Alþýðublaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 11
GURLÚin Framhaldssaga eftir ÖRGU JÖNSDÓTTU'R Teikningar eftir mmm lár. reikna það út á allskonar máta eins og þeir þekkja bezt í rannsóknarlögreglunni, x að konan hefði ekki verið færð til að komast út. Þar af leiðandi hlaut morð- inginn að hafa farið út um ■glugga, nema hann væri enn falinn í íbúðinni. Blöðin skrifuðu um flugu- manninn, sem hefði sennilega skriðið niður veggi, en það gerðu þeir bara á baksíðu Al- þýðublaðsins, því þeir þar r gera grín að hverju sem er og það meira að segja að jafn alvarlegu máli og morði. Gvendur var hneykslaður, en ég hafði gaman af. Mér finnst baksíða Alþýðublaðsins oft reglulega skemmtileg og ég veit um marga sem hlæja mér til samlætis. 'ERCO BELTIog BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO [Keðjur Spyrnur Framhjói Botnrúllur Topprúlíur Drifhjól Bolfar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæSavara á hagstæSu verSi EINKAUMBOÐ ALMENNA , NARFÉLAGIÐ" 15 — SIMI 10159 En það fór samt hrollur um mig, þegar ég las þetta. Að vísu les ég hasarblöð um Spiderman og Batman ,og Superman og hvað þeir nú heita. Það eru menn sem annað hvor fljúga eða klífa ókleifa veggi. En ég vissi ekki að þeir á baksíðunni á Alþýðublaðinu gerðu það líka. Kannski þeir fái blöðin lánuð hjá sendlunum eins og ég fæ þau lánuð hjá stráknum hennar F rið rikku. En hrollurinn var nú aðallega út af draumum mínum um köng urlóna og vefinn hennar og and lit Friðrikku. Mér finnst gaman að glæpa- reyfurum og þá mest að þeim, þar sem morðinginn hefur skilið eftir sig óskiljanleg ummerki, sem enginn tekur eftir nema leynilögreglumaðurinn (hann er sjaldnast í lögreglunni) eða manneskja eins og ég. Svo kemst fólkið að öllu og skilur samheng ið, áf því þeir heyra allt í einu eitthvað, sem öðrum virðist ó- skiljanlegt, en sem vekur í huga þcirra viss hugsanatengsl. Og sjá, hugmyndin er fullsköpuð og situr í heila þeirra og límir sig fasta eins og flugur við vef köng urlóar, sem sýgur úr þeim lífs- blóðið. Svo verður þetta allt að alvax-legri ákæru, sem þarf að taka skýrslu um. En ég sá ekki neitt, sem máli skiptir, þegar ég fór upp til Magdalenu. Eg sá að vísu bollana og ösku- bakkann á borðinu og mér fannst undarlegt, að Magdalena skyldi ekki hafa þvegið upp áður en hún fór að hátta. En það veit guð að mér hafði aldrei kom ð til hugar að leita í öskubakkanum og finna hvaða tegund af síga rettustubbum voru þar. Hvað þá heídur að mér hafi komið til hug ar að rannsaka, hvaða tegundir af sígarettum mennirnir í húsinu reyktu . Bjössi kvaðst ekki muna eftir einu né neinu, svo rannsóknarlög- reglan vissi það eitt, að hann fannst heima hjá sér morguninn eftir að við fundum líkið. Hann kom víst heim um nóttina og það meðan Friðrikka var ringluð, já meira en ringluð í hálfgildis yfir liði og langt frá því að geta tal að við einn eða neinn hvað þá, að hún gæti sagt frá hlutunum í samhengi. Það var samt nóg. Magga litla dóttir hennar, sagði pabba sínum að Magda- lena væri dauð og pabbi hennar tautaði: — Gott það var kominn tími til að einhver kæmi kerlingarálk unni fyrir kattarnef. Svo staulaðist hann inn í rúm og fór að sofa. Og þar fundu þeir hann. Eg hef eins og ég hef áður skrifað, lesið fullt af glæpareyf urum. Gvendur er í rannsóknar lögreglunni og það hefur vakið áhuga minn enn meira en fyrir var. Eg verð að vísu að viður- kenna það, að eftir að hann tók þetta mál svona föstum tökum fór ég að efast um það, sem ég áður hélt: ég væri honum meiri við að leysa morðgátur. Og þó... Það er enginn, sem hefur minnzt á miðann, sem ég sá und- ir dúknum og ég þori ekki að segja það núna. Gvendur myndi veiða það upp úr mér, hvers neitt um miðann í upphafi, ef vegna ég hefði ekki sagt honum þeir hafa fundið hann og svo myndi hann hlæja að mér, ef þeir hafa fundið hann fyrir löngu (sem sennilegast er) og segja mér, að hann sé einskis- virði. Ef hann hefði ekki fundið miðann, yrði liann afskaplega reiður og skammaði mig fyrir að segja það ekki strax og þess vegna ætla ég að þegja. Eg vil hvorki láta hlæja að mér eða skamma mig. Mér leið ist hvoru tveggja. Gvendur sýndi mér tímaplan, sem þeir liafa gert um ferðir Bjössa og af því að það minnir svq á öll þessi tímaplön, sem eru ómissandi í glæpareyfurum, ætla ég að setja það hérna n ður. ég að setja það hérna niður. bók, heldur aðeins að skemmta mér við að skrásetja eitt og ann að eins og ég væri að skrifa sendibréf og til að drepa tímann en þó ætla ég að setja það á pappír. Annars væri þetta ekki alvöru glæpareyfari. Svona er tímaplanið yfir ferð ir Bjössa: kl. 13.00 (kl. 1 e.h.) Bjössi fer að^ drekka Winiak (eins konar kon- íak. Eg spurði Gvend) með vin um sínum. Hann er mjög óróleg ur og æstur. Talar mikið um konu í húsinu, sem sé að eitra heimilislíf sitt. Ber í borðið. Hef ur hátt. Fer út og sækir peninga í Tryggingarnar og meira vín. Fær láhaðan síma. Hringir. Tal ar við konu. Hefur hátt. Heimtar einkasamtal. Ákveður að koma kl. 19.00 (kl. 7 um kvöld). kl. 18:45 (kl. kortér í 7 e.h.) Bílstjóri ber, að hann hafi ekið Bjössi hringir á bíl frá Hreyfli. honum til heimilis hans. kl. 19.00 (kl. 7 e.h.) Jóhannes heyrir gegnum vegginn að þau lenu. (Jóhannes er karlinn, serp á heima á’ móti Magdalenu á 12. Bjössa. Bjössi fer inn. Jóhannes hæð). Hann gægist fram og sér heyrir gegnum vegg nn, að þau rífast (hann hlýtur að hafa lagt eyrað mjög þétt að veggnum. Hljóðeinangrunin er ágæt hérna). kl. 19.35 (nú hljótið þið að vita, hvernig þessi 00/100 útreikning ur er) Leigubilstjóri frá Bæjar- leiðum ber, að hann hafi tekið Bjössa fyrir utan heimili hans og ekið honum niður að sjó. Bjössi er greinilega mjög .mikið æstur og órólegur. kl. 19:45 - 23.55 Ekkert er vit að um ferðir Bjössa. Eftir 23:45 Bjössi drekkur með allskonar mönnum. Hann neitar að fara strax heim. Kvartar undan „eitruðu" hugarfari konu sinnar og kveðst vita, hver or- 8 sökin sé. Talar mikið um ástæðu og réttmæti þess, að drepa þann eða þá, sem orsökin sé fyrir þessu „eitraða" hugarfari konu hans. Virðist mjög drukkinn og æstur og líklegur til hvers sem er. SMURT BRAU© SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIP SNACK BÁR Laugavegi 126, sími 24631. S. Helgason hí. mii HOLLENZK GÆÐAVARA PLÖTUSPILARAR SEGULBANDSTÆKI BAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTÍ 23 SÍMl 18395 15. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ XI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.