Alþýðublaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 9
A skátamóti í Tunguskógi 1939. „Valkyrjan" á Isafirði 40 ára ÞANN 17. maí 1968 voru liðin 40 ár frá því að kvenskátafél. „Valkyrjan” á ísafirðj var stofn- að. Tildrög þess að félagið var stofnað, voru þau, að hér á ísa- firði hafði verið stofnuð skáta- sveit drengja, „Einherjar.” — Vaknaði þá mikill áhugi hjá stúlkunum á' að stofna kven- skátasveit. Varð það svo úr, að Guðrún Stefánsdóttir, frá Kven- skátafélagi Reykjavíkur kom hér og stofnaði kvenskátafélag, er hlaut nafnið „Valkyrjan”. Stofnendur voru 8 og fyrsti sveitarforinginn var Elísabet Guðmundsdóttir. Litlu síðar tók Áróra Halldórsdóttir við félags- foringjastarfi, en aðstoðarfélags foringi var Unnur Gísladóttir og störfuðu þær sem slíkar til ársins 1934, en þá flutti Áróra úr bænum. Starfsemi félagsins iá niðri í IV2 ár, en 26. sept. 1936 var kallaður saman fund- ur og mættu þar 11 Stúlkur, sem voru ákveðnar í að hefja félags- starfsemina á ný. Var þá kjörin félagsforingi María Gunnars- dóttir og var það upphafið að rúmlega 25 ára starfi hennar, sem félagsforingi Valkyrjunnar. Á því tímabili efldist félagið mjög og var það ekki hvað sízt að þakka ötulli og traustfi for- ustu félagsforingja. Árið 1940—41 er María Gunn- arsdóttir var fjarverandi úr bæn- um, sinnti Helga Kristjánsdóttir félagsforingjastarfinu Og 10 ár- um síðar eða 1950—51 var Halla Kristjánsdóttir félagsforingi í eitt ár. Árið 1962 tók María R. Gunnarsdóttir við félagsfor- ingjastarfi og gegndi því til árs- ins 1965, að núverandi félags- foringi, Auður Hagalín, tók við. Húsnæðisekla háði mjög starf- semi félagsins fyrstu árin. Fyrsta sumarið var því aðallega farið í útilegur og mátti þá um helg- ar sjá skátastúlkur á ferð með poka og pinkla, ýmist gangandi eða á reiðhjólum, sem auðvitað voru hláðin alls . kyns farangri. Fyrstu veturna voru fundirn- ir aðallega haldnir í fimleika- húsinu, sem þá var og sem í dag er Skátaheimilið. Árið 1938 fengu svo skáta- stúlkurnar herbergi til afnota í húsi Bárðar Tómassonar, Tún- götu 1. Það herbergi sem nefnt var „Kátakot” var svo aðalað- setur Valkyrjunnar allt fram til ársíns 1954. Féiagsfundir voru á þessu tímabili haldnir í Gagn- fræðaskólanum og eins voru iðulega haldnir fundir á heim- ili þáverandi félagsforingja, Maríu Gunnarsdóttur. Hin síðari ár hefur svo félag- ið haft góða starfsaðstöðu í húsi Einherja, Skátaheimilinu. Strax á öðru starfsári félags- ins var hafizt handa um bygg- ingu útileguskálans „Dyngju” á Dagverðardal. Sá skáli stendur enn traustur og tryggur og frá útilegum í „Dyngju” eiga flest- ar Valkyrjur hugljúfar minning- ar. Sagan um smíði „Dyngju” er um margt sérkennileg og skemrritileg. Hugmyndin að byggingu skálans kom upphaf- lega frá Vilmundi Jónssyni, er þá var héraðslæknir hér. Hann hafði hitt nokkrar Valkyrjur á Framhald á bls. 14. Skátasveit Valyrkjunnar árið 1931. Fremsta röð f. v. Unnur Bjarnadóttir (látin) Hulda Ölafsdóttir, María Helgadóttir. M'iðröð: f. v. Hulda Samúelsdó ttir, Sigurlína Ingvarsdóttir, Inga Ingvarsdóttir, Fanney Helgadóttir, Elísabet Samúelsdóttir, Áróra Ilalldórsdóttir. Aftasta röð f. v. Unnur Gísladóttir, Ragna Jónsdóttir, Guðmunda Helgadóttir (látin), Elín Magnúsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Málfríður Jensdóttir og Þuríður^ Baldvinsdóttir. VELJUM ÍSLENZKT- ISLENZKAN ÍÐNAÐ ÚTBORGUN KR. 1000.- Afborgun kr. 1000.— á mánuði. Svefnbekkir — svefnstólar — sófaborð — innskotsborð — kommóður o. m. fl. Sófasett útb. frá kr. 4000,- eftirstöðvar á 1. ári. i VALHÚSGÖGN Ármúla 4 — Sími 82275. Kjólaefni Pilsaefni Náttkjólasatin o.fl. Höfum nú tckið fram mikið af alls konar metravöru, sem selst næstu daga á mjög hagstæðu verði eins og: Sand krep, krepsatín rifsefni svart og misl. — Rósótt sumar- kjólaefni. — Nokkur kápuefni — svart peysufatasatín. — Efni í svuntur og upphlutsskyrtur — hvítt bleikt ljósblátt satín — fóðurefni — gluggatjaldaefni og kynstur af alls konar efnisbútum. H TOFT, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8. Garðahreppur Samkvæmt fyrirmælum í heilbrigðissamþykkt fyrir GarðahreppT ber eigendum og umráða- mönnum lóða að lialda þeim hreinum og þrifalegum. Dagana 27. maí — 1. júní fara vörubifreiðir um hrepprnn við hreinsun gatna og opinna svæða og geta lóðahafar komið rusli af lóðum á bílana. — Óheimilt er að nota sorptunnurn- ar í þessu skyni. í byrjun júní mun heilbrigðisnefnd láta fara fram skoðun á lóðum. — Lóðahreinsun verð- ur að því loknu framkvæmd á kostnað þeirra er ekki hafa farið að þessum fyrirmælum. Heilbrigðisnefnd Garðahrepps. Auglýsingasíminn er 74906 22. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.