Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 10
fcs RitstiórTÖm Ældsson L Nú lágu Danir í því, hugsuðu eflaust margir eftir síðari leik íslánds og Dana á sunnudaginn. Geysilegur fögnuður ríkti í Lauga dalshöinnni að leik loknum, sem náði hámarki, þegar mennta- málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason gekk fram á völlinn og bað við- stadda að hylla íslenzka liðið með ferföldu húrrahrópi, sem kröftug lega var tekið undir. Loksins hafðj tekizt að sigra Danina og það svo um munaði. Aldrei allan leikinn út í gegn var nokk- ur vafi á því hvort liðið væri sterkara, íslenzka liðið leiddi allan leikinn og í hálflcik var staðan 8-6 fyrir ísland, en þá var höfuð- verkurinn eftir þ.e.a.s. seinni hálfleikurinn, en svo undarlega brá við áð landsliðið hélt áfram sínum góða og jafna leik ög bætti við yíirburði sína, en Ieiknum Iauk 15-10 fyrir ísland. Lands liðsnefnd hefur gert róttækar breytingar á liðinu frá því í fyrri leiknum og fannst mörgum nóg um, en þær breytingar stóðust og reyndust til híhs betra. Alþbl. óskar nefndinni og þjálfaranum sto ekki sé minnzt á liðið sjálft til hamingju með sigurinn og vonandi verður þetta til uppörvunar eftir öll undangengin töp. □ Fyrri hálfleikur 8—6 íslenzka liðið byrjaði með bolt ann og áður en mínúta er liðin hefur Jón Hjaltalín neglt knött- inn í netið við geysileg fagnað- arlæti, en skömmu síðar jafnar Carsten Lund með vinstri hand 'arskoti. Á 3. mín. gefur Ingóli ur góða sendingu til Björgvins, sem reynir sitt til að skora, en brotið er gróflega á honum og vítakast réttilega dæmt, en úr því skorar Geir örugglega. Dan ir sækja en Geir nær knettinum og gefur fram til Sigurðar Ein- arssonar sem brunar upp og skorar 3-1 fyrir ísland. Hinn há- vaxni Graversen -minnkar mun- inn, þá skorar Geir enn úr víta- kasti en næst skorar Ingólfur mjög fallegt mark eftir gott og hratf spil íslenzka liðsins. Á næstu 5 mín. kemur ekkert mark, en íslenzka liðið á tvö dauðafæri en hinn stórsnjalli markvörður Bent Mortensen ver í bæði skiptin, í annað skiptið frá Björgvin í hröðu upphlaupi og hitt skiptið er Geir brauzt í gegn. Graversen skorar næst úr vítakasti og Gert Andersen fyrirlið'i Dana minnkar en mun inn í 5-4, en á 20. mín skorar Jón Hj. með þrumuskoti, en Per Svendsen skorar úr hröðu upp hlaupi, en Geir bætir við fallegu marki úr langskoti, en aftur er Svendsen á ferð og skorar nú af línu, en síðasta mark hálfleiks- ins skorar Geir mjög glæsilega er hann einlék í gegnum vörn Dana og sveif langt inn á teig og skoraði yfir markvörðinn. Tveggja marka munur í hálfleik fyrir ísland, staða sem við er- um alls ekki óvanir hér heima, en nokkuð sem yfirleitt hefur boðað tap í seinni hálfleik, og þess vegna biðu menn í ofvæni efíir framhaldinu. □ Seinni hálfleikur 7 — 4 Danir hefja leik, en mistekst og landinn er í sókn og Jón Hjaltalín stekkur upp og skorar glæsilegt mark og mínútu síðar er hann aftur á ferðinni og skorar með þrumuskoti og staðan er allt í einu orðin 10-6 fyrir ís- land, og gott tækifæri skapast er Ingóifur kemst einn upp völlinn en einhvern veginn tekst Mort- að verja og upp úr því Graversen og staðan er 10-7. Næsta mark er óvænt, því á einhvern furðulegan hátt kemst Sigurbergur inn í send- ingu Dana og úr erfiðri að- stöðu skorar hann framlijá markverðinum. Ennþá óvæntara er það sem næst skeður, Danir fá sér dæmt vítakast, sem Grav ersen býr sig undir að fram- kvæma, en í sveiflunni þegar hann er að skjóta missir hann knöttinn úr hendinni og íslend ingar ná knettinum og leikurinn heldur áfram. Þarna urðu dómar anum á stór mistök, þar sem hann á skilyrðisiaust að láta taka vítakastið aftur, því i lög Framhald á 14. síðu Eftir leikinn ríkti mikill fögnuffur í búningsklefa ís- lenzka liffsins, rætt var fram og aftur um leikinn og ýmis atvik úr leiknum. Fyrirliff- inn íngólfur Óskarsson var í himnaskapi, en gat þó ekki gleymt aff honum hafði ckki tekizt aff skora úr opnu færi. Viff ræddum viff Ingólf sem sagffi m.a.: Eg er mjög ánægð ur meff leikinn og liffið, við lékum allan tímann á fullu og tókst aff halda forystunni. Ekki er vafi á því .að línu- mennirnir hafi haft sitt að segja meff hreyfanleika sín- um- Ánægjulegt var hvað nýju mönnunum tókst vel upp. En sem sagt ég er mjög glaffur yfir að loksins hafi tek izt aff sigra Dani. Þjálfarinn Birgir Björns- son yar hæstánægffur með árangurinn, én alveg dauð- þreyttur éftir spenning leiks ins: Aldrei fór það svo að þetta ynnist ekki, þetta e'r stór stund fyrir ókkur hand knattleiksmennina, sagði Birgir, Og þetta sannar okk- ur að sú bjártsýni sem við höfum leyft okkur aff hafa við þessa lándsleiki var á rökum reist, og sú tiltrú sem við höfum haft á íslenzkum handknattleiksmönnum var sönn, því aff eftir þessum Iandsleikjum viff Dani hefur veriff beffið í allan vetur með eftirvæntingu og undir niðri hefur mér fundizt aff við lilyt um að sigra. Liðið lék afskap lega vel saman og var í bar- áttuskapi og lítið um mistök Ég vona að þessi sigur verði til þess. að íslenzkir hand- knattleiksmenn leggi enn harffar að sér, því með þess um Iandsleikjum hafi þeir séð aff þeir standi jafnfætis beztu erie'ndum liðum. I.V. Liff íslands, sem sigraði Danj í handknattleik á sunnudag. )•. Nýliðinn Björgvin Björgvinsson skorar í leiknum á sunnudag. r • .• • •. ■ .......... '• 9. apríl 1968. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.