Alþýðublaðið - 11.06.1968, Síða 9

Alþýðublaðið - 11.06.1968, Síða 9
Kenyatta er mik'ill unnandi þjóölegrar arfleifðar. Hér stígur hann fjörugan þjóðdans viff unga blómarós. Myndin er tekin 1964. Fyrir um það bil 10 árum voru brezku blöðin sammála um að for- dæma Jomo Kenyatta. En nú er Kenyatta forseti Iands síns og Iof- aður um allan heim fyrir stjórn- kænsku. verðum að kaupa frelsi okkar með blóði okkar.“ Orð Kenyattas á þessu tíma bili má túlka ýmist sem hvatn ingu til uppreisnar eða sem beiðni um frið. En allt um það, þá urðu ræður hans mjög til þess, að menn flykktust í Mau Mau, þótt hann fordæmdi þann félagsskap í ræðum sínum. Hins vegar missti Mau Mau aldrei trúna á Kenyatta. 21. október 1952 komu 80 lög reglumenn til húss Kenyattas, og handtóku hann fyrir aðild að og forustu fyrir Mau Mau. Réttar haldið fór fram í þorpinu Kapen. guria, skammt frá landamærum Uganda sem valið var vegna þess hve afskekkt það var. í lokaræðu sinni sagði dómarinn, að hann tryði ekki 10 vitnum verjandans og tryði aðeins einu vitni saksóknarans, en það vitni, Rawson Macharia, hefði talað svo vel, að hann hikaði ekki við að telja Kenyatta sekan. Hann var dæmdur í sjö ára fang elsi. En þetta éina vitni saksókn arans, sem tekið var trúanlegt, sór síðar, að það hefði borið ljúg vitni geng Kenyatta. Auk þess lagði það fram bréf frá brezku stjórninni, þar sem liún bauðst til að greiða fyrir nám hans við háskólann í Exeter. Það er ólíklegt, að Kenyatta hafi svarið eið Mau Mau, hvað þá, að hann hafi staðið fyrir slíkum eiði. Mau Maumenn kvörtuðu sjálfir yfir því, að engir menntamenn gengju í hóp þeirra. Ekki er heldur hægt að kenna Kenyatta um þær blóðs úthellingar, er urðu eftir hand töku hans. Vissulega þekkti hann marga af forustu mönnum Mau Mau og þeir litu alltaf á hann sem leiðtoga sinn. En hreyfing in varð ekki til fyrir tilstilli eins manns. Hún varð til meðal al þýðunnar vegna raunverulegra umkvörtunarefna. í fangelsinu hélt Kenyatta líf inu í samföngum sínum, bæði sem kokkur og með því að rækta handa þeim grænmeti. Um leið og honum var sleppt úr haldi var hann svipíur ferðafrelsi og fluttur til Lodwar nálægt Nai- robi. En viðurkenning Macharia á meinsæri sínu og fréttirnar af dauðsföllunum í hinum ill ræmdu Hola fangabúðum voru smám saman að breyta skoðun um Breta á Mau Mau og Keny atta. Svartir stjórnmálamenn í Afríku tóku höndum saman við frjálslynda menn í Bretlandi um að heimta, að garnli maðurinn yrði látinn laus. í kosningunum í febrúar 1961 vann flokkur Ken yattas, KANU, tvo þriðju hluta allra atkvæða, og jafnvel flokk ur andstæðinganna, KADU, lof aði að vinna að því, að Kenyatta yrði látinn laus eftir næstum níu ára' fangelsisvist. Það var aðeins eitt skref úr fangelsinu upp í valdastólinn. í febrúar 1962 varð Kenyatta þing maður og í apríl varð hann ráð herra, og þegar landið varð lýð veldi, árið 1964, varð hann fyrsti forseti þess. Honum hefur tekizt að græða fiölda sára í hinu unga ríki sínu þar á meðal hina alvarlegu óvináttu er upp kom innan Kikuyuættflokksins, vegna af stöðunnar til Mau Mau annars vegar og stjórnvaldanna liins vegar. Menn eru búnir að gleyma að fyrirgefa 10 þús dauðs föll. Og hann hefur líka sjálf ur fyrirgefið meinsærismannin um Macharia, sem nú er ná granni hans í Gatundu. VELJUM ÍSLENZKT HÚSGÖGN « ÍSLENZKAN IÐNAÐ Bólstruð húsgögn, klæði! gömul húsgögm Góð áklæði m.a. pluss, kögur, leggingar og snúrur. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, sími 16807. Tilkynning frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins Með auglýsingu þessari er vakin athygli á áður útsendum tilkynningum um lokun iðnaðardeildar vorrar vegna sum- arleyfa frá 8. júlí — 6. ágúst n.k. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZUN RÍKISINS. STARF RAFMAGNSEFTIRLITSMANNS hjá Rafveilu Siglufjarðar, er laust til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu rafveitunnar fyrir 1. ágúst næstkomandi. Laun samkvæmt 16. launaflokki. RAFVEITUSTJÓRI. GÓLFTEPPI ALL-WOQL FITTED CARPETS THROUGHOUT YOUR HOMS Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stutt- um fyrirvara allar tegundir ai gólfteppum og dreglum breiddir 70 em, 90 cm, 183 cm, 230 cm, 275 cm, 320 cm, 365 cm, 411 cm, 457 cm og 548 cm. Verð frá kr. 250,— til 1.300,— pr. fermetra. Höfum einnig teppafilt og allt til teppalagmnga. ■ ■ A. J. Bertelsen & Co., Ltd. Hafnarstræti 11 — Sími 13834. 11. júnl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.