Alþýðublaðið - 15.06.1968, Qupperneq 10
ORÐSENDING
til útgerðarmanna
síEdveiðiskipa
Þeir útgerðarmenn, sem ætla að salta síld um
borð í veiðiskipum eða sérstökum móðurskipum
á komandi síldarvertíð, þurfa samkvæmt lögum
að sækja um söllunarleyfi til Síldarútvegs-
nefndar.
Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Nafn skips og skráningarstað.
2. Nafn og heimilisfang síldareftirlitsmanns,
sem stjórna á söltuninni um borð.
3. Hvort ráðgert er að láta skipið sigla sjálft
til lands með síld þá, sem söltuð kann að
verða um borð eða hvort óskað er eftir að
sérstök flutningaskip taki við síldinni á
miðunum.
Umsóknir sendist skrifstofu Síldarútvegsnefnd-
. ar í Reykjavík sem allra fyrst og eigi síðar en
20. þ.m. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur með
bréfi dags. 10. f.m. falið Síldarútvegsnfend að
framkvæma flutninga á sjósaltaðri síld svo og
framkvæmd annarra þeirra málefna er greinir
í bráðabirgðalögum frá 10. f.m. ogáliti 5 manna
nefndar þeirrar, 'er skipuð var 20. febrúar s.l.
til að gera tillögur um hagnýtingu síldar á
fjarlægum miðum. Er lagt fyrir Síldarútvegs-
nefnd 'að fylgja að öllu leyti ákvæðum laganna
og tillögum 5 manna nefndarinnar við fram-
kvæmd málsins. Með tilliti til þessa, vill Síldar-
útvegsnefnd vekja athygli útgerðarmanna og
annarra hlutaðeigandi aðila á því, að ógérlegt
er að hefja undirbúning varðandi flutninga þá,
sem gert er ráð fyrir í bráðabirgðalögunum og
tillögum 5 manna nefndarinnar, fyrr en fyrir
liggja upplýsingar frá útgerðarmönnum síld-
veiðiskipa um væntanlega þátttöku í söltun um
borð í skipum, ásamt upplýsingum um áætlaða
flutningaþörf vegna þeirra veiðiskipa, sem
ráðgert er að afhendi saltaða síld á fjarlægum
miðum um borð í flutningaskip.
Þá vill Síldarútvegsnefnd vekja athygli út-
gerðarmanna og annarra hlutaðeigandi aðila á
því, að skv. bráðabirgðalögunum er gert ráð
fyrir, að útgerðarmönnum, sem kunna að flytja
sjósaltaða síld frá fjarlægum veiðisvæðum til
íslenzkrar hafnar í veiðiskipum eða sérstökum
móðurskipum, verði greiddur flutningastyrkur,
er nemi sömu upphæð fyrir hverja tunnu og
Síldarútvegsnefnd áætlar að kostnaður verði
við flutning sjósaltaðrar síldar á vegum nefnd-
arinnar, enda verði síldin viðurkennd sem
markaðshæf vara við skoðun og yfirtöku í landi.
r SÍLDAEÚTVEGSNEFND.
Nóbelsverðlaun
rramhald af r shin.
við slíka verðlaunaúthlutun.
Hann telur það skipta megin-
máli, að verðlaunin komi í hlut
þeirra hagfræðinga, sem séu
starfandi í greininni, en ekki
manna, sem vörpuðu ljóma á
fræðigrein sína fyrir tveimur
eða þremur áratugum.
Sviar eiga tvo hagfræðinga,
Gunnar Myrdal og Bertil Ohlin,
sem báðir hafa komið fram með
nýjar hagfræðikenningar. Báðir
eru þeir 69 ára, en þeir stóðu á
hátindi frægðar sinnar á fjórða
áratug aldarinnar.
Tveir Bandaríkjamenn hafa
verið nefndir sem hugsanlegir
verðlaunakandídatar. Þeir eru
Paul A. Samuelson og John
Kenneth Galbraith. Hinn fyrr-
nefndi, sem er 53 ára, var m. a.
ráðunáutur Johns F. Kennedys,
Bandaríkjaforseta. Ein af bókum
hans nefnist Hagvísindi og er
notuð sem kennslubók við fjölda
háskóla bæði í Bandaríkjunum
og Evrópu. John Kenneth Gal-
braith er sextugur. Hann hefur
fengizt við ýmislegt utan sinnar
vísindagreinar, t. d. var hann
sendiherra Bandaríkjanna í Ind.-
landi 1961—63.
\
Hann hefur skrifað ” fjölda
bóka og vísindagreina.
Olivecrona hefur þó einna
heizt augastað á John von Neu-
mann, sem einnig er Bandaríkja-
maður. Kenningar hans, sem
segja má að séu byggðar á póker,
hafa haft mikla þýðingu, segir
Olivecrona.
Einnig kemur norski hagfræð-
ingurinn Ragnar Frisch vel til
greina í sambandi við þessi verð-
laun. Iíann er 73 ára og hefur
lagt stund á hagfræðirannsóknir
um áratuga skeið. Hann hefur
mikði ritað um hagfræði, en auk
þess hefur hann lagt stund á
stærðfræði og tölfræði.
Nokkrir sænskir hagfræðingar
hafa látið þá skoðun sína í Ijós,
að eftir nokkur ár verði ,,Nób-
elsverðiaun” í hagfræði til lítils
virðingarauka, m. a. vegna þess,
að í hagvísindum eigi sér ekki
stað jafn örar og stöðugar upp-
götvanir og t. d. í læknavísind-
um.
Sþröttir
Framhald á** 11. síðu.
mintondeild Vals sá um mót-
ið.
Þetta mót sýndi glöggt mik
inn og vaxandi áhuga unga
fólksins á badminton, og komu
þarna fram margir efnilegir
unglingar.
Úrslit urðu þessi:
í sveinaflokki, einliðaleik,
sigraði Helgi Benediktsson,
Val, Þórhall Björnsson, Val,
með 11:4 og 11:3, og í tvíliða-
leik sigruðu þeir Helgi og Þór
hallur þá Örn Geirsson, TBR,
og Frímann Jónsson, TBR, með
15:0 og 15:1.
í drengjaflokki, einliðaleik,
sigraði Jón Gíslason, Val, Sig-
urð Haraldsson, TBR, með 11:6
og 11:3, og í tvíliðaleik sigr-
uðu þeir Þór Geirsson, TBR,
og Sigurður Haraldsson, TBR,
þá Jón Gíslason, Val, og Ragn-
ar Ragnarsson, Val, með 15:2
og 15:12.
i unglingaflokki, einliðaleik,
aigraði Haraldur Kornelíusson,
TBR, Finnbjöm Finnbjörns-
son, TBR, með 16:18, 15:4 og
15:2, og í tvíliðaleik sigruðu
þeir Haraldur og Finnbjörn þá
Jafet Ólafsson, Val, ög Snorra
Ásgeirsson, TBR, með 15:4 og
15:2.
Síldarsala
Framhald af 3. síðu.
að verða um borð í skipum á
fjarlægum miðum og þarf ekki
að ræða þeirri síld í tunnurnar
á venjulegan hátt, heldur næg-
ir að jafna henni um leið og
saltað er.
Samningaumleitanir standa
enn yfir varðandi sölu saltsíld-
ar til annarra markaðslanda, m.
a. til Sovétríkjarina.
(Frétt frá Síldarútvegs-
nefnd).
Kjarvöl er [
vinsæll |
Kjarvalssýningin í Lista- i
mannaskálanum hefur verið =
mjög vel sótt, á 7. þúsund ]
manns hafa skoðað sýning- i
una. Sýningin er opin frá kl. ]
10—22 daglega og aðgangur 1
ókeypis. Sýningarskrá, sem i
um leið gildir sem happ- i
drættismiði, er seld á 100 i
krónur.
•iiiiii n. nmiiiiii iii ■iniiiitii ii iii iiiiiiiiiiiiuri
Kekkonen
fer v/ðo
MOSKVA, 14. júni. — Urho
Kekkonen, forseti Finnlands, sem
nú er í heimsókn í Sovétríkj-
unum, verður fyrsti erlendi
stjórnmálamaðurinn, sem fær
að heimsækja eyna Shakalin
austast í Sovétríkjunum. Er ferð-
in til' Shakalin hluti af mikilli
skemmtiferð, sem Kekkonan fer
í á meðan hann dvelur í Sovét-
ríkjunum.
Síðan Kekkonen kom til Mosk-
va hefur hann átt langt samtal
við Bresjnev, flokksformann, og
Kosygin, forsætisráðherra, en
ekkj liggur fyrir nein fréttatil-
kynning um þann fund.
Á morgun heldur Kekkonen
flugleiðis til Irkutsk í Síberíu og
þaðan með fljótabáti til Baikal-
vatns, þar sem hann verður við
veiðar, þar til hann á fimmtudag
í næstu viku fer til Kyrrahafs-
strandarinnar og Shakalin. Hann
kemur aftur til Moskvu 23. júní
og fer heim daginn eftir.
SMURSTÖÐIN
/ SÆTÚNI 4 _ SÍMI 16 2 27
BÍLLINN ER SMURÐUR FLJÖTT OG
VEL. SELJUM ALLAR TEGUNDIR
AF SMUROLÍU.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiinmnitiiuiiimmiiiiiiiiii'ifc
1BIAFRA I
i FYRIR tilstilli alþjóða |
l Rauða krossins mun Rauði ]
] kross íslands gangast fyrir ]
] söfnun eftir helgi til aðstoð :
] ar bágstöddum íbúum í Bi- ]
] afra í Afríku. Söfnunarfénu ]
] verður varið til kaupa á ís- ]
] lenzkum afurðum, sem full- ]
] trúar alþjóða Rauða kross- ]
] ins munu dreifa meðal Biafra E
| manna.
• llllllllllllllllllllllllllllllll■■■ll■m■ll■l■■lll■l■lllllllllmllllI
Frakkland |
Fraxnhald af 1- síðu
banni því, sem ríkisstjórnin
lagði við fundahöldum og mót-
mælaaðgerðum fram að kosning-
urium, sem verða 30 júní.
Þá framkvæmdi lögreglan
húsrannsókn í gær í stöðv-
um ýmissa öfgasamtaka og
gerði upptæk alls konar skjöl
og skýrslur. Þar á meðal voru
• stöðvar samtaka þeirra, sem,
og kennd eru við 22. marz.
- Stöðugt er haldið áfram samn-
ingaviðræðum við fulltrúa bíla-
iðnaðarins, en félög hans eru nú
þau einu, sem enn eru í verk-
falli.
Pompidou, forsætisráðherra
sagði á fundi með fréttamönnum
í gær, að hann væri sannfærðurt
um, að sú góða þróun, sem ein-
kennt hefði gærdaginn, mundi
halda áfram og skynsemin sigra
að lokum. Hann harmaðí hins
vegar það áfall, sem franski bíla
iðnaðurinn hefði orðið fyrir, en
hann ætti nú í strangri sam-
keppni við framleiðendur Fiat-
og Volkswagenbíla. Sagði hann,
að tjón það, sem af kreppu þess-
ari hefði leitt væri mikið, og
nú væri nauðsynlegt, að allir
leggðust á eitt til að bæta það
tjón.
Viðgerðir á
steinrennum
2 smiðir geta tekið að sér viðgerð
ir á steyptum þakrennum, við
geröir á sprungum í veggjum
og setja vatnsþéttilög á stein-
þök. Berum ennfremur ofan í
steyptar rennur.
Erum með heimsþekkt efni.
Margra ára reynsla tryggir góða
vinnu. Pantið tímanlega. Upplýs
ingar í símum 14807 og 84293.
Geymið auglýsinguna.
Eins og tveggja
manna
SVEFNSÓFAR
MOÐEL — Húsgögn
10 15- júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ