Alþýðublaðið - 14.05.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 14.05.1968, Síða 6
Framkvæmdir fyrir H-dag lý umferðaljós LEYNIMELUR 13 i: € i 'atnamótum £ 14. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ín lýkur námi frá leiklistar- skóla Leikfélagsins nú í vor. Frh. á bls. 14. Danskt skip laskast i ís í gærkvöldi kom liingað tilhafn- ar danska flutningaskipið Kata- rine frá Randers, var skipið á leið frá Keflavík til Neskaups- staðar með saltfarm, er það þó var búið að afferma nokkru af Skipið lenti í ís út af Breiða- dalsvík og laskaðist nokkuð, kom um 60 cm.löng rifa á stjórnborðs bóg og önnur minni nokkru aftar, taldar eru líkur fyrir því að skipið muni einnig laskað á' bakborðshlið. Leka varð þegar vart á skipinu og er það losnaði úr ísnum var hafizt handa um að moka saltinu í lestum skips- ins út í bakborðshlið til að fá á það halla svo lekastaðurinn kæmi upp fyrir sjómál og tókst það. Ekki trey stist skipstjíóri til að halda ferðinni áfram, en sneri við og kom hér inn að bryggju í gærkveldi. Er skipið hafði verið bundið við bryggju komu slökkviliðsmenn á vstt- vang með brunabifreið og dældu sjó úr skipinu og hafa haldið því áfram annað slagið í dag og munu gera Það áfram þar til hægt hefur verið að þétta rif- urnar. en einhver bráðabirða- viðgerð muri verða gerð á skip- inu hér. — 8. maí. — Kr. Nú nálgast H-dagur óðfluga. Víðtækar framkvæmdir standa yfir víðsvegar um Reykjavík- urborg vegna ým'Lssa nauðsyn- legra breytinga á gatnakerfi borrgarjnnar, sem mikilvægt er að lokið verði fyrir 26. maí ■ n. k. Mesta breytingin, sem gerð 1 er vegna umferðarbreytingar-' irwiar, er breikkun Hverfisgötu á kaflanum frá Snorrabraut að Þyerholti. Þessi breyting er ! ekki eingöngu gerð með tilliti • til breytingarinnar yfir í hægri umferð, heldur eru þessar fram kvæmdir liður í heildarskipu- 1 lagi Reykjavíkurborgar. Greiðir J Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar því ekki kostnaðinn við breikkun Hverfisgötu. Tekin verða upp ný umferð arljós á sex gatnamótum í- R- vík á H-daginn. Verða umferð arljósin í borginni þá orðin sextán talsins. Unnið er að því að setja mal biksyfirlag á fjölmargar ak- brautir í Reykjavík þessa dag ana og mun stefnt að því að þeim framkvæmdum verði sem mest lokið fyrir 26. maí. Sökum allra þessara fram- kvæmda við akbrautir borgar- innar er víða tafsamt að kom ast akandi um götur hennar og beina umferðaryfirvöld þeim tilmælum til ökumanna og gang andi vegfarenda, að þeir sýni þolinma^ði og sérstaka tillits- semi í umferðinni. Sungu í Finnlandi Telpnakór Öldutúnsskola í Hafnarfirði er nýkominn úr söngför til Finnlands, en þangað sótti kórinn árlegt barnakóramót á vegum sjón- varps- og útvarpsstöðva á Norðurlöndum. Söngstjóri kórsins var Egill Friðleifsson, söngkennari. Er þetta í þriðja sinn sem slíkt mót er haldið, en fyrsta sinn sem íslenzkur barnakór tekur þátt í því. Mótið fór fram í Kulturhuset í Helsinki og var útvarpað og sjónvarp að frá mótinu um alla Skandi navíu. Upptaka frá mótinu verður svo síðar flutt hér í útvarpi og sjónvarpi. Hver kór söng 3 lög, en síð an sungu allir kórarnir sam- eiginlega 2 lög. Lögin sem ís- lenzki kórinn söng voru: Fyrr var oft í koti kátt, eftir Erið rik Bjarnason, Táta, táta, þjóð lag og Upp skepna hver, gam- all sálmur í útsetningu Ró- berts Abrahams Ottósonar. Ferð kórsins tók alls 6 daga og heimsótti hann m. a. vina bæ Hafnarfjarðar, Hámeelinna og söng kórinn þar á 3 stööum. Þá var staldrað við í Kaup- mannahöfn á heimleið og merkustu staðir borgarinnar skoðaðir. Kórinn hlaut frábær ar viðtökur og undirtektir í ferðinni. Fararstjórar voru Páll Eiríksson, læknanemi og Arndís Jónsdóttir kennari. Söngstjóri var sem áður segir Egill Friðleifsson. Merkur skólamað ur kvebur larsdið Kurt Zier hefur nú látið af störfum sem skólastjóri Mynd lista- og handíðaskólans að eig in ósk. Kurt Zier er löngu lands- kunnur fyrir störf sín til efl i ingar íslenzkri myndlist. Kom hann fyrst hingað til lands sem flóttamaður árið 1939. Ár ið eflir stofnaði hann ásamt Lúðvíg heitnum Guðmunds- syn: Myndlista- og handíða- skó arin. Dvaldi Kurt óslitið hér eridis til ársins 1949 að hanu sneri til heimalands síns Þýzkalands. 1961 kom Kurt aftur til íslands og hefur sf.arf að við skólann í 7 ár. Mun Zier á næstunni flytjast búferlum til heimalands síns af fjöl- skylduástæðum, en dætur hans eru búsettar í Þýzka- landi. Handíða- og myndlistaskól- inn fær þó að njóta krafta hans áfram, þar eð hann mun halda námskeið um lengri eða skemmri tíma í skólanum í framtíðinni. Kurt gat þess á blaðamanna fundi nýlega, að hann hefði bundizt órofa böndum við ís- land, er hann kom hingað af frjálsum vilja í seinna skipti 1949, einkum þó æsku lands- ins og myndi svo verða meðan hann lifði. Er Kurt Zier var að því spurður, hvað hann hygðist taka fyrir í framtíð- inni svaraði hann því á þá leið, að hann ætlaði að gera það, sem sig hefði ávallt lang að til, en það væri að mála. Alls stunduðu um 300 nem endur nám við skólann í vet- ur, þar af 70 í dagskóla og er þetta 28. starfsár skólans. Haldin yerður sýning á verk um nemenda daglega kl. 2—10 til n.k. miðvikudags, er próf- um lýkur við skólann. Að þessu sinni verður sýnt verk nemenda í auglýsingadeild. í ræðu, sem Kurt Zier hélt gat hann þess, að megin áherzla væri lögð á kennslu- fræðileg og uppeldisáhrif og væri lögð áherzla á málfræði listarinnar frekar en listaverk einstakra nemenda. Lét hann í ljós þakklæti sitt til Reykjavíkurborgar og ríkisinsvfyrir skilning á mál- efnum skólans. Þó hefði mest glatt hann ummæli, sem ung stúlka úr forskólanum hefði látið sér um munn fara, er hann spurði hana um veru sína í skólanum, hefði hún horft á hann leifrandi augum og sagt: Ég hef aldrei orðið eins ham- ingjusöm og hér. Sagði hann þetta vera það sem stefnt hefði verið að og myndi hann ávallt geyma þessi ummæli í huga sér. Kurt Zier við eitt verka á sýriingunni, sem haldin er i Myndlista- ogr handíðaskólanum. (Ljósm. Bjarnleifur). Á fimmtudag í næstu viku frumsýnir Leikfélag Ré'ykja- víkur gamalkunnan skopleik, Leynimel 13, sem fyrst var sýndur í Reykjavík fyrir 25 ár um og naut þá mikillar hylli. Síðan hefur Leynimelur 13 ver ið vinsælt verkefni leikfélaga úti um land, en ekki sýndur aftur í Reykjavík fyrr en nú. Höfundur leiksins nefndi sig Þrídrang í upphafi, en bakvið dulnefnið leyndust þeir félag- ar Emil Thoroddsen, Indriði Waage og Haraldur Á. Sigurðs- son sem stóðu fyrir leikfélag- inu Fjalakettinum, og var Leynimelur 13 eitt af fyrstu verkefnum hans. Þrír leikarar sem þátt tóku í frumsýningu leiksins leika sín gömlu hlul-^ verk í sýningu Leikfélagsins, þau Emilía Jónasdóttir, Áróra Halldórsdóttir og Jón. Aðils. Bjarni Steingrímsson setur leikinn á svið, en aðrir leik- endur eru Guðmundur Páls- son, Jón Sigurbjörnsson, Sig- ríður Hagalín, Margrét Ólafs- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurður Karlsson, Borgar Garð arsson, Pétur Einarsson, Kjart an Ragnarsson og Anna Krist- ín Arngrímsdóttir. Anna Kvist

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.