Alþýðublaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 14
ALHEIMSRAÐSTEFNA Framhald á bls. 10. (hafa fyrst og fremst þörf fyr- ir tæknifræSinga í landbúnaði og búfræðinga. Það er enski hagfræðingurinn Thomas Ba- logh sem 'heldur þessu fram í síðasta hefti af tímariti Mat- væla- og landbúnaðarstofnun- arinnar (FAO), Ceres (Vol. 1. No. 2), sem nefnt er eftir gyðju komskurðarins i róm. verskri goðafræði. „Dragið kennsluna niður á jörðina," segir í fyrirsögn greinarinnar. í heftinu eru ásamt mörgu öðru viðtal við hinn nýja for- Stjóra FAO, Addeke H. Bo- erma, og könnun á þeirri starf semi í Pakistan sem miðar að takmörkun barneigna. Þáttur Svía í þeirri viðleitni er nefndur. Landbúnaðarvandamál eru einnig meginefnið í nýjustu út- gáfu af timariti Menningar- og vísindastofnunar Samein- uðu þjóðanna (UNESCO), Xm- pact of Seience on Society (Vol. XVIII. No. 1). Með til- liti til þess að um helmingur mannkyns þjáisf af hungri og vannæringu, og að vænta má hungursneyðar á vissum svæð- um, leggur einn höfundanna til, að menn hefji að nýju ræktun lítt frjórra landsvæða, sem hætt var að rækta fyrir ekki ýkjamörgum árum vegna þess að þau voru ekki vel fall- in til rækilegrar jarðyrkju. Að- eins um 8 prósent af saman- Iögðu yfírborði jarðarinnar geta talizt vel fallin til ræki- legrar jarðyrkju. Höfundurinn hugsar sér, að horfið verði aft- ur til hins gamla lags þar sem blandað var saman skógrækt, jarðyrkju og beltarlöndum, en nú vill hann taka upp „þrí- víða” skógrækt, þ.e.a.s. gróður- setningu trjátegunda sem gefa af sér timbur, skepnufóður og fæðu til manneldis. Hnotviður er talinn hafa mesta möguleika í tempruðu beltunum. Tímarit Sameinuðu þjóðanna, UN Monthly Chronicle, fjallar í síðasta hefti (Vol. 5, No. 3) um - þá' yfirlýsingu-um afnám mismunar gagnvart konum, sem síðasta Allsherjarþing sam- þykkti. Formaður nefndar Sam- einuðu þjóðanna um stöðu kvenna, Annie R. Jiagge, leggur áherzlu á, að yfirlýsingin verði ekki annað en pappírsskjal, ef ekki verði unnið að því að vekja athygli á henni og fá menn til að skilja hana og ræða um heim allan. Verði yfirlýsingunni beitt af skynsemi, geti hún stuðlað að því að leysa úr læðingi feiki- legt magn af bundnum orku- lindum og þannig fært mörgum löndum krafta sem þau hafa þörf fyrir í þróun sinni. FRÉTTIR FRÁ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM í STUTTU MÁLI. Vegvísar án orða. Sams konar vegvísar og tæknilegar öryggisreglur fyrir farartæki um heim allan er markmiðið með alþjóðlegri ráð stefnu um umferð á þjóðvegum, sem Sameinuðu þjóðirnar efna til í Vín dagana 7. október til 8. nóvember í ár. Þátttaka hef- ur verið boðin 132 löndum. Til grundvallar umræðunum liggja tvær tillögur um nýja sáttmála, önnur um umferð á þjóðvegum, hin um vegvísa, umferðarmerki og vegamerk- ingar. Samkvæmt tillögunum eiga tákn að koma í stað orða á öllum vegvísum, þannig að rutt verði úr vegi þeim tungu- málahömlum, sem nú torvelda mjög allan akstur utan heima- landsins. Styrkir til náms í þjóðarréttí. Sameinuðu þjóðirnar veita í ár 20 styrki til náms í þjóða- rétti. Nokkrir þeirra eru einn- ig ætlaðir umsækjendum frá iðnaðarlöndunum: embættis- mönnum, háskólakennurum og öði’um á aldrinum 25 — 40 ára með reynslu í þjóðarétti. Náms- styrkirnir eiga að gera mönn- um kleift að sækja námskeið sem Sameinuðu þjóðirnar halda m. a. í Genf og Haag. Apartheid-nefnd Sameinúðu þjóðanna til Stokkhólms. Hin sérstaka nefnd Samein- uðu þjóðanna um kynþáttamál í Suður-Afríku mun í sumar heimsækja Bretland, Sviss og Svíþjóð í tilefni Mannréttinda- ársins í því skyni að lierða hina alþjóðlegu baráttu gegn apart- heid. í Stokkhólmi verður nefndin 15. til 19. júní og ræðir við stjórnvöld, stofnanir og einkaaðilja, sem taka þátt í bar áttunni gegn apartheid. Ástæð- an til heimsóknarinnar er m. a. sögð vera framlag og viðleitni Norðurlanda á þessum vett- vangi, m. a. fjárframlög þeirra til hjálparstarfsemi Sameinuðu þjóðanna meðal fórnarlamba aprtheid-stefnunnar. Aukin vitneskja um Iífsrásina. Á nýafstaðinni vísindaráð- stefnu í Monaco komust menn Htið eitt nær vitneskjunni um, hvernig frumur mannslíkamans vinna gegn sjúkdómum eða meiðslum með því að mynda nýjar frumur, og livaða áhrif geislun hefur á þær. Yfir 100 vísindamönnum írá 20 löndum og frá alþjóðlegum stofnunum sóttu ráðstefnuna, sem var hald- in af Alþjóðakjarnorkumála- stofnuninni (IAEA) í Vin. í um- ræðunum varð mönnum ljóst, í hvaða átt ætti að beina rann- sóknum í framtíðinni, hvernig nýjar frumur myndast og sér- hæfa hlutverk sín. Sænskt frækorn tíl vanþróuðu landanna. Frá því hefur verið skýrt, að Svíar muni árlega dreifa 54 þús. tonnum af frækorni til van þróuðu landanna fyrir milli- göngu Alheimsmatvælaáætlun- arinnar' TWFP).’ Kom þetta fram á stjórnarfundi Wfp í Róm nýlega. Framlag Svía er í sam- ræmi við nýjan sáttmála um matvælahjálp. Kostnaðurinn nemur 10,3 milljónum dollara á þriggja ára skeiði. Svíar munu einnig leggja fram 700 þús. dollara upp í kostnaðinn við að dreifa frækorninu fyrsta árið. WFP er rekin af Sam- einuðu þjóðunum og matvæla- og landbúnaðarstofnuninni (F- AO) og notar matvæli sem gjaldmiðil í þróunarstarfinu. Flotkrani Framhald af bls. 1 unnið að því að setja hann saman. Verður því verki lok- ið í lok vikunnar og verður kraninn tekinn í notkun strax í næstu viku. í gær var búið að setja upp bómuna og verið að ganga frá vírum og festingum. Verð flotkranans er um 10 milljónir króna. Atvinnunefnd Framhald af 3. síðu ar. Engum getur dulizt hversu mikilvægt það er í þjóðféiagi okkar íslendinga, að skóla- fólk, sem hyggur á langskóla- nám, geti unnið sér inn nokkra fjárupphæð í sumarleyfinu. Þess vegna vilium við skora á atvinnurekendur og alla þá, sem kunna að geta veitt lið- veizlu í þessum efnum að hafa nemendur Menntaskólans í Reykjavík í huga, ef þeir þurfa á góðu vinnufali að halda. Aðsetursstaður nefndarinnar er í nýbyggingu Menntaskól- ans og eru símar hennar 21070 Og 1G292. (Frá atvinnumálanefndinni). Eftirprentanir Framhald af 3. siðú. sem Hollendingar líta gjarnan á sem fyrri gullöld sína á mynd- listarsviðinu. Eftirprentanirnar eru mjög líkar og sagði sendi- ráðsfulltrúi hollenzka sendiráðs- ins, Tjoarsdstrat, að hann hefði vart getað greint eftirprentanir frá fi’ummyndunum, en þær eru prentaðar á sérstakan hátt í prentmyndagerð hollenzka ríkis- ins. Á sýningunni má sjá verk eft- ir hollenzka meistarann Rem- brandt, Essaias van der Velde, Jacob de Wit o. fl. Sýning þessi er farandsýning og kemur hingað til lands frá Englandi. Á fundi með blaða- mönnum í gær. kom fram, að J. Tjoardstrat, I. sendiráðsritari og sendiherra Hollendinga fyrir ís- land, van Rojan, sem jafnframt er sendiherra Hollendinga í Eng- landi, höfðu báðir komið þrisvar hingað til lands á síðustu árum. Á blaðamannafundi 1 gær gat Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, þess, að mikill hugur væri hjá ráðuneytinu að fá sýninguna hingað til lands næstk. haust og væri þá ætlunin að sýna verkin í menntaskólum landsins. Einnig hefur hollenzka rikisstjórnin lát ið gera nákvæmar eftirprentan- ir á verkum hollenzka meistar- ans von Gogh, og gæti vel farið svo, að þær yrðu sýndar hér á landi. Þá má geta þess, að 14. júní er von á kurteisisheimsókn hollenzka herskipsins Admiral de Riuyter, en áhöfn skipsins er 700 manns. Apótekarar á fundi Aðalfundur Apótekararfélags íslands var haldinn þ. 4. maí s.l. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að harma bæri, að fram hefðu komið hugmyndir um að leggja niður kennslu í lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands. Þvert á móti bæri að stefna að því að efla og auka kennslu í þess- ari grein við Háskóla íslands með það fyrir augum, að unnt verði að fullnægja þörfum þjóðfélagsins í þessari starfs- grein í framtíðinni. Stjórn félagsins skipa nú: Sverrir Magnússon lyfsali, for- maður. Christian Zimsen lyf- sali, gjaldkeri ívar Daníelsson lyfsali, ritari. ffver er sá heppni? Á sunnudaginn var, hinn 9. júní efndi Bústaðasókn til skyndihappdrættis í sambandi við kirkjudag sinn. Vinningur var Mallorca- og Lundúarferð með Ferðaskrifstofunni Sunnu. Dregið hefur verið í happ- drætti þessu og kom upp núm- erið 2970. Handhafi happdrætt ismerkisins er vinsamlega beð inn um að snúa sér til Helga Eysteinssonar, gjaldkera safn- aðarins, í Verzluninni Geysi Skólav&t í Höfn Listaháskólinn í Kaupmanna- höfn hefur fallizt á að taka við einum íslendingi árlega til náms í húsagerðarlist, enda fullnægi hann kröfum um undirbúningsnám og standist með fullnægjandi árangri inn- tökupróf í skólann, en þau hefjast venjulega í byrjun ágústmánaðar. Umsóknir um námsvist í skólanum sendist menntamála ráðuneytinu, Stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg, fyrir 20. júní n.k. Sérstök umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 4. júní 1968. Ankið efnahags- samstarf Norðuiianda Á ráðherrafundi Norður- landa í' Kaupmannahöfn 22.-23. apríl s.l. var ákveðið að skipa embættismannanefnd lil að at huga og gera tillögur um auk ið efnahagssamstarf Norður- landa. Á nefndin að skila ríkis- stjórnunum skýrslu eigi síðar en 1. janúar 1969. Æskilegt er að fylgjast með þróun þessara mála og hefur ríkisstjörnin því skipað Þór- hall Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóra, sem fulltrúa íslands í norrænu nefndinni. Frétt frá viðskiptamálaráðu- neytinu. 4. júní 1968. X4 ll. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ o o j^) SMÁAUGI vcmrAD .YMNuAK lilllllllliiilllliiHiii; Til sölu afbragðsgott sett „high fidelity“ stereo hljómflutningatækja. Plötuspilari magnari, tveir liá talarar, Tm-útvarp og Grundig Tk. 245 p segulbandstæki. Tíðni svið 20.30.000 við per sek. Kjörið tækifæri fyrir hina vand látu. Sel alit I cinu eða að hluta. Uppiýsingar í kvöld og næstu kvöld frá kl 7 í síma 35042. Verzlunin Silkiborg auglýsir Nýkomið smáköflótt og einiitt tcrelyn, dömupeysusett og blússur fallegt og ódýrt, galla buxur, peysur, nærföt og sokk- ar á alla fjölskylduna, smá. vara og ullargarn í úrvali. VERZLUNIN SILKIBORG, Dalbraut 1 v/Kleppsveg, sími 34151 og Nesvcgi 39, sími 15340. SMÁAUGLÝSING ? ■ síminn er 14906 Steingirðingar, svalarhandrið, og blómaker. MOSAIK H.F. Þverholti 15. Sími 19860. ÍBÚÐ TIL SÖLU Til sölu er íbúð í I. byggingarflokki Byggingafélags verka- manna í Kópavogi. Félagsmenn, sem hafa áhuga á að kaupa, gefi sig fram við stjórn félagsins fyrir 25. júní næst komandi. BYGGINGAFÉLAG VERKAMANNA, Kópavogi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.