Alþýðublaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 3
Bifreiö í verðlaun hjá tryggingafélögum Bifreiðatryggingafélögin í Reykjavík hafa gefið út bækl- ing með leiðbeiningum og heil- ræðum fyrjr ökumenn í liægri umferð. Nefnist bæklingurinn „Heilræði i hægri umferð.” Auk þess efna tryggingafélögin til verðlaunagetraunar meðal al- mennings um umferðarmál. Nefna tryggingafélögin getraun- ina „Örugga umferðarbreyt- ingu.” Vinningurinn er ný bif- reið af gerðinni „FIAT-Coupé.” Framkvæmdanefnd hægri um- ferfíar og U m ferðarnefti d Reykjavíkur hafa haft nána sam- vinnu við ýmsa aðila til undir- fcúnings hægri umferðar. Meðal þeirra aðila, sem leitað hefur verið til, eru bifreiðatrygginga- félögin í Reykjavík. Til sam- starfs í þessu efni, skipuðu þau sérstaka nefnd og standa að henni níu tryggingafélög, sem hafa með bifreiðatryggingar að gera. Nefndin hcfur gert sér ljóst, að með tilkomu umferðarbreyt- ingarinnar er framundan gjör- bylting í samgöngumálum þjóð- arinnar, og verði því allir, bæði einstaklingar, fyrirtæki og félaga samtök, að gera sitt. bezta til þess að breytingin fari slysa- laust fram. Ökumenn og aðrir vegfarendur geri sér grein fyrir því, að breytingin felur í sér ýmsar hættur, sem aðeins er unnt að yfirstíga með sameig- inlegu átaki. Til þess að örfa fólk til að lesa þá bæklinga um umferðar- mál, sem því hefur borizt að undanförnu, híafa jtryggingafé- lögin ákveðið að efna til get- raunar meðal almennings um umferðarmál. Hún héfur verið nefnd ,,,Örugg 'umflerðhrbreyt- ing.” í henni eru 14 spurningar, sem almenningi gefst kostur á að svara. Svör við öllum spurn- ingunum er að finna í þeim bæklingum um umferðarmál, sem sendir hafa verið til almenn- ings að undanförnu. Auglýsing um getraunina birtist í öllum blöðum í dag, þriðjudag, en Iausnir verður að póstleggja strax 10. júní verður síðan dregið úr réttum svörum, sem hafa borizt. Eins og áður segir er vinningurinn ný bifreið af gerðinni FIAT-COUPÉ. Kynning á postulfni A ðalútflutningsframkvæmda- stjóri dönsku postulínsverksmiðj- unnar Bing og Gröndahl er nú staddur hér á' landi. Verður í til- efni þess efnt til kynningar á framleiðslu verksmiðjunnar á fimmtudag á Hótel Sögu. Kom m. a. fram á blaðamannafundi í gær að íslendingar keyptu hlutfalls- lega mest af framleiðslu verk- smiðjunnar utan Danmerkur. Selur verksmiðjan nú fram- leiðslu sína til um 63 landa. Verk- smiðjan er nú að vinna að röð af litlum veggdiskum með þekktum íslgnzkum fyrirmyndum og koma þær á markaðinn innan skamms. Á verksmiðjan nú 115 ára af- mæli og er löngu heimsfræg á* sviði postulínsgerðar. Stjórn verksmiöjunnar er nú í höndum eftirkomanda Bing ættarinnar í fjórða ættlið, Ole Simonsen, forstjóra, sem hefur getað haldið upp á 40 ára starfs- afmæli sjálfs sín um leið og 115 ára afmæli verksmiðjunnar og getað glaðzt yfir, að fimmti ætt- liðurinn, tveir synir hans, halda hefðinni við. Margir starfsmenn verksmiðjunnar hafa unnið þar í meira en 50 ár, og það er ein- mitt þessi hefðbundna, trausta vinna, sem skapað hefur grund- völlinn að gæðum og listrænni sköpun. Söluturn á Hlemmtorgi veröur fyrsta verzlun í Breiöholtshverfinu Flest’ir muna litla söluturninn á Hlemmtorgi. Nú er turn þessi horfinn af Hlemmtorgi, vegna nýs skipulags, og kominn upp i Breiðholtshverfi þar sem hann kemur til með að gegúa hlut- verki fyrstu verzlunarinnar í hverfinu. Stendur söluturninn nú á mótum Arnarbakka og Vik Eigandi söluturnsins er frú Sólveig Eiríksdóttir, öldruð kona, og hefur hún rekið starfsemi sína á Hlemmtorgi í 20 ár. Sólveig tjáði okkur að bæj- aryfirvöldin hefðu úthlutað sér þessum stað til reksturs sölu- STÓR TAP lánardrottna Gjaldþrot eru mörg um þess- ar mundir. Nýlega lauk skiptum í þrotabúi Hótel Víkings, sem rekið var við Hlíðarvatn sællar minningar. Lýstar kröfur voru kr. 1.669.800.77. Af forgangskröf- um greiddust kr. 48.414.00. Af almennum kröfum greiddist ekk- ert. tumsins, en fyrirhugað væri að byggja við hann og hafa þar einnig biðskýli fyrir farþega strætisvagnsins, sem gengi í Breiðholtshverfið. Meðan tuminn stóð á Hlemm- torgi var hann mjög vinsæll og má geta þess að hann var næst hæsti útsölustaður dagblaða bæjarins í mörg ár. Sólveig sagðist vona, að starf- semi hennar gæti orðið fyrsti vísir að verzlun í Breiðholts- hverfi. Fyrst um sinn yrðu ein- ungis á boðstólum sömu vörur og áður, þ e. sælgæti, gosdrykk- ir, dagblöð o.þ.h. en síðar, ef byggt. yrði við ,tuminn, myndi hún auka vöruvalið. Boð fil aldraðra Beöið fyrir H-degi Á efstu myndinni er verið að taka söluturninn af Hlemmtorgi. Á m'xðmyndinni er Sólveig Eiríksdóttir, sem hefur veitt söluturninum forstöðu. Á myndinni hér að ofan er söluturninn kominn á sinn stað í Breiðholti og verður fyrsta verzlunin í því fræga hverfi. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík býður öldruðu fólki á skemmtun í Iðnó n. k. mánu dagskvöld, 20. maí kl. 20.00. Ymis góð skemmtiatriði, kaffi- drykkja og dans. Upplýsingar hjá Aldísi Kr'istjánsdóttur, síma 10488, Katrinu Kjartans- dóttur síma 14313, Kristbjörgu Eggertsdóttur síma 12496 og Ás laugu Jóhannesdóttur síma 40834. — Verið velkomin. Alþýðublaðinu barst í gær eftirfarandi orðsending frá Biskupsskrifstofunni: ! „Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar hefur beðið mig að leita aðstoðar sóknarpresta um að vekja menn til varúðar gagnvart þeim hættum, sem fylgja breyt- ingunni til hægri umferðar. Vil ég verða við þeirri ósk. Vakir að sjálfsögðu ekki fyrir, að þetta efni verði neitt aðalatriði í préd- ikun H-dagsins. En það er ekki óeðlileg málaleitun.. að prestar viki að því, annað hvort af stól eða að guðsþjónustu lokinni. Það er auðsæ nauðsyn. að allir veg- farendur, bæði þeir, er ökutækj- um stýra, og aðrir, geri sér glögga grein fyrir því, að gæta þarf mikillar varúðar á vegum og strætum næstu vikur og mán- uði. Umferðarslys eru hér næsta tíð og alvarleg og er ekki ofmælt, að þar sé um þjóðarvanda að ræða, ef ekki þjóðarvanza. í því efni ber hver maður, sem hefur ferlivist, sína ábyrgð, og enginn má gleyma því, að það er skylda hans við Guð og menn að hafa góða gát á atferli sínu og annarra í umferð á vegum, og því heldur nú, þegar allir, sem um vegu fara, verða viðvaningar um sinn. Biskup íslands. Sigurbjörn Einarsson.” 14. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐID 3 nwrii t évi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.