Alþýðublaðið - 15.06.1968, Side 11
GUY
PHILUPS
4. kafli.
Hún lá lengi andvaka «m nótt-
ina. Ógleðin hafði horfið eftir
samtal hennar við Graham. Hún
fann að vonameistinn hafði valui-
að í brjósti hennar og þráði að
hefja leitina. Að finna einn, sem
var þess virðj að allir hinir
fengju að lifa. Einn af eiiefu. En
þvað gerði það að verkum, að
hann var þess virði, að honum
væri bjargað?
Ég ætla að byrja á að kynnast
þeim öllum, hugsaði Joyce. Svo
ætla ég að velja þá beztu úr og
reyna að kynnast þeim enn bet-
ur,
ÞaP var enn verra í sjóinn dag-
inn eftir, en Joyce var farin a«
sjóast. Hún snæddi morgunverð
i klefanum sínum og fór síðan
UPP i setustofuna. Lionel Frith,
og rauðhærða dóttir hans sátu
þar. Þau ræddu við miðaldra
hjón, sem Joyce vissi að hétu
Shavvdon. Við borð við barinn
sat Símon Griffiths og spilaði
við þrjá ókunnuga menn.
Hann leit upp og brosti til
Joyce. Hún roðnaði, þegar hún
gekk. til hans. Háj, laglegi mað-
urinn, sem sat andspænis Sim-
oni, reis á fætur, brosti og sagði:
-t— Ég held, að við þekkjumst
ekki. Ég er Ward Miller.
„Læknirinn", hugsaði Joyce.
svo var hún lcynnt fyrir Andrew
White og konu hans Celíu. Þau
voru líka miðaldra, en maðurinn
var unglegri en konan. Hún var
alltof grönn og fölt andlit henn-
ar var þakið þykku lagi fegrun-
arlyfja.
— Það er ekkert, sem vekur
mann eins vel og að spila bridge,
sagði White hressilega. — Þá
gleyma menn sjóganginuni.
— Þú átt að gefa, Andrew,
sagði frú White þurrlega.
Joyce leit aftur á Símon Grif-
fiths. Fingur hans síokkuðu spil-
ip eins og væri hann að telja
seðla í banka.
Hún gekk áfram yfir þilfarið.
Það voru aðeins tveir gestir úti.
maður, sem barðist gegn vindin-
um og eldri, gráhærð kona, scm
horfði á hann frá þilfarsstóln-
um sem hún sat í.
— Sælar, sagði eldri konan,
— eruð þár einkaritari hr. Dex-
ters?
— Og þér frú Purdy? gat
Joyce sér til. Hún þekkti mann
inn, sem barðist svo ákaft við
vindinn. Það var Matthew Clegg.
Gamla konan kinkði kolli og
•brosti. Hún var falleg og gagnsæ
eins og postulinsbrúða. — Ég
var -líka einkaritari áður fyrr.
En ég var aldrei svo heppin' að
vinna fyrir mann eins og hr.
Dexter. Er hann ekki dásam-
legur?
~ Hvort hann er! svaraði
Joyce.
— Ég hef gott af að fara i
þessa siglingu. Ég hressist við
það.
tW/ 1 EFN!
SMAVORUR
TÍZKUHNAPPAR
Meðan Joyce stóð og talaöi
við hann, velti hún því fyrir sér,
hvernig á því gæti staðið, að
einhver vildi gera svo elskulegri
gamalli konu mein.
Graham kom andartaki sfðan
qg hélt utan um Iitla, sæta ljós-
hærða stúlku í þröngum síðbux-
um og þykkri peysu. Hann heils-
aði Joyce og kynnti stúlkuna-.
Þetta var Norma Regan. leik-
konan.
— Ég er svo skotin í skipinu,
kurraði hún.
Henni heppnaðist að segja
þessi orð þannig, að manni
fannst, að hún væri skotin í
fleiri en skipinu. Graham tók
höndina til sín og tautaði: —
Við sjáumst seinna, Norma. Ég
þarf að tala við einkaritara minn.
Það var auðséð, að Ijóshærðu
stúlkuna langaði ekkert til að
snúa aftur i klefann sinn.
— Hvers konar leikkona er
hún? spurði Joyce og það fór
ekki hjá því að á hennj mætti
finna, hve særð hún var.
Graham skellti upp úr. —
Ekki sérlega góð, því miður.
Hún fær stundum hlutverk í
lélegum kvikmyndum og sjón-
varpi.
Joyce vætti varir sínar. —
Hversvegna viltu myrða hana?
Hann andvarpaði og liallaði
sér að borðstokknum. — Hún
hefur einstakt lag á að spilla
heimílisfriðnum. Það er ekki að-
eins vegna skorts á siðferði held-
ur og algjörs skorts á gáfum og
meðaumkun. Henni er blátt
áfram nákvæmlega sama, hvað
hún gerir af sér.
— Er það afbrot?
— Það mætti kalla það slíku
nafni. Kona — ég þekkti eigin-
mann hennar — framdi sjálfs-
morð hennar vegna. Annar mað-
ur situr i fangelsi vegna þess
að hann gerði tilraun til að
myrða hana. Hún hefur einstakt
lag á að vekja á sér athygll og
valda blóðsúthellingum.
Joyce leit eftir þilfarinu. —
En gamla frú Purdy?
Graham brosti. Já, þessi elska.
Hún á fullt af íbúðum, sem eru
ekki hæfar til íbúðar samkvæmt
áliti heilbrigðismálaeftirlitsins.
Leigjendurnir verða eigi að slð-
ur að borga mjög háa leigu. Þú
ættir bara að sjá leigjenduma.
— Þaö eru margir sem gera
slíkt.
Þá ættirðu að sjá, hvernig
fullt af fólki er borið út vegna
þess. að einhver annar getur
greitt hærri leigu en það. Þetta
er að vísu aðeins smásynd gagn-
vart þjóðfélaginu. En allar eign-
irnar renna til velgerðarfélags
við dauða hennar. Það sá hr.
Purdy um. Hann var góður mað-
ur og ég efast um, að hann liggi
kyrr f gröf sinni eins og hún
misnotar eignirnar. Og hún verð-
ur áreiðanlega langlíf.
Joyce leit á fallegu, gömlu
konuna. — En þú ætlar að sjá
til að hún lifi ekki alltof lengi,
Graham. Hvað er hægt að segja
til að fá þig ofan af þessu?
Hann henti sígarettunni sinm
út yfir borðstokkinn og horfði á
hana berast með bárunum unz
hann hvarf. — Þú skalt ekki
gefast upp strax. Þú ert ekki
einu sinni byrjuð.Reyndu lækn-
inn okkar. Finnst þér hann ekki
aðlaðandi? Hann langar til að
skemmta sér, en þó yrði hann
enn ákafari, ef hann héldi, að
þú værir taugaveikluð líkt og
Celía White.
Joyce leit á fólkið, sem var
að spila bridge.
— Hann blátt áfram uppörvar
ríkar konur til að halda að þær
séu veikar án þess að vera það
og mælir sjúkdómana upp í
þeim. Þá fær hann gott kaup.
Joyce þagði.
o o [) SMÁAUGLÝSINGAR
Tek föt
tll viðgerðar. Ekki kúnststopp.
Uppl. síma 15792 daglega íyrir
hádegi.
Steingirðingar,
svalarhandrið,
og blómaker.
MOSAIK H.F.
Þverholti 15. Sími 19860.
Notað, nýlegt, nýtt.
Daglega koma barnavagnar,
kerrur burðarrúm, leikgrind
ur, barnastólar, róiur, elð
hjói, þríhjól, vöggur og fleira
tyrir bömin, opið írá kl.
9-18,30. Markaður notaðra
barnaökutækja, óðinsgötu 4,
sími 17178 (gengið gcgnum
undirganginn).
Brúðarkjólar til leigu.
Stuttir og síðir, hvitir og mla
litir brúðarkjólar tll lelgu.
Einnig slör og höfuðbúnaður.
Simi 13017.
ÞÓRA BORG,
Laufásvegi 5.
Teppaþjónusta
WILTON-teppi
’Ótvega glæsileg, islenzk Wilt-
on teppi, 100 % ull. Kem heim
með sýnishora. Einnlg útvega ég
ódýr, dönsk ullar og Kisahteppi
i flestar gerðlr bifreiða. Annast
snlð og lagnir svo og vkSgerðir.
Daniel Kjartansson, Mosgerði 19.
Simi 31283.
S j ónvarpslof tnet
Tek að mér uppsetningar, við
gerðir og breytingar á sjón-
varpsloftnetum (elnnig útvarps
loftnetum). Útvega aUt efni ef
óskað er. Sanngjarat verð. 1
Fljótt af hendi leyst. Sími 16541
kl. 9-6 og 14897 eftir kl. 6.
Valviður — sólbekkir
Afgreiðslutimi 3 dagar. Fast
verð á lcngdarmctra. Valviður,
smíðastofa Dugguvogi 5, sími
30260. . Verzlun Suðurlands-
braut 12, sími 82218.
Allar myndatökur
hjá okkur.
Einnig ekta litljjsmyndir. Endur
nýjum gamlar myndir og stækk
um.
Ljósmyndastofa
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
ökukennsla,
æfingartímar.
Kcnnt á Volkswagen.
ÖGMUNDUR STEPHENSEN.
Sími 16336.
Tökum að okkur
klæðningar, úrval áklæða. Gef-
um upp verð áður en verkið er
hafið. Húsgangaverzl. HÚSMUN
1B, Hverfisgötu 82, sími 13655.
Alls konar viðgerðir
og breytingar á rörum,
hreinlætistækjum, þétting
á krönum og margt fleira.
Sími 30091.
Pípulagnir —
Pípulagnir
Tek að mér viðgerðir, breyting.
ar, uppsetniugu á hreinlætfs-
tækjum.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON,
Grandavegl 39. . Síml 18717.
Málningarvinna
Tek að mér utan- og innanhúss.
málun.
HALLDÓR MAGNÚSSON
málarameistari. Sími 14064.
Enskir rafgeymar
Úrvals tegund, L. B., LondOB-
Battery fyrirUggjandi. Gott
verð. Lárus Inglmarsson, heild-
verzlun Vltastíg 8 A. Sími
16205.
Til sölu
Utfaðrar steinflðgnr, tU
veggja, gólf og arinskreyUnga.
Flisalegg baðberbergi. Upplýa.
ingar i sima 52057.
Opið frá kl. 6
að morgni.
Caféteria, grUl, mat«r ailan dag
inn. — Súkkulaði, kaffi, öl, smurt
brauð, helmabakaðar kökur. —
Vitabar, Bergþórugötu 21, «fmi
18408.
Töskuk j allar inn —
Laufásvegi 81, simi 18543, Ml
ur: Innkaupatöskur, íþrótta-
töskur, ungilngatöskur, poka_
f 3 stærðum og Barbi-skápa.
Mjólkurtöskur, verð frá kl.
100..
TÖSKUKJALLARINN,
Laufásvegi 6L
Lóðastandsetningar
Standsetjum og girðum lóðir o.fl.
Sími 11792 og 23134 eftir kl. 5.
Verzlunin
Silkiborg auglýsir
Nýkomið smáköflótt og einlitt
terelyne, dömupeysusett og
blússur fallegt og ódýrt, galla
buxur, peysur, nærföt og sokk-
ar á alla fjölskylduna, smá.
vara og ullargarn i úrvali.
VERZLUNIN SILKIBORG,
Dalbraut 1 v/Kleppsvcg, simi
34151 og Nesvegi 39, sími 15340.
Einangrunargler
Tökum að okkur ísetningar á ein-
földu og tvöföldu gleri.
Útvegum allt efni.
Einnig sprunguviðgerðír.
Leitið tilboða í símum.
52620 og 51139.
Innanhússmíði
Gerum tilboð i eldhúsinnrétting
ai-, svenfherbergisskápa, sólbekki
veggklæðmgar, útihurðir, bíl
skúrshurðlr og gluggasmíði. Stutt
ur afgreiðslufrestur. Góðir
greiðsluskilmálar. Timburiðjan ,
sími 36710.
15- júní 1968 — ALÞÝDUBLAÐIÐ ^