Alþýðublaðið - 23.06.1968, Page 8
ATLANTSHAFSBANDALAG-
IÐ var formlega stofnað' í Wash-
ingrton 4. apríl 1949 _ Þátttöku-
ríkS voru þá 12, Belgía, Kanada,
Danmörk ísland, ítalía, Lúxem-
burg, Holland, Noregur, Portú-
gal, Bretland og Bandaríkin.
Síðar gengu í Bandalagið Grikk-
land, Tyrkland og Vestur-Þýuka-
land.
Tildrög að stofnun banda-
lagsins ,voru þau, að Sameinuðu
þjóðunum tókst að sigra í
heimsstyrjöldinni, en þeim
tókst ekki að semja svo um
málefni Evrópu, að friður væri
traustur. Þýzkalandi og Aust-
urríki var skipt í hernáms-
svæði, sem hlaut að verða
bráðabirgðaskipan. Ný landa-
mæri voru dregin án samn-
inga, og enn í dag hafa ekki
verið gerðir friðarsamningar
við Þýzkaland.
Vesturveldin afvopnuðust
hraðar en Sovétríkin, og Stal-
in notaði tækifærið til að koma
til valda kommúnistastjórnum
í skjóli Rauða hersins í hverju
landi á fætur öðru í Austur-
Evrópu. Þegar kommúnistar
hrifsuðu til sín völdin í Tékkó-
slóvakíu með eftirminnilegum
hætti, sem enn er rannsóknar-
mál í Prag, þótti ríkjum Vest-
ur-Evrópu illa horfa sínum
málum. Borgarastyrjöld geys-
aði í Grikklandi, Vestur-Berlín
var einangruð og átti að svelta
hana.
Þegar hér var komið, hófust
viðræður um myndun Atlants-
hafsbandalagsins, sem lauk
með stofnfundinum í Washing-
ton.
f fyrstu var ætlunin að þetta
yrði bandalag eins og tíðkazt
höfðu í sögunni og byggðust
á’ gagnkvæmu loforði um
stuðning, ef ráðizt yrði á eitt-
hvert þátttökuríkja. Eftir að
Kóreustyrjöldin brauzt út,
þótti stjórnmálamönnum í
Vestur-Evrópu, með Frakka í
broddi fyikingar, þetta ekki
nóg. Þeir vildu þegar hefja
viðbúnað til varnar og alveg
sérstaklega fá amerískan her
til meginlandsins, til að tryggja
aðild Bandaríkjanna þegar í
upphafi, ef til ófriðar kæmi.
Upp úr þessu spratt hið sam-
eiginlega varnarkerfi, sem
bandalagið hefur komið upp og
á ekki sinn líka í forsögu varn-
arbandalaga. Það var um leið
og þessi veigamikla breyting
bábib
J • •
varð á skipulagi bandalagsins,
sem varnarliðið kom til íslands,
enda ríkti um það leyti alvar-
legur ótti við við nýja heims-
styrjöld.
Meginsíofnun bandalagsins er
fastaráðið, sem heldur fund í
Reykjavík á næstunni. Þar
eiga að jafnaði sæti ambassa-
dorar frá öllum þátttökuríkj-
unum, (nú Niels Sigurðsson
frá Islandi), en þar er rætt um
hvers konar sameiginleg mál-
efni, sem komast á dagskrá, og
skipzt á upplýsingum. Tvisvar
á ári eru haldnir sérstakir
fundir, þar sem utanríkisráð-
herrar allra ríkjanna mæta, og
komið hefur fyrir, að þjóðhöfð-
ingjarnir eða forsætisráðherr-
ar mættu.
Atlantshafsráðið hefur á sín-
um vegum allmargar nefndir,
sem fjalla um mismunandi mál,
sem snerta hagsmuni banda-
lagsins. Meginliluti af starf-
semi Atlantshafsbandalagsins
er ekki hernaðarlegs heldur
pólitísks eðlis og ekki unninn
af herliði. Það er starfsemi
ráðsins og nefnda þess, svo og
aðalriíara bandalagsins, Manlio
Brosio og starfsliðs hans.
íslendingar hafa einungis
tekið þátt í þessum hluta
bandalagsins, en hafa ekki
skipt sér af hinni hernaðarlegu
hlið, þar sem hér er hvorki til
her, floti eða flugher.
Sjálfar hervarnir NATO eru
skipulagðar á fjórum svæðum.
Eitt þeirra er meginland Evr-
ópu frá Norður-Noregi til Tyrk-
lands, og hefur þar jafnan ver-
ið amerískur yfirforingi, fyrst
Eisenhower, síðar forseti. —
Næsta svæði er Ermarsund.
Þriðja svæðið er Norður-At-
lantshaf, og eru aðalstöðvar
þess í Norfolk í Virginíu í
Bandaríkjunum, en aðrar stöðv-
ar í Bretlandi og Portúgal. ís-
land er á þessu varnarsvæði.
Loks er Norður-Ameríka, varn-
ir Kanada og Bandaríkjanna.
Atlantshafsbandalagið hefir að
því leyti náð megintilgangi sín-
f *r~.r
Hlll
illl Atlantshaf
I—
1111111
Bretland
nii
N-Ameríka
Eliour
Þessi skipulagsteikning sýnir, hvernig- starfsemi Atlants hafsbandalagsins er. Vinstramegin er sá hlutinn, sem ekk'í er hernaffarlegs cðlis ráðið (sem heldur fundinn
Reykjavík), nefndirnar_ aðalritarinn og starfslið hans. Hægra megin eru hSns vegar hervarnir, en ísland hefur ekki tekið þátt í þeim hluta starfseminnar.
g 23. júní 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ