Alþýðublaðið - 14.05.1968, Page 7

Alþýðublaðið - 14.05.1968, Page 7
EFTIR ÓLAF JÓNSSON í VETUR hefur getið að líta óvenju-margar og svipmiklar ' kvenlýsingar í leikhúsunum í Reykjavík, nú síðast Normu Mclntyre í leikriti Guðmund- ar Kambans, Vér morðingjar;, en þar áður sjálfa Heddu Gabl er Ibsens, þar áður Steinunni Jóhanns Sigurjónssonar og þar áður Höllu hans í Fjalla-Ey- vindi sem Leikfélag Reykjavík ur sýndi á 70 ára afmæli sínu í fyrravetur. Tvær leikkonur af yngri kynslóð leikhúsanna haía farið með þessi viðurhluta miklu hlutverk, þær Krist- björg Kjeld og Helga Bach- mann, vió eftirtekt og áhuga leikhúsgesta og almennt lof leikdómenda. Þetta eru klass- ísk viðfangsefni, Ifedda . Gabl er á alþjóðavísu, leikir Jó- hanns Sigurjónssonar hér heima, og verður verkefni hverrar nýrrar kynslóðar í leikhúsinu að taka þau upp til nýrrar meðferðar. Ekki verður sagt að vísu að sýning ar Þjóðleikhússins og Leikfé- , lags Reykjavíkur hafi leitazt beinlínis við að „módernisera" leikina, túlka þá upp á nýtt í Ijósi nútímalegra viðhorfa; þessar sýningar voru allar hefð bundnar og gerðu ekki tilraun til að heimfæra leikina nútím anum sérstaklega eða skilja þá neinum nýjum skilningi; þarf víst ekki að taka fram að þessi staðhæfing er hvorki lof né last um sýningarnar. Engu að síður mega þær vel verða tilefni til áð velta fyrir sér „stöðu konunnar“ í íslenzkum bókmenntum um þessar mund ir. Dugmiklar og gáfaðar leik konur fást þar við margslungn ar, djúprættar kvenlýsingar sem vissulega hafa ekki fyrnzt frá því þær voru fyrst festar á blað, sýndar á sviði. En hvaða skilning hafa íslenzkar bók- menntir nú á dögum að miðta á hug og högum konunnar, ís- Þónunn Elfa Magnúsdóttir lenzkrar nútímakonu í miðri hinni altæku byltingu þjóðlífs ins á íslandi. Og hvað hafa íslenzkar skáldkonur til þess- ara mála að leggja? Það sem átt er við, er annars vegar þær hugmyndir sem fram koma í skáldskap, hvort held- ur er eftir karla eða konur, um stöðu og hlutverk konunn ar í samfélaginu, ástkonu, móð ur, húsfreyju,’ félaga og jafn- ingja karla, og um hið hefð- bundna hlutverk konunnar á breyttum og breytilegum tím- um. Og hinsvegar hvort fram komi og hvernig þá, eitthvert sérstakt kvenlegt næmi eða . innsæi í skáldskap, sérstök kvenleg stílgáfa, afstaða til . efnisins. yæntanlega hafa menn tek- ið eftir hve mikið fór fyrir kvenlýsingum í íslenzkum bók menntum um og eftir aldamót in síðustu. Halla Jóhanns Sig urjónssonar er tvimælalaust veigamesta hlutverkið í Fjalla Eyvindi, og skilningur og með ferð Steinunnar hlýtur að ráða miklu um hverja sýningu Galdra-Lofts. Helge Toldberg^ telur í bók sihni um Jóhann að Halla hafi þegið nokkuts af nöfnu sinni í skáldsögu Jóns Trausta, sem Vafalítið er fétt athugað; og síðar samdi Jón Trausti aðra kvenlýsingu hlið stæða ,í gerólíku samhengi, Önnu frá Stóruborg. Anna frá Stóruborg gengur hreint til verks: hún kippir smalastrákn urh sínum, 15 vetra gömium upp í til sín, fennandi blaut um og illa til reika, gerir hann að elskhuga sínum og kemur honum til manns. Ást þeirra, eða öllu heldur: ást hennar, yf irvinnur alla þá örðugleika sem himin vítt haf stéttaskipt- ingarinnar virðist leggja í veg þeirra, öndvert aldarfar með þveröfugri siðaskoðun við þá sem Anna aðhyllist sjálf ásamt með höfundi sínum. Ástin sigr ar allt í Önnu frá Slórubnrg eins og mörgum öðrum góðum sögum. „Það var sem móður- leg viðkvæmni og lengi bæld ástarþrá rynnu saman í svipn um,“ segir um Önnu á þessum örlagafundi þeirra Hjalta í sög unni; og þessi eina setning er í rauninni einasta skýring hennar á því að til ásta stofn ast með þeim. En hún lýsir ástarskoðun sem var einkenni lega tíð í skáldskap á þessum tíma, og eímir raunar eftir af hennt lengi síðan. Anna frá Stóruborg á það sammerkt með ýmsum öðrum kveijlýsing^ um samtímis sér, að hún er Hjalta móðir og ástkona í senn, eins og Halla Jóhanns Sigur- jónssonar Fjalla-Eyvindi sín- um og Halla Jóns Trausta minnsta kosti Þorsteini frá Hvammi öðrum þræði; hin stranga vonda stjúpa í eigin- konugervi er líka upp- máluð í Heiðarbýlinu þar sem er Borghildur húsfreyja Egils í Hvammi. í Galdra Lofti er val milli tveggja kvenna sett á addinn, Steinunnar og Dísu, hinnar jarðnesku móðurlegu ástkonu og loftkenndu sak lausu ástmeyjar; og það val felur f sér hvorki meira né minna en sálarheill Lofts. í Gerplu dreymir Þormóð ltol brúnarskáld að hann sjái tvær konur leika að fjöreggi sínu: „Þessar konur voru allsköru- legar, var önnur dökk á brún FYRRI HLUTI og brá en hin björt að yfirlit um, sýnist honum önnur vera trölikona en hin valkyr.ia.“ Það þarf ekki mikla getspeki til að ætla að hin bjarta kona sé Þórdís Kötludóttir en hin dökka Sigurfljóð húsfreyja, en af hennar kné hefur Þormóð ur „það undur sem ekki him inn né jörð fær við jafnazt né á aukið né ofar kömizt unz heimsbyggðin er öll og goðin dauð.“ í lýsing Kolbrúnar, eða Sigurfljóðar, í Gerplu er hin móðurlega kvenhugsjón færð í þjóðsögulegt veldi, en móð ureðlið er víðar ríkt í ástkon- um Halldórs Laxness, og kem ur þegar fram hjá Sölku Völku í áslum þeirra Arnalds: hún verður ástkona hans, veitir honum móðurlega forsjá og Guði;ún frá I*únði . þiggur um leið kenningar hans opnum og hrifnæmum huga, og fær ungur maður vart kos ið sér betri hlut. Og hér má enn nefna til dæm is Fjallkirkju Gunnars Gunn- arssonar sem lýsir öll saman leið Ugga litla Greipssonar milli tveggja kvenna, Selju móður sinnar og Selju eigin- konu; hefur Sigurjón Björns- son sálfræðingur skrifað fróð lega um þetta efnisatriði í lít- illi bók um Gunnar sem hann nefnir leiðina til skáldskapar. |V|óðir og ástkona í einni mynd, einni kvenlýsingu: hug myndin er algeng og tilbrigði hennar margvísleg og hún á sér sínar góðu og gegnu skýr ingar eftir sálfræðinni. Þær konur sem nú hafa verið nefndar eru allar stollar og slórlátar, ósigrandi kvenhetj- Ur í hverri sinni raun. En við hliðina á þessum miklu ma- donnum er hætt við að verði með köflum minna en skyldi úr elskhugum þeirra, og eru þeir allir til vitnis um það, hver með sínu mótinu, Kári í Fjalla-Eyvindi, Barna-Hjalti og Arnaldur í Sölku Völku. Andstæður þessum sjónar- hætti, með tilhneigingu sinni að upphefja konuna og ást hennar, setja hana á einhvers konar stall, er annar sem er minnsta kosti jafnalgengur í skáldskap, sá sem einvörðungu lítur á konuna sem „sexúal objekt“, kynferðislegt leik- fang karlmannsins fremur en leikfélaga, og leggur enn minni ræk[ við aðra þætli kvenlýsingar en þá sem lúta að beinu kynferðileeu hlut- verki konunriar, oft með grimmri áherzlu á líkamleg kyneinkenni hennar. Dæmi um þessháttar kvenlýsingar úr skáldskap. sem þó á að heita alvarlega stílaður, mætti t. a. m. nefna úr hinum stóru skáldsögum þeirra Ingimars Erl. Sigurðssonar og Jóhannes ar Helga sem mjög voru um- talaðar fyrir nokkrum árum. Þar er kvenfólkið í sögunum einungis séð í sínu kynferði- lega hlutfalli við afrenndar söguhetjur þeirra; og er þessi skoðunarháttur . eilt af bví sem gerir tortryggilegt höf- undar þessir séu jafn-róttaek- ir og þeir vilja víst sjálfir vera láta. En þessi almenna afstaða hygg ég að sé til muna al- gengust í nýlegum raunsæi- legum skáldskap á íslenzku, fyrst og fremst sé litið á-kon- juna Og hertni lýst sem kyn- . ferðjsveru; .. höfundar -sjái konur einkum í afstöðu þeirra til karlmannsins, ekki sem jafngilda sjálfstæða einstakl- inga sem eigi sér tilveru og tilverurélt annarsstaðar en í rekkjunni. Þessi afstaða ein segir vitaskuld ekkert til um það hvort sögur séu „góðar“ eða „vondar“, sem er undir fleiri atvikum komið. Hjá Guð bergi Bergssyni, þeim mikla uppreistarsegg íslenzkra bók- mennta um þessar mundir, er þessum viðhorfum að vísu breytt eins og öðrum, þó hann leggi sízt minni áherzlu en aðrir á kynlíf og kynferð ismál. Guðbergur er sagður klámfenginn höfundur, en klámfengni hans kemur þá ekki fram í ertandi og örv- andi kynlífslýsingum, sem löngum hafa verið vinsælar, ekki heldur í grófu og gráu gamni um kynferðismál sem er einn þáttur okkar þjóðlegu kveðskaparíþróttar, heldur í þeim óhugnaði, viðbjóði sem lcynlífinu fylgir í sögum hans. Tómas Jónsson er kynósa bók, þrungin margvíslegu kyn- ferðislegu efni, oftast grófu og klúru, og með óþvegnu orð- bragði. En eitt meginstef henn ar er hamskipti konunnar í sögunni, sem hefst þar í þjóð sögulegt veldi. einhverskonar goðmögnun Iiennar, og sam- bærileg hamfletting sögu- mannsins, Tómasar, sem skrif ar ,sig bókshVlega til agna í sögu sinni. ^n hvað hafa konur sjálfar til þessara mála *að leggja, hvernig er þeirra eigin skáld- skap háttað? Þær kvenlýsingar sem fyrr voru nefndar voru margar hverjar sprottnar beint úr ís- lenzkri þjóðlífslýsingu eins og fréltamanna. En þó var það Framhald á 14. síðu. Gréta Sigfúsdóttir ffi«U8WHM68---ALÞÝPUBUÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.