verki, en
næsíu tvö mörk eru íslenzk fyrst
skorar Geir laglegt mark og síð
an kemur Þórður Sigurðsson
með gott mark úr hröðu upp-
hlaupi og staðan er 13-8. Harka
hefur nú færzt í leikinn og var
Carsten Lund og Þórði, báðum
vikið af leikvelli á svipuðum
tíma. Meðan Þórður var út af
ver Þorsteinn geysivel og held-
ur markinu hreinu þrátt fyrir
mikla orrahríð Dana. En þegar
um 7 mín. eru til leiksloka er
Þórði aftur vísað af leikvelli og
nú í 5 mínútur, þannig að land
inn var einum færri mestan
þann tíma sem eftir var. Danir
skora og var þar Carsten Lund
að verki, en skömmu síðar bæt-
ir nýliðinn Björgvin við marki
af línu og staðan er 14-9 og rúm
ar 5. mín. efíir. Það sem eftir i
er leika íslendingar varlega, en |
Danir gera sitt ýtrasta til að I
jafna og er Geir tekinn úr um-
ferð. Carsten Lund skorar síð-
asta mark Dana þegar um 3
mínútur eru eftir, en síðasta
orðið á Sigurbergur með marki
af línu eftir góða sendingu
Geirs og skömmu síðar flautar
dómarinn leikinn af og fagnaðar
lætin eru geysjleg, langþráður
draumur hefur rætzt. Sigur ís-
lands yfir Danmörku er stað-
reynd, markataflan sýnir 15-10
og leikmenn og þjálfarinn Birg-
ir Björnsson eru ákaft hylltir
og ekki óeðlilegt.
□ Liðin.
íslenzka liðið sýndi mikinn bar
áttuleik, einhvern þann mesta
sem hér hefur sézt og það sem
mest var um vert baráttan ent-
ist báða hálfleikina. Vörn liðsins
verður að teljast jafnbetri hluti
liðsins, lítið um vcruleg vamar
mistök eins og' reyndar marka-
talan sýnir, því aldrei hefur ís-
lenzkt landslið fengið á sig færri
mörk í leik. Sóknarleikur liðs-
ins var lengstum mjög jákvæð-
ur, hreyfing var góð á liðinu og
breiddin yfirleitt nýtt íil fulln-
ustu. Áberandi var hversu mik-
ill léttleiki var yfir liðinu og
gott jafnvægi milli línu- og út-
spilara. Skot liðsmanna voru
miklu hvassari en i fyrri leikn-
um, og hinir hreyfanlegu línu-
menn opnuðu vel vörn Dana og
rugluðu. Það eina sem mætti
finna að liðinu, er það að það
lék alltof harðan ieik, oft jafn-
vel grófan. Byggist það fyrst og
fremst á því að fæstir leik-
manna okkar kunna í raun og
veru hinn rétta varnarleik þ. e.
a. s. að nota skrokkinn í návígi,
en ekki alltaf að lialda mönnum
eða jafnvel að takast á við þá.
Hins vegar má segja að auðvitað
eigi að leika jafnlangt og dóm-
arinn leyfir og það var svo sann
arlega gert í þessum leik. Um
einstaka leikmenn er það að
segja að flestir þeirra stóðu sig
með mestu prýði. Þorsteinn
varði af snilld allan tímann í
markinu og sérstaklega var þátt
ui- hans stór þegar íslenzka lið-
ið lék einum færri í samtals 7
mínútur. Varla hefir Þorsteinn
sýnt jafnbetri leik áður. Af úti
leikmönnunum var Geir beztur
hann stjórnaði spilinu og var
vakandi gagnvart línumönnun-
um, vítaköst hans voru glæsileg
og örugg og átti Mortensen ekki
möguleika á að verja þau. Hef
ég ekki séð Geir gera leik jafn
góð skil og í þessum. Ingólfur
sýndi miklu betri leik en á laug
ardag og vann geysivel í sam-
leik liðsins. Jón Hjaltalín var
í essinu sínu og skot hans nýtt-
ust til fullnustu. Sigurður Ein-
arsson var hinn sterki varnar-
maður og keppnisskap hans er
frábært. Sigurbergur og Björg-
vin skilu.ðu sínu vel, sérstaklega
skilaði Björgvin hlutverki sínu
á óvæntan og skemmtilegan
máta.
Danska liðið er gott og jafn-
sterkt .Bezti maður liðsins var
tvímælalaust markvörðurinn
Bent Mortensen sem varði snilld
arlega í báðum leikjunum. Þá
er Carsten Lund hættuleg vinstr
ihandarskvtta og gerði oft vörn-
inni skráveifur. Hinn hávaxni
Graversen virtist ekki ná sér á
strik í leikjunum hér, en hefur
verið hættulegasta skytta Dan-
anna.
Mörk íslands skoruðu: Geir 5,
Jón 4, Sigurbergur 2, Ingólfur
Sigurður, Þórður og Björgvin 1
hver.
Mök Dana skoruðu: Graver-
sen og Lund 3 hvor, Svendsen
2, Gert Andersen og Frandsen
1 hvor.
Dómari var norskur og virtist
dálítið taugaóstyrkur og alltof
nákvæmur í framkvæmd auka-
kasta. Við höfum oft séð betri
dómara hér.
I. V.
Innilegt þakklæti færj ég öllum þeim er sýndu mér hlý- i
hug og vináttu með gjöfum, skeytum og heillaóskum á 70 I
ára afmæli mínu 5. marz s.l. |
Sérstakar þakkir færi ég formanni og stjórn Félags bryta, |
fyrir þann heiður er mér var sýndur. i
Elís Berg- Pétursson, |
bryti. |
Maðurinn minn
VALDIMAR PÉTURSSON,
Freyjugötu 17, Sauðárkróki,
andaðist í Landspítalanum, föstudaginn 5. apríl.
Ilerdís Sigurjónsdóttir.