Alþýðublaðið - 23.06.1968, Síða 7

Alþýðublaðið - 23.06.1968, Síða 7
Aðalfiandur SfangaveiSi- félags ICeflavíkurn FYRIR skömmu hélt Stanga- veiöifélag Keflavíkur aðalfund sinn. Fráfarandi formaður, Bjarni Albertsson, gerði grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári. Félagið hefur undanfarin tvö ár haft rúma 100 stanga- veiðidaga í Hítará og á síðasta vori fékk félagið einnig hálfa Fáskrúð í Dölum á móti Stangaveiðifélagi Akraness. — Kosið var í nýja stjórn félags- ins, en hana skipa: Ágústsson; ritari Jóhannes Bjömsson; gjaldkeri Guðmund- ur Guðjónsson; fjármálaritari Egill Þorsteinsson. Félag sjéuvarps- áhugamanna á Akureyri. STOFNAÐ hefur verið Félag sjónvarpsáhugamanna á Akur- eyri og í nágrenni. Var hús- fylli á stofnfundinum í Nýja Bíói og munu félagar þegar orðnir fleiri en 600. Stjórn skipa: Alfreð Möller, fram- kvæmdastjóri, form.; Freyr Ófeigsson, fulltrúi; Halldór Helgason, gjaldkeri; Aðalgeir Pálsson, verkfræðingur, og Jónatan Clausen, útvarpsvirki. WASHINGTON : í tilkynningu frá Walter Reed sjúkrahúsinu segir, að heilsufar Eisenhowers, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé nú gott og lofi góðu. Eisen- hower fékk hjartaslag um helg- ina. i urðssonar lögmanns. Maður nokkur í Breiðafirði átti í máli við Odd og tapaði því. Það gladdi að sjálfsögðu kerl- inguna, móður Odds. Af því til- efni kvað Breiðfirðingurinn: i Kerlíngar var kjaftur flár, keyrður upp með sköllum, hafði ’ún ekkl í hundrað ár hlegið með honum öllum. ★ Sigurður Breiðfjörð yrkir nokkrar vísur um viðskipti sín og veraldarinnar, þar á' meðal þessar tvær stökur: til í ýmsum mismunandi út- gátum: Ekki get ég gert að því, þótt gantaskapur og narrarí fylgi mér um frón og bý; fóikið allt má hlæja að því. ★ Sr. Sigurður Norland í Hindisvík kvað eftirfarandi visu um Vatnsnesið og Mið- fjörðinn, ég veit ekki, hvort Miðfirðingar eru honum sam- mála, enda fráleitt til þess ætlazt: Páll Ólafsson var nokkuð vínhneigður og þótti sopinn góður, kemur það víða fram í ljóðum hans. Þessar vísur eru af því taginu ; Nóttin hefur níðzt á mér, nú eru augun þrútin, snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn. Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax, það er betra en bænagjörð brennivín að morgni dags. ★ Augun hafa orðið mörgum að yrkisefni óg ekki alltaf á eina lund. Hvað segja menn um þessa vísu? Úteygð, trúteygð ertu að sjá, oteygð, voteygð líka, flenneygð, glenneygð falda- gná, flaseygð, glaseygð píka. ★ Eftirfarandi vísa er sögð kveðin um móður Odds Sig- Ég er eins og veröld vill velta, kátur, hljóður. Þegar við mig er hún ill, ekki er eg heldur góður. Ef að við mig hún er hlý og hugann eitthvað gleður, er ég léttur eins og ský, sem ýtir af sólu veður. ★ Þessi gamli húsgangur hefur víst farið víða um land og er Það má kalla undur, að ýmsir flytja héðan inn í Miðfjörð eftir það, að þeir hafa séð hann. ★ Svo er hérna ein lítil sköp- unarsaga í tveimur útgáfum: Skrattinn vildi skapa mann, skinnlaus köttur varð úr því. Helgi Pétur hjálpa vann, húðina klasddi dýrið í. Skrattinn vildi skapa mann skyndilega með hár og skinn, andanum kom hann ekki í hann, úr því varð þá kötturinn. ★ Hjálmar á Hofi kveður um kuldann : Norðan gjóstur skrefar skörð, skarar róstur línu, nú er hrjóstug hélu jörð, hregg í brjósti mínu. Enn skal prófa ýta val úti í snjó og regni, þorra og góu þreyja skal, þó að flóa leggi. ★ Og að síðustu þessi gamla góða vísa, sem segir að vísu ekki nein stórtíðindi, en á þó erindi til margra meðal yngri kynsíóðarinnar: Sigga litla systir mín situr úti í götu, er að mjólka ána sín í ofurlitla fötu. Bjóðum ekki hættuni heim ÁÐUR en ökumaður leggur upp í langferð, verður hann að ganga úr skugga um, að öll ör- yggistæki bifreiðar hans séu í fullkomnu lagi. Það er ekki síð- ur nauðsynlegt, að bifreiðin sé í lagi, þegar ekið er í þéttbýli, en reynslan er sú, að við akst- ur á misjöfnum þjóðvegum okk- ar, er meiri hætta á óhöppum, töfum og jafnvel slysum, ef ör- yggistæki bifreiðarinnar eru ekki í fullkomnu lagi við upp- liaf ferðarinnar. Það fyrsta, sem ökumanni ber að athuga áður en hann leggur í langferð, er að hemlar og stýrisverk bifreiðarinnar séu í fullkomnu lagi. Ekki nokkur ökumaður ætti að leggja bifreið sinni í iangferð, ef hemlar hennar eru misjafnir, þannig, að hætt sé við, að hún snúist við hemlun. Heldur ekki, ef stíga þarf oft á hemilinn til að heml- un verði eðlileg. Ef stýrisverk bifreiðar er það slitið, að óeðlilegt ,,hlaup” sé í því, eða ef stillingu stýris- verksins sé þannig háttað, að bif- reiðin rási, ættu ökumenn ekki að hætta á langferð meðan tæki bifreiðarinnar hafa ekki verið lagfærð. Þá ber að minna ökumenn á þá staðreynd, að mörg alvarleg slys hafa hlotizt af því, að öku- menn hafa verið að spara sér hjólbarðakaup fram á síðustu stundu. Stórhættulegt er að aka á sléttum, margviðgerðum hjól- börðum, enda mjög hætt við, er ekið er á misjafnlega góðum þjóðvegum, að hjólbarði springi skyndiiega, en við það getur ökumaður auðveldlega misst stjórn á ökutæki sínu. Góðir mynztraðir hjólbarðar með hæfi- legum loftþrýstingi geta sparað ökumanni óhemju fyrirhöfn og óþægindi, og jafnvel forðað hon- um og farþegum hans frá miklu fjárhagslegu og líkamlegu tjóni. Ekki er síður nauðsynlegt að ganga úr skugga um að högg- deyfar eða „demparar” bifreið- arinnar séu í lagi, því að oft get ur reynzt mjög erfitt að halda góðri stjórn á bifreiðinni á' hol- óttum vegi og í beygjum, ef þeir eru farnír að gefa sig. í umferðarlögum um gerð og búnað ökutækja segir: „Sérhvert ökutæki skal svo gert og haldið þannig við, að af notkun þess leiði hvorki óþarfa hættu né ó- þægindi, þar með talinn hávaði, reykur eða óþefur eða hætta á skemmdum á vegi. Eigandi eða umráðamaður ber ábyrgð á, að ökutæki sé í lög- mætu ástandi. Sérstaklega skal þess gætt, að stjórntæki og hemlar verki vel og örugglega og að skráningarmerki og merkjatæki séu í lagi.” ökukennsla. Kenni á VW_bifreið. VALDÍMAR LÁRUSSON. Uppl. í síma 42123. SMURSTÖÐIN SÆTÚNI 4 .'SÍMI 16 2 27 BÍLLINN ER SMURÐUR FUÓTT OG VEL. SELJUM ALLAR TEGUNDIB AF SMUROLÍU. UMFEROARNEFND REYKJAVIKUR LD'GREGLAN i REYKJAVIK o o þ SMÁAUGLÝSINGAR Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla- viðgeröij, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 — Sími 30135. Nýkomið ítalskur lopi, orlongarn og ítalskt móhairgarn. HOF, TT ifnarstræti 7. Nýkomið Hannyrðavörur og saumagarn í miklu úrvali. HOF, Hafnarstræti 7. Gangstéttir Lcggjuin og steypum gangstcttir og innkeyrslur. E.nnig girðum viö lóðir o>; sumarbústáðalönd. S'ÍMI 3S3C7. ALMENNUR FUNDUR vegna framboðs Gunnars Thoroddsens til forsetakjörs 30. júní n.k., verður haldinn í Selfossbíói þriðjudaginn 24. júní kl. 21. Lúðra- sveit Selfoss leikur í upphafi fundarins, ræður og ávorp verða flutt. Gu-nnar Thorodd- sen og kona hans koma á fundinn. Sunnlend- ingar! fjölmennum og hefjum þannig loka- sókn til sigurs Gunnars Thoroddsens í kosn- ingunum. I 23. jtiní 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.