Alþýðublaðið - 11.06.1968, Page 1

Alþýðublaðið - 11.06.1968, Page 1
ÞrSjudagur 11. júní 1968 — 49. árg- 105. tbl. Frumvarp um aukið eftir- lit með skotvopnum fram í Bandaríkfaþingi Unnið að uppsetn’ingu flotkranans í Reykjavíkurhöfn. Thomas J. Dodd, öldungadeild- arþingmaður frá Connecticut, lagði í g-ær fyrir öldungadeild ina frumvarp, sem miðar að því að herða eftirlit með sölu og dreifingu skotvopna innan Bandaríkjanna. Frá því að morðið var framið á Robert Kennedy fyrir 4 dögum hafa Bandaríkjamenn unnvörpum afhent lögreglunni skotvopn sín og margir vopnasalar hafa lýst því yfir, að þeir hyggist hætta sölu á skotvopnum og snúa sér að öðrum verzlunar- störfum. I ræðu, sem Dodd, öldunga- deildarþingmaður, hélt í eær' í öldungadeildinni fórust hon um m.a. orð á þá leið, að Banda ríkjamenn yrðu að gera helj arátak vildu þeir komast hjá því, að verða álitnir þjóð morð ingja og ofbeldismanna í aug um heimsins í frumvarpi Dodds felst m. a. að útilokað yrði ?ð senda riffla og byssur eftirlitslaust milli ríkja, en núverandi lög um skotvopn ná einungis til skammbyssna í þessu tilviki og aðeins í nokkrum ríkjum. Þá er gert ráð fyrir því, að öll skotvopn verði skráð og verði ströngustu viðurlögin við van rækslu í þessum efnum 2ja ára fangelsi eða fjársektir allt að 100.000 kr. ísl. Flotkrani lyftir 100 tonna þunga Reykjavíkurhöfn hefur fest kaup á nýjum flotkrana, sem á að geta lyft hvork'i meira né minna en 100 tonnum í einu. Þetta er fyrsti flotkraninn af þessu tagi, sem keyptur er hingaff til lands. Brýn þörf var á aff kaupa slíkan krana vegna aukinni flutninga mjög þungra liluta tíl landsins vegna þeirra stórfram- kvæmda, sem yfir standa í Straumsvík og viff Búrfell. Fréttamaður átti viðtal við Hannes Valdimarsson á Hafn- arskrifstofunni í gær um hinn nýja flotkrana. Sagði Hannes kranann vera hið mesta þarfa- þing. Ástæðan til þess, að hann hafi verið keyptur sú, að nú ykjust mjög flutningar á þung um stykkjum til landsins vegna framkvæmdanna í Straumsvík og við Búrfell. Á næstunni væri von á mörgum mjög þungum stykkjum vegna þessara framkvæmda. Auk þess væri nauðsynlegt, að Reykjavíkurhöfn ætti slíkan krana til að geta tekið á móti þungum hlutum, sem fluttir væru til landsins með skipum. Til þessa hafi enginn krani verið til í höfninni, sem gæti tekið á móti slíkum þunga- flutningum. Kraninn er á stórum pramma, sem er að stærð 12x30 m. Bóman á prammanum er 24—25 metrar að lengd. Frá sjávarmáli og upp í krókana á bómunni eru rúmir 20 metr ar. Akkeri eru á prammanum, á hverju horni hans, þannig getur pramminn haldið sér föstum, er hann lyftir þunga, og sömuleiðis getur hann dreg ið sig til með akkerunum. Hins vegar færist pramminn ekki úr stað fyrir eigin vélarafli, heldur munu hafnsögubátarn- ir látnir draga hann á milli staða í höfninni. Flotkraninn er fluttur til landsins í hlutum og er nú Framhald » bls. 14 Fór Dodd þess á leit við þingið að frumvarpið yrði sam þykkt sem fyrst og að yfir- völdin hæfust þegar handa um að taka skotvopn úr eigu hinna mörgu þúsunda, ef ekki millj- óna glæpamanna, eiturlyfja- sjúklinga, áfengissjúklinga og sálarlega vanheilsa þjóðfélags þegna Bandaríkjanna, sem hafa á undanförnum 30 árum getað aflað sér skot- vopna vegna ófullnægjandi laga. Dodd gat þess að frá aldamót um mætti rekja 280.000 morð til skotvopna, 370.000 sjálfs- morð og 145,000 dauðsföll vegna voðaskota í Bandaríkj unum. Alls mætti þannig rekja 795.000 dauðdaga til skoi vopna' frá aldamótunum fram á þenn an dag. Til samanburðar hafa 550.000 Bandaríkjamenn misst lífið í styrjöldum frá aldamótum. Benti Dodd á, að fjöldi Banda ríkjamanna, sem myrti • hafa verið með skotvopnum í Banda ríkjunum sé óhugnanlega hár miðað við önnur lönd. BA-kennsla í náttúrufræði Ákveðiff hefur veriff aff taka á næsta hausti upp kennslu í náttúrufræff'i til BA-prófs viff verkfræffideild Háskóla íslands^ Hefur ríkisstjórnin fallizt á tillögur Háskólans um tilhögun þess- arar kennslu ogr verffur þar byrjaff meff kennslu í líffræffi, landa. fræffi og- jarfffræffi. Frá þessu skýrffi dr. Gylíi Þ. Gíslason menntamálaráffherra £ ávarpi viff skólaslit Kennaraskóla íslands í gær, en þá lauk 60, starfsári skólans og jafnframt útskrifaffi hann stúdenta í fyrsta skipti. Kvaffst ráffherrann gera sér vonir um aff þessi nýbreytní mætti hvort tveggja í senn verffa til þess aff bæta menntun kennara í þessum greinum og íslenzkum raunvísindum til eflingar. Þá skýrffi menntamálaráðlierra einnig frá þvi, aff ríkisstjórnin hefði ákveffiff aff bera fram á næsta þ'xngi breytingartillögu viffl lögin um lánasjóff íslenzltra námsmanna og yrffi þar gert ráff fyrir aff nemendur í framhaldsdeild og menntadeild Kennaraskólans ættu kost á lánum meff sama hætti og háskólastúdentar á 1. ári. Yrff’i borin fram tillaga um aukna fjárveitingu til sjóffsins í sam- ræmi viff þetta. Frá skólaslitum Kennaraskólans er nánar sagt í frétt á bls. 6. Batnandi horfur á .. I a r • i • •../?• solu a tiskimjoh Ákveffiff he'fur veri® aff hækka verff á fiski og síld til mjölvinnslu í Noregi, aff því er segir í Fiskareu. Þetta þýffir, aff verff til sjó manna fyrir Norffursjávar- síld, makril og íslandssild til mjölvinnslu hækkar um 80 aura á hektólíti'a- Hækkun þessi stafar af batnandi horfum í mark- aðsmálum. Perúmenn eiga aff vísu enn mikiff af fiski mjöli — sennilega um 700.000 tonn — en þeir munu þegar hafa selt mest af þessu magni. Sömuleiffis kemur til, aff friffun á ans- jósu kemur til fram- kvæmda frá og meff 1. júní, og þaff kemur til meff aff draga úr framleiðslunni. i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.