Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 16
Af hverju ætli okkur þyki alltaf vænna um að geta unn ið Dani í íþróttum heldur en aðra menn? Humferðarnefndin hefur enn sent okkur hér á Baksíðunni skjallega sönnun fyrir tilveru sinni. Að þessu sinni er um að ræða pésa um akstur á fjallvegum í humferð. Lauslegur úr- dráttur úr efni hans fer svo hér á eftir. Þjóðhollir íslendingar heima og erlendis hafa ort og sung- ið um fjöll og fjallvegi Fróns vors hvenær sem tækifæri hef- ur gefizt, til hátíðabrigða eða til að túlka karlmannleg viðhorf sín til erfiðleikanna. Þannig eru tilkomin kvæði Gríms um Sprengisand og Skúlaskeið og enda líka kvæðið um Arnljót gellini. Hannes Hafstein pantaði sér rigningu á Kaldadal og Stefanó Íslandí söng ökuljóð sitt inn á plötu. Þannig hafa beztu þegnar þjóðarinnar komið upp minnis- verðum lofsöngvum til fjallveganna. Enn hafa skáldin ekki komið upp frambærilegum yrkingum um Múlaveg, Stráka og Óshlíð, en úr því hlýtur að rætast mjög bráðlega. Heldur er ekki úr vegi að álíta, að Tómas hafi haft Siglufjarðarskarð í huga, þegar hann orkti ljóðið um fjallgönguna: „Urð og grjót. . . “. Akstur á íslenzkum fjallvegum krefst vissulega bæði hug- rekkis, karlmennsku, áræðis, skapfestu og einsýni. Gott ef ekki ofstækis. Sá ökumaður sem er ekki fullkomlega ákveð- inn í því fyrirfram, að leggja einhvern ákveðinn fjallveg að baki, hvað sem gjaldið verður á bíl og fólki, hann ætt^ ekki að leggja upp að heiman. Og enn er eitt, sem vissulega er mikil þörf að hafa í bakhöndinni við slík ferðalög: Ráðsnilli. Það sannaðist bezt á manninum, sem í árdaga íslenzkra bíl- vega var á leið upp Kamba í Gamlaford. í miðjum hlíðum sauð á druslunni og gat maðurinn ekkj gert sér í hugarlund hvemig á því stæði, því hann var ekki með hlass. (Þetta var vörubíll). Og þó, þegar hann hugsaði málið betur var hann víst með hlass: Tæp þrjátíu pund af lofti í v.arahjólbarðanum. Hann stanzaði því bílinn og hleyptj hverju einasta loftpundi úr hjólbarðanum og viti menn: Bíllinn rok vann það sem eftir var. Þessi saga er gott dæmi um þá ómeðvituðu snilli, sem hefur reynzt okkur íslendingum drjúgust við akstur yfirleitt. Meðan maðurinn hleypti loftinu úr varahjólbarðanum, kóln- aði hreyfill bílsins og hann skotvann upp afganginn af Kömbum. • • • • Og að lokum: Skoðanir manna, sjónarmið og þessháttar breytist ekki þó tekin verði upp humferð á fjallvegum nú í sumar. Menn verða bara að muna, að þeim megin sem fjallið var í fyrra, er vegbrúnin núna. Þetta má semsé ekki leiða til þess, að ef hemlar bila skyndilega á niðurleið, grípi öku- maðurinn til þess að aka fram af fjallsbrúninni, vegna þess að í fyrra var hann ákveðinn í að aka inn í fjallstakkinn við sömu kringumstæður. Þannig ættu menn að búa sig undir humferð á fjallvegum með þeim hætti að breyta ekki um sjónarmið í sjálfu sér, heldur snúa því við og reyna að minnast þess, að humferð flytur ekki fjöll, heldur bíla vegabrúna á milli. — GADDUR. goKING EDWARD America’0 Largesi Sel/ing Cigar Humferð á fjallvegum Það var ekki fyrr en síðar að upp komst, að nemendur höfðu notað narkotika eiturlyf. . . ÞJÓÐÓLFUR. Og svo hafa þeir sjálfsagt líka ferðazt með gufudampara. Tr í Lðugardðlshöllinni Illa fyrir íslendingum horfði í orrustunni miklu fyrst í stað: dómar’inn og Danir sigur unnu, dauðans skelfing leitt var það. í scinni lotu sóttist okkur betur og sigurstundin loks upp rann: íslendingar æddu fram gegn Dönum og unnu - norska dómarann. Ég sé það haft eftir einhverri kvikmyndastjörnu í einu hlað anna í gær að hún spyr, hvað nútímakonur hefðu við rúm að gera. Mér hefur nú yfir- Ieitt skilizt af þeim nútíma- kvikmyndum sem ég hef séð, að þörf þeirra fyrir rúm hafi aldrei verið meiri en einmitt nú- Alveg er það klárt hvað nýi Fokkerinn verður látinn heita, þessi sem SAS keypti fyrir Flugfélagið. Hanfi verður skírður FAXI VIKING. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.