Alþýðublaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 5
dr. Gylfí Þ. Gíslason ráoherra: Fram á við eða affur á bak? Merkur bóndi á NorSurlandi, Jón Sigurðsson á Yzta-Felli, rit aði siðastliðinn miðvíkudag grein £ Tímann um viðræður, sem við Lúðvík Jósepsson átt- um fyrir nokkrum vikum í Rík isútvarp5nu um ríkisafskipti af efnahagslífinu hér á landi. Ann að hvort hefur Iiinn norðlenzki bóndi hliistað aðeins með öðru eyra á það, sem ég sagði, eða þá að hann hefur ekki áttað sig á því, hvert var Innihald þess. Væri mér miklu ljúfara að mega t-úa því, að hið fyrra væri rétt. En ef eitthvað kynni að vera til í hinu siðara, er á- stæða til, að ég endurtak'i í aðal atriðum það, sem ég sagði. A fyrstu áratugum aldarinn- ar skiptust menn einkum í tvo, en mjgg andstæða hópa, að því er snertir skoðanir á stjórn efnahag-smála. Annars vegar voru þelr, sem töldu ríkisvald'ið og aðra opinbera að ila yfirleitt ekki eiga að koma nálægt neins konar atvinnu- rekstri og ekki elga að hafa nein afskipti af þróun efna- liagsmála. Þcssar grundvallar- hugmyndir voru kenndar við kapitalisma. Hins vegar voru þeir, sem töldu þjóðnýtingu náttúruauðlinda og framleiðslu- tækja, ásamt allsherjarstjórn . ríkisins á efnahagslífinu, leysa flest eða öll vandamál atvinnu- og félagslífsins. Þessar skoðanir voru kenndar við sósíalisma eða kommúirtsma. A undanförnum tveim áratug um sérstaklega hafa í vestræn um löndum orðið á þessu mikl ar breytingar. Æ færri aðhyll- ast nú þær skoðanir, sem fyrir 30 árum voru kenndar við kapí tal'isma, og æ færri hafa nú trú á því, að allslierjarþjóðnýt ing og nákvæm yfirstjórn hins opinbera á svo að segja hverjum 1 þætti framleiðslu- og viðskipta lífsins efli framfarír og auki framleiðni. Bilið, sem áður var breitt milli þessara tveggja gömlu skoðana, hefur minnkað m'ikið, skoðanir manna á þess- um efnum hafa samræmzt. Engu vestrænu landi er nú stjórnað samkvæmt grundvallar hugmyndum hins gamla kapítal isma, og í engu vestrænu landi hefur veriff haldið út á braut al gerrar þjóðnýtingar. í flestum löndum Vestur-Evrópu og Norð ur.Ameriku er nú stjórnað út frá sjónarmiðum, sem sækja ýmislegt til beggja þessara skoðana. Ríkíð hefur mikil og margvísleg afskipti af 'efnahags lífinu, það setur því ákveðna skípulagsumgjörð. Það stjórn- ar hins vegar ekki atvinnu. rekstri eða viðskiptum í eln- stökum atriðum, heldur ríkir frjálst markaðskerfi innan hinn ar ákveðnu skipulagsumgjörð- ar, sem sett hefur verið. Þeír menn, sem hafá skilið þetta og brevtt eftir því, hafa verið að sækja fram á við, þeir eru frjálslvnd>r. Þeir menn, sem skilja þetta ekkí og vinna gegn þessum nýjn sjónarmiðum, eru afturhaldssamir. Nú í dag er raunverulegt afturhaíd í þjóðfé- lagsmáluin fólgið í því. að fylgja hinum gamla kanítalisma eða hinum gamla sósíalisma eða kommúnisma. Að svo miklu leyti, sem hugtökin hægri og vinstri eru tengd því, sem kall að var kapítalismi eða sósiaiismi (kommúnismi) á fyrstu áratug- um aldarinnar, eru þessi hugtök orðin úrelt, ef þau eru jafn. Gylfi Þ. Gíslason framt látin tákna afturhald og frjálslyndi. Raunverulegir hægri menn, í merkingunni aft urhaldsmenn, eru í dag þeir, sem halda að gamrt kapítalism- inn eða gamli sósíalisminn sé spor fram á við. Framfarasinn aðir menn nú á dögum eru beir, sem gera sér grein fyrir, að vandamál'in nú eru allt önnur en þau voru á fyrstu áratugum ald srinnar og að menn hafa lært það á undanförnum áratugum, að algjört afskiptaleysi ríkis- valdsins og algjör þjóðnýting og allsherjar miðstjórn ríkisins á öllum atvinnurekstri og við- skiptum yrði nú hemill á fram fijrum, og spor aftur á bak, en ekki grundvöllur aukinna fram fara. Það, sem gert hefur stjórn- arsamstarf Alþýðuflokksin^ og Sjálfstæðisflokksins mögulegt og eðlilegt á undanförnum ár- um er, að í báðum flokkununi hefur ríkt sk'ilningur á bess- um grundvallaratriðum. Stjórn srstefrpn á fslandi hefur í- að- alatriðum verið svipuð og í öðr 'im löndnm Vestur-Evrópu, og þá ekki sízt hinum Norðurlönd nnum, þar sem hvorki hefur verið trúað á réttmæti þess, að ríhlsvaldiff hafi engin afskipti af efnahagslífinu, né heldur gildi allsher.ú>rhjóðnýtingar né ailsherjarmiðstjómar í einstök «m atriðnm á atvinnurekstri eða viðsklntum. í flokkum stiórnarandstöffunnar, Framsókn a'f’okknum og Alþýðnbanda- Iaginu, er liins vegar enn mestu ráðandi trú á gamaldags ríkis afskipti og skipulagshyggju, t. d. gjaldeyris- og innflutirtngs- höft og fjárfes.tingareftirlitf En þetta er efnahagsstefna lið ins tíma í vestrænum ríkjum. Þess vegna er hún afturhalds stefna. Skilningur á þessuin grund vallaratriðum, sem ég heíl hér nefnt, hefur ekki einungis skap azt í vestrænum ríkjum á und anförnum áratugum og orðið ráðandi stefna. Skilningur á þeim hefur einnlg komið upp og farið mjög vaxandi í ríkjum Austur-Evrópu á undanfijrnuin árum. Þar hafa átt sér stað sams konar átök milli fram- farasinna. og afturhaldsmanna og í vestrænum löndum. t Austur-Evrópu hafa komið upp sterk öfl, sem gera vilja gagn Framhald á bls. 10 BÓÐUR VEBFARANDI I M\N$W UMFERÐ VERBUR EÓDUR VEEFARANDI l' HÆGRI UMFERO Varhutíaverð atriði í H-umferð í ÞESSUM þætti og þeim næstu verður fjallað um nokk- ur þau atriði, sem helzt má gera ráð fyrir, að valdi ökumönnum nokkrum erfiðleikum fyrstu daga hægri umferðar. Þau at- riði, sem hcr verða rædd, eru byggð á niðurstöðum tilrauna sænskra sérfræðinga, er sænsk- ir ökumenn reynsluóku í hægri umferð í Danmörku, áður en hægri umferð var tekin upp í Syíþjóð. Þá hafa og verið gerð- ar víðtækar tilraunir af sömu aðilum, með því að spyrja úr- takshópa fólks, með útfyllingu spurningaeyðublaða o.s.frv. Að vísu ber þess að gæta í sambandi við niðurstöður þær, sem fengust í tilraununum í Danmörku, að aðstæður eru ekki alveg sambærilegar við það, t. d. er við íslendingar tök- um upp hægri umferð, þar sem í Danmörku var ekið meðal öku manna, sem eru þaulvanir hægri umferð, en hér á landi verða allir ökumenn aftur á Búast má við, að hvað erfiðast vcrði fyrir ökumenn að taka réttar vinstri beygjur. Athugið þessar fjórar myndir vel, en þær sýna hvernig á að taka vinstri og hægri beygjur. SvÖrtu línurnar merkja ranga akstursháttu, en þær hvítu aftur á móti rétta. armiðju í hægri umferð. — í Reykjavík og ef til vill í ná- grannabyggðarlögunum, verða 2—3 æfingasvæði fyrir öku- menn tekin í notkun á H-dag, og verða opin fyrstu viku hægri umferðar. Á svæðunum munu ökukennarar leiðbeina öku- mönnum í að þjálfa staðsetn- ingarhæfileika sína, sérstak- lega með tilliti til staðsetning- ar hægri hliðar bifreiðarinnar. Röng staðsetning bifreiðarinn- ar getur meðal annars haft í för með sér, að ekið sé of ná- lægt bifreið, sem verið er að aka fram lir og að ekið sé of nálægt gangandi vegfarendum, sem eru á gangi við hægri brún Framhald á bls. 10 valdi ökumönnum í upphafi hægri umferðar nokkrurn erfið- leikum að mæta rétt staðsetn- ingu hægri hliðar ökuíækisins, sérstaklega með tilliti til þess, að sé bifreiðin með vinstra Stýri, er ökumaðurinn við veg- Erfiðleikar sem geta skapast vegna rangs mats ökumanns á staðsetningu hægri liliðar ökutækisins. Skoðið myndirnar vel, svörtu línurnar sýna ranga akstursháttu. móti byrjendur. Samt sem áður má mjög styðjast við niðurstöð- ur sænsku sérfræðinganna. 1. Staðsetjið bifreiðina rétt í H-umferð. - Gera má ráð fyrir, að það UMFERÐARNEFND REYKJAVÍKUR LÖGREGLAN í REYKJAViK 11. maí 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.