Alþýðublaðið - 23.06.1968, Page 4
OFANGREIND setnlng er tilvitnun í grein_ er rithöfundur-
inn og síðar Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness, góðvinur
Nínu Tryggvadóttur, reit um fyrstu málverkasýningu hinnar
ungu listakonu fyrir röskum aldarfjórðungi, eða nánar tíltekið
í desembermánuði árið 1942. Þetta var fyrsta hérlend sýning
Nínu Tryggvadóttur að loknu fjögurra ára námi við erlenda
listaháskóla að viðbættrí þriggja ára undirbúningsvinnu. Sýn-
ingin flutti með sér ferskan keim nýrrar og áður lítt þekktrar
listar hér á landi og vakti því ósmáa athygli. Og segja má,
að ummæi'i Laxness, þar sem hann talar um „listsköpun,
ekki fjallaefiirhermur" hafi verið hinn rauðj þráður hennar
og raunar allra verka Nínu síðan.
En gefum rithöfundinum
orðið á ný. Niðurlag greinar
hans hljóðar svo: „Mynd eftir
Nínu setur menningarblæ á
hvaða herbergi sem er og seg-
ir náttúrueftirlíkingunum, sem
aðeins í mjög þraungum skiln-
ingi geta talizt myndlist, stríð
á hendur. Ég vildi að við ætt-
um í bókmentumum mikið af
höfundum á hennar aldri, sem
ættu ekki aðeins alvöru, lieiðar-
leik og fordildarleysi Nínu
Tryggvadóttur, heldur einnig
sjálfsaga hennar, einbeitni og
mentun.”
Því eru þessi orð upp rifjuð,
að okkur löndum hennar barst
sú fregn skömmu eftir hita og
amstur þjóðhátíðarinnar, að
Nína Tryggvadóttir væri látin
í New York eftir stutta sjúk-
dómslegu, aðedns 55 ára að
aldri. Með hennj hverfur einri
fremstj og kunnasti nútíma-
málari íslenzkur — langt fyrir
aldur fram — og a.m.k. lang-
kunnasti listamaður íslenzkur
úr hópi kvenna. Nægir að
benda á það nær einróma Iof,
sem hún hlaut fyrir list sína
hjá hér- og erlendum gagnrýn-
endum á allt of skömmum lista
mannsferli sínum. Margar
mynda hennar eru í íslenzkri
eign og ber að fagna því, en því
ber einnig að fagna, hversu
þær hafa borizt víða. Þá má
benda ókunnugum á hina fögru
og sérstæðu altaristöflu nýju
dómkirkjunnar í Skálholti, en
að því verki lagði Nína
Tryggvadóttir gjörva hönd.
Nína Tryggvadóttir fæddist á
Seyðisfirði 16. marz 1913, dótt-
ir hjónanna Tryggva Guð-
mundssonar, gjaldkera, og konu
hans, Gunndóru Benjamíns-
dóttur. Hún ólst upp í Reykja-
vík og hóf myndlistarnám sitt
Aff námi
Ein af eldri myndunum: Frá Fáskrúðsfirði.
Mynd Nínu af Halldórí Kiljan Laxness.
hjá listmálurunum Finni
Jónssyni og Jóhanni Briem. —
Nína fór til náms við listahá-
skólann í Kaupmannahöfn ár-
ið 1935 og stundaði þar nám
undir handleiðslu prófessors
Kræsdens Iversens. Þá var
hún um langt skeið við nám
og vinnu í París. Árin 1942—
1945 stundaði hún og listnám í
New York og var búsett þar í
borg til 1949. Hér heima bjó
hún svo öðru hverju eftir það,
en annars lengstum í heims-
borgunum utan lands.
Árið 1949 giftist Nína
Tryggvadóttir kunnum lækni
og listmálara, dr. Alfred L.
Copley og áttu þau eina dóttur
barna. Dr. Copley hefur oft
komið hingað til lands og dval-
ízt hór 'stundum laingdvaium
með konu sinni. Voi'u þau
lijónin samhent i áhuga sínum
á fögrum listum.
Fer ekki illa á því að ljúka
þessu stutta spjalli um líf og
list Nínu Tryggvadóttur með
enn einni tilvitnun í vin henn-
ar, Halldór Kjljan Laxness, svo
sem gert var í upphafi. Rösk-
um tveimur áratugum seinna
en upphafsorðin voru rituð eða
árið 1963 skrifar rithöfundur-
inn enn um hana stutta og
skemmtilega grein, enda höfðu
þá að fullu rætzt þau fyrirheit,
er hún gaf í Listamannaskál-
og starfi.
anum árið 1942. Greinin er til-
komin vegna sýningar listakon-
unnar í Reykjavík þetta ár og
var birt á þýzku í sýningarskrá
hennar í Wuppenthal um haust-
ið. Laxness dregur þar upp
bráðsnjalla svipmynd af lista-
konunni og einstaklingnum
Nínu Tryggvadóttur, miklu
gleggri mynd en gera mætti í
langri blaðagrein. Hann segir:
„Um daginn sagði ég við
Nínu: Mikið lángar mig að
stúdéra myndirnar þínar og
setja eitthvað saman um þær
mér til skemmtunar. En ég
veit ekki hvernig ég á að fara
að því. Þá sagði hún: Það skil
ég vel, að ekki sé hægt að skrifa
um list. Ef hægt væri að skrifa
um list, þá væri líka óþarfi að
vera að búa hana til.”
Og enn segir Laxness :
„Ég minnist svars sem Nína
Tryggvadóttir gaf einusinni
blaðaspyrli sem vildi vita hvers
vegna hún málaði abstrakt. —
Nína svaraði á augabragðj með
þeim sjálfsögðum rakleiðum
viðbrögðum sem myndlista-
mönnum er gefið umfram aðra
menn: „Það er af því að heim-
urinn er svo abstrakt”.”
G.A. tók saman.
UM
Nínu Tryggvadóttur
X-
4 23. júní 1968
ALÞYOUBLAÐSD