Alþýðublaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 8
Ilölttifdj-ötonoiirifd)* 'törottf, £onbon, í. Sitjtímm, (Sfrattl. $ a m ími r (t & 3n Ctmmifmn bti ifertjoberlf) & C». » » & o. ALÞÝÐUBLAÐIÐ margar fjölskyldur reyndu að byja lífið ó nýjan leik í Brazi- líu eða Bandaríkjunum. Ekki bjó Marx sjálfur þó við neina sérstaka erfiðleika. Hann gekk menntaveginn, eins og aðrir ungir menn af borgara- stéttinni. Hann dreymdi ekki um byltingar komandi ára —. heldur um ástina. í skólanum kynntist hann Jenny von West- phalen, stúlku, sem hann dáðist að og elskaði á rómantískan hátt. Þau trúlofuðust leynilega og án vitneskju foreldra henn- ar, áður en Marx hélt til fram- haldsnáms í Berlín 18 ára gam- all. Til eru mörg hjartnæm ástarbréf með ástarljóðum, sem gefa fagra mynd af ást þeirra Jenny og hins mjkla byltinga- manns, sem síðar varð. Jenny varð eiginkona Karls Marx og dyggur lífsförunautur hans á löngum og viðburðarík- um æviferli, trú honum í and- streymi og fátækt útlegðarinn- ar. Hún dó í London 1881. Faðir Karls, Heinrich Marx, var lögfræðingur. Hann var í hópi frjálslyndra lögfræðinga, sem hin prússnesku stjórnar- völd höfðu litlar mætur á. Á þessum árum var ærið til- efni til að gagnrýna hina alls- ráðandi prússnesku embættis- mannastjórn. Og í Trier mót- mæltu margir. Þrátt fyrir mjög stranga ritskoðun á blöðunum var „Trier Zeitung” talið eitt af róttækustu blöðum landsins á þessum árum. Þetta andrúmsloft kúgunar og baráttu gegn henni er þó ekki einhiýt skýring á því, hvernig Marx snerist gegn því þjóðfélagi, sem hann var alinn upp í. Til viðbótar verður að minna á, að fjölskyldan var Gyðingar, enda þótt hún hafi látið skírast til kristni áríð 1824. Karl Marx var ekki nema miðlungs nemandi í skóia, eins og prófskírteini hans sanna, en þau eru enn til. Híns vegar má segja, að í prófritgerð hans hafi verið fyrirboði, því hann segir þar, að þjóðfélagslegt umhverfi hafi megináhrif á þróun hvers einstaklings. Þannig fái til dæmis margir ekki að velja sér ævistarf eftir eigin höfði, held- ur ákvarði allar aðstæður það fyrir nemandann. í þessari rit- gerð þykjast fræðimenn sjá fyrstu tilraunir Marx til að skilja stöðu mannsins í þjóð- félaginu. Framhald á bls. 13. Þessi fagra mynd sýnir miðaldasvipinn á hinni gömlu Rómverjaborg, Trier, eins og hún var á bernskuárum Marx. Alþýða manna bjó við f.átækt og vesæld á þessum árum. 150 ára afmæli Karls Marx var haldið hátíðlegt í Trier, hinni fornu Rómverjaborg við fljótið Mosel í Vestur-Þýzka- landi, 5. maí síðastliðinn. Sá sagnfræðingur er nú ekki tU, sem ekki viðurkennir þýðingu Marx, hvort sem menn aðhyll- ast kenningar hans eða ekki. Hann hafði mikið. ímyndunar- afl, ef til vill meira en aðrir menn um hans daga. Hann varð ekki aðeins mikill hugsuður, heldur og fræðimaður, sem með rannsóknum sínum vann mikið brautryðjendastarf í félags- fræðum. Mótun Karls Marx er nátengdi því umhverfi, *þar sem hann ólst upp í Trier. Ætla mætti að þessi fagra, litla borg, með rústum frá timum Rómverja og ótal kaþólskum kirkjum og klaustrum hefði falið þær félags Iegu aðstæður, sem fólkið raunverulega bjó við. En borg- in hafði búið við kreppu- ástand í efnahagsmálum allt síðan Prússar hertóku hana ár- ið 1814. Verzlunaraðstaða borg- arhús, sem þeir höfðu lifað á um aldir, hafði verið gereyði- lögð. Of margt fólk starfaði við verzlunina, en hún dróst saman vegna nýrra skatta og erfiðra aðstæðna. Þetta leiddi til þess, að á æskuárum Marx flutti margt fólk burt frá Trier, og í þessu liúsi í Trier viff Marx kl. 2 að nóttu 5. Þessi mynd sýnir mark; brunn á fyrri hluta 19. Marz var um skeiff ritstjóri Nýja Rínarblaðsins og reyndi aff hafa áhrif á byltinguna 1848. Blaðið var síffar bannaff.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.