Alþýðublaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 3
Mundi ekki handtökuna Frh. af 1. síöu. einstök atriði málsins í gær. ' Við yfirheyrslur bar Gunnar, að oftar *en einu sinni hafi hvarflað að honum að vinna á Jóhanni Gíslasyni, en þó hefði hann ekki aðhafzt neitt í þá átt áður. Þegar hann hafði komið heim morðnóttina, hafi þessi hugsun ásótt hann og hafi orðið úr að hann fór að heiman frá sér með skammbyssu, sem hann hafði undir höndum, og hlóð hann hana, áður en hann lagði af stað. Kvaðst Gunnar hafa tek ið byssuna með sér til þess að skjóta á Jóhann, ef svo bæri undir. Þegar hann hafði séð Jóhann í ganginum, hafði hann verið gripinn ofsalegri heift, dregið upp byssuna og skotið nokkrum skotum á Jóhann. Segist Gunnar ráma í það, að til einhverra stimpinga hafi; komið milli þeirra, áður en hann skaut á Jóhann. Gunnar kveðst hafa talið, að Jóhann væri valdur að þvi, að hann var látinn hætta störfum hjá Flugfélaginu á síðasta ári. Morðinginn ber við minnis- leysi eftir að. hafa skotið úr byssunni. Kveðst hann að minnsta kosti muna rríjög óljóst það, sem gerðist þá næst á eft ir. Þannig segist hann ekki muna, hvernig hann komst suð ur á flugvöll. Þó segist hann muna óljóst eftir orðaskiotum við vaktmann í flugafgreiðsl- unni. Þá kvaðst Gunnar ekki rmrna eftir því, að hann tæki upp hníf og styngi honum í brjóst sér. Segist hann fyrst muna eftir sér, er lögreglan var að yfirheyra hann á lög- reglustöðinni. Man hann því ekki eftir því, er hann var handtekinn. Kveðst Gunnar hafa aflað sér skammbyssunnar ~ fyrir rúmu ári síðan, eða löngu áður en hann fór að bera nokkurn kala eða lieift í garð hins myrta. Keypti 20 þúsund ... Framhald á bls. 1* vík. Fylgdust þau þangað suð ur. Að tveimur dögum liðn- um hafði manngreyið fengið nóg af kvenskörungum og flýði af hólmi af hólmi. Tókst honum að komast með áætl- unarbifreið til Reykjavíkur. Þegar hann kom á hóteHð aftur, fann hann ekki farang ur sinn, en hann hafði verið settur í varanlegri geymslu. Fékk liann farangurinn af- hentan, en þar sem dyra- verði hótelsins þótti maður- inn á einhvern hátt grunsam legur, ætlaði harm að sjá svo um, að hann greiddi örugg- lega reikning sinn. Dyra- vörðurinn snarar sér fram að dyum til þess að læsa þeirir, áður en maðurinn hlypi á brott. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu, því á með- an hann sneri baki við gest inum skauzt gesturinn í burtu og komst út um bak- dyr hótelsins. Dyravörður- inn hringdi samstundis í lög regluna og lýsli manninum greinilega. Þegar lögreglumenn komu út í Kirkjustræti, sáu þeir mann skálma mikið í áttina að Hótel Borg. Handtóku beir ' manninn. Áttu lögregluþjón- arnir í Hinum mestu erfiðleik um að skilja manninn, enda er hann blæstur í máli og tal ar óskýrt. Lögreglumönnunum fannst ferðataska hans æði þung og gægðust 'því í hana. Reyndist hún fuil af íslenzkri mynt og mlunu lögreglumenndrnir ekki háfa treyst sér að telja verðmæti hennar. Ekki vildi mjaðurinn, þá í fyrstu gera grein fyrir myntinni og lokujðu lögreglumenrjirnir h'ann því inni til næsta dags. Daginn eftir var hann síð- an ýfirheyrður af rannsókn- arlögreglunni. Gaf maðurinn þá skýringu á myntinni, sem hann hafði haft í fórum sín um. Kvaðst hann vera mynt safnari og hefði mikið vit á peningum. Hefði hann keypt talsvert af íslenzkri mynt í banka í Reykjavík fyrir bandaríska dollara. Ætlaði hann sér síðan að koma þeim á markað vestur í Bandaríkj unum, en unnt væri að selja íslenzka mynt þar með dá- góðum hagnaði. Til dæmis- ætlaði hann að verða fyrstur til að koma með nýju tíu kr. myntina á markað vestra. Talsvert magn þeirrar mynt ar var í tösku hans. Til að gefa hugmynd um gróðavon Bandaríkjamanns- ins skal þess getið, að í tösku hans voru tuttugu þúsund ei'V’yringar. Hafði hann greitt fyrir þá 200 krónur ís- lenzkar (tæplega fjóra doll- ara). Ætlaði hann að selja hvern einseyring fyrir 10 cent og fá þannig fyrir þessi 20.000 stykki hvorki meira né minna en 2000 dollara, eða 114 þúsund krónur. Vesalings maðurinn var lát inn laus að því tilskildu, að hann skilaði myntinni til baka í bankann, þangað sem hann hafði upphaflega feng- ið haria. Útlendingum er ó- heimilt að flytja meira en 1500 krónur íslenzkar út úr landinu. Virðist því vafasamt, að yf irvöld geli krafizt þess að maðurinn skili ailri myntinni aftur. Faer hann með 1500 is- lenzkar krónur út úr landinu í formi einseyringa, yrðu það 150.000 stykki. Geti hann selt þá á bandarískum myntmark aði fyrir 10 sent stykkið, hef ur hann 15.000 dollara upp úr krafsinu. Myndin sýnir 500 króna ferðatékka frá Útvegsbank nmn. í efra horni, þar sem er einn kross, ritat* kaupaná'i nafn sitt um leið og hann fær tékkann afhentan hjá bankanum. Þegar hann selur tékkans aftur, segjum á hótel KEA, þá ritar hann nafn sitt (og dagsetningu) í neðra hornið, þar sem eru þrír krossar, Þannig er fölsun svo til útilokuð þar sem ætío er hægt að bera saman nöfnin við kaup á seðlunum. Þeir, sem kaupa tékkana, ættu samt alltaf að láta v'iðkomandi skrifa nafn sitt um leið og tekið er við tékkanum. j íltvegshankinn kemur með þarfa nýjung Gefur út ferðatékka til notkunar innanlands Útvegsbanki íslands kynnt'i í gær mjög þarfa nýbreytni — útgáfu á ferðatékkum til nota á ferðalögum innanlands. Tékk arnir hljóða upp á kr. 500 og kr. 1000. Flestum ber saman um að óráðlegt eða jafnvel hættu- legt sé að bera á sér mikla peninga á ferðalögum. Venju legir tékkar eru ekki enn nógu traustur gjaldmiðill, og víða er ekki tekið við þeim, a. m. k. ef um háar upphæðir er að ræða. Ferðatékka kaupir fólk í bank anum gegn staðgreiðslu og því er erlgin hætta á að ekki sé til fyrir tékka sem framseldur er. Frágangur þeirra er þannig - eftir beztu erlendum fyrirmynd um — að nær því útilokað er að falsa þá. Hver maður skrif ar nafn sitt eigin hendi á ferða tékkann, að bankastarfsmanni á- horfandi þegar hann tekur við honum í bankanum — gegn staðgreiðslu, eins og áður seg ir. Hann skrifar í annað sinn nafn sitt á tékkann í riður- vist viðtakanda, þegar hann framselur hann. Viðtakandi gengur úr skugga um, að þar sé um sömu undirskrift að ræða. Ferðatékkarnir eru síð an innleystir viðstöðulaust í Út vegsbankanum og útibúum hans um land allt. Ef ferðatékkahefti glatast sannanlega, gilda sérstakar regl ur um það, hvemig sá óheppni eða gálausi maður verður gerð ur skaðlaus í slíkum vandræð um. Bankinn tekur 1% aukagjald fyrir að selja ferðatékkana. Strax á mánudag getur al- menningur keypt ferðatékkana hjá Útvegsbarikanu'm *og síðar í vikunni hjá útibúum bank- ans um allt land. ► ..................... .. —< Hörður Ágústs son tekur við starfi Kurt Zier Kurt Zier, hefur nú látið af störfum sem skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskólans að eig in ósk. Eftirmaður hans verður Hörður Ágústsson, lisrtmálari. Nánar verður skýrt frá þesstt í blaðinu á morgun. ibúðirnar í Breiðholtshverfi ekki áberandi ódýrar. Kaupendur hefðu hvergi náð hagsfæðari kjörum Fyrstu fjölskyldurnar, sem flytja í fjölbýlishús Fram. kvæmdanefndar byggingará- ætlunar í Breiðholtshverfi, fengu íbúðir sínar afhentar í gær. í fréttatilkynningu frá Framkvæmdanefndinni til fréttamanna, um verð íbúð- anna o. fl. segir meðal ann- ars: Framkvæmdanefnd bygging aráætlunar hefir nú fyrir skömmu reiknað út og ákveð ið endanlegt kostnaðarverð þeirra 312 íbúða, sem nú er verið að byggja í sex fjölbýl ishúsum í Breiðholtshverfi. Allar íbúðir af sömu stærð um verða seldar á sama verði í þessum áfanga, þótt fyrstu í búðunum sé lokið í maí 1968 en hinum síðari verði lokið í febrúar 1969. íbúðunum verður skilað full frágengnum að innan og utan, með leppi á stigum, parketti á gólfum, vélum í sameigin- legum þvottahúsum, dyrasíma sjónvarpsloftneti, steyptum gangstéttum utanhúss, malbik uðum gangstígum, malbornum bílastæðum og grasræktun í lóð. Öllum íbúðum í sama fjöl býlishúsi fylgir hlutdeild 1 tveim sameiginlegum herbergj um, þ. e. gestaherbergi og hús varðarherbergi. Byrjað vpr að grafa fyrir grunni fyrsta fjölbýlishússins hinn 6. apríl 1967, en síðasta , fjölbýlishúsið í þessum á- fanga verður fullbúið í íebrúar 1969. Við margskonar byrjun- arörðugleika var að etja á ár inu 1967. Framkvæmdanefndin var frumbýlingur á þessu byggingarsvæði og það tók að sjálfsögðu langan tíma að þjálfa byggingarstarfsliðið £ þeirri nýju byggihgartæknif sem beitt er við smíði hús- anria. Eftir að þessir örðug- leikar voru yfirstignir haýa framkvæmdir gengið mjog greiðlega. Eigi má heldur gleyma því, að þessi tilraun með nýjar aðíerðir við hús- byggingar er framkvæmd við fremur örðugar aðstæður og er þá fyrst og fremst höfð í huga lögun fjölbýlishúsanna, sem ákveðin var af skipulags yfirvöldum, en stendur til bóta í síðari byggingaráföng- um. Mikilvægasti árangurinn af byggingu þessa áfanga er hin dýrmæta reynsla, sem feng ist hefir, er mun koma að góðu haldi síðar. Á því leikur enginn vafi,- Framhald á 4. síðu. 11. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ 3 H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.