Alþýðublaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.05.1968, Blaðsíða 11
Afmælisleikur Fram leikinn á fimmtudag / Fyrstu knattspyrnuleikir sum arsins á Laugardalsvellinum, fara fram á fimmtudaginn. . Þá leikur Fram gegn úrvalsliði, semí íþróttafréttamenn hafa valið. Á undan þessum leik fer fram leik ur á milli „old boys“ Fram og KR, þ. e. liða Bragðarefanna og Harðjaxlanna. Hefst sá' leikur kl. 3. Lið íþróttafréttamanna verður þannig skipað: Sigurður Dagsson, Val Þorsteinn Friðþjófsson, Val Magnús Thorvaldsson, Víking Ársæll Kjartansson, KR Sigurður Albertsson, Keflavík Magnús Torfason, Keflavík (fyr irliði) Reynir Jónsson, Val Eyleifur Hafsteinsson, KR Hermann Gunnarsson, Val Gunnar Felixsson, KR Karl Hermannsson, Keflavík. Varamenn: Diðrik Ólafsson, Vík. Örn Guðmundsson, Vík. Bergsveinn Alfonsson, Val Gunnar Gunnarsson, Vík. Sigurður Jónsson, Val Hörþur Markan, KR. Reykjavíkur- meistarar Vals Hér sést hið unga og efni- lega lið Vals, sem sigraðf í R- víkurmótinu og segja má, að sigur þess hafi verið fyliilega verðskuldaður. Þessi sigur Vals manna er mjög ánægjulegur fyrir félagið, þar sem segja má, að 5 nýliðar hafi sett sterkan svip á liðið. — Nöfn meistaranna eru: Neðri röð f. v." Birgir Einarsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Reynir Jónsson, Hermann Gunnarsson, fyrir- liði, Gunnsteinn Viðar Skúla- son, Smári Jónsson, Páll Ragn- arsson. — Efri röð f. v. Óli B. Jónssson, þjálfari, Bersveinn Alfonsson, Sigurður Jónssón, Samúel Erlingsson, Finnbogi Kristjáhsson, Sigurður Dags- son, Sigurður Ólafsson, Alex- ander Jóhannesson, Elías Her- geirsson, form. kn.deildar. Æg- ir Ferdinandsson form. Vals. ---------.. Fram hlaut annað sæti vann KR 2:1 „ALLT UM ÍÞRÓTTIR" „Allt um íþrótíir" vikublað um íþróttir, auk þátta um skák og bridge hóf göngu sína s.l. mánu- dag. í þessu tbl. er margt að finna. Auk frétta um síðustu í- þróttaviðburði er viðtal við Guð mund Gíslason, sundkappa, í þættinum „Til umræðu" er fjall að um afreksíþróttir, sagt er frá einvígi Kutz og Pirie á 01. í Mel- bourne 1956, þá er rætt við þjálf ara fyrstu deildaliðanna í knatt- spyrnu. Ritstjóri og útgefandi er dr. Ingimar Jónsson. SÍÐASTI leikur Reykjavíkur. mótsins í knattspyrnu, fór fram í fyrrakvöld. KR og Fram börð ust um hvort þeirra skyldi skipa annað sætið. Áhorfendur voru furðu margir, miðað við, að öll spenna í mótinu var um garð gengin, þar eð Valur hafði þegar unnið það. En þrátt fyrir allt var leikur inn all fjörugur og sótt og var izt af kappi. Marktækifæri voru mörg á báða bóga og pressa oft mikil við mörkin, einkum þó af hálfu KR. Hins vegar voru færi Fram mun hættulegri, ekki hvað sízt i síðari hálfleiknum, en mark KR komst þá þrívegis í slíka aðstöðu, að ekki var nema herzlumunurinn, að boltinn lægi í netinu. En Frömmurum skeik aði í öll skiptin. Leiknum lauk með sigri Fram 2 mörkum gegn einu. Jóhannes Atlason bak- Framhald á 10. síðu. Víðavangshlaup unglinga úr ÍR á laugardag ÍR efnir til víðavangshlaups með nýju sniði laugardaginn 25. maí í Vatnsmýrinni en það mun hefjast um kl. 14.30. í þessu víðavangshlaupi' verð ur keppt með all nýstárlegu fyrirkomulagi sem er nýtt hér á landi, en þekkt og mikið not um öll Norðurlönd. Keppt verður í aldursflokkum. Hvert fæðingarár myndar flokk fyrir sig. Vegalengdir hlaupsins eru mislangar, stytztar fyrir þá yngstu en lengstar fyrir þá elztu. Hlaupið verður með stjórn anda, þ. e. a. s. að í byrjun hvers hlaups hleypur fullorðinn með og heldur niðri ferðinni, því eng inn keppendanna má fara fram úr honum, fyrr en hann hættir og gefur þeim fría ferð Þannig er haldið aftur af hinum ungu, á- köfu og lítt reyndu hlaupurum og komið í veg fyrir að þau byrji allt of hratt í hlaupinu og sprengi sig, eins og það einu sinni var kallað . Ætlunin er að þeir, sem æft hafa hjá félaginu í vetur og þeir sem æfðu á vegum þess síðast liðið sumar og fæddir eru 1959 til ‘54 að báðum árum meðtöld- um. bæði piltar og stúlkur, taki þátt í þessu víðavangshlaupi. En öllum öðrum ungum piltum og stúlkum, nýjum og gömlum fé- lögum ÍR, er einnig h'eimil þátt taka. Erfiði þessa hlaups verður ekki meira en það, að allir heil- brigðir unglingar eiga að geta, án allrar hættu, tekið þát.t í því. Mætið öll og takið með ykkur vini, vinkonur og kunningja. Eft- ir því, s'em fleiri hlaupa, verður meira fjör. Skráning til keppn- innar hefst sama dag kl. 13.00. Þegar slík víðavangshlaup fara Sundmóti Reykja- víkur frestaö Sundmeistaramóti Reykjavíkur frestað. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum verður sundmeistaramóti Rvíkur, sem halda átti 21. maí frestað til miðvikudagsins 5. júní. Þátttaka tilkynnist Pétri Kristjánssyni, simi 35735, fyrir 30. maí. S.R.R. | ísfirðingar og | I Siglfirðingar á | j Melavelli kl. 8 I | í kvöld kl. 8 leika ísfirð- \ \ ingar og Siglfirðingar um \ | tilverurétt í 2. deild í I 1 knattspyrnu. Leikurinn fer f | fram á Melavellinum. IIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIin fram erlendis, mæta oft heilar fjölskyldur til að horfa á og hvetja fjölskyldumeðlimina og vini sína í byrjun íþróttaferilsins Eigum við ekki að gera slíkt hið sama hér í bæ? Höfum við nokkuð annað að gera daginn fyrir H-daginn? Valdimar Örnólfs- son formaður Fim- jeikasambands ísiands Stofnþing fimleikasambnds ís lands. S. 1. föstudag (17. maí) var haldið stofnþing fimleikasam bands íslands í fundarsal í S í. Forseti íþróttasambands ís- lands Gísli Halldórsson, rakti aðdraganda þessa stofnþings er væri samþykkt síðasta íþrótta- þings og árangur af starfi undir búningsnefndar er framkvæmda stjórn skipaði 27. október 1966. 12 héraðssambönd í S í, voru stofnaðilar og auk undirbúnings- nefndar og framkvæmdastjórnar mættu 15 fulltrúar. Þingforsetar voru kjörnir: Jens Guðbjörnsson, Reykja- vik, Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki. Ritarar: Sveinn Björnsson og Helgi Hólm. I Á stofnþinginu voru samþykkt lög fyrir fimleikasambandið og síðan kosin stjórn en hana skipa: Valdimar Örnólfsson, Reykja- vík formaður. Meðstjórnendur: Jens Guðbjörnsson, Reykjavík. Sigurður R. Guðmundsson, Leirárskóla. Þorgerður Gísladóttir, Hafnar- firði. Grétar Franklínsson, Reykjavík. Varastjórn: Jón Júlíusson, Rvík, Þórir Þor- geirsson, Laugarvatni, Helgi Hólm, Keflavík. i Endurskoðendur: Hallur Gunnlaugsson, Akranesl Halldór Ingvarsson, Grindavík, Fímleikadómstóll: Jón Þorsteinsson Vignir Andrésson Steíán Kristjánsson 1 Síðan urðu miklar umræður um fimleika, mót og fimleika- mál almennt, en í fundarlok flutti forseti ÍSÍ, Gísli Hall- dórsson hinu nýja sambandi árn- aðaróskir. Með stofnun Fimleikasam-- bands íslands eru sérsamböná ÍSÍ orðin tíu talsins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 22. maí 1968 -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.