Alþýðublaðið - 23.06.1968, Síða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1968, Síða 2
 [MKSttP Bltstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenedlKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Beykjavlk. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Síml 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Breyting hjá SÍS Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga var haldinn í síðastliðinni viku. Kom þar fram í skýrslum formanns og forstjóra, <að mikið tap hefði orðið á rekstri SÍS á árinu, sem leið. Er þetta raunar ekki einstakt, því að flest stórfyrirtæki landsins urðu fyrir taprekstri á árinu 1967. Þarf það engum að koma á óvart, þar eð þjóðin missti 25-30% 'af útflutn- ingstekjum sínum og gengi krón- unnar féll. Erlendur Einarsson forstjóri taldí í ræðu sinni, að stærsta verkefnið framundan væri að «kapa atvinnulífi þjóðafrinnar raunhæfan rekstursgrundvöll. Um það þyrfti þjóðin öll að samein- ast, ef girða ætti fyrir samdrátt og atvinnuleysi. Sagði Erlendur, feð samvinnufélögin væru fús til að taka höndum saman við alla þá aðila, sem að þessu vildu vinna af raunsæi og réttsýni. Þetta tilboð Erlendar um breitt samstarf við aðra aðila þjóðfélags- ins var á viss'an hátt staðfest af aðalfundinum. Samþykkt var sú breyting á lögum Sambandsins, að í stjórn þess skyldu framvegis sitja 9 menn í stað 7, eins og ver- ið hefur hingað til. í hin nýju stjómarsæti vom kjömir þeir Ólafur Þ. Kristjánsson og Ragnar Ól'afsson. Hefur Ólafur um iangt árabil verið eitnn af forustumönn- um Kaupfélags Hafnfirðinga og Ragnar lengi í forustu fyrir KRON í Reykiavík. Með tvali þessara manna fær þét.tbvlið bví aiikm áhrif í stióm SÍS. og er bað án eía raunhæf stefna fvrir fmmt.iðina. Annað mun þó vekja enn meiri athygli yarðandi kosningu þeirra Ólafs og Ragnars. Olafur er A1 þýðuflokksmaður og Ragnar er Alþýðubandalagsmaður. Er þetta í fyrsta sinn, sem kosnir eru menn í stjóm SÍS, sem ekki eru Framsóknarmenn. Sýnir þetta vonandi vilja til að breikka þann grundvöll, sem samtökin starfa á, og eyða þeirri pólitísku tor tryggni, sem lengi hefur verið Sambandinu nokkur fjötur um fót. Hlutverk samvmnufél'aganna hefur verið mikið og margþætt á íslandi. Þau skám niður vöm- verð seLstöðukaupmanna á sínurn tíma, og hafa nú í seinni tíð tekið stórbrotinn þátt í uppbyggingu þjóðarinnar. Kaupfélögin em án efa hið rétta skipulag á verzlun bænda, innkaupum og afurðasölu. Hins vegar hefur samvinnuverzl- unin ekki náð eins sterkum tök- um í smásöluverzlun þéttbýlisins, enda er álagningu haldið mjög niðri hér á landi. íslendingar þurfa á að halda sterkri samvinnuhireyfmgu. Með dugnaði og atorku mun hreyfing- in komast út úr núverandi erfið- leikum og snú'a sér að verkefn- um næstu framtíðar. Ólafur Jónsson: UM MÖTMÆLI UPPREISNARALDA fer um löndin, alþjóðleg hreyfing mót- þróa og mótmæla; undanfarnar vikur og mánuði hefur komið í ljós, að við vestræna stjórnar- hætti, hvort heldur er frjálslegra neyzlu- og velferðarþjóðfélaga eða ríkisrekins kapítalisma, get- ur reynzt furðu torvelt að snú- ast gegn og sigrast á slíkum hreyfingum. Og hvarvetna líta valdamenn af eldri kynslóð þessa hreyfingu ungs fólks, menntafólks og verkamanna, með megnri andúð, ugg og ótta. „Við sem lifað höfum tvær heim- styrjaldir bregðumst okkar helg- ustu skyldu ef við snúumst ekki aí öllum mætti til varnar gegn þeim anda afneitunar, ofbeldis- og niðurrifs sem nú sýnist magn- ast með degi hverjum,” sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á þjóðhátíð. „Spjöll á dauð- um hlut í dag, Iíkamsárás á morgun, morð hinn daginn og ný heimstyrjöld þar á eftir. Þetta er það sem við blasir, ef 23. júní 1968 - menn láta hina íhugunarlausu athöfn eina ráða.” Vitrir menn og góðviljaðir skelfast ofbeldið, sjá fyrir sér sefjaðan múg, reiðubúinn að rífa í sig á einni örstund gamalgró- in verðmæti lýðræðis og mann- réttinda sem þeir hafa trúað á sjálfir og barizt fyrir. Vera má að þeir hafi rétt fyrir sér, að sú upplausnaralda sem undan- farið hefur farið um Evrópu og raunar víðar, stafi fyrst og fremst af rómantískum, órök- legum æskumóði sem leiði beint KJALLARI í ógöngur án forsjár eldri manna, reyndari og viturri, í farvegi skipulagðrar stjómmálabaráttu. En vit og góðvilji hrökkva eift- att skammt í pólitík. Því má ekki gleyma að stúdentar í Frakklandi, Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu börðust fyrir tiltekn- um réttarbótum sér til handa, og tólcst með nokkurra daga eða vikna „ofbeldi” að koma fram málum sem ekkert hafði unnizt til framdráttar með „friðsam- legum” hætti árum saman. Að- gerðir stúdenta í Frakklandi reyndust tundrið sem vakti verkalýðsbaráttu þar í landi til nýs lifs, sýndu fram á megna óánægju og andúð almennings undir sléttu og felldu yfirborði gaullismans, sem hin skipulögðu stjórnmál höfðu einungis hilm- að yfir. Uppreisn verkalýðsins í Frakklandi var ekki siður gerð gegn hans eigin forustuliði, kommúnistaflokknum og verka- lýðssamtökunum, en stjórn de Gaulles, og þeirri baráttu heldur áfram þó að vinna hefjist að nýju í verksmiðjum — við meiri kjarabætur en hin skipulagða verkalýðshreyfing gat komið fram eða látið sér til hugar koma. Á hitt er einnig að líta að pólitískt ofbeldi er ekkert einka- mál róttækra múghreyfinga, rauðra varðliða í Kína, ungra mennta- og verkamanna í Þýzka- landi, Tékkóslóvakíu, Frakk- landi. Það er ljóst orðið í vetur að viti firrt ofbeldisverk eru raunverulegur þáttur í banda- rísku stjórnmálalífi sem hver einasti stjómmálamaður þar í landi verður að taka með í sinn reikning eftirleiðis. Hér á landi höfum við einnig fengið smjör- þefinn af vitfirringu og ofbeldi í vetur — þó þau voðaverk hafi verið unnin á einstaklingum af persónulegum ástæðum, ofbeld- ið enn ekki brotizt fram í opin- beru lífi. En við erum partur heimsins, fólk eins og annað, og það sem annars staðar skeður getur víslega einnig gerzt hér á landi. í dag er gengin Keflavíkur- ganga til að mótmæla aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu og boðaðar liafa verið, með ó- ljósum orðum að vísu, mótmæla- aðgerðir gegn ráðherrafundi bandalagsins í Reykjavík í næstu viku. Þessar aðgerðir eru skop- legar öðrum þræði — ekki vegna þess að neitt sé broslegt við að andmæla bandalagi þessu, heldur af því að sjálf mótmæla-hug- niyndin er svo augljóslega að- fengin, tillærð, innflutt. Það er engin sérstök sjálfstæð afstaða sem knýr mótmælendur til að- gerða gegn Nato þessu sinni, Framhald á bls. 14. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bréfa— KASSSNN LEIFAR Á VÍÐAVANGI Á ÞESSUM tima stefnir hugur margra úr borgum og bæjum út um byggðir landsins. Sumir eru að fara í sumarfrí, aðrir nota helgar til að skreppa eitthvað út í sveitirnar sér til hressing- ar; ýmsir fara til fjalla, en lang flestir aka uim byggðiir landsins og nema þar staðar sem þeim finnst þægilegt og skemmtilegt að koma. Þessi tegund ferðamanna er sú er minnst fer fyrir og mtnnst er talað um. Þeir hafa ekki með sér félag og undír fæstum kringumstæðum er ferðin ræki- lega skipulögð fyrirfram, hvort sem um er að ræða sumarfrí eða helgarferð. Þeir hafa í hæstá lagi með sér landakort og leið- arlýsingu. En fyrir þessa ferðamenn er minnst gert. Þetta er fólk sem oft þekkir ekki landið vel, hef- ur ekki gert það að sinni sér- grein að ferðast. Þegar lagt er af stað á bil til Akureyrar vita þeir ekki fyrir fram hvar er heppllegt að stanza eða velja sér tjaldstað, og stundum er ek- ið óþarflega langt og óþarflega miklum tima eytt í slíkar vend- ingar. Menn langar til að tjalda á skjólsælum og fallegum stað þar sem auðvelt er að ná i vatn, en það er ekki alltaf að slikir staðir blasa við frá veginum, þeg- ar ókunnugur ekur hjá. Það er því ýmislegt sem gera mætti fyrir þessa tegund fólks. Það þyrfti t. d. að merkja heppi- lega tjaldstaði á helztu leiðum, og yrði sú hjálp áreiðanlega vel þökkuð. Undanfarin ár hefur mikið á- tak verið gert í þá átt að merkja vegi og sveitabæi. Því fer samt fjarri að nóg sé aðgert í þeim efnum. Það þarf að merkja hvern bæ, og það þarf að merkja helztu örnefni nálægt veginum. T. d. ætti nafn árinnar að vera á hverri einustu brú sem yfir er farið. Allt kostar þetta peninga og fyrirhöfn, en samt er það sjálf- sagt. Hér er um að ræða fyrir- greiðslu til handa hinum hljóða og hógværa ferðamanni sem að öðru leyti kostar minna en ýmsir aðrir og gerir minni kröfur. ★ UM ÞAÐ er oft rætt í sam- bandi við ferðamál að um- gengni sé ekki nógu góð í tjald- stöðum. Brýnt hefur verið fyr- ir fólki að fleygja ekki matar- leifum, niðursuðudósum og bréf- um þar sem matast er úti f nátt- úrunni og fyrir eina tíð var mönnum ráðlagt að grafa allt Framhald á 14, síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.