Alþýðublaðið - 11.06.1968, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.06.1968, Qupperneq 6
Kennaraskóla íslands slitið í 60. sinn: 26 kennaraskólastúdentar fyrstu hvítu kollar vorsins Kermaraskóla íslands var slitið í gær við hátíðlega athöfn í HáskóJabíó, og hefur skólinn þá starfað í 60 vetur. í vor útskrifar skólinn í fyrsta skipti stúdenta samltvæmt kennaraskólalögunum frá 1963, og settu 26 ungmenni upp hvíta kolla við athöfnina í gær. Eru það fyrstu stúdentarnir sem útskrifast á þessu vori. Dr. Broddi Jóhannesson setti skólaslitaathöfnina með ræðu. Minrtist hann þess fyrst, að nú eru 60 ár liðin frá stofnun Kennaraskóla íslands, og vék hann að fyrstu hugmyndum um slíkaa skóla, en fyrir um 80 ár- um kom fram tillaga um stofn- un tveggja kennaraskóla á land- inu, sem skyldu vera í Eyjafirði og við Faxaflóa. Sagðist dr. Broddi halda að áldrei hefði af meirj stórhug verið fjllað um mál kennaramenntunarinnar en í þessum tillögum. í ræðu sinni vék skólastjór- inn einkum að síðasta áratug í starfsemi skólans. Árið 1958 voru nemendur skólans 116, en árið 1968 voru þeir orðnir 671. Kvað skólastjórinn þrennt hafa einkennt starf skólans þessi síð- ustu 10 ár: aukin aðsókn að skól- anum, ný löggjöf um skólann og ný mannvirki í þágu skólans. Kvað hann það vera löggjöfinni að þakka fremur öllu öðru að nemendafjöldinn væri nú talinn í hundruðum en ekki tugum. í ræðunni minntist skólastjór- inn á ýmsar nýjungar sem tekn- ar hefði verið upp síðustu ár, og að helztu framtíðarverkefn- um skólans. Meðal annars gat hann þess að komið hefði til fækkunar á sameiginlegum kennslustundum, en slíkt væri nauðsynlegt ef kjörfrelsi ætti að verða nokkurt. Þá hefði að nokkru verið vikið frá venju- legri bekkjaskipun, en stund- um hefði tveimur eða þremur bekkjum verið kennt saman í fyrirlestrarformi, en einnig hefðu bekkir verið klofnir upp í smærri hópa til að vinna að á- kveðnum verkefnum. Vettvangs- fræðsla hefði verið aukin í nátt- úrufræðum og meiri áherzla lögð á fræðilega og sjálfstæða vinnu nemenda. Skólastjórinn minntist í ræðu sinni á húsnæðismál skólans, og kvað nauðsyn að bæta hið fyrsta fyrir það slys að skipta smíði skólahússins í áfanga, en ýmis- legt af húsnæði skólans nýtíist ekki í samræmi við upphaflegan tilgang, þar eð smíði byggingar- innar væri aðeins hálfnuð. Hins vegar kvað hann smiði æfinga- skólans nú komna í höfn og í- þróttahús skólans hefði verið tek- ið föstum tökum. Það kom ennfremur fram í ræðu dr. Brodda, að s.l. átatug hefur Kennaraskólinn útskrifað alls 799 kennara, að þeim með- töldum er luku prófi á þessu vori. 395 hafa verið í almennri 'kennaradeild, 304 í stúdenta- deild, 124 í handavinnukennara- deild, 3 með sérmenntun í söng- kennslu og 1 með sérmenntun í skriftarkennslu. S.l. haust hófu nám í skól- anum 671 nemandi og skiptust þeir í 27 bekkjardeildir. 26 fast- ir kennarar störfuðu við skól- ann auk skólastjóra og stunda- kennarar voru 54, en lausir æf- ingakennarar 81. Próf þreyttu alls 668 nemendur, þar af 5 utan skóla. 19 eiga ólokið prófi vegna veikinda eða af öðrum gildum ástæðum, en 32 hafa gengið frá prófi eða fallið, lang- flestir í 1. bekk. í 1. bekk luku 182 prófi, — hæsta einkunn hlaut Nína V. Magnúsdóttir, 8,59. í 2. bekk luku 166 prófi, hæsta einkunn hlaut Guðrún Þ. Guðmannsdótt- ir, 8,59. í 3. bekk luku 92 prófi, hæsta einkunn hlaut Anna Guð- mundsdóttir, 8,73. í 3. bekk handavinnudeildar lilaut hæsta einkunn Sigríður Teitsdóttir, 8,38. Kennarapróf tóku 86 nemend- ur úr 4. bekk og hlaut Kristín Aðalsteinsdóttir hæsta einkunn 8,96; Guðný Helgadóttir hlaut 8,68 og Sigrún Einarsdóttir 8,62. í handavinnudeild hlaut Bjarni Kristjánsson hæsta einkunn á kennaraprófi 8,84. 65 nemendur luku prófi úr stúdentadeild og hlaut Júlíana Lárusdóttir hæsta einkunn 8,91; Helga Möller hlaut 8,60, og Anna Tryggva- dóttir 8,48. Stúdentsprófi luku 26 nem- endur og hlaut Guðfinnur P. Sigurfinnsson hæsta einkunn 8.96; Oddný Eyjólfsdóttir hlaut 8,51 og Ólafur H. Jóhannsson og Þórður Helgason hlutu báðir 8.22. Meðaleinkunn stúdenta var 7,22. Er skólastjóri hafði afhent hinum nýju kennurum og stúd- entum prófskírteini sín og nokkr- ir nemendur höfðu tekið við verðlaunum fyrir góðan náms- árangur, voru flutt ávörp. Rann- veig Jóhannsdóttir nemandi í 2. bekk afhenti fráfarandi formanni skólafélags skólans gjöf frá nemendum, Hrefna , Þorsteins- dótíir skólastjóri flutti kveðju frá 20 ára kennurum og Sig- valdi Hjá'lmarsson ritstj. kveðju frá 25 ára kennurum. Þá flutti dúxinn á stúdentsprófi, Guð- finnur Sigurfinnsson stutt á- varp, og síðan tók til máls dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra. Er sagt frá ræðu hans annars staðar í blaðinu. Skúli Þorsteinsson flutti skólanum af- mæliskveðju frá Landssambandi íslenzkra barnakennara, og að endingu las skóiastjórinn, dr. Broddi Jóhannesson, upp bréf, sem honum hafði borizt frá Ármanni Snævarr háskólarekt- or, þar sem sagði, að Háskóla íslands væri það ánægja að veita viðtöku stúdentum frá Kennara- skóla íslands. Síðan ávarpaði skólastjórinn hina nýju kennara og stúdenta, og að endingu var sungið ísland ögrum skorið við undirleik Jóns Ásgeirssonar söngkennara skólans. Ármann Snævarr flytur ræð'u sína í gær. Rannveig Jóhannsdóttir þakkar Birni Ingólfssyni f.áíarandi formanni skólafélagsins vel unnin störf. 6 -11. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.